Morgunblaðið - 11.04.2022, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 11.04.2022, Blaðsíða 24
24 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. APRÍL 2022 Hækk aðu í leð innig Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl , Hrútur Takturinn í lífi þínu verður hraðari á næstunni og á næstu vikum getur þú átt von á meira annríki en venjulega. Sýndu þolin- mæði og andaðu með nefinu. 20. apríl - 20. maí + Naut Enginn er alvitur og þú verður að viðurkenna að stundum hefur þú á röngu að standa. Einhver ber upp óvænta bón við þig. 21. maí - 20. júní 6 Tvíburar Samstarfsmenn þínir munu hugs- anlega koma þér á óvart í dag. Þeir eru margir sem líta til þín í von um ráð og leið- sögn. 21. júní - 22. júlí 4 Krabbi Það er engu líkara en einhverju moldviðri hafi verið þyrlað upp í kringum þig. Ef þig vantar hjálp verður þú að kyngja stoltinu og biðja um hana. 23. júlí - 22. ágúst Z Ljón Þú munt ná takmarki þínu ef þér tekst að virkja annað fólk til að bera sinn hluta byrðarinnar. Gættu þess að misnota ekki þessi forréttindi. 23. ágúst - 22. sept. l Meyja Þú munt áreiðanlega aldrei sjá sjálf- an þig eins og annað fólk gerir. Nú er rétti tíminn til þess að gera áætlun og kippa því í lag sem hefur farið úrskeiðis. 23. sept. - 22. okt. k Vog Þú verður að orða hugsanir þínar á þann veg að aðrir fáist til að leggja hönd á plóginn. Darraðardans dagsins kallar á fág- aða framgöngu hjá þér. 23. okt. - 21. nóv. j Sporðdreki Eitthvað vill ekki ganga upp hjá þér og þú kinokar þér við því að leita ástæðu þess. Sinntu þínu og varastu að dragast inn í deilur manna. 22. nóv. - 21. des. h Bogmaður Skrifaðu niður skuldbindingar þínar gagnvart öðrum, og hvettu aðra til hins sama. Gættu hagsmuna þinna en vertu sanngjarn. 22. des. - 19. janúar @ Steingeit Brjóttu lífsmáta þinn til mergjar og gáðu hvort hann stenst nánari athugun. Láttu óskhyggjuna ekki ráða því hvernig þú sérð hlutina. 20. jan. - 18. febr. ? Vatnsberi Sá vinnur sem þorir að taka áhættuna á að verða hafnað. Taktu ekki meira að þér en þú getur staðið við og gefðu þér tíma til að kynnast öllum málavöxtum. 19. feb. - 20. mars = Fiskar Stórkostlegt samband ýtir undir vel- sæld en slæmur ráðahagur gerir hið gagn- stæða. Sinntu starfi þínu af kostgæfni. í hlutastarfi með trésmíðinni og varð síðan að velja í hvorri starfs- greininni hann vildi vinna. Magnús fór síðan að kenna tónmennt við Barnaskóla Ólafsfjarðar, var kenn- ari hjá Tónlistarskóla Akureyrar og Tónlistarskóla Eyjafjarðar í nokkur ár svo eitthvað sé nefnt. Magnús varð skólastjóri Tón- skóla Ólafsfjarðar 2003 og síðan skólastóri Tónskóla Fjallabyggðar 2010 með tilkomu Héðinsfjarðar- ganga og sameiningu skólastiga á Drengurinn ungi bjó hjá ömmu sinni og afa fyrstu átta ár ævinnar. Magnús lærði handtök sjómennsk- unnar hjá afa sínum og Júlíusi Magnússyni, frænda sínum. Saman voru þeir á grásleppuveiðum ásamt öðru. Því miður lést Magnús Jón langt fyrir aldur fram árið 1980. Sjósóknin hætti ekki og fór Magnús m.a. í túra með tengdapabba sínum, Núma Jóhannssyni, í nokkur ár. Þar var síldin elt uppi meðfram því að stunda veiðar á netum og línum. Magnús var á sjónum þangað til tveggja ára gamall sonur hans þekkti hann ekki við komuna í land. Hætti hann því með öllu á sjó og kom í land árið 1987. Á þessum tímapunkti fékk Magnús vinnu hjá Tréveri sem var alhliða húsasmíða- fyrirtæki. Þar var skrifað undir samning til fjögurra ára hjá Vigfúsi Skíðdal Gunnlaugssyni, einum eig- anda Trévers. Valdi tónlistarkennsluna Tónlistin hefur alltaf verið mikið afl í lífi Magnúsar og fór hann strax að kenna við Tónskóla Ólafsfjarðar M agnús G. Ólafsson fæddist í Guðmund- arhúsi í Ólafsfirði sunnudaginn 11. apríl 1962. Magnús er fæddur inn í mikla sjómannsætt og er óhætt að segja að sú stað- reynd hafi haft mikil áhrif á fyrstu ár lífs hans. Strax frá (salt)blautu barnsbeini var það sjósókn og ver- tíð sem réð gangi lífsins. Leiðir for- eldra skilur og Ólafur, faðir Magn- úsar, eltir fiskinn út í Vestmannaeyjar. Þar á Magnús einnig stóra fjölskyldu sem, þrátt fyrir landfræðilega fjarlægð, heldur uppi góðu sambandi og sam- skiptum. Magnús gekk í Barnaskóla Ólafs- fjarðar og síðan í Gagnfræðaskóla Ólafsfjarðar. Þar á eftir tók Iðn- skóli Ólafsfjarðar við og lærði hann þar húsasmíði. Síðar á lífsleiðinni fór Magnús í tónlistarnám á Ak- ureyri hjá Tónlistarskóla Akureyr- ar. Þar lærði hann á klassískan gít- ar. Strax á tánings- og unglingsárun- um sýndi Magnús frumkvöðla- hæfileika sína með því að stofna rennismíðaverkstæði í bílskúrnum heima hjá sér í Aðalgötu 29. Þar var 14 ára pjakkur, með verkfæri sem hann fékk í fermingargjöf, að sýna hvers megnugur hann var í höndunum. Einnig voru stofnaðar hljómsveitir í gríð og erg. Hljóm- sveitin Kornflexbræður var sett saman ásamt félögum úr gagn- fræðaskólanum þegar Magnús og félagar voru einungis 14 ára gamlir. Fjölmargar aðrar merkilegar hljómsveitir litu dagsins ljós bæði í samstarfi við Siglfirðinga og Dal- víkinga. Sá listi væri of langur til að tíunda hér. Magnús hefur þannig í gegnum árin sett mark sitt á tón- listar- og menningarlífið á Ólafsfirði og verið bæði frumkvöðull og þátt- takandi í hinum ýmsum viðburðum. Magnús fór snemma á sjóinn með afa sínum og stundaði sjó- mennskuna af krafti frá unga aldri. Afi Magnúsar, Magnús Jón Guð- mundsson, og amma hans, Jósefína Marsibil Jóhannsdóttir, voru dótt- ursyni sínum sem foreldrar og studdu hann í gegnum súrt og sætt. Ólafsfirði og Siglufirði. Í ágúst 2016 var tekin sú ákvörðun að láta reyna að sameina Tónskóla Fjallabyggðar og Tónlistarskóla Dalvíkurbyggðar í einn skóla, Tónlistarskólann á Tröllaskaga. Við sameininguna varð til stór tónlistarskóli á landsbyggð- inni með 18 tónlistarkennara og um 250 nemendur í báðum byggð- arkjörnum. Einnig sér skólinn um alla tónmennt í grunnskólum á Tröllaskaga. Með þessari samein- ingu og fjölda starfsmanna var skólinn tilbúinn að mæta þeim að- stæðum í skólastarfi sem geta kom- ið upp í krafti stærðarinnar. Óhætt er að segja að þetta hafi verið skemmtilegur tími og er afmæl- isbarnið gríðarlega stolt af þátttöku sinni í að móta þennan skóla sem hefur orðið til. Á þessum 35 árum í kennslu hefur margt breyst. Kennsluaðferðir, tækni og nálgun hefur tekið miklum framförum og hefur Magnús alltaf verið framar- lega í að tileinka sér nýja tækni og hugsun. Undanfarna áratugi hefur Magn- ús verið iðinn við að semja og spila eigin tónlist. Þó nokkur lög sem Magnús er höfundur að hafa verið gefin út. Árið 2002 var Mogomusic ehf. stofnað. Hljóðupptökustúdíó, hljóðtækjaleiga og fjölföldun á geisladiskum og DVD-diskum. Slíkt var nánast óþekkt á landsbyggð- inni. Mogomusic hefur komið að mörgum viðburðum á Norðurlandi ásamt því að taka upp og gefa út diska og selja í gegnum fyrirtækið Jensen ehf. Helst má þar nefna hljómsveitina Roðlaust og bein- laust. Undanfarin ár hefur Magnús sinnt fleiri áhugamálum eins og hjólreiðum, töku ljósmynda og drónaflugi. Með drónanum hefur hann tekið myndbönd og ljós- myndir í Ólafsfirði sem gjarnan endurspegla þá náttúrufegurð sem sveitarfélagið státar af. Magnús er einnig áhugasamur um mat og mat- argerð og hefur verið óhræddur við að gera tilraunir í eldhúsinu með góðum árangri. Fjölskylda Kona Magnúsar er Agnes Núma- Magnús G. Ólafsson, skólastjóri Tónlistarskólans á Tröllaskaga – 60 ára Píeta-ganga Magnús og Agnes ásamt börnunum, Ásgerði tengdamóður Magnúsar og tveimur barnabörnum árið 2018. Sýndi fljótt frumkvöðlahæfileika Feðgar Alexander, Magnús yngri og Magnús eldri með tónleika. 50 ÁRA Dagný ólst upp á Guðnastöð- um í Austur-Landeyjum en býr á Sel- fossi. Hún er iðjuþjálfi að mennt frá Há- skólanum á Akureyri, en starfar sem málastjóri hjá geðheilsuteymi HSU. Hún er einnig starfsmaður hjá Lyfju. . Áhugamálin eru að sinna fjölskyldu, elda og ferðast. „Ég er mikill kokkur og elska að elda fyrir fjölskylduna.“ FJÖLSKYLDA Eiginmaður Dagnýjar er Ragnar Guðmundsson, f. 1971, vél- virki og vinnur hjá Selfossveitum. Börn þeirra eru Smári, f. 1998, Lilja, f. 2000, Íris, f. 2002, og Pálmi, f. 2006. Foreldrar Dagnýjar eru Ragnar Guðlaugsson, f. 1934, d. 2017, og Margrét Strupler, f. 1947 í Weinfelden í Sviss. Þau voru bændur á Guðnastöðum, en Margrét er nú búsett á Selfossi. Til hamingju með daginn Dagný Ragnarsdóttir Guðnastaðir Ragnar Matthíasson fæddist 26. ágúst 2021 kl. 9.00. Hann vó 3.530 g og var 49 cm langur. For- eldrar hans eru Matthías Ragnarsson og Svanhildur Guðmundsdóttir. Nýr borgari

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.