Morgunblaðið - 11.04.2022, Qupperneq 27
með 45.150 stig og Stjarnan í sjö-
unda sæti með 41.850 stig.
_ Willum Þór Willumsson skoraði
þriðja mark BATE Borisov í 3:0 úti-
sigri á Dnepr Mogilev í hvítrússnesku
úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gær.
Willum spilaði allan leikinn og bætti
við þriðja marki sinna manna í seinni
hálfleik. BATE er á toppi deildarinnar
með fullt hús stiga eftir þrjár umferð-
ir.
_ Þórir Jóhann Helgason kom af
bekknum og tryggði Lecce sigur á
SPAL í ítölsku B-deildinni í knatt-
spyrnu á laugardag en lokatölur urðu
1:0. Þórir byrjaði sem varamaður en
kom inn á eftir rétt rúmlega klukku-
tíma leik. Einungis fjórum mínútum
síðar skoraði hann
sigurmarkið. Dav-
íð Snær Jóhanns-
son er einnig leik-
maður Lecce en
hann var ekki í
hópnum.
_ Anton Sveinn
McKee fagnaði
sigri í 100 metra bringusundi á Opna
spænska meistaramótinu í sundi í
Torremolinos í gær. Anton synti á
1:00,80 mínútu í úrslitasundinu og
var hálfri sekúndu frá eigin Íslands-
meti. Er tíminn sá besti hjá Antoni á
árinu.
_ KA fagnaði deildarmeistaratitlinum
í blaki í kvennaflokki með 3:0-sigri á
HK í úrvalsdeild-
inni í gær. KA
vann hrinurnar
þrjár 25:18, 25:17
og 25:19. KA
tryggði sér bikar-
meistaratitilinn
um síðustu helgi
og því mikið um
fagnaðarlæti á
Akureyri að undanförnu. Norð-
ankonur unnu 17 af 18 leikjum sínum
á leiktíðinni og enduðu með 51 stig,
sex stigum meira en Afturelding.
_ Steingerður Hauksdóttir átti
besta afrek Íslandsmótsins í sundi í
50 metra laug en keppt var í Laug-
ardalslaug um helgina. Steingerður
kom fyrst í mark í 50 metra baksundi
á 29,55 sekúndum og fékk fyrir af-
rekið Ásgeirsbikarinn.
Þá tryggði Símon Elías Statkevicius
sér sæti í 50 metra flugsundi á
Evrópumótinu í gær. Símon kom
fyrstur í mark á 24,75 sekúndum og
tryggði sér þátttökurétt á EM í leið-
inni. Jóhanna Elín Guðmundsdóttir
hafði þegar tryggt sér sæti á EM með
því að synda 50 metra skriðsund á
26,09 sekúndum. Fjölmörg aldurs-
flokkamet voru slegin á mótinu en
nánar er fjallað um það á mbl.is.
_ Íslenska landsliðið í karate vann til
átta verðlauna á Opna sænska meist-
aramótinu sem fór fram á laugardag.
Adam Ómar Ómarsson vann einu ís-
lensku gullverðunin er hann vann
kata 13 ára og yngri.
ÍÞRÓTTIR 27
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. APRÍL 2022
Víkingur úr Reykjavík sigraði
Breiðablik 1:0 í Meistarakeppni
KSÍ á Víkingsvelli í Fossvogi í gær-
kvöldi. Er leikurinn árlegur leikur
ríkjandi Íslands- og bikarmeistara.
Þar sem Víkingur vann tvöfalt á
síðasta ári mætti liðið Breiðabliki
sem varð í öðru sæti í úrvalsdeild-
inni á síðustu leiktíð.
Sigurinn var sá þriðji hjá Víkingi
í keppninni en Fossvogsliðið vann
einnig árin 1982 og 1983.
Erlingur Agnarsson sá um að
skora sigurmark Víkinga í gær-
kvöldi á 23. mínútu eftir undirbún-
ing hjá Helga Guðjónssyni.
Víkingurinn Pablo Punyed fékk
sitt annað gula spjald og þar með
rautt á 57. mínútu en þrátt fyrir
liðsmuninn gekk Breiðabliki illa að
skapa sér alvörufæri. Kristinn
Steindórsson komst næst því að
jafna en Ingvar Jónsson varði vel
frá honum og Víkingar fögnuðu
enn einum bikarnum.
Aðeins ein vika er þar til Vík-
ingur leikur upphafsleik Bestu
deildarinnar á heimavelli gegn FH.
Morgunblaðið/Óttar Geirsson
Meistarar Leikmenn Víkings úr Reykjavík fagna sigri í Meistarakeppni
KSÍ eftir 1:0-sigur á Breiðabliki á Víkingsvellinum í Fossvogi í gærkvöldi.
Tíu Víkingar unnu
Deildarmeistarar Njarðvíkur eru
einum sigri frá sæti í undan-
úrslitum Íslandsmóts karla í körfu-
bolta eftir 74:67-sigur á KR í öðrum
leik liðanna í átta liða úrslitunum á
laugardag. Njarðvík vann 99:90-
heimasigur í fyrsta leik og er því
með 2:0-forystu í einvíginu.
Njarðvík var yfir allan leikinn en
KR náði nokkrum sinnum að
minnka muninn í tvö stig. Þá kom
gott áhlaup hjá Njarðvík á móti og
deildarmeistararnir sáu til þess að
KR næði aldrei að jafna.
Bandaríkjamaðurinn Dedrick
Basile skoraði 25 stig fyrir Njarð-
vík og Þorvaldur Orri Árnason 15
fyrir KR. Þriðji leikurinn fer fram
annað kvöld og getur Njarðvík
tryggt sér sæti í undanúrslitum
með sigri. Verður það að teljast lík-
leg niðurstaða, en Njarðvík endaði
með 14 stigum meira en KR í deild-
arkeppninni.
Grindavík tókst að jafna einvígi
sitt gegn Íslandsmeisturum Þórs
frá Þorlákshöfn með 86:85-
heimasigri í öðrum leik. Lokakafl-
inn var æsispennandi en Elbert
Matthews, sem átti stórleik, tryggði
Grindavík sigurinn með síðustu
körfu leiksins, þremur sekúndum
fyrir leikslok. Matthews skoraði 30
stig og tók 10 fráköst. Kyle Johnson
skoraði 25 stig fyrir Þór.
Ljóst er að einvígið er erfiðara
fyrir Þór en margir áttu von á en
Þórsarar enduðu í öðru sæti
Subway-deildarinnar með 34 stig
og Grindavík varð í sjöunda sæti
með 22 stig. Grindavík var yfir
stóran hluta af fyrsta leiknum í
Þorlákshöfn og er ljóst að Íslands-
meistararnir þurfa að leika vel til
að komast aftur yfir í einvíginu
annað kvöld.
Njarðvík þarf einn
sigur til viðbótar
Morgunblaðið/Óttar Geirsson
Frostaskjól Fotios Lampropoulos
sækir að Dani Koljanin á laugardag.
Manchester City er áfram með eins
stigs forskot á toppi ensku úrvals-
deildarinnar í fótbolta eftir 2:2-
jafntefli við Liverpool á heimavelli í
toppslag í gær. Liverpool hefði með
sigri farið upp í toppsætið en gest-
irnir þurftu tvö jöfnunarmörk til að
bjarga einu stigi.
City byrjaði með látum því Kevin
De Bruyne skoraði fyrsta markið
strax á 5. mínútu. Adam var ekki
lengi í paradís því Diogo Jota jafnaði
á 13. mínútu. Staðan var 1:1 fram á
36. mínútu þegar Gabriel Jesus kom
City aftur yfir og var staðan í hálf-
leik 2:1. Það tók Sadio Mané minna
en mínútu að jafna í seinni hálfleik
og þar við sat.
Bæði lið eiga sjö leiki eftir og
nægir City að vinna þá alla til að
verða meistari en Liverpool verður
að treysta á að Manchester-liðið
misstígi sig til að geta orðið meistari.
Tottenham átti góða helgi í bar-
áttunni um fjórða sætið. Liðið vann
4:0-útisigur á Aston Villa á meðan
Arsenal, West Ham og Manchester
United töpuðu öll. Heung-min Son
skoraði þrennu fyrir Lundúnaliðið.
Tottenham er með þremur stigum
meira en Arsenal en Arsenal-liðið á
leik til góða.
Everton vann 1:0-sigur á Man-
chester United og Norwich vann 2:0-
sigur á Burnley. Everton er því með
fjórum stigum meira en Burnley í
fallbaráttunni. Jóhann Berg Guð-
mundsson lék ekki með Burnley
vegna meiðsla.
Þá vann Chelsea 6:0-útisigur á
Southampton þar sem Mason Mount
og Timo Werner gerðu tvö mörk
hvor. Chelsea er með fín tök á þriðja
sætinu en nokkuð á eftir City og Liv-
erpool.
City áfram hænu-
skrefi á undan
- Liverpool jafnaði tvisvar í Manchester
AFP/Paul Ellis
Slagur Topplið ensku úrvalsdeild-
arinnar skiptu með sér stigunum. Skautafélag Akureyrar varð á laug-
ardag Íslandsmeistari kvenna í ís-
hokkí 16. árið í röð með 1:0-sigri á
Fjölni í Skautahöll Akureyrar í
þriðja leik liðanna í úrslitum. SA
vann einvígið 3:0 og fagnaði enn og
aftur Íslandsmeistaratitlinum.
Karlalið SA varð einnig meistari á
dögunum og geta Akureyringar því
fagnað tvöfalt í ár, ekki í fyrsta
skipti.
Leikmenn SA þurftu svo sannar-
lega að hafa fyrir sigrinum á laug-
ardar. Ekkert var skorað í venjuleg-
um leiktíma, sem er óvenjulegt í
íshokkí, og réðust úrslitin að lokum í
bráðabana í framlengingu. Í bráða-
bana leika aðeins þrír leikmenn í
hvoru liði og opnast leikurinn mikið
fyrir vikið.
„Nagandi spenna greip um sig á
pöllunum og liðin fengu hvert færið
af öðru þar til fyrirliði SA, Ragnhild-
ur Kjartansdóttir, komst á auðan sjó
og afgreiddi pökkinn í bláhornið á
marki Fjölnis. Þar með var titillinn
Akureyringa en SA var að vinna 16.
Íslandsmeistaratitil sinn í röð,“
skrifaði Einar Sigtryggsson m.a. um
leikinn á mbl.is.
Morgunblaðið/Þórir Tryggvason
Meistarar Leikmenn Skautafélags Akureyrar fagna 16. Íslandsmeist-
aratitlinum í röð eftir sigur á Fjölni í bráðabana í Skautahöll Akureyrar.
Gullmark réð úrslitum
KÖRFUKNATTLEIKUR
8-liða úrslit karla, þriðji leikur:
Sauðárkrókur: Tindastóll – Keflavík.. 18.15
Hlíðarendi: Valur – Stjarnan............... 20.15
1. deild kvenna, þriðji úrslitaleikur:
Kennaraháskóli: Ármann – ÍR............ 19.15
Í KVÖLD!
Subway-deild karla
8-liða úrslit karla, annar leikur:
Grindavík – Þór Þ. ................................ 86:85
_ Staðan er 1:1
KR – Njarðvík ...................................... 67:74
_ Staðan er 2:0 fyrir Njarðvík.
1. deild karla
Umspil, undanúrslit, fjórði leikur:
Álftanes – Sindri................................... 96:75
_ Staðan er 2:2.
Subway-deild kvenna
Undanúrslit, þriðji leikur:
Fjölnir – Njarðvík ................................ 51:72
_ Staðan er 2:1 fyrir Njarðvík.
Valur – Haukar..................................... 73:80
_ Haukar unnu einvígið 3:0.
Spánn
Bilbao – Valencia................................. 84:78
- Martin Hermannsson skoraði 11 stig,
tók 3 fráköst og gaf 3 stoðsendingar á 21
mínútu hjá Valencia.
Belgía/Holland
Belfius – Landstede Hammers (frl.) 105:98
- Þórir Guðmundur Þorbjarnarson skor-
aði 14 stig, tók 15 fráköst og gaf 8 stoðsend-
ingar á 48 mínútum með Landstede Ham-
mers.
Phoenix Brussels – Hague Royals..... 85:71
- Snorri Vignisson skoraði 18 stig og tók 5
fráköst á 35 mínútum með Hague Royals.
Danmörk
Fyrsti úrslitaleikur:
Falcon – Sisu ........................................ 82:57
- Þóra Kristín Jónsdóttir skoraði 5 stig,
gaf 5 stoðsendingar og tók 3 fráköst á 20
mínútum með Falcon og Ástrós Lena
Ægisdóttir tók 2 fráköst og gaf 1 stoðsend-
ingu á 11 mínútum.
>73G,&:=/D
Olísdeild karla
Haukar – FH ........................................ 32:31
Selfoss – Valur ...................................... 26:38
Grótta – KA........................................... 33:28
Stjarnan – Víkingur ............................. 42:30
HK – ÍBV .............................................. 33:37
Afturelding – Fram.............................. 23:26
Lokastaðan:
Valur 22 16 2 4 652:556 34
Haukar 22 15 4 3 671:615 34
ÍBV 22 14 3 5 682:664 31
FH 22 13 3 6 619:568 29
Selfoss 22 12 2 8 612:598 26
Stjarnan 22 11 2 9 638:626 24
KA 22 9 2 11 603:630 20
Fram 22 8 3 11 609:617 19
Grótta 22 8 3 11 615:617 19
Afturelding 22 6 7 9 598:610 19
HK 22 2 2 18 582:652 6
Víkingur 22 1 1 20 515:643 3
Olísdeild kvenna
Fram – Valur ........................................ 24:17
KA/Þór – Afturelding .......................... 36:21
HK – Stjarnan ...................................... 19:24
Haukar – ÍBV ....................................... 27:27
Staðan:
Fram 20 15 1 4 559:470 31
KA/Þór 20 14 1 5 569:509 29
Valur 20 14 0 6 534:456 28
ÍBV 20 11 1 8 543:520 23
Haukar 20 9 2 9 554:531 20
Stjarnan 20 9 0 11 515:521 18
HK 20 5 1 14 455:523 11
Afturelding 20 0 0 20 456:655 0
Þýskaland
Wetzlar – Magdeburg ......................... 26:29
- Ómar Ingi Magnússon skoraði 6 mörk
fyrir Magdeburg og Gísli Þorgeir Krist-
jánsson 6.
Flensburg – N-Lübbecke.................... 30:19
- Teitur Örn Einarsson skoraði 2 mörk
fyrir Flensburg.
Sachsen Zwickau – Bietigheim ......... 20:40
- Díana Dögg Magnúsdóttir skoraði 5
mörk fyrir Sachsen Zwickau.
Danmörk
Kolding – Holstebro............................ 29:28
- Ágúst Elí Björgvinsson varði 3 skot í
marki Kolding sem endaði í 12. sæti.
Ringsted – GOG ................................... 34:35
- Viktor Gísli Hallgrímsson varði 4 skot í
marki GOG sem varð deildarmeistari.
Aalborg – Skjern ................................. 28:36
- Aron Pálmarsson skoraði 11 mörk fyrir
Aalborg sem endaði í öðru sæti.
Svíþjóð
8-liða úrslit, þriðji leikur:
Skövde – Hammarby........................... 37:23
- Bjarni Ófeigur Valdimarsson skoraði 3
mörk fyrir Skövde sem vann 3:0.
%$.62)0-#