Morgunblaðið - 21.04.2022, Side 28

Morgunblaðið - 21.04.2022, Side 28
28 FRÉTTIR Viðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. APRÍL 2022 21. apríl 2022 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 129.41 Sterlingspund 168.53 Kanadadalur 102.56 Dönsk króna 18.793 Norsk króna 14.681 Sænsk króna 13.519 Svissn. franki 136.95 Japanskt jen 1.0101 SDR 176.56 Evra 139.8 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 176.2863 á markaðinum. Þá sé verslunin óvenjuglæsileg, meðal annars prýdd fimm risaskjám, þar af tveimur fjög- urra metra háum. Hafsteinn og Bjarni fóru til Pól- lands í undirbúningsferlinu til að kynnast fyrirtækinu betur. „Það er ótrúlega flott, bæði höfuðstöðvarnar, verslanirnar og allur aðbúnaður starfsfólks. Það er margt ungt fólk að vinna hjá þeim.“ Framleiða allt sjálf 4F hannar og framleiðir allar sín- ar vörur sjálft og vörulínan er mjög breið að sögn Hafsteins. Þar má finna allt frá hlaupaskóm yfir í skíða- jakka og jóga- og handboltafatnað. „Okkar verslun er 200 fermetrar að flatarmáli en stærstu verslanir keðj- unnar eru yfir eitt þúsund fermetr- ar. Það gefur augaleið að það þarf að vera með gott vöruúrval til að fylla svo stórar verslanir.“ Þó að vörurnar séu flestar á mjög hagstæðu verði þá eru einnig seldar dýrari íþróttalínur eins og sú sem einn frægasti Pólverji samtímans, Robert Lewandowski, leikmaður fótboltaliðsins Bayern München, og eiginkona hans, karatemeistarinn Anna Lewandowska, hafa hannað í samstarfi við vörumerkið. Fengu 400 vörutegundir Aðspurður segir Hafsteinn að 4F hafi fengið 350-400 vörutegundir hingað til lands. „Við erum núna að bíða eftir fleiri vörum í vorlínunni, þar á meðal flottum hlaupaskóm og gönguskóm. Þegar allt verður komið í fullan gang munum við fá nýjar vörur í hverjum mánuði,“ segir Haf- steinn og segir að sölumagnið sé lykilatriði í rekstrinum. Þegar lágt verð sé boðið þurfi að selja tvisvar til þrisvar sinnum meira en keppinaut- urinn. Spurður um helstu samkeppnis- aðila segir Hafsteinn að vegna hins breiða vöruúrvals megi nefna Adi- das, Nike og Northface. Einnig megi finna sambærilegar vörur hjá Zöru og H&M. „Svo er gaman að segja frá því að 4F býður mjög stóra barna- línu. Þetta eru mjög vönduð og falleg föt. Þriðjungur af okkar vörum verða barnaföt. Svo verðum við með til hálfs kvenmanns- og karlmanns- klæðnað.“ Hafsteinn segir að kröfur móður- félagsins geri ráð fyrir að a.m.k. tvær verslanir til viðbótar verði opn- aðar á næstu 4-5 árum. Stefnt er að einni verslun í Kringlunni og einni á Akureyri. „Það er erfitt að fá hús- næði í Smáralind og Kringlunni enda hefur verið mikill uppgangur í inn- lendri verslun í faraldrinum.“ Netverslun væntanleg Spurður um netverslun segir Haf- steinn að hún sé einnig í undirbún- ingi. „Nordic Store var upphaflega stofnuð sem netverslun þannig að við þekkjum vel til á þeim vett- vangi.“ Að lokum segir Hafsteinn að- spurður að ástæðan fyrir því að þeir Bjarni ákveði að feta nýjar slóðir í verslun sé brennandi áhugi á smá- sölu. „Önnur ástæða er að vera ekki með öll eggin í sömu körfunni. Við fundum heldur betur fyrir því í far- aldrinum,“ segir Hafsteinn og hlær og vísar þar til þess að ferðamanna- verslun lagðist nánast af þegar veirufaraldurinn hófst árið 2020. Aðdragandi á allt öðru plani Morgunblaðið/Árni Sæberg Keðja Ástæðan fyrir því að Nordic Store ákvað að feta nýjar slóðir í verslun er brennandi áhugi eigenda á smásölu. Fatakeðja » 4F sérhæfir sig í íþrótta- og útivistarfatnaði. » Verslunin er 200 fermetrar að stærð. » Stærstu verslanirnar yfir þúsund fermetrar. » Keðjan hannar og framleiðir allt sjálf. » Stefnt að tveimur versl- unum til víðbótar. » Barnaföt verða þriðjungur vöruframboðsins. - 4F rekur 350 verslanir í 15 Evrópulöndum - Gæðaíþróttalína frá Lewandowski-hjónunum - Fá nýjar vörur í hverjum mánuði- Pólverjar hafa verið áberandi margir fyrstu vikurnar BAKSVIÐ Þóroddur Bjarnason tobj@mbl.is Hafsteinn Valur Guðbjartsson, eig- andi fataverslunarinnar 4F sem var opnuð í Smáralind 2. apríl sl., segir að viðtökur við versluninni hafi verið mjög góðar. Margir séu forvitnir og vilji skoða og átta sig betur á þessu nýja merki sem fáir Íslendingar kannast við enn sem komið er. „Okk- ur hefur ekki gefist tími til að kynna verslunina að neinu ráði, en það stendur til bóta,“ segir Hafsteinn í samtali við Morgunblaðið. „Við erum alvanir því að opna nýjar verslanir, en þessi er á einhverju allt öðru plani hvað flækjustig varðar. Það hefur verið mikið ævintýri að fara í gegn- um þetta.“ Pólsk að uppruna 4F er pólsk að uppruna. Félagið rekur 350 verslanir í fimmtán Evr- ópulöndum. Verslunin hér er rekin í gegnum sérleyfissamning við eig- endur ferðamannaverslunarinnar Nordic Store, en Hafsteinn rekur sjö slíkar verslanir ásamt viðskipta- félaga sínum Bjarna Jónssyni. Hafsteinn segir að forsvarsmenn keðjunnar hafi lagt á það þunga áherslu að ná að opna á tilsettum tíma og unnið var dag og nótt til að koma því í kring. Meðal annars kom teymi manna frá Póllandi til að hjálpa til við uppsetninguna, en allar innréttingar koma frá móðurfélag- inu. „Áberandi margir viðskiptavinir síðan við opnuðum hafa verið pólsk- ir, enda þekkja þeir merkið vel og vita að hverju þeir ganga,“ segir Hafsteinn sem lýsir 4F sem alþjóð- legu sport- og útivistarmerki. Hann segir vörurnar mjög vandaðar og verðið sé langt undir því sem þekkist Landsvirkjun situr í 81. sæti á lista breska dagblaðsins Financial Times yfir þau evrópsku fyrirtæki sem hafa minnkað losun á framleiðslueiningu hvað mest á árunum 2015-2020 en samdráttur fyrirtækisins nam 20,5%. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landsvirkjun. Þar segir einnig að alls séu 400 fyrirtæki á listanum yfir „Europe Climate Leaders“ en Landsvirkjun er þar eina íslenska fyrirtækið. Margir mælikvarðar Listinn tekur samkvæmt tilkynn- ingunni til beinnar losunar og los- unar vegna orkunotkunar. Þá var einnig horft m.a. til áhrifa losunar á hagnað, samdráttar í heildarlosun og einkunnar viðkomandi fyrirtækis hjá alþjóðlegu samtökunum CDP, en einkunn Landsvirkjunar þar er A- og telst fyrirtækið leiðandi í lofts- lagsmálum, eins og fram kemur í til- kynningunni. „Þá er rétt að taka fram að fyrirtæki sem valda umtals- verðum umhverfisskaða komast ekki á þennan lista Financial Times jafn- vel þótt þau uppfylli kröfur um sam- drátt í losun,“ segir í tilkynningunni. Morgunblaðið/Golli Orka Landsvirkjun telst leiðandi í loftslagsmálum. Landsvirkjun nr. 81 á losunarlista - 400 á listanum yfir „Europe Clim- ate Leaders“ Fallegar vörur fyrir heimilið Sendum um land allt Tjarnargötu 2 | 230 Reykjanesbæ | Sími 421 3377 | bustod@bustod.is | www.bustod.is Tokyo línan Fáanlegt í svörtu, hnotu og eik

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.