Morgunblaðið - 11.04.2022, Page 16
16 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. APRÍL 2022
✝
Guðrún Helga-
dóttir fæddist í
Hafnarfirði 7. sept-
ember 1935, elst
systkinanna tíu á
Blómsturvöllum við
Jófríðarstaðaveg.
Hún lést 23. mars
2022 á hjúkrunar-
heimilinu Mörk í
Reykjavík.
Foreldrar Guð-
rúnar voru hjónin
Ingigerður Eyjólfsdóttir, f. 9.6.
1913, d. 26.12. 1995, húsfreyja og
Helgi Kristján Guðlaugsson, f.
16.8. 1908, d. 26.3. 1991, sjómað-
ur.
Systkini Guðrúnar eru: Ing-
ólfur f. 20.7. 1937, d. 16.11. 2019;
Jóhanna, f. 29.5. 1939, d. 29.7.
2015; Gísli, f. 6.3. 1942; Unnur, f.
20.6. 1944; Arnar, f. 8.6. 1946;
Bjarni, f. 13.7. 1948, d. 16.9.
1997; Viðar, f. 25.2. 1950; Leifur,
f. 1.9. 1954, og Gerður, f. 15.7.
1952.
Guðrún var gift Hauki Jó-
Tómas, Helga Guðrún, Benedikt
og Auður. 3) Halla, f. 30.8. 1970,
þýðandi í Reykjavík. Hún er gift
Agli Axelssyni jarðfræðingi og
börn þeirra eru Silja og Styrmir.
Guðrún lauk stúdentsprófi frá
Menntaskólanum í Reykjavík ár-
ið 1955. Hún starfaði sem ritari
rektors í MR í áratug (1957-1967)
og var deildarstjóri félagsmála-
og upplýsingadeildar Trygg-
ingastofnunar ríkisins 1973-
1980. Hún sat á þingi fyrir Al-
þýðubandalagið 1979-1995, var
forseti sameinaðs Alþingis 1988-
1991, fyrst kvenna í heiminum til
að gegna embætti þingforseta,
og var fulltrúi í Norðurlandaráði
1983-1988.
Guðrún skrifaði fjölda bóka,
leikrit og sjónvarpshandrit, eink-
um ætluð börnum og unglingum,
og sló í gegn árið 1974 með sinni
fyrstu bók um uppátækjasömu
tvíburana Jón Odd og Jón
Bjarna. Hún hlaut fjölda verð-
launa og viðurkenninga fyrir rit-
störf sín.
Guðrún verður jarðsungin frá
Dómkirkjunni í Reykjavík í dag,
11. apríl 2022, klukkan 14.
Streymt verður frá athöfninni á
streyma.is.
Virkan hlekk má nálgast á:
https://www.mbl.is/andlat/
hannssyni, f. 25.1.
1935, verkfræðingi.
Þau skildu. Þau áttu
soninn Hörð, f. 14.2.
1957, tölvunarfræð-
ing hjá Hafrann-
sóknastofnun. Eig-
inkona hans er
María Guðfinns-
dóttir, sérfræð-
ingur í mennta- og
menningar-
málaráðuneytinu.
Synir þeirra eru Hrafn, Haukur
og Arnar. Seinni maður Guð-
rúnar var Sverrir Hólmarsson, f.
6.3. 1942, d. 6.9. 2001, kennari og
þýðandi. Börn þeirra eru: 1) Þor-
valdur, f. 26.11. 1966, ráðgjafi í
Reykjavík. Sambýliskona hans
er Aðalheiður Ámundadóttir
fréttastjóri. Börn Þorvaldar með
Ásdísi Þórðardóttur eru Auður
Böðvarsdóttir, Oddný, Steinunn
og Þorsteinn. 2) Helga, f. 29.11.
1968, hjúkrunarfræðingur, gift
Bjarna Ármannssyni, forstjóra
Iceland Seafood. Börn þeirra eru
Með þakklæti kveð ég tengda-
móður mína Guðrúnu Helgadótt-
ur eftir fallega samfylgd, allt frá
sumrinu 1979. Ég er þakklát fyrir
allt sem við áttum saman, vinátt-
una og samveruna, skemmtileg-
heitin og matarboðin öll, fyrst í
Skaftahlíðinni og svo á Túngöt-
unni. Og fyrir Danmerkurárin
okkar fjölskyldunnar, heimsókn-
irnar, sendibréfin og símtölin.
Bréfin hennar voru hrein lista-
verk, oft með teikningum af okkur
öllum eða blómum og fuglum á
spássíunni og bara rithöndin svo
falleg og listræn. Hún hefði svo
sannarlega getað myndskreytt
bækurnar sínar sjálf. Árin okkar
úti sá hún til þess að sonarsynirnir
hefðu nægt lesefni á íslensku og
litlir pakkar bárust gjarnan með
einni eða tveimur barnabókum,
eftir aðra höfunda en hana sjálfa –
smám saman heilt bókasafn.
Alveg frá því Rúna var lítil
stelpa í Hafnarfirði hafði hún ein-
hverja innri þörf fyrir að fegra
umhverfi sitt og það fylgdi henni
allt lífið. Garðurinn hennar var sá
fegursti og gróskumesti á landinu
og ekki bara það heldur líka sá
skemmtilegasti, ekki síst fyrir
börnin. Rúna dáðist að fallegu fjöl-
skyldulífi og fallegu mannlífi og
vildi helst líka bæta líf annarra.
Hún sagði eitt sinn í viðtalsbók að
hún vissi að ekkert væri betra en
að búa í góðu hjónabandi eða sam-
búð með manneskju sem maður
elskaði. Á þeim tíma var hún sjálf
nýskilin í seinna skiptið og átti eft-
ir að búa ein áratugum saman.
Lífskrafturinn var samt ótrúlegur
og hún naut þess alltaf að hafa fólk
í kringum sig. Nokkur barnabörn
og aðrir nákomnir áttu eftir búa
hjá henni til lengri eða skemmri
tíma í kjallaranum á Túngötunni,
þeim öllum til mikillar gleði. Rúna
naut sín með börnum og börn nutu
sín með henni. Langömmubörnin
fengu svo sannarlega að njóta
skemmtilegheitanna og einlægs
áhuga en þau dáðu Rúnu ömmu og
hún þau. Hún var alltaf að gera
eitthvað sniðugt með þeim og þau
áttu athyglina óskipta.
Minningar streyma líka fram af
töffaranum og sjarmatröllinu sem
með einhverjum töfrum dró að sér
athyglina og lyfti upp stemning-
unni hvar sem hún kom. Þá hafði
engin áhrif að hnippa í hana ef hún
var ekki nógu orðvör fyrir okkur
hin, enda skemmtilegust allra og
sá alltaf eitthvað spaugilegt í að-
stæðum. Hún var bóhem og lífs-
kúnstner en samt svo siðprúð og
samviskusöm. Hafði feiknargott
vald á íslensku en sletti meira en
aðrir. Kunni siðareglur upp á hár
og fannst þær mikilvægar en
kunni líka að brjóta þær þegar það
átti við.
Að lokum þakka ég fyrir vin-
áttu Rúnu við fjölskylduna mína
sem hún taldi meðal sinna bestu
vina og ekki síst fyrir vináttuna
við mömmu en þær tvær áttu
margar gleðistundir saman og
höfðu fyrir venju að hittast á Hót-
el Borg til að halda upp á afmæl-
isdaga barnanna árin sem við vor-
um enn í námi. Skarpgreindar og
kraftmiklar konur sem elskuðu
fólkið sitt. Ég kveð Rúnu með
djúpu þakklæti fyrir árin öll og
allt sem hún var mér í dýrmætri
vináttu og nánum fjölskyldu-
tengslum.
María Guðfinnsdóttir.
Það er óraunverulegt að kveðja
föðursystur sem hefur alltaf verið
einhvers konar stórveldi í tilver-
unni. Hún var skemmtilega
frænka mín sem kom með Sverri
og krakkana í kaffi til Hafnar-
fjarðar um helgar. Við í stórfjöl-
skyldunni sátum heima hjá ömmu
og afa á Jóffanum og það var talað
hátt og reykt og rifist yfir öllu
mögulegu. Hún var frænkan sem
bauð mér í gistiheimsókn þegar
hún hafði skrifað bók og ég fékk
að lesa handritið og segja mína
skoðun. Þegar ég gerði athuga-
semd við val á nafni á einni sögu-
persónu breytti hún nafninu í
laumi og lét hana heita eftir mér
og þegar bókin var komin út og ég
sá það sagði hún hlæjandi: „Þarna
spældi ég þig“ og okkur fannst
þetta mjög fyndið.
Sem barn og unglingur fylgdist
ég með henni í fjölmiðlum og dáð-
ist að því að hún nennti að rífast
við leiðinlega og forpokaða karla
af heillandi léttleika. Ég skildi
ekki margt sem fram fór á póli-
tíska sviðinu en ég fylgdist með
því hvernig frænka mín lét sig
mikilvæg málefni varða, hún barð-
ist af festu fyrir flóttamenn, hún
var frumkvöðull að stofnun Þýð-
ingarsjóðs og hún vann að eflingu
samstarfs meðal Norðurlanda-
þjóða.
Þegar ég var heima hjá Rúnu
að vakta húsið meðan á stúdents-
útskrift Helgu stóð þurfti ég ekki
bara að taka á móti blómum og
skeytum heldur líka svara símtöl-
um. Meðal annars þurfti ég að
hlusta á ókunnugan karlmann
sem fann sig, af einhverjum
ástæðum sem ég áttaði mig engan
veginn á hverjar voru, knúinn til
að hella sér yfir Guðrúnu Helga-
dóttur á laugardagseftirmiðdegi.
Hann taldi Guðrúnu augljóslega á
hinum enda línunnar, kynnti sig
og jós svo einhverjum hroðalegum
skömmum yfir mig. Ég hélt að
þetta væri einhver kunningi henn-
ar en þegar ég nefndi nafn manns-
ins og sagði Rúnu frá því að hann
hefði hringt sagði hún: „Æ, elskan
mín ég veit ekkert hver þetta er,
það eru alltaf einhverjir menn að
hringja í mig til að skamma mig og
þvarga yfir einhverju.“
Þegar Rúna var komin á eftir-
laun kíkti ég stundum til hennar í
hádeginu og var boðið upp á kaffi
og fransbrauð með rúllupylsu. Svo
spjölluðum við og horfðum
kannski á einhverja konunglega
athöfn á erlendri sjónvarpsrás eða
beina útsendingu frá sænska
þinginu, því Rúna fylgdist með
öllu af brennandi áhuga.
Það var eins og Guðrún Helga-
dóttir hefði miklu meiri tíma en
aðrir. Hún skrifaði bók eftir bók
og var samtímis í meiriháttar
ábyrgðarstöðum og hún sinnti
stórri fjölskyldu sem hélt svo
áfram að stækka þegar tengda-
börn, barnabörn og barnabarna-
börn bættust við. Hún sótti menn-
ingarviðburði, hitti vini sína og
fékk alls konar fólk í heimsókn.
Hún mátti alltaf vera að því að
koma og lesa fyrir leikskóla- og
grunnskólabörn og svo hringdi
hún reglulega til að spjalla og
hrósa mér fyrir hitt og þetta og
segja mér frá einhverjum bókum
sem hún var nýbúin að lesa.
Ég veit að Guðrúnar Helga-
dóttur er víða saknað en hún gaf
fjölskyldu sinni og vinum óendan-
lega margt og hún áorkaði mörg-
um og mikilvægum verkum sem
aldrei gleymast og fyrir það eigum
við að vera þakklát. Blessuð sé
minning Rúnu frænku.
Þórdís Gísladóttir.
Þær eru margar og góðar
minningarnar um hana Rúnu
frænku mína sem koma upp í hug-
ann við fráfall hennar. Af mörgu
er að taka. Ég man eftir jólaboð-
unum hennar, sem voru sérstök.
Það var gengið í kringum jólatré
með logandi kertaljósum, á meðan
allir aðrir sem ég þekkti áttu nú-
tímarafmagnsseríu. Rúnu þótti
bara rétt að halda í gömlu hefð-
irnar, henni fannst það miklu
skemmtilegra. Oft las hún fyrir
okkur úr nýútkominni bók eftir
sig og allir skemmtu sér vel. Hún
bakaði líka laufabrauð með börn-
um sínum fyrir jólin og naut ég
þess að vera boðin í hópinn. Þegar
ég var tíu ára bauð hún mér með
sér í rútuferð upp á Akranes, en
þar var verið að frumsýna leikritið
„Óvita“. Að lokinni sýningu kom í
ljós að engin áætlunarferð væri til
Reykjavíkur fyrr en næsta dag.
Þetta var reyndar svolítið líkt
Rúnu að vera ekki búin að skipu-
leggja ferðina til enda, en sem bet-
ur fór var hún fljót að leysa úr
vandanum. Hún hafði samband
við tengdaforeldra dóttur sinnar á
Steinsstöðum, sem buðu okkur að
koma. Þar vorum við í besta yf-
irlæti til næsta morguns.
Svona gæti ég lengi talið upp
skemmtilegar minningar af Rúnu
frænku. Hún hafði græna fingur
og átti fallegan garð með dúkku-
húsi þar sem börn gátu leikið sér.
Stundum var setið úti með gos-
drykk eða kaffisopa. Eitt sinn
þegar ég kom við hjá henni var
hún að róta í moldinni, eins og hún
kallaði garðyrkjuna. Hún var í
síðu pilsi og á spariskónum í miðju
blómabeði, öll útbíuð í mold. Þeg-
ar ég spurði af hverju hún væri
þarna í sparifötunum fórnaði hún
höndum og hrópaði upp yfir sig:
„Ég gleymdi mér alveg í mold-
inni!“ Hún hafði þá verið að koma
heim úr samkvæmi og sá smá
arfakló í beði sem hún „varð“ að
reyta og gleymdi sér svo við að
reyta illgresi. Svona var hún
stundum skemmtilega utan við
sig.
Bækurnar hennar sýna best
hve réttsýn og merk kona hún
Rúna var. Ég á eftir að sakna
hennar en minning hennar mun
lifa um ókomna tíð. Ég sendi sam-
úðarkveðjur til barna hennar og
fjölskyldunnar allrar. Blessuð sé
minning Guðrúnar Helgadóttur.
María Gísladóttir.
Á aðventunni 1995 skaut Guð-
rún Helgadóttir skjólshúsi yfir
okkur hjónin þegar við vorum
húsnæðislaus í 20 daga í miðjum
jólaprófum í Háskólanum.
Við höfðum búið í kjallaraíbúð
hinum megin við götuna og hún
fékk þess vegna ávæning af þess-
um tímabundnu vandræðum okk-
ar og bauð okkur umsvifalaust að
búa hjá sér í kjallaranum. Við vor-
um ekki að sækja Guðrúnu heim í
fyrsta sinn því annað okkar hafði
raunar verið heimagangur þar frá
menntaskólaárum þegar heimilið
á Túngötu stóð opið fyrir vinum
barnanna hennar.
Guðrún var mikill höfðingi
heim að sækja, örlát og gestrisin
og ekki minnist ég þess að hún
hafi viljað að við unga parið borg-
uðum krónu fyrir að búa þarna
þessa mikilvægu prófadaga í des-
ember. Við máttum ganga í kaffið
á morgnana og ísskápinn eins og
okkur sýndist og svo kallaði hún
niður á kvöldin og sagðist vera bú-
in að leggja á „allsnægtaborðið“
sem vinur hennar Böðvar Guð-
mundsson smíðaði af miklum hag-
leik. Ég man sérstaklega eftir
hversdagslegri máltíð sem saman-
stóð af kálbögglum og kartöflum
sem hún gerði sérstaklega fyrir
unga manninn í kjallaranum sem
henni „sýndist ekki veita af smá
smjöri með“. Þessi kvöldverður
varð að hinni mestu veislu af því
að hún lagði svo fallega á borðið og
gerði allt svo huggulegt og
skemmti okkur svo konunglega
með frásagnargleði sinni og
óborganlegum sögum. Á þessum
tíma vorum við að leggja drög að
skiptinámi í Danmörku og gátum
valið á milli þess að vera í Kaup-
mannahöfn eða Árósum. Guðrún
sagði að Árósar hefðu allt til að
bera til jafns við Köben nema
„hundaskítinn og rónana“! Við
fórum til Árósa.
Við lásum af kappi undir prófin
þessa daga í desember 1995 í kjall-
aranum á Túngötunni og lifðum
eins og blóm í eggi. Allar götur
síðan sýndi Guðrún okkur mikla
vináttu. Sendi okkur afar fallega
brúðargjöf þegar við gengum í
hjónaband. Færði okkur sængur-
gjafir þegar börnin okkar fædd-
ust. Sendi áritaðar bækur til
barnanna okkar þegar við bjugg-
um erlendis og gaf okkur leyfi til
að lesa hina undurfögru jólasögu
„Englajól“ aftur og aftur á að-
ventukvöldum og ýmiss konar
samkomum á undanförnum árum
svo rétti jólaandinn fyllti brjóst
viðstaddra.
Við munum ávallt minnast Guð-
rúnar með miklu þakklæti fyrir
það hve hún var okkur velviljuð og
hvað hún sýndi vandalausu ungu
fólki sem var að reyna að fóta sig í
tilverunni mikinn áhuga.
Elínborg Sturludóttir,
Jón Ásgeir Sigurvinsson.
Guðrún Helgadóttir er kona
sem ég á margt að þakka. Ég var
ung leikkona þegar ég fékk upp-
hringingu frá Ríkisútvarpinu,
réttara sagt Silju Aðalsteinsdótt-
ur, sem þá hafði umsjón með föst-
um lið í morgunútvarpinu sem var
lestur framhaldssögu fyrir börn.
Hún spurði hvort ég væri til í að
flytja sögu sem hún væri með í
höndunum. Sagan væri um tvíbu-
rastráka, Jón Odd og Jón Bjarna,
að vísu aðeins til á vélrituðum
blöðum, en bráðskemmtileg. Höf-
undurinn héti Guðrún Helgadótt-
ir, deildarstjóri hjá Trygginga-
stofnun. Ég fékk handritið sent og
hafði það með mér í heimsókn til
móður minnar á Akranesi. Þar
prufulas ég verkið upphátt fyrir
mömmu, Einar manninn minn og
sex ára dóttur okkar. Við veltumst
um af hlátri. Þetta var skemmti-
legasta barnasaga sem ég hafði
lesið frá því ég kynntist Línu lang-
sokk. Þegar upptökur hófust í
stúdíói fengum við tæknimaður-
inn ítrekað hláturskast og urðum
að stoppa í miðjum lestri og end-
urtaka.
Jón Oddur og Jón Bjarni fengu
fljótt mikla hlustun, ég fékk m.a.
kveðju frá sjómönnum á hafi úti
sem sögðust bíða spenntir eftir
hverjum lestri. En það sem meiru
skipti var að höfundurinn fékk
upphringingu frá útgefanda,
Valdimar Jóhannssyni í Iðunni,
sem falaðist eftir sögunni til út-
gáfu. Kolbrún S. Kjarval var ráðin
til þess að myndskreyta bókina
sem kom út fyrir jól 1974 og sló í
gegn. Ég fékk áritað eintak frá
höfundi.
Sumarið 1981 var svo gerð
kvikmynd eftir sögunni sem þá
var orðin að trílógíu, sem steypt
var saman í handrit af kvikmynda-
gerðarmanninum Þráni Bertels-
syni. Mér var boðið hlutverk
mömmu þeirra bræðra og nýr
áfangi þessa ævintýris var hafinn.
Þetta var í árdaga nýrrar bylgju
kvikmyndagerðar á Íslandi, litlir
peningar, engin leiktjöld smíðuð,
búningar tíndir út úr fataskápum
aðstandenda, íbúð í Tjarnarbóli
tekin á leigu fyrir upptökur, allt
annað gert úti, sama hvernig viðr-
aði, sjaldan unnt að endurtaka
neitt sem mistókst. Útkoman varð
furðugóð og hvað sem göllunum
líður hefur kvikmyndin um Jón
Odd og Jón Bjarna orðið íslensk
klassík eins og bækurnar. Og ég
nýt þeirrar einstöku ánægju fram
á þennan dag að vera spurð: Ert
þú mamma Jóns Odds og Jóns
Bjarna?
Guðrún Helgadóttir varð fljót-
lega fremsti barnabókahöfundur á
Ísland, okkar Astrid Lindgren.
Mér er í fersku minni þegar hún
sýndi mér handritið að Óvitum
fyrst, þar sem börn léku fullorðna
og fullorðnir börn. Ég skemmti
mér konunglega í mínu litla hlut-
verki í sýningu Þjóðleikhússins
1979-80, sex ára í smekkbuxum
sem ég óx þó fram úr, háólétt.
Guðrún var með eindæmum
skemmtileg heim að sækja. Ég hef
átt margar háværar og andríkar
stundir á heimilum hennar, fyrst í
Skaftahlíð með Sverri Hólmars-
syni þáverandi manni hennar, og
síðar á Túngötunni, þar sem hún
komst í að rækta draumagarðinn
sinn. Ég er henni óendanlega
þakklát fyrir tækifærin sem verk
hennar hafa fært mér og allt and-
lega fóðrið sem hún hefur búið til
handa jafnt mínum börnum sem
barnaskara Íslands og víðar. Að-
standendum hennar öllum sendi
ég mínar innilegustu samúðar-
kveðjur. Blessuð sé minning Guð-
rúnar Helgadóttur.
Steinunn Jóhannesdóttir.
Guðrún Helgadóttir kom inn í
íslenskar bókmenntir með lúðra-
þyt og söng. Svo ástsæl urðu
fyrstu sköpunarverk hennar, tví-
burarnir Jón Oddur og Jón
Bjarni, strax þegar Steinunn Jó-
hannesdóttir las sögurnar um þá í
útvarpið sumarið 1974 að nýprent-
uð bókin rann út eins og heitar
lummur um haustið. Mér hefur
lengi fundist það vera einn besti
greiði sem ég hef gert íslenskum
bókmenntum að fá Guðrúnu til að
leyfa flutning þessarar fyrstu
sögu sinnar í útvarpið, en ég var
þá umsjónarmaður Morgunstund-
ar barnanna. Fram að því hafði
sagan bara verið „til heimabrúks“
en nú urðu bræðurnir og höfundur
þeirra alþekktar stærðir á íslensk-
um heimilum.
Hvað olli þessum tafarlausu
vinsældum sem fá fólk á öllum
aldri til að minnast þess nú hvern-
ig það kynntist bókum hennar og
hvaða áhrif þær höfðu? Á yfir-
borðinu var það fyndnin; léttur og
skemmtilegur stíllinn, orðheppn-
in, hraðinn í frásögninni, lifandi og
marghliða persónur. En undir
niðri bjó það sem hafði ennþá var-
anlegri áhrif: djúpur mannskiln-
ingur, einstakt auga fyrir hinu
margræða í mannlífinu sem gerði
að verkum að allar kynslóðir nutu
þess að lesa þessar bækur. Enda
eru börnin ekki einsömul í bókum
hennar, þau eru hluti af fjölskyld-
um, umhverfi, þjóð.
Guðrún bylti íslenskum barna-
bókmenntum strax með sinni
fyrstu bók og bent hefur verið á að
það voru ekki einungis barnabæk-
urnar sem höfðu gagn af þeirri
byltingu. Með því að skrifa bækur
um börn sem búa í borg og njóta
þess í tætlur rifjaðist upp fyrir
öðrum hvað það var og hafði verið
gaman að vera barn í borginni.
Höfundar á borð við Pétur Gunn-
arsson og Einar Má Guðmunds-
son sýndu það í bókum fyrir full-
orðna lesendur sem sömuleiðis
nutu feiknarlegra vinsælda. Á
furðu skömmum tíma hætti
Reykjavík bókmenntanna að vera
spillingarbæli sem þurfti að
bjarga börnum frá með því að
senda þau í sveit og varð spenn-
andi staður sem bauð upp á líf og
fjör og ævintýri. Guðrún var ekki
heldur smeyk við að gera um-
hverfið þekkjanlegt í sögum sín-
um, bæði hið manngerða umhverfi
og mennina sjálfa, í sögu og sam-
tíð. Lesendur á öllum aldri þekktu
sig í bókum hennar, það var enn
eitt sem jók á gildi þeirra.
En rauði þráðurinn í öllum
verkum Guðrúnar er barátta fyrir
réttindum barna; rétti þeirra til að
njóta umönnunar og ástar og til að
á þau sé hlustað. Hún spurði frá
upphafi: Af hverju eiga börn að
hlýða fullorðnu fólki sem kemur
illa fram við þau? Það var róttæk
spurning og hún er enn í fullu
gildi.
Sjálf kynntist ég Guðrúnu þeg-
ar ég var nemandi í MR og hún
ritari rektors – og hinn raunveru-
legi rektor skólans að margra
mati. Hún hafði holl afskipti af
nemendum og það var henni full-
komlega eðlilegt að víkka út
áhrifasvæði sitt á næstu árum og
áratugum, fyrst inn í Trygginga-
stofnun ríkisins, síðan inn í borg-
armálin og loks inn á Alþingi Ís-
lendinga. Alls staðar voru áhrif
hennar til góðs og það er dýrmæt-
ara en orð fá lýst að þau skuli lifa
áfram í bókunum hennar. Við
söknum hennar öll en samúðar-
kveðjurnar fá þó einkum börnin
hennar, tengdabörn og barna-
börn.
Silja Aðalsteinsdóttir.
Rúna var ein af glaðbeittum
stelpum sem komu í þriðja bekk
MR haustið 1951. Þær voru
ófeimnar við okkur í efri bekkjum
og fóru til dæmis snemma að
sækja Laugaveg 11 sem þá var
kaffistaður ýmissa þeirra sem
snobbuðu fyrir listum og öðru af-
brigðilegu. Vilborg fyrri kona mín
var bekkjarsystir Rúnu og þegar
af þeim sökum urðum við nokkuð
nánir kunningjar og áttum þátt í
sameiginlegu bralli á næstu árum.
Síðan lágu leiðir okkar saman
þegar ég gerðist í nokkur ár kenn-
ari við okkar gamla menntaskóla
en hún hafði þá verið ritari rektors
í átta ár og í reynd stjórnað skól-
anum að drjúgu leyti, enda í eðli
sínu stjórnsamari en yfirmaður-
inn. Hún var í því hlutverki reynd-
ar oft kölluð Stefanía eftir nafn-
kunnum fyrirrennara sínum
Stefaníu Guðnadóttur. Henni
þótti sér heiður að því en mislíkaði
Guðrún
Helgadóttir