Morgunblaðið - 21.04.2022, Side 38

Morgunblaðið - 21.04.2022, Side 38
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. APRÍL 2022 Tónlist fyrir sálina Matur fyrir líkamann Aðalstræti 2 | s. 558 0000 Lifandi píanótónlist öll kvöld Opnunartími Mán.–Fös. 11:30–14:30 Öll kvöld 17:00–23:00 Borðapantanir á matarkjallarinn.is eða í síma 558 0000 Súkkulaði-skyrskál Uppskrift dugar í 2-3 skyrskálar eftir stærð 500 g vanilluskyr 2 frosnir bananar (sneiðar) 3 msk. hnetusmjör 50 g Til hamingju-möndlur 1 msk. bökunarkakó Setjið allt saman í blandara og blandið þar til þykk samfelld súkku- laðiblanda hefur myndast, skafið niður á milli. Skiptið blöndunni niður í skálar og toppið með granóla, kókosflögum og súkkulaði. Toppur Til hamingju-granóla ristaðar kókosflögur saxað dökkt súkkulaði Hollustuskálin sem bragðast eins og sælgæti Fyrir sykurhneigða er þessi skál hreinasta unun því bæði bragðast hún eins og súkkulaði og er mein- holl. Betra verður það vart en toppurinn setur síð- an punktinn yfir i-ið. Ljósmynd/Berglind Hreiðarsdóttir Berglind Hreiðars: „Ég gef venjulega gert skyrskálar með meiri ávaxta- keim en ákvað að prófa núna að gera með súkkulaðibragði og útkoman var alveg stórkostleg. Skyrskál er fullkom- inn morgunverður, hádegis- matur nú eða bara kvöld- matur! 16 stykki Brúnkur 1 pakki Betty Crocker Chocolate Fudge Cake mix 1 egg 50 ml Isio 4-matarolía 100 ml vatn 2 msk. bökunarkakó 150 g Þristur (súkkulaði) Hitið ofninn í 160°C og takið til ferkantað kökuform 25 x 25 cm að stærð. Gott er að klæða formið að innan með bökunarpappír og spreyja í hann matarolíuspreyi. Hrærið saman egg, vatn, olíu og bök- unarkakó. Bætið kökuduftinu saman við, blandið vel og skafið niður á milli. Skerið Þristinn í smáa bita og blandið saman við kökudeigið með sleikju, hellið í formið. Bakið í 22-25 mínútur og kælið áður en þið skerið í bita. Berið fram með vanillurjóma og ferskum berj- um. Vanillurjómi 400 ml rjómi 3 msk. flórsykur fræ úr einni vanillustöng 2 tsk. vanilludropar Setjið allt saman í hrærivélarskálina og þeytið þar til topparnir halda sér. Berið fram með brúnkunum ásamt ferskum berjum. Guðdómlegar Þristabrúnkur Berglind Hreiðars á Gotteri.is á heiðurinn af þessari snilld sem sam- einar ást landans á Betty Crocker og Þristum. Þetta myndi því skil- greinast sem alslemma á góðri íslensku og ekki spillir fyrir að það tekur innan við korter að búa þessa snilld til. Eini gallinn er að kakan er ávanabindandi en bragðast hreint ótrúlega með ís eða rjóma. Ljósmynd/Berglind Hreiðarsdóttir Klikka ekki Brúnkur eða brown- ies eins og þær kallast á ensku passa alltaf vel; hvort heldur sem kaka eða eftirréttur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.