Morgunblaðið - 11.04.2022, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 11.04.2022, Qupperneq 20
20 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. APRÍL 2022 ✝ Stefnir Einar Magnússon fæddist í Saurbæ í Skeggjastaðahreppi N-Múl. (nú Langa- nesbyggð) 30. sept- ember 1943. Hann lést á Sjúkrahúsinu á Akureyri 2. apríl 2022. Foreldrar hans voru Járnbrá Ein- arsdóttir, f. á Fjalla- lækjarseli í Þistilfirði 13. apríl 1918, d. 9. júní 2001, og Magnús Jónas Jóhannesson, f. á Grænhóli á Barðaströnd 20. október 1913, d. 8. ágúst 2004. Hann fluttist með foreldrum sínum og systkinum til Bakka- fjarðar þegar hann var þriggja ára og átti þar lengst af lögheim- ili. Systkini hans í aldursröð: Gunnar Jóhannes, f. í Saurbæ 29. apríl 1942, Sólrún, f. í Saurbæ 11. apríl 1945, d. í Hafnarfirði 10. september 2000, Björg, f. í Saurbæ 3. apríl 1947, Freydís Sjöfn, f. í Hraungerði 12. ágúst 1951, og Rósa Björk, f. í Hraun- gerði 27. júlí 1957. Árið 1989 kvæntist Stefnir og Keflavík. Hann var lengi í siglingum á fraktskipum hjá Eimskip, Hafskip og fleiri út- gerðum, lengst á Lagarfossi. Á sama tíma og hann var í sigl- ingum stundaði hann trillu- útgerð frá Bakkafirði. Hann lét smíða fyrir sig bát í Bátalóni í Hafnarfirði, Freydísi NS 42, og byggði skemmu fyrir útgerðina. Síðustu árin sem hann bjó á Bakkafirði rak hann útgerðina með mági sínum, Elíasi Helga- syni, undir nafninu Hraungerði ehf. Árið 2007 flutti hann til Vopnafjarðar og ári síðar til Ak- ureyrar, þar sem hann var byrj- aður að fjárfesta í fasteignum. Á Akureyri bjó Stefnir með syni sínum Aðalsteini, sem varð smám saman félagi hans í fasteigna- rekstrinum og árið 2018 keyptu þeir feðgar Leifsstaði II í Eyja- fjarðarsveit og byrjuðu þar rekstur ferðaþjónustu. Frá árinu 2013 og fram á síðasta ár vann Stefnir í hlutastarfi hjá kart- öflubúinu á Áshóli. Stefnir var mikill spilamaður, fannst fátt skemmtilegra en að spila brids og lagði kapal hvenær sem tæki- færi gafst. Útför Stefnis fer fram frá Akureyrarkirkju í dag, 11. apríl 2022, og hefst klukkan 13. Streymt verður frá athöfninni á facebooksíðunni: Jarðarfarir í Akureyrarkirkju – beinar út- sendingar. Kim Khorchai, f. í Taílandi 4. janúar 1962. Þau eignuðust tvö börn: Jóhönnu, f. 20. september 1990, og Aðalstein, f. 15. desember 1992. Jóhanna býr í Hafnarfirði, sam- býlismaður hennar er Kjartan Ingi Kjartansson, f. 4. maí 1985, og dóttir þeirra er Stella Maren, f. 30. mars 2014. Aðalsteinn býr á Leifsstöðum II í Eyjafjarðarsveit, kærasta hans er Tinna Arn- grímsdóttir, f. 25. janúar 1994. Stefnir og Kim skildu árið 2000. Stefnir kvæntist síðar Luang Chinwong, f. í Taílandi 2. janúar 1962. Þau skildu eftir stutt hjóna- band. Magnús faðir Stefnis stundaði trilluútgerð frá Bakkafirði og níu ára gamall byrjaði Stefnir að stunda róðra með honum, þar með hófst lífsstarfið, en hann var lengst af sjómaður. Fyrst á trillu- bátum og litlum dekkbát frá Bakkafirði. Síðan var hann á ver- tíðarbátum frá Vestmannaeyjum Stefnir var móðurbróðir minn, þegar ég fæddist var hann 54 ára og ég man að mér fannst hann aldrei eldast. Ég á margar minningar af honum enda ólst ég upp með hann í næsta húsi. Stefnir var mjög sterkur maður, frá því að ég man eftir mér var hann ein- stæður faðir og gerði allt fyrir börnin sín. En hann var líka mjög stríðinn og það eru ófáar sögurnar sem munu lifa með fjölskyldunni af uppátækjunum hans. Ein af mínum uppáhalds- sögum er þegar hann var að kenna mömmu að keyra, það endaði nú ekki betur en svo að hann var næstum búinn að láta barnið klessa á girðingu. Stefnir var alltaf góður við mig og það voru ófá skiptin sem ég fékk að eyða hjá þeim feðg- um í Grundargerðinu. Það var alltaf pláss fyrir ættingja sem vantaði gistingu. Hann gerði líka bestu kjötsúpu í heimi og einu sinni þegar ég stundaði nám við Menntaskólann á Ak- ureyri og kíkti í heimsókn til hans þá var hann akkúrat að búa til kjötsúpu og það sem ég var glöð þegar hann bauð mér að borða með sér. Við Stefnir vorum bæði æv- intýragjörn, hann sigldi um höf- in blá til þess að sjá heiminn og þegar ég sagði honum að ég ætlaði að fara sem skiptinemi þá var hann sko ánægður með mig og sagði að maður ætti að nýta öll tækifæri til þess að skoða heiminn. Seinna fór ég í heims- reisu og við Stefnir gátum talað endalaust um ást okkar á Taí- landi. Hann átti endalaust af sögum frá því að hann vann í milli- landasiglingunum og lítil eyru þreyttust aldrei á því að hlusta á hann segja frá ævintýrunum sem hann lenti í. Stefnir var líka einstaklega orðheppinn en eitt skipti sem ég dvaldi í Grundargerðinu yfir páska þá var ég eitthvað að mála mig til þess að kíkja út á lífið, þá sagði hann við mig: „Salla mín, þú þarft ekkert að vera að mála þig, þú ert svo fín kélling.“ Við áttum líka oft mjög merkileg samtöl um heima og geima. Ég man nú ekki um hvað við vorum að tala um þegar hann horfði á mig með sínu ein- staka glotti og sagði: „Þú ert nú ekki glervitlaus eins og allir frændur þínir.“ Mér þótti samt einna vænst um það þegar Stefnir hringdi í mig veturinn sem hann dvaldi á Spáni, þó hann hafi aðeins verið búinn að fá sér í tána þegar hann hringdi þá gátum við spjallað endalaust. Í einu af þessum símtölum tjáði hann mér að hann væri nú farinn að hafa áhyggjur af því að ég ætti ekki mann, ég sagði þá við hann að hann yrði bara að finna ein- hvern fyrir mig, hann stóð nú samt ekki við það loforð bless- aður. Hann Stefnir frændi minn var einstakur maður, sem lifði mjög merkilegu lífi. Það er sannar- lega mikill missir að honum. Elsku Jóhanna, Steini og fjöl- skyldur, ég votta ykkur innilega samúð mína, ykkar missir er mun stærri en minn. Hann var með stórt hjarta úr gulli, þar sem var pláss fyrir alla sem vildu. Við munum öll sakna hans og passa að halda minningu hans á lífi. Erla Salome Ólafsdóttir. Elsku Stefnir, nú ertu farinn eftir erfið veikindi. Við viljum þakka þér fyrir okkar miklu vin- áttu alla tíð. Margs er að minn- ast, það er gott að geta yljað sér við góðar minningar. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti, þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir) Hvíldu í friði. Þín verður sárt saknað, en þú lifir áfram í hjarta okkar. Elsku Jóhanna, Aðal- steinn og fjölskyldur, innilegar samúðarkveðjur til ykkar allra. Gunnar, Ingibjörg (Inga) og Hákon. Stefnir E. Magnússon ✝ María Aðal- heiður Sig- mundsdóttir fædd- ist í Reykjavík 3. október 1958. Hún lést á sjúkrahúsi á Spáni 22. desember 2021 í kjölfar alvar- legs umferðarslyss. Foreldrar Maríu voru Vilborg Sveinsdóttir og Sigmundur Sig- urbjörnsson bóndi á Brandagili í Hrútafirði. Þegar María var fimm ára flutti fjölskyldan í Lönguhlíð 19 í Reykjavík þar sem þau bjuggu alla tíð síðan. Hálfsystir Maríu er Sigfríður V. Ásbjörnsdóttir. Eiginmaður Maríu var Gian- sem hún fyrstu árin stundaði framhaldsnám, fyrst í landa- fræði og síðan í margmiðl- unarfræðum. Seinna tímabilið í Kaupmannahöfn var hún virk í félagsmálum Íslendingafélags- ins í Jónshúsi, var m.a. ritstjóri Íslandspóstsins í nokkur ár. Á Kaupmannahafnarárunum stundaði hún ýmis störf, t.d. hjá póstinum og við aðhlynningu. Eftir komuna til Íslands um 2008 vann María sem stuðnings- fulltrúi í Háteigsskóla. Frá 2018 bjó María á Spáni. María var listræn og samdi bæði ljóð og teiknaði. Hún var mikil baráttukona í orði og verki. Hún lagði mikið af mörkum í mál- efnum öryrkja en aðeins örfáum dögum fyrir útför hennar vannst sigur í baráttumáli henn- ar er dómur féll í Hæstarétti ör- yrkjum í vil. Útför Maríu fer fram frá kirkju Óháða safnaðarins við Háteigsveg í dag, 11. apríl 2022, klukkan 15. piero Venditto, f. 1954 í Eþíópíu, d. 3. september 2016 í Reykjavík. María tók stúd- entspróf frá Kvennaskólanum. Hún útskrifaðist sem landfræðingur frá Háskóla Íslands og stofnaði fyrir- tækið Landkosti ehf. á Selfossi ásamt bekkjarsystkinum sínum úr landafræðinni. Hún starfaði þar um tíma við landmælingar og kortagerð, tók m.a. þátt í kortagerð vegna útgáfu upp- haflegs Íslensks söguatlass. María bjó í Danmörku á tveimur tímabilum ævinnar, þar Ég man það ljóslifandi þegar mamma sagði mér að það væri komin stelpa í íbúðina á móti. Ég var fimm ára og mér fannst ég þurfa að tjalda því eftirsóknar- verðasta sem ég átti svo vinátta tækist með okkur. Ég tók stóru dúkkuna mína og köttinn og hringdi bjöllunni með fullt fangið. Maja kom til dyra og það tókst vinátta með okkur við fyrstu sýn. Við urðum nánast óaðskiljanleg- ar. Ég rétt skrapp heim að borða og gerði misheppnaðar tilraunir til að framlengja leiktímann með því að þykjast vera sofandi þegar mamma kom að sækja mig á kvöldin. Við stelpurnar vorum fjórar í stigaganginum í Löngu- hlíð 19, við Maja á 2. hæð og Gitta og Nína á 3. hæð. Það var aldrei dauður tími og við vorum enda- laust að leika okkur saman. Okk- ur skorti aldrei hugmyndaflug fyrir leiki og ævintýri. Hlut- verkaleikirnir í herbergi Gittu og Nínu voru engu líkir. Við vorum kóngar og drottningar, tatarar og sjóræningjar á seglskipi og þönd- um lökin af rúmunum sem segl og vörpuðum akkeri út um gluggann. Við vorum í teygjó, feluleikjum, skollaleik og njósna- leikjum þar sem við földum okkur bak við hurð, undir borði eða inni í kústaskáp og biðum grafkyrrar eftir að einhver kæmi inn. Við renndum okkur niður handriðið og klifruðum milli hæða í glugg- anum í stigaganginum. Við gist- um oft fjórar saman á gólfinu hjá Gittu og Nínu og fengum einfald- lega ekki nóg af að vera saman. Útileikirnir voru fjölbreyttir, m.a. löggu- og bófaleikir kringum blokkina og við hjóluðum mikið um hverfið. Leiksvæðið teygði sig niður á Klambratún og upp í Öskjuhlíð þar sem okkur þótti spennandi að fara með vasaljós niður í gömlu hermannagöngin. Eitt sinn hjóluðum við upp í sum- arbústað fyrir ofan Geitháls og tjölduðum þar ásamt Siggu, Allý, Huldu og Gústu. Tjaldið var ekki alveg 8 manna og tjaldstöngin brotnaði. Við bundum hana sam- an og notuðum svo vindsængurn- ar sem báta á Hólmsánni. Þessi átta stelpna hópur fór alltaf sam- an í Vindáshlíð. Við syntum í Laxá, vorum í göngutúrum og fjallgöngum og á kvöldvökunum settum við upp leikrit eða aðra skemmtidagskrá. Í minningunni var æska okkar stelpnanna í Lönguhlíðinni eins og einstak- lega skemmtilegt og fallegt æv- intýri. Þótt við færum hvor í sína átt- ina á unglingsárunum og sam- skiptin væru ekki mikil í fram- haldinu var samt alltaf þráður á milli okkar sem nærðist á jóla- kortum og afmæliskveðjum auk þess sem leiðir lágu tímabundið saman í gegnum starf ABC barnahjálpar. Fyrir nokkrum ár- um fór ég svo ítrekað að fá óút- skýrð skilaboð í símann minn: Call Maja. Ég hlýddi þessum skrýtnu skilaboðum og hringdi í hana þegar þau komu. Þegar þau hættu að koma var sambandið komið aftur á. Undir restina bar trúmálin æ oftar á góma. Ég útbjó sendingu til hennar með nokkrum bókum sem við ætluð- um að ræða þegar hún væri búin að lesa þær en áður en sendingin komst á leiðarenda lenti Maja í hræðilegu slysi sem dró hana til dauða. Ég er endalaust þakklát fyrir Maju og allar stundirnar sem við áttum saman og vonast til að fá að eyða eilífðinni með henni. Elsku Siffa og fjölskylda, inni- legar samúðarkveðjur. Guðrún Margrét Pálsdóttir. Þann 22. desember sl. lést á Spáni í kjölfar umferðarslyss María Aðalheiður Sigmundsdótt- ir sem við kveðjum nú í dag. Dán- artilkynningunni fylgdi frábær mynd af Mæju, sem sýndi svo ágætlega hve mikill töffari hún var, en auðvitað ekki hve frábær manneskja hún var. Það sem mér þykir hvað sár- grætilegast við skyndilegt brott- hvarf Mæju úr þessari tilveru okkar er að eftir okkar síðasta símaspjall um miðjan september þá heyrðist mér að hún væri loks að byrja að geta litið bjartari aug- um á daginn og veginn eftir að hafa orðið fyrir stærsta áfalli flókinnar og oft á tíðum erfiðrar lífsgöngu sinnar, þegar eiginmað- ur hennar, heiðursmaðurinn og ljúflingurinn, stoð hennar og stytta, hann Gianpiero Venditto, lést eftir stutt veikindi 2016, rúm- lega sextugur að aldri. Líkt og svo margir aðrir land- ar okkar, þá valdi hún fljótlega eftir missinn að flytja eða flýja í annað umhverfi, þar sem henni væri unnt að draga fram lífið á mannsæmandi hátt og varð Spánn fyrir valinu, þar sem hún bjó síðustu árin. Þau María og Gianpiero kynntust í Kaupmannahöfn upp úr árunum í kringum 1980 í lit- ríku alþjóðlegu umhverfi náms- áranna. Þar bjuggu þau síðan og störfuðu næsta aldarfjórðunginn og reyndust vinum og vanda- mönnum yfirleitt helsta kenni- leitið í Köben hvenær sem leiðin lá þar hjá, því einstök gestrisni og hlýjar móttökur þeirra við ítrek- uð tækifæri voru ætíð ljúfar og skemmtilegar. María og Gianpiero fluttu loks til Íslands á velsældarárunum fyrir hrunið eða ránið og keyptu sér litla notalega íbúð í Stigahlíð, sem þeim aunaðist að halda í gegnum fjármálaóveðrið og voru loks að nálgast þann stað að geta látið drauma sína um áhyggju- laust líf á syðri slóðum rætast, þegar allt breyttist. Mæja, og þau hjónin bæði, reyndust mér og mínum við nokkur tækifæri svo ómetanlegir vinir að ég komst auðvitað aldrei nálægt því að endurgreiða þeim á annan máta en nú við leiðarlok að heiðra minningu þeirra og óska þeim velfarnaðar saman inn í ei- lífðina. Jónatan Karlsson. „Hvaðan ert þú svo María?“ spurði landfræðikennari í HÍ 1981, þegar hann rakti garnirnar úr átta nýnemum um ætt og upp- runa. „Jaa, ég er nú frá Löngu- hlíð í Hlíðum,“ svaraði hún sposk á svip, fíngerð, með þykkt dökk- brúnt hár og brún viskuleg augu, sú sem átti eftir að verða vinkona mín meðan báðar lifðu. Við vorum báðar svolítið seinteknar en ólík- ar, fæddar inn í ólíkar aðstæður, hún í óöryggi sem fylgdi óumflýj- anlegum andlegum veikindum móður. En hún hafði erft mikla eðlislæga greind, hagmælgi og víðsýni þessarar sömu móður, baráttuþrek föðurins og seiglu þeirra beggja. Samvinna okkar Mæju hófst á Háskólaárunum í hópi með Ein- ari Boga og Salvöru, Mæja lang- klárust. Við fundum okkur verk- efni síðar meir, stofnuðum fyrirtæki í einhverri þrákelkni en löngun okkar Mæju til að fara eigin leiðir var rík. Mæja hafði skipulagshæfileika og frjóa hugs- un, auk þess kryddaði hún and- rúmsloftið með miklu skopskyni og hljóðlátri hlýju. En hugur Mæju leitaði til Kaupmannahafnar til náms, en ég hér heima með soninn minn litla, Helga Hauk, og verkefni okkar Mæju urðu lifibrauð mitt. Nú minna handskrifuð bréf í kommóðuskúffu á þennan tíma. Við mæðgin heimsóttum Mæju til Köben 1989. Þá var hún var farin að búa með Gianpiero, hjarta- hlýja eþíópíska Ítalanum sem hún hafði kynnst á kollegíinu. Þau voru frábærir, barngóðir gestgjafar, með sama skopskyn og lífssýn, pólitísk, málefnaleg og áhugasöm um mannlífið og nátt- úruna, víðlesin og fróð. Þau voru sálufélagar, veittu hvort öðru gagnkvæmt öryggi, sem hafði verið hvikult í lífi þeirra beggja. Enn liðu ár, ég kynntist Bjarna og við eignuðumst Guð- rúnu Heiðu. Bjarna og Gianpiero varð vel til vina og börnin okkur nutu óskiptrar athygli og um- hyggju þeirra hjóna. Samveru- stundir, ýmist í Köben eða á Klaustri, voru sögustundir. Um mannlíf í ólíkum kimum heims- ins, grín um þá sem fóru mikinn og margt fleira. Þau hjón fluttu til Íslands 2006. Fyrstu árin í Stigahlíð voru góður tími, þau stunduðu sína vinnu og lifðu kyrrlátu lífi. Mæja kom hvert vor til okkar frístunda- bændanna á Sandlæk á sauðburði í nokkur ár. Þar birtist vökul sveitakona sem hjúkraði veik- burða lömbum og syrgði með kindum sem misstu lömb. Þar sá hún sig, sem hafði sjálf misst ófullburða barn á yngri árum. En það tók að halla undan fæti, Bakkus varð æ frekari förunaut- ur minnar kæru vinkonu, með þeim andlegu kvillum sem fylgja. Gianpiero var fastastæðan og það var Mæju mikið áfall þegar hann greindist með lungnakrabba sem dró hann til dauða á þremur mán- uðum haustið 2016. Árið 2018 flutti Mæja til Spán- ar. Þar fékk hún góða íbúð ná- lægt klettóttri strönd. Þar entist lífeyririnn betur og veðráttan betri grannvaxinni veikburða konu. Við Bjarni heimsóttum Mæju vorið 2019, áttum yndislega viku í sólinni á svölunum og út um sveit- ir, öll þrjú, hlógum og nutum samverunnar. Þegar Bjarni minn lést tæpu ári síðar varð Mæja mér ómetanlegur stuðningur úr fjarlægðinni, hún skildi betur en flestir aðrir hvernig var að missa sinn allra besta vin. Hún var mér sem systir, þess vegna var ég þakklát fyrir að hafa getað farið til hennar þegar hún barðist fyrir lífi sínu eftir bílslysið hræðilega í nóvember sl., slysið sem leiddi hana til dauða. Ég sakna hennar sárt en er þakklát fyrir þann þroska sem ég öðlaðist af kynn- unum við litríka trygglynda konu. Hvíli hún í eilífum friði. Elín Erlingsdóttir. María Aðalheiður Sigmundsdóttir Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ELSA KRISTINSDÓTTIR frá Haukadal í Dýrafirði, lengst af búsett í Hafnarfirði, lést á Sólvangi, Hafnarfirði, sunnudaginn 3. apríl. Útförin fer fram frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði miðvikudaginn 20. apríl klukkan 14. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hennar er bent á líknarfélög. Sverrir Mar Albertsson Gréta Garðarsdóttir Magnús Páll Albertsson Halla Björg Baldursdóttir Sigríður Ágústsdóttir barnabörn og barnabarnabörn

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.