Morgunblaðið - 21.04.2022, Qupperneq 33

Morgunblaðið - 21.04.2022, Qupperneq 33
33 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. APRÍL 2022 Þyrluflug Erlendir sem innlendir ferðamenn flykkjast enn að gosstöðvunum í Geldingadölum, gangandi og fljúgandi. Hér hefur þyrla frá Norðurflugi lent við nýjustu hraunbreiður þessa lands. Árni Sæberg Lífsgæðasetur St. Jó, þar sem áður var St. Jósepsspítali, verður formlega opnað í dag, sumardaginn fyrsta. Nú fögn- um við því að þrjár meginhæðir hússins hafa verið teknar í notkun þar. Við fögnum því einnig að bærinn hafi eignast þessa sögufrægu og fallegu byggingu, sem hafði staðið auð um árabil og drabbast niður, en eftir talsvert þref náðist sam- komulag við ríkið um að kaupa húsið. Við fögnum því enn fremur að húsið, sem um margra áratuga skeið hýsti starfsemi sem flestir Hafnfirðingar bera miklar taugar til, sé komið aftur í notkun. Þá fögnum við því að þessu húsi og sögu þess hefur verið sýnd tilhlýðileg virðing og sómi. Sérstakt eftirlit með framkvæmdum Fljótlega eftir kaupin á húsinu var ákveðið að koma þar upp starfsemi sem stuðlaði að bættri heilsu og lífsgæðum fólks, svokölluðu Lífsgæðasetri. Nú hef- ur á þriðja tug einstaklinga, félaga og fyrirtækja komið sér fyrir í þessu fallega og vel heppnaða ný- uppgerða rými og starfsemin komin í fullan gang. Af leigutök- um má nefna Alzheimer- og Park- insonsamtökin, Sorgarmiðstöðina, Heilsueflingu Janusar auk ýmiss konar fjölbreyttrar starfsemi minni rekstraraðila sem starfa að heilsueflingu. Þríhliða samstarf Hafnarfjarð- arbæjar, Alzheimer- og Park- insonsamtakanna og Oddfellowreglunnar var einstakt og nýstárlegt, þar sem þau síðast- nefndu fjármögnuðu endurbætur á þriðju hæð hússins til stuðnings samtökunum og gagnvart bænum hafa þau greitt sem svarar húsaleigu til næstu fimmtán ára. Sá stuðningur flýtti fyr- ir því að endurbótum hússins lauk, því að alltaf var unnið út frá því að bærinn myndi gera hús- ið upp á eins hagkvæman og skynsamlegan hátt sem frekast var unnt. Var meðal annars ákveðið að framkvæma í áföngum til að koma í veg fyrir umframkostnað. Nú blasir við að sú nálgun tókst mjög vel. Kostnaðaráætlanir hafa staðist Fljótlega eftir að framkvæmdir við end- urbætur þessa 3.000 fermetra húss hófust var ákveðið að skipa sérstakan framkvæmdahóp um verkið. Í hópnum sitja meðal annarra bæj- arstjóri og formaður bæjarráðs enda ábyrgð- araðilar verkefnisins. Var það gert til að kjörn- ir fulltrúar gætu fylgst sem best með framgangi verksins og þó ekki síður til að tryggja að eftirlit yrði með kostnaðinum við endurgerðina. Var þá nýlegt dæmi um mikinn umframkostnað við endurgerð Braggans í Reykjavík haft til hliðsjónar en kostnaðurinn við endurgerð St. Jó er einungis tíundi hluti þess pr fm, sem kostaði að gera upp Braggann. Skemmst er frá því að segja að þetta fyr- irkomulag gaf mjög góða raun. Nú þegar þrjár hæðir þessa nærri eitt hundrað ára gamla húss eru tilbúnar hafa allar kostnaðaráætlanir stað- ist og vel það! Alls hefur bæjarfélagið fjárfest í endurbótum hússins, að innan sem utan, fyrir um 500 milljónir króna. Áætlun gerir ráð fyrir tæpum hundrað milljónum króna til viðbótar þar sem hafin er vinna við endurgerð kjallara hússins vegna mikillar eftirspurnar eftir rými. Sem bæjarstjóri Hafnarfjarðar síðastliðin fjögur ár er ég afar stolt af því hvernig tókst að bjarga þessari niðurníddu byggingu og tryggja án alls bruðls að húsið yrði iðandi af lífi og á nýjan leik bæjarprýði okkar Hafnfirðinga. Það er því sérstakt tilhlökkunarefni að bjóða gestum og gangandi að skoða húsið og kynnast starfseminni þar. Ég minni á opið hús í Lífs- gæðasetri St. Jó frá kl. 12-15 í dag og vonumst við til að sjá sem flesta. Gleðilegt sumar. Eftir Rósu Guðbjartsdóttur »Nú þegar þrjár hæðir þessa nærri eitt hundrað ára gamla húss eru tilbúnar hafa allar kostnaðaráætlanir staðist og vel það! Rósa Guðbjartsdóttir Höfundur er bæjarstjóri Hafnarfjarðar. Endurgerður St. Jó er bæjarprýði Hafnarfjarðar Reykjavík hefur alla burði til að verða borg tækifæranna. Höf- uðborgin stendur á spennandi tímamótum enda margvíslegar breytingar í farvatninu. Tækni- framfarir, fólksfjölgun og lofts- lagsbreytingar munu setja mark sitt á viðfangsefni framtíðar. Varðveita þarf sérkenni Reykja- víkur en gæta þess að borgin þró- ist í takt við aðrar vestrænar borgir – og verði ekki undir í sam- keppni um ungt fólk og atgervi. Undir stjórn núverandi meirihluta hefur hef- ur höfuðborgin ekki verið í forystu. Undanliðin kjörtímabil hefur húsnæðisvandinn vaxið, tafa- tími í umferðinni aukist, þjónusta Strætó versnað og biðlistavandi leikskólanna verið vanræktur. Innviðir liggja undir skemmdum sökum viðhaldsskorts og skuldasöfnun borg- arinnar virðist hömlulaus. Fyrirtæki flýja borg- ina vegna lóðaskorts og óhagstæðs skattaum- hverfis. Við stjórn hafa verið öfl sem láta sér nægja að tala um hlutina – en hafa minni áhuga á að framkvæma. Nú er kominn tími á breyt- ingar. Barnvæn borg Sjálfstæðisflokkurinn vill tryggja barnvæna borg og öfluga þjónustu við fjölskyldur. Reynsl- an hefur sýnt að fjölskyldufólk flýr í nágrannasveitarfélög þar sem þjónustan reynist betri. Við ætlum að tryggja öllum börnum leikskólapláss frá 12 mánaða aldri og bjóða svokallaðan foreldra- styrk fyrir foreldra sem kjósa að dvelja heima með börnin sín eftir fæðingarorlof, til tveggja ára ald- urs. Við ætlum að forgangsraða uppbyggingu íþróttamannvirkja í þágu barna og ungmenna og hækka frístundakortið í 70 þúsund krónur árlega. Við viljum að höfuð- borgin verði framúrskarandi valkostur fyrir fjölskyldur. Kröftug húsnæðisuppbygging Sjálfstæðisflokkurinn ætlar að ráðast í kröft- uga húsnæðisuppbyggingu með skipulagi nýrra hverfa samhliða þéttingu byggðar innan hverfa sem hafa til þess svigrúm. Jafnframt ætlar flokkurinn að fjölga 15 mínútna hverfum og efla nærþjónustu hverfanna. Við leggjum áherslu á öflugri verslunarkjarna innan borgarhverfa og hyggjumst setja á laggirnar stofnstyrki til þeirra sem vilja hefja starfsemi í auðum versl- unarrýmum innan kjarnanna. Fjölbreyttar og greiðar samgöngur Jafnframt leggjum við ríka áherslu á greiðar og fjölbreyttar samgöngur. Við ætlum að hefja uppbyggingu Sundabrautar á næsta kjör- tímabili, innleiða hjólreiðaáætlun af krafti, fjölga heitum stígum í borginni, tryggja snjall- ar ljósastýringar um alla borg og fara í öfluga uppbyggingu almenningssamgangna á höfuð- borgarsvæðinu. Frjálsir valkostir í samgöngum er leiðarljósið. Öflug grunnþjónusta og traustur fjárhagur Flokkurinn vill enn fremur að grunnþjónusta verði efld. Sorphirða verði öflugri og betur verði staðið að snjóruðningi að vetri og götu- sópun að vori. Við skiljum jafnframt að svo bjóða megi framúrskarandi þjónustu þarf fjár- hagur borgarinnar að vera traustur. Við ætlum að minnka yfirbyggingu, einfalda stjórnkerfið og hagræða í borgarkerfinu. Hamingja á þínum forsendum Sjálfstæðisflokkurinn vill skapa borg sem virkar fyrir fólk og fyrirtæki. Höfuðborg, þar sem fólk getur leitað hamingjunnar á eigin for- sendum. Við viljum borgarumhverfi sem setur fjölskyldur í forgang og velferðarþjónustu sem tryggir rétt sérhvers einstaklings til að lifa með reisn. Við viljum skapa borgarumhverfi sem laðar að sér hæfileikafólk með úrvali atvinnu- tækifæra, spennandi búsetukostum, iðandi menningarlífi og fjölbreyttum samgöngu- kostum. Við viljum borg sem ryður veginn fyrir þá sem vilja sækja fram og styður við hug- myndaauðgi og verðmætasköpun. Höfuðborg sem byggist á frjálsum valkostum, jöfnum tækifærum, frjálsu framtaki og hagkvæmum rekstri. Við viljum Reykjavík sem virkar. Eftir Hildi Björnsdóttur » Við stjórn hafa verið öfl sem láta sér nægja að tala um hlutina – en hafa minni áhuga á að framkvæma. Nú er kominn tími á breytingar. Hildur Björnsdóttir Höfundur er oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. hildurb@reykjavik.is Reykjavík sem virkar
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.