Morgunblaðið - 21.04.2022, Blaðsíða 32
32
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. APRÍL 2022
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Í dag heilsa
landsmenn
sumrinu glað-
ir í bragði og
kveðja veturinn án
teljandi eftirsjár.
Ýmsir hafa í gegnum tíðina
verið hugsi yfir tímasetningu
sumardagsins fyrsta og talið
nokkuð kuldalegt um að litast
þennan dag og oftast fátt sem
minni á sumarblíðu.
Vissulega er ekki augljóst
að komið sé sumar þennan
ágæta dag, en dagurinn er þó
ekki valinn af handahófi og
eins og Trausti Jónsson veð-
urfræðingur bendir á í skrif-
um sínum á Vísindavefnum þá
er hlýnun á vori komin vel í
gang á þessum degi, eða öllu
heldur þessu tímabili, því að
sumardagurinn fyrsti færist
til á milli ára og getur lent á
bilinu 19. til 25. apríl.
Trausti bendir á að dag-
urinn sé hluti af misseristalinu
sem tíðkast hafi hér á landi frá
landnámi, þar sem árinu sé
skipt í tvo ámóta langa helm-
inga, sumar og vetur. Og hann
gengur raunar svo langt að
segja að þó að oft sé svalt í
veðri á þessum árstíma sé
dagurinn vel valinn af for-
feðrum okkar „því sumarið –
frá sumardeginum fyrsta og
til fyrsta vetrardags á haustin
– er einmitt hlýrri helmingur
ársins, en veturinn sá kaldari.
Sömuleiðis verða á þessum
tíma árviss fjörbrot vetrarins í
háloftunum yfir landinu og
sumarið tekur við, þá dregur
að jafnaði mjög úr afli veður-
kerfa.“
Fyrir þá sem vita töluvert
minna um veður og veðurkerfi
en Trausti Jónsson er ekki
ástæða til að efast um þetta og
þeir sem í dag verða loppnir
þrátt fyrir sumarkomuna geta
haft í huga að þrátt fyrir allt
þá er þetta hinn rétti fyrsti
dagur sumars.
Og þeir sem búa á jafn norð-
lægri gráðu og Íslendingar
gera hafa ríka ástæðu til að
fagna sumri, þó að það gleym-
ist stundum í pólitískri um-
ræðu hvar við erum og stefnur
stjórnmálaflokka og málflutn-
ingur einstakra stjórnmála-
manna virðist oft miðast við að
Ísland væri tugum gráða
sunnar á hnettinum. Þess
vegna eru þau hátíðarhöld
sem staðið er fyrir þennan dag
ekki aðeins vel við hæfi heldur
líka mikilvægt framlag til ís-
lensks þjóðlífs. Í því sambandi
er sjálfsagt að nefna skátana,
sem gleðja landsmenn víða um
land með skrúðgöngum og
skemmtunum, einkum þó
börnin, auk annarra atburða
sem mörgum þykja ómissandi.
Má þar nefna víðavangshlaup
ÍR sem haldið hefur verið
óslitið í meira en
öld og fer fram í
107. sinn í dag. Má
það heita athyglis-
verð og ánægjuleg
þrautseigja, ekki
síst eftir rúm tvö ár af veiru-
faraldri sem sló marga út af
laginu og spillti ýmsum góðum
hefðum.
En segja má að nú séu ekki
aðeins kaflaskil vetrar og
sumars í hefðbundum skiln-
ingi, heldur geti fram undan
að ýmsu leyti verið bjartari tíð
þó að ekki sé alls staðar kyrrð
í lofti og sums staðar og á
stöku sviðum jafnvel óveðurs-
ský. Veiran er eitt af því sem
segja má að sé að kveðja með
vetrinum, en veiruveturinn
hefur varað lengur en hinn
hefðbundni vetur og valdið
meiri óþægindum en frost-
hörkur og jafnvel fárviðri. Til
marks um undanhald veir-
unnar er að Landspítalinn var
í gær færður af hættustigi á
óvissustig, en fyrir um mánuði
var hann færður af neyðarstigi
á hættustig, þannig að óhætt
er að segja að þar sé allt að
þróast í rétta átt og má þó
staðhæfa að á spítalanum sé
farið að öllu með gát í þessum
efnum og ekki losað um nema
að mjög vel athuguðu máli.
Smám saman má búast við
að með minnkandi veirufári í
veröldinni færist framleiðsla í
eðlilegra horf og forsendur
efnahagsbata vænkist. Inn-
rásin í Úkraínu setur vissu-
lega strik í þennan reikning en
þó að stríðið þar sé hörmulegt
sem stendur er ljóst að
sprengjuregnið styttir upp um
síðir. Vonandi verður það fyrr
en síðar því að enginn er bætt-
ari með að halda þessum hild-
arleik áfram þó að þeim sem
ana út í slíkt fen geti reynst
þrautin þyngri að finna leiðina
út úr því.
Þá má nefna að eftir erfiða
tíð í atvinnulífinu hér á landi
er nú að koma á daginn að
landið rís með jákvæðari hætti
á þeim vettvangi en óttast
hafði verið. Fyrir almenning
er þetta gríðarlega þýðingar-
mikið því að öflugt atvinnulíf
er forsenda atvinnu sem aftur
er forsenda lífsgæða lands-
manna, enda hafa rannsóknir
sýnt að atvinnan er besta
vopnið í baráttunni við fátækt-
ina og skortinn, þó að stundum
sé litið fram hjá því í hinu póli-
tíska argaþrasi.
Sumargjafir hafa tíðkast
hér á landi um aldir og eru
meðal þeirra hefða sem óþarfi
er að glata. En þó má segja að
sumarið sjálft sé stærsta gjöf-
in, ekki síst eftir þann erfiða
vetur sem ríkt hefur, bæði í
hefðbundinni og óeiginlegri
merkingu.
Gott er að kveðja
vetur árstíða og
veirufaraldurs}
Gleðilegt sumar!
… að ráðherra er ekki undirskriftarvél.
Í morgunútvarpinu á miðvikudagsmorgun
reyndi Óli Björn Kárason að þvæla málið um
sölu Íslandsbanka fyrir öllum. Þar lagði hann
sérstaka áherslu á að hver „heilvita maður“
sæi nú að fjármálaráðherra gæti ekki farið
yfir hvert eitt og einasta tilboð sem bærist í
Íslandsbanka. Óli Björn sagði að í stað þess
tæki ráðherra afstöðu og samþykkti „heildar-
niðurstöðuna“, á hvaða gengi væri selt og
fjölda tilboða.
Þetta stenst auðvitað enga skoðun. Við
þurfum bara að lesa lagatextann: „Ráðherra
tekur ákvörðun um hvort tilboð skuli sam-
þykkt eða þeim hafnað.“ Hvað þýðir þetta?
Jú, að það sé á ábyrgð ráðherra að taka
ákvörðun. Stjórnsýslulög og lög um ráðherra-
ábyrgð fjalla mjög ítarlega um hvað slík
ákvörðun þýðir – til að mynda þarf ráðherra augljóslega
að vita hvað hann er að skrifa undir. Þessar kröfur eru
gerðar til bæði stjórnsýslunnar og ráðherra, því annars
gæti ráðherra selt pabba sínum hlut í banka „alveg
óvart“.
Hver heilvita maður sér að ráðherra sem ætlar að
selja fjölskyldumeðlim ríkiseign er bullandi vanhæfur til
þess að taka ákvörðun um slíkt. Hver heilvita maður sér
að ráðherra getur ekki bara lokað augunum, skrifað und-
ir og vonað að hann sé ekki að klúðra málinu. Til hvers
þurfum við þá ráðherra yfirleitt? Er það ekki lykilspurn-
ingin?
Ef ráðherra ætlar ekki að gera neitt nema skrifa undir
af því að hann er neyddur til þess samkvæmt
lögum, til hvers í ósköpunum þurfum við
þennan ráðherra? Það væri jafn gagnlegt að
vera með undirskriftarvél sem starfandi ráð-
herra. Það væri mun ódýrara að vera með
eina undirskriftarvél sem gæti kvittað undir
fyrir alla ráðherra þessarar ríkisstjórnar en
að borga þeim öllum svimandi há laun fyrir
alla ábyrgðina sem vegur bersýnilega svo
þungt á herðum þeirra.
Nei, auðvitað er það ekki þannig. Hið rétta,
sem hver heilvita maður sér, er að ráðherra
þarf að gera eitthvað meira en bara að kvitta
fyrir móttöku. Að vera ráðherra er starf sem
snýst um langtum meira en undirskriftir.
Ráðherra er fulltrúi Alþingis innan stjórn-
sýslunnar og passar upp á að þeirri stefnu
sem Alþingi hefur samþykkt sé framfylgt.
Ráðherra vaktar að stjórnsýslan fari eftir lögum og fari
vel með almannafé sem Alþingi veitir heimild fyrir í fjár-
lögum.
Það sér það hver heilvita maður að ráðherra ætti ekki
að selja banka með milljarða króna afslætti til vina og
vandamanna. Það sér það hver heilvita maður að ráð-
herra og ríkisstjórn eru búin að klúðra þessu máli. Það
sér það hver heilvita maður að þau eru öll að reyna að
kenna einhverjum öðrum um það klúður.
Ráðherra á ekki að selja pabba sínum banka … það
sér hver heilvita maður. bjornlevi@althingi.is
Björn Leví
Gunnarsson
Pistill
Það sér það hver heilvita maður …
Höfundur er þingmaður Pírata.
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
SVIÐSLJÓS
Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
H
ópuppsagnirnar á skrif-
stofu Eflingar virðast
hafa sett verkalýðs-
hreyfinguna í uppnám.
Málið var tekið fyrir á löngum fundi
miðstjórnar Alþýðusambands Ís-
lands sem hófst á hádegi í gær. Kom
í ljós að miðstjórnin er klofin í mál-
inu.
„Það var ekki niðurstaða á fund-
inum. Það er alveg ljóst að miðstjórn
ASÍ er ekki sammála um hvort eigi
að fordæma hópuppsagnirnar eða
ekki. Mér þykir það sjálfri miður og
ég stend við fyrri yfirlýsingar,“ sagði
Drífa Snædal, forseti ASÍ, að aflokn-
um fundi miðstjórnarinnar í gær.
Að sögn hennar var ekki lögð
fram ályktun um fordæmingu upp-
sagnanna fyrir fundinn „en ég skynj-
aði að það myndi ekki nást órofa
samstaða um að fordæma þetta
þannig að ég lagði það ekki til fyrir
fundinn“, segir hún.
Spurð hvort margir miðstjórn-
armenn séu á móti því að fordæma
uppsagnirnar segir Drífa að ein-
hverjir hafi verið það. „Það hefði
hugsanlega verið hægt að þvinga
fram einhverja ályktun en ég vildi
ekki gera það nema það væri órofa
samstaða um það og það var ekki,“
segir hún.
Spurð hvort komi til álita að
ASÍ hlutist til um mál innan Eflingar
vegna uppsagnanna eða beri jafnvel
skylda til að grípa inn í til að tryggja
þjónustu stéttarfélagsins við fé lags-
menn segir Drífa að aðildarfélögin
að ASÍ séu sjálfráð um eigin málefni.
„Það eru félagarnir sem eiga félagið
og það liggur fyrir að það verður
boðað til félagsfundar en ef það kem-
ur til þess að félög eru óstarfhæf þá
ber ASÍ einhverjar skyldur. Það hef-
ur gerst í einstaka tilvikum og ein-
göngu þegar félög eru ekki að sinna
sínum skyldum gagnvart félags-
mönnum og boða til aðalfundar eða
því um líkt.“
– Hvað ristir þessi ágreiningur
djúpt? Er hætta á klofningi í verka-
lýðshreyfingunni?
,,Það bara kemur í ljós. Verka-
lýðshreyfingin hefur oft verið klofin í
ýmsum málum. En það hryggir mig
að ekki sé hægt að vera sammála um
að fordæma hópuppsagnir.“
Miðstjórn ASÍ klofin
vegna uppsagnanna
Morgunblaðið/Ómar
Baráttufundur 1. maí Ólga er innan verkalýðshreyfingarinnar vegna
ákvörðunar meirihluta stjórnar Eflingar að segja upp öllu starfsfólki.
Gagnrýni á hópuppsögnina í Efl-
ingu innan verkalýðshreyfingar-
innar verður sífellt háværari.
„Stjórn Verkalýðsfélags Vestfirð-
inga harmar þá ósvífnu ákvörðun
Baráttulista stjórnar Eflingar að
segja öllu starfsfólki á skrifstofu
félagsins upp störfum. Slíkar að-
gerðir eiga að vera algjört
neyðarúrræði ef hagræða þarf í
rekstri en ekki til að lækka laun,“
segir í yfirlýsingu stjórnar Verk
Vest, sem jafnframt furðar sig á
framgöngu formanna Starfs-
greinasambandsins og VR og
Landssambands ísl. versl-
unarmanna ,,sem verja aðför for-
manns Eflingar gegn réttindum
starfsfólks,“ segir þar. Og enn-
fremur að með þeim hætti hafi
þeir algerlega brugðist grundvall-
arskyldum sínum um að veita
starfsfólki Eflingar stuðning og
skjól. „Með framgöngu sinni hafa
þeir einnig brugðist verkalýðs-
hreyfingunni sem leiðtogar
tveggja stærstu landssamband-
anna innan ASÍ,“ segir stjórn fé-
lagsins.
Formenn þriggja verkalýðs-
félaga á Akureyri, Félags
málmiðnaðarmanna, Félags versl-
unar- og skrifstofufólks og Sjó-
mannafélags Eyjafjarðar segjast í
yfirlýsingu harma aðferðir og
stjórnarhætti sem stjórn Eflingar
beiti undir merkjum skipulags-
breytinga og sem atvinnurekandi
hafi Efling brugðist starfsfólki
sínu bæði í orðum og gjörðum.
Stjórn VR birti yfirlýsingu í gær
þar sem hún lýsir yfir þungum
áhyggjum af hópuppsögninni hjá
Eflingu. Ávallt ætti að fullreyna
alla aðra kosti áður en til hóp-
uppsagnar komi og harmar stjórn
VR að gripið hafi verið til þessa
úrræðis.
Vilhjálmur Birgisson, formaður
Verkalýðsfélags Akraness og for-
maður SGS, hefur verið gagn-
rýndur fyrir að vilja ekki fordæma
uppsagnirnar og hafa lýst trausti
til Sólveigar Önnu, formanns Efl-
ingar. Í langri grein á vef VLFA í
gær kveður við annan tón. Þar
segir hann að það hafi verið mis-
tök hjá stjórn Eflingar að velja
hópuppsögn til að ráðast í nauð-
synlegar skipulagsbreytingar.
Þeim hefði stjórn Eflingar getað
náð fram án þess að grípa til
þessara hópuppsagna. Segist
hann bera traust til Sólveigar
Önnu í baráttu fyrir kjörum þeirra
sem höllustum fæti standa. Sú
aðgerð að beita hópuppsögn liggi
alfarið á ábyrgð lýðræðislega
kjörinnar stjórnar Eflingar, hún
ein beri ábyrgð á ákvörðuninni.
Segja formenn hafa brugðist
HÖRÐ GAGNRÝNI ÚR RÖÐUM VERKALÝÐSFÉLAGA