Morgunblaðið - 21.04.2022, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 21.04.2022, Blaðsíða 26
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. APRÍL 2022 Gunnlaugur Snær Ólafsson gso@mbl.is Samherji hefur ákveðið í tilefni sumardagsins fyrsta að opna frysti- hús sitt á Dalvík fyrir almenningi í dag. Kostnaðurinn við 9.000 fer- metra frystihúsið nam rúmum sex milljörðum króna og var kostnaður- inn við tækjabúnaðinn um helm- ingur þessarar upphæðar, en fram- leiðslan er að miklu leyti sjálfvirknivædd og telst meðal tæknivæddustu vinnslulína í heimi. Síðast fékk almenningur að skoða frystihúsið á Fiskidaginn mikla 2019 en þá var það óklárað. Hús- næðið var tekið í notkun 13. ágúst 2020 og hafði verið fjögur ár í smíð- um, en ekki var hægt að sýna húsið vegna fjöldatakmarkana sem fylgdu Covid-19-faraldrinum. Breyting hef- ur sem betur fer orðið í þeim efnum og verður opið hús frá kl. níu að morgni til eitt síðdegis. Eitt af því merkilega sem hægt er að sjá í frystihúsinu er róbótinn Villi hlaup, nefndur í höfuðið á starfsmanni Samherja um árabil sem hafði sérstakan áhuga á frjáls- um íþróttum. Þá má einnig sjá full- komnar vinnslulínur og gjörbreytta vinnuaðstöðu starfsmanna. Nýja frystihúsið er ekki það eina sem almenningur fékk að skoða en 9. apríl var almenningi boðið að stíga um borð í nýtt uppsjávarskip Samherja, Vilhelm Þorsteinsson EA-11, og mættu um þúsund manns. Eldri til sölu Gamla frystihús Samherja við Hafnarbraut á Dalvík var sett á sölu í vetur en ekki er ásett verð. Um er að ræða 5.266 fermetra hús- næði á 10.139 fermetra lóð og nem- ur fasteignamatið rúmlega 475 milljónum króna og brunabótamatið um 1.600 milljónum. Húsnæðið á sér langa sögu og er skráð bygging- arár karageymslunnar 1948 og frystihússins 1949. Vélasalurinn var byggður 1971 og skrifstofurnar 1972, en pökkunarstöðin er yngsti hlutinn og var reist 1999. Morgunblaðið/Gunnlaugur Vinnsla Frystihús Samherja á Dalvík er með öll nýjustu tæki og tól. Samherji opnar dyrnar á Dalvík - Öllum boðið að skoða frystihúsið Gunnlaugur Snær Ólafsson gso@mbl.is „Það er hverrar útgerðar að fara að lögum og haga sókn sinni í takti við þessar áskoranir, það gildir einnig um grásleppuveiðar þó að sókn í þá tegund sé ekki stýrt með aflamarki,“ svarar matvælaráðuneytið fyrir- spurn blaðamanns um tilhögun grá- sleppuveiða í kjölfar fjölda brottkast- mála á vertíðinni. Svo vitað sé hafa allir bátar sem Fiskistofa hefur flogið yfir með eft- irlitsdróna verið staðnir að brottkasti og hefur verið rætt um 30-90% alls þorskafla sem fæst í grásleppunetin, jafnvel stóran hrygningarþorsk. Hef- ur því verið velt upp hvert raunveru- legt umfang brottkasts á grásleppu- veiðum kann að vera í ljósi þessa og hvort umfang þess kunni að vera óeðlilegt í ljósi verðmæti fisksins sem hent er og verðmæti grásleppu- hrogna. Útflutningur grásleppuafurða hef- ur verið sveiflukenndur á undanförn- um áratug og hafa útflutningsverð- mæti afurðanna sveiflast á bilinu 1,6 til 2,9 milljarða króna á árunum 2012 til 2020. Í fyrra nam útflutningsverð- mæti afurðanna 1,9 milljörðum króna. Spurning um hagkvæmni Þorskur sem endar í grásleppu- netum er hins vegar ekki líklegur til að ná háu verði og eru fjölmörg dæmi um að þriggja til fimm daga gamall óslægður þorskur hafi verið seldur á fiskmörkuðum fyrir innan við 10% af meðalverði óslægðs þorsks. Það er því ekki mikill fjárhagslegur hvati til að koma með fiskinn að landi og get- ur það útskýrt hvers vegna bátar með þó nokkrar veiðiheimildir í þorski hafa verið staðnir að brott- kasti á grásleppuveiðum. Þeirri spurningu er hins vegar ósvarað hvort meiri verðmæti myndu skapast ef þorskurinn sem fæst í gráslepp- unetin og er landað eða hent myndi skapa meiri útflutningstekjur fyrir þjóðarbúið ef hann yrði veiddur ekki sem meðafli grásleppuveiða. Matvælaráðuneytið kveðst í svari sínu ekki geta sagt til um hvort það metur grásleppuveiðar þjóðhagslega hagkvæmar þar sem ekki hefur verið „unnin hagræn úttekt á einstökum þáttum“ fiskveiðistjórnunarkerfis- ins. Enn hætta á innflutningsbanni Töluverðar áhyggjur hafa verið uppi vegna fjölda sjávarspendýra sem talin eru vera meðafli grásleppu- veiða, en lög í Bandaríkjunum til verndar sjávarspendýrum gera ráð fyrir að sett verði – að öllu óbreyttu – bann við innflutningi á sjávarafurð- um frá Íslandi frá og með 1. janúar 2023. Deilt er um umfang þessa með- afla og hefur Landssamband smá- bátaeigenda sagt grásleppusjómenn ranglega sakaða um dauða 1.400 sela, en Hafrannsóknastofnun segir óvissu í matinu vegna 300% fráviks í skráningu fugla og sjávarspendýra sem meðafla eftir því hvort eftirlits- maður sé um borð. „Það hefur lítið gerst hvað varðar mögulegt innflutningsbann til Bandaríkjanna. Yfirvöld þar í landi eru að fara yfir innsendar upplýsing- ar frá öllum þjóðum sem flytja inn sjávarafurðir til landsins, þ.m.t. þær sem komu frá Íslandi. Engar áætl- anir hafa verið birtar um hvenær því verður lokið og þangað til er staðan óbreytt. Hvað grásleppuveiðina varðar var 14 svæðum lokað fyrir vertíðina 2020 og eru þær lokanir enn í gildi. Þessar lokanir eru frekar nýtilkomnar og ekki hefur verið hægt að meta árang- ur af þeim þar sem eftirlitsmenn Fiskistofu fóru lítið í róðra 2020 og 2021 sökum Covid-faraldursins. Ekki er því gerlegt að svo komnu máli að taka afstöðu til hvort [til] banns þurfi að koma eða ekki,“ segir í svari mat- vælaráðuneytisins. Margir óvissuþættir vegna grásleppuveiða - Þjóðhagslegur ávinningur hefur ekki verið kortlagður Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson Vertíð Grásleppu landað í Húsavíkurhöfn 12. apríl síðastliðinn. www.gilbert.is Hjá Gilbert úrsmið sérhæfum við okkur í úrsmíði, hönnun og framleiðslu úra Eltak sérhæfir sig í sölu og þjónustu á vogum Bjóðum MESTA úrval á Íslandi af smáum og stórum vogum Afurðaverð á markaði 20.mars 2022,meðalverð, kr./kg Þorskur, óslægður 414,40 Þorskur, slægður 414,20 Ýsa, óslægð 582,43 Ýsa, slægð 511,24 Ufsi, óslægður 209,30 Ufsi, slægður 233,37 Djúpkarfi 263,00 Gullkarfi 338,62 Blálanga, slægð 196,00 Langa, óslægð 290,69 Langa, slægð 258,87 Keila, óslægð 89,48 Keila, slægð 79,25 Steinbítur, óslægður 130,04 Steinbítur, slægður 169,03 Skötuselur, slægður 892,88 Grálúða, slægð 590,71 Skarkoli, óslægður 63,26 Skarkoli, slægður 468,87 Þykkvalúra, slægð 605,03 Langlúra, óslægð 200,88 Langlúra, slægð 16,00 Sandkoli, óslægður 35,00 Grásleppa, óslægð 172,91 Hlýri, óslægður 144,00 Hlýri, slægður 245,25 Hrogn/langa 146,00 Hrogn/ýsa 170,00 Hrogn/þorskur 238,00 Hvítaskata, slægð 10,00 Lúða, slægð 1.027,54 Lýsa, slægð 11,19 Rauðmagi, óslægður 16,49 Stórkjafta, slægð 189,83 Undirmálsýsa, óslægð 155,48 Undirmálsýsa, slægð 49,00 Undirmálsþorskur, óslægður 92,89 Undirmálsþorskur, slægður 68,00
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.