Morgunblaðið - 11.04.2022, Síða 22

Morgunblaðið - 11.04.2022, Síða 22
22 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. APRÍL 2022 Smáauglýsingar Sumarhús Sumarhús – Gestahús – Breytingar .Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum. .Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum. .Smíðum gestahús – margar útfærslur. .Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum. .Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is Ýmislegt Sólarfilmur Límmiðar Húsviðhald Húsa- viðgerðir www.husco.is Raðauglýsingar Raðauglýsingar Fundir/Mannfagnaðir Aðalfundur Náttúrulækningafélags Reykjavíkur Aðalfundur NLFR verður haldinn þriðjudaginn 19. apríl 2022 kl. 17:00 í sal Ástjarnarkirkju, Kirkjutorgi, 221 Hafnarfirði. Dagskrá aðalfundar 2022 • Setning fundar, kosning fundarstjóra og ritara • Skýrsla stjórnar og reikningar félagsins • Lagabreytingar • Tilnefningar til trúnaðarstarfa • Kosning til trúnaðarstarfa • Önnur mál Stjórn NLFR Tilkynningar Auglýsing um skipulagsmál í Þingeyjarsveit Skipulags- og matslýsing vegna breytingar á Aðalskipulagi Þingeyjarsveitar 2010-2022. Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar samþykkti þann 7. apríl 2022 að kynna skipulags- og matslýsingu vegna breytingar á Aðalskipulagi Þingeyjarsveitar 2010 – 2022 í samræmi við 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Fyrirhuguð breyting á aðalskipulagi felur í sér að landnotkun frístundabyggðar í landi Skóga sé skilgreind sem íbúðarbyggð. Gert er ráð fyrir því að fjöldi lóða haldist óbreyttur frá því sem núverandi deiliskipulag kveður á um. Skipulags- og matslýsingin verður aðgengileg á heimasíðu sveitarfélagsin, www.thingeyjarsveit.is og á skrifstofu sveitarfélagsins. Skipulags- og matslýsingin er auglýst með umsagnarfresti frá og með 11. apríl til og með 29. apríl 2022. Umsagnir við lýsinguna skulu berast skipulagsfulltrúa á netfangið atli@skutustadahreppur.is f.h. Þingeyjarsveitar Atli Steinn Sveinbjörnsson, skipulagsfulltrúi Félagsstarf eldri borgara Árskógar 4 Botsía með Guðmundi kl. 10. Handavinna kl. 12.30-16. Félagsvist kl. 12.45. Glervinnustofa kl. 13-16. Hjólað á æfingahjóli fyrir framan skjá um borg og bý kl. 14. Hádegismatur kl. 11.30-12.30. Heitt á könnunni. Kaffisala kl. 14.45-15.30. Allir velkomnir. Sími 411-2600. Boðinn Leikfimi Qi-gong kl. 10.30. Félagsvist kl. 13. Myndlist kl. 13. Sundlaugin er opin frá kl. 13.30-16. Félagsmiðstöðin Hæðargarði 31 Qi-gong kl. 7-8. Kaffisopi og spjall kl. 8.30-11. Postulínsmálun kl. 9-12. Morgunleikfimi með Halldóru á RÚV kl. 9.45-10. Ganga kl. 10. Hádegismatur kl. 11.30-12.30. Heimaleikfimi á RÚV kl. 13-13.10. Félagsvist kl. 13. Síðdegiskaffi kl. 14.30-15.30. Garðabær Kl. 9 pool-hópur í Jónshúsi, kl. 10 gönguhópur frá Jóns- húsi, kl. 11 stóla-jóga í Kirkjuhvoli, kl. 12.30-15.40 brids í Jónshúsi, kl. 12.40 Bónusrúta frá Jónshúsi, kl. 13 gönguhópur frá Smiðju, kl. 13 glernámskeið í Smiðju, kl. 15 / 15.40 / 16.20 vatnsleikfimi í Sjálandi, kl. 16.30 Zumba Gold í Kirkjuhvoli. Gerðuberg Opnum í félagsstarfinu kl. 8.30, byrjum daginn í Búkollu- laut með kaffispjalli. Páskabingóið hefst kl. 13.30, spjaldið kostar 250 kr. Góðir vinningar í boði. Vöffukaffi verður á boðstólum um kl. 15, verð 300 kr. Allir velkomnir. Gjábakki Kl. 8.30-11.30 opin handavinnustofa. Kl. 9-10.30 botsía- æfing. Kl. 9-11.30 postulínsmálun. Kl. 10.50 til ca 12.15 jóga. Kl. 13-16 opin handavinnustofa og verkstæði. Kl. 13.15-15 kanasta. Kl. 16.30- 18.30 kóræfing hjá Söngvinum. Grafarvogskirkja Þriðjudaginn 12. apríl verður kyrrðarstund í Graf- arvogskirkju. Kyrrðarstundin hefst kl. 12. Kyrrðarstundin er hugljúf stund með fyrirbænum, altarisgöngu og söng. Að kyrrðarstund lok- inni er boðið uppá léttan hádegisverð gegn vægu gjaldi. Verið öll hjartanlega velkomin! Gullsmári 13 Opin handavinnustofa kl. 9-16. Qi-gong heilsueflandi æfingar kl. 9. Brids kl. 13. Jóga kl. 17. Félagsvist kl. 20. Hraunbær 105 Kaffiklúbbur og spjall, allir velkomnir í frítt kaffi milli kl. 9-11. Samsöngur kl. 13.30, allir velkomnir, sönghefti á staðnum, veitingar seldar eftir sönginn. Hraunsel Billjard kl. 8-16. Myndlistarklúbbur kl. 9. Stóla jóga kl. 10. Félagsvist kl. 13. Gaflarakórinn kl. 11. Hvassaleiti 56-58 Morgunkaffi og spjall frá kl. 8.30-10.30. Jóga með Ragnheiði Ýr kl. 12.20.Tálgað, opinn hópur kl. 13-16. Brids kl.13. Zumba með Carynu kl. 13.10. Hádegismatur kl. 11.30–12.30, panta þarf fyrir hádegi deginum áður. Korpúlfar Borgum Hugleiðsla og létt jóga kl. 8.30. Gönguhópar frá Borgum, Grafarvogskirkju og inni í Egilshöll kl. 10, tveir styrkleika- flokkar, svo að allir finna göngu við sitt hæfi. Dansleikfimi með Auði Hörpu kl. 11. Félagsvist í Borgum kl. 12.30. Prjónað til góðs kl. 13. Tréútskurður á Korpúlfsstöðum kl.13. Línudans kl. 15. Kóræfing Korpusystkina kl. 16. Gleðin býr í Borgum. Samfélagshúsið Vitatorgi Leirmótun í smiðju kl. 9-13. Opin handa- vinnustofa kl. 9-12. Bókabíllinn Höfðingingi verður á svæðinu frá kl. 13.10-13.30. Opin handavinnustofa kl. 13-15. Botsía í setustofu kl. 13.15-14. Slökunarstund með Marinu kl. 15 í handverksstofunni og síðan er síðdegiskaffi frá kl. 14.30-15.30. Allar nánari upplýsingar í síma 411-9450. Allir hjartanlega velkomnir til okkar :) Seltjarnarnes Skólabraut: Kaffikrókur frá kl. 9. Leir kl. 9. Jóga / leik- fimi kl. 11. Handavinna, samvera og kaffi kl. 13. Gler á neðri hæð félagsheimilisins kl. 13. Vatnsleikfimi í sundlauginni kl. 18.30. Í kvöld kl. 19.30 verður páskaeggjabingó í safnaðarheimili kirkjunnar kl. 19.30. Spjaldið kostar kr. 300. Allir velkomnir. Vantar þig fagmann? FINNA.is intellecta.is ✝ Anton Helgi Jónsson fæddist 26. apríl 1930 í Hafnarfirði og bjó alla sína tíð þar. Hann lést á Landa- koti 30. mars 2022. Foreldrar hans voru hjónin Jón Jens Sumarliðason frá Bolungarvík, d. 1950, og Guðrún Ólafsdóttir frá Þór- isstöðum í Grímsnesi, d. 1981. Systkini Antons eru: Laufey Jensdóttir, d. 2013. Maki Páll G. Hannesson, d. 2005, Vigdís Jóns- dóttir. Maki Gunnlaugur T. Skaftason, Ólafur Þ. Jónsson, d. 1992. Maki Sesselja Zophanías- dóttir, d. 2007, Vilhjálmur K. Jónsson, d. 1940. Ragnhildur Jónsdóttir. Maki Jónatan Þór- isson, d. 2020, og Vilhjálmur K. Jónsson. Maki Guðrún Ásgeirs- dóttir. Anton kvæntist 5. nóv. 1958 Maríu Gunnarsdóttur, d. 2020. Foreldrar Maríu voru hjónin Gunnar Andrew Sigurðsson, d. 1967, og Guðrún Jónsdóttir, d. 2014. Börn Antons og Maríu eru: 1) Gunnar Már Antonsson, f. 1958. Maki Guðrún Lára Guð- mundsdóttir. Barnsmóðir Erna Svavarsdóttir. Börn Gunnars og Ernu eru a) Tvíburarnir María Guðrún og Anna Dagbjört. Maki Maríu er Björgvin Þór Þorsteins- son. Börn þeirra eru þrjú: Sigríð- ur Erna, Bjarki Þór og Amanda Líf. b) Anna Dagbjört Gunn- arsdóttir. Börn Önnu eru tvö: Helgi Hjörtur og Arnar Logi. 2) Guðrún Antonsdóttir, f. 1960. Maki Dan Hillergård. Barnsfaðir Jakob S. Jónsson. Börn Guðrúnar og Jakobs eru a) Svava Jakobsdóttir. Maki Kj Fazzani. Svava á tvö börn, Adam Frey og Jakob Jón Loka b) Anton Freyr Jakobsson. Maki Ermína Brnjak. c) Ásta María Jak- obsdóttir. 3) Anton Már Antonsson, f. 1961. Maki Helga María Guðjónsdóttir. Börn Antons og Helgu eru: a) Sigur- rós Antonsdóttir. Maki Brynjar Emil Friðriksson. Þau eiga tvö börn: Kötlu Maríu og Sumar- liða. b) Elsa Antonsdóttir. Maki Troels Jørgensen. Þau eiga tvö börn: Emmu Jørgensen og Oskar Jørgensen c) Davíð Már Ant- onsson. 4) Auður Lísa Antonsdóttir, f. 1964. Maki Egill Örlygsson. Börn Auðar og Egils eru: a) Agnes Ósk Egilsdóttir. Maki Grétar Ólafs- son. Þau eiga tvö börn: Maríu og Emelíu. b) Egill Örn Egilsson. Maki Bryndís Eva Heiðarsdóttir. 5) Fyrir eiga Anton og Mar- grét Guðbrandsdóttir soninn Braga Antonsson, f. 1949. Maki Ann-Katrin Ryjkov. Barnsmóðir Brynja Gunnarsdóttir, d. 2012. Börn Braga og Brynju eru: a) Kristjana Ingibjörg Bragadóttir. Hún á eina dóttur, Thelmu Björk b) Ólafur Guðjón Bragason, d. 2021. Hann á þrjú börn, Ölvu Brynju Mathildu, Leu Helgu Adele og Ólafíu Johönnu Ellen. 6) Uppeldissonur þeirra er Sigurður Hilmar Gíslason, f. 1946, sem kom til þeirra á ferm- ingarári sínu. Anton fæddist á Suðurgötu í Hafnarfirði og byggði sér og fjöl- skyldu sinni hús á Mosabarði 10 í Hafnarfirði þar sem þau hjónin bjuggu alla sína ævi. Hann stund- aði nám við Flensborgarskóla og menntaði sig síðan sem loftskeyta- maður og vann við það alla sína starfsævi bæði til lands og sjós. Útför Antons fer fram í Hafn- arfjarðarkirkju í dag, 11. apríl 2022, og hefst athöfnin klukkan 11. Minn ástkæri afi, takk fyrir allar þær dýrmætu stundir sem við fengum saman. Ég mun sakna þess að geta kíkt til þín og fengið ráð við nán- ast öllu, þú varst alltaf með svör- in. Þú kenndir mér hversu mik- ilvægt það er að hafa trú á því sem maður er að gera og standa með sjálfum mér. Mér fannst þú alltaf vera aðdáandi númer eitt, þú varst alltaf svo stoltur af mér og sýndir það með þínum mikla áhuga og hlýlega brosi. Ég fór alltaf fyrst til þín að sýna þér nýja bílinn minn, sama hversu ómerkilegur bíllinn var, þá fannst þér bíllinn alltaf flott- astur. Þegar eitthvað nýtt gerðist í lífi mínu fannst mér alltaf skemmtilegast að segja þér, þú gladdist alltaf með manni. Þú kenndir mér svo margt, þú kenndir mér að synda, þú kennd- ir mér hvernig best væri að gyrða skyrturnar mínar, þú kenndir mér að hlusta á óperu og svo miklu meira. Eitt af því mikil- vægasta sem þú kenndir mér var mikilvægi þess að vera alltaf að læra eitthvað nýtt og ekki vera hræddur við að prófa nýja hluti. Mikið sem ég mun sakna þess að tylla mér við eldhúsborðið með heitan kaffibolla og spjalla við þig um allt og ekkert. Þú varst, ert og verður alltaf ein af mínum fyrirmyndum. Takk fyrir allt elsku afi, ég hlakka til að segja þér frá öllu sem ég hef gert næst þegar við hittumst. Þinn Egill litli. Elsku besti afi, það hefur verið erfitt að kveðja þig en ég veit að amma tekur á móti þér með opn- um örmum eins og henni einni er lagið. Það vermir mér um hjartaræt- ur að líta til baka á allan þann tíma sem við höfum átt saman. Mér eru sérstaklega minnisstæð- ar allar sundferðirnar sem við fórum í, dvölin í sumarbústaðn- um, garðvinnan sem mér þótti alltaf svo gaman að fá að taka þátt í með þér og allar samveru- stundirnar á Mosabarði. Ég verð nú líka að minnast á heimsins besta grjónagrautinn en betri graut getur enginn útbúið. Eftir að ég komst á fullorðins- aldur hefur þú alltaf verið minn mesti stuðningsmaður og skipti það engum máli hvert málefnið var, alltaf fékk ég uppbyggjandi og jákvæð viðbrögð frá þér. Mér þótti alltaf svo vænt um að fá hrós frá afa og ég held fast í þau og minni mig á þau. Elsku afi, ég elska þig af öllu hjarta. Hvíldu í friði, þín Agnes. Agnes Ósk Egilsdóttir. Anton Helgi Jónsson Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Óheimilt er að taka efni úr minningargreinum til birtingar í öðrum miðlum nema að fengnu samþykki. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.