Morgunblaðið - 21.04.2022, Side 45

Morgunblaðið - 21.04.2022, Side 45
en hún fæddist einmitt á sumar- daginn fyrsta. Jólin sem við vorum nýflutt í Hléskógana gafstu okkur yngri systkinum þínum forláta litrík teppi. Við pabbi, Ingvar frændi, Bjarni bróðir og Kolla frænka lögðum teppið mitt á gólfið og settumst á það. Pabbi sagði okk- ur að loka augunum og sagði okk- ur sögur af því hvernig við svifum um á töfrateppinu. Á þeim nótum vil ég kveðja þig með ljóði sem minnir líka á síðustu stundir þín- ar þegar þú varst umvafin fjöl- skyldunni og hélst utan um kött- inn þinn Gutta sem vék ekki frá þér á dánarbeðnum. Það er við hæfi að kveðja þig á dönsku en Elma amma var fædd og skírð í Kaupmannahöfn og þar bjóstu einnig um hríð og sú minning verður birt á minningarsíðu þinni. Elsku Jón og Gutti, elsku Birta, Siggi og fjölskylda, elsku Sól og Kristján, elsku Orri, Þór- dís, Gríma og fjölskyldur ykkar, elsku mamma og pabbi og systk- ini mín, megi kærleikur umvefja ykkur á þessum erfiðu tímum. Elsku besta Elma systir farðu vel og vertu kærust kvödd. Ég elska þig. Guð geymi þig. Þín Hrafnhildur Sif Hrafns- dóttir (Hildur systir). Í dag kveð ég elsku vinkonu mína, Elmu Ósk Hrafnsdóttur, sem lögð verður til hinstu hvílu eftir stutt og erfið veikindi. Að leiðarlokum langar mig að minn- ast hennar og þakka fyrir dýr- mæta vináttu okkar sem aldrei bar skugga á. Það var mikil gæfa fyrir mig og fjölskyldu mína þeg- ar Elma og Jón fluttu á Selfoss fyrir tæpum átján árum. Fljót- lega eftir komu þeirra urðu Sól og Viktoría vinkonur en þær sameinuðu okkur í gegnum vin- áttu sína. Elma var einstaklega trygg og bóngóð, hún var með góða nærveru og alltaf til staðar, alveg sama á hverju bjátaði. Hún vildi öllum vel enda snerti hún við öllum sem henni kynntust. Yfir- bragð hennar var góðlegt og yf- irvegað sem gerði það að verkum að hún laðaði alla að sér, alveg sama úr hvaða röðum þjóðfélags- ins þeir komu. Börn okkar nutu þess að eiga hana að enda ein- staklega barngóð. Barnabörn okkar voru voru varla komin inn úr dyrunum hjá okkur, þegar sást undir iljanar á þeim þar sem þau skunduðu yfir til Elmu. Hún átti alltaf stund og eitthvað í gogginn handa þeim. Elma gerði engar kröfur, dæmdi engan og neitaði engum um neitt, mætti fólki með skilningi án þess að fella dóma. Elma var lífsreynd og hafði mikla samúð með fólki sem átti erfitt, enda vann hún með fólki sem hafði farið út af sporinu í lífinu. Hún gaf því von, en von og trú einkenndu allt hennar við- mót. Elma var trúuð kona, hún trúði á allt það góða í lífinu og hafði trú á öllum, en fyrst og fremst trúði hún á Guð. Og nú er hún komin í faðm frelsarans þar sem engin þjáning er og ekkert myrkur er að finna, aðeins ljós. Jesús sagði: Ég er upprisan og lífið. Sá sem trúir á mig, mun lifa þótt hann deyi (Jóh. 11:25). Hafðu þökk fyrir allt elsku hjartans vinkona, það er dýr- mætt að eiga góðar minningar þrátt fyrir að þær veki með mér sáran söknuð og trega. Guð geymi þig. Þar sem englarnir syngja sefur þú sefur í djúpinu væra. Við hin sem lifum, lifum í trú að ljósið bjarta skæra veki þig með sól að morgni. Farðu í friði vinur minn kær faðirinn mun þig geyma. Um aldur og ævi þú verður mér nær aldrei ég skal þér gleyma. Svo vöknum við með sól að morgni. (Bubbi Morthens) Margrét Kristjánsdóttir. MINNINGAR 45 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. APRÍL 2022 Elsku Stefana amma var alltaf til staðar og á ég henni svo margt að þakka. Orð fá því ekki lýst hve dýrmæt hún var mér. Á fermingarárinu buðu amma og afi mér að flytja til sín og átti ég virkilega góð ár hjá þeim. Um helgar og um hátíðir vann ég í Top Class, snyrtivöruverslun ömmu, og ættaróðalið á Hávalla- götu var mér kjölfesta í áratugi. Eftir því sem ég varð eldri styrktist okkar samband. Til að mynda ferðuðumst við heilmikið saman með börnunum mínum, fyrst með Kjartani og síðar Alex- öndru og Sigrúnu Ásu eftir að þær bættust við. Sumarbústað- urinn Landakot var fastur liður en við ferðuðumst líka víða um landið. Hún sótti flestar skóla- Stefana Karlsdóttir ✝ Stefana Gunn- laug Karls- dóttir fæddist 19. ágúst 1931. Hún lést 28. mars 2022. Útför hennar fór fram 13. apríl 2022. samkomur og út- skriftir mínar og barnanna minna. Menntun okkar var henni mikils virði. Flestar hátíðir voru með ömmu og áttum við ánægju- legar samveru- stundir, m.a. á tón- leikum, kaffi- og veitingahúsum og leikhúsi. Amma var frábær fé- lagsskapur. Hún var fróð, naut þess að segja frá liðnum atburð- um, fylgdist vel með þjóðmálum og var forvitin um annað fólk. Hún var gestrisin og bauð iðu- lega vinum mínum og gestum utan úr heimi í spjall. Hún var ætíð langsíðust að borða þar sem hún var svo niðursokkin í samræður. Amma var fyrirmynd mín og kennari. Seigla hennar, tryggð og traust, áhugi hennar á fjöl- skyldunni, örlæti, fjör og fyndni, þor og kraftur, viskuorð og hreinskiptni hafa dýpkað vitund mína og innsæi. Ævintýraþrána eigum við sameiginlega og við ferðuðumst meðal annars til Brasilíu, Ítalíu, Spánar, Bandaríkjanna og víðar. Amma var kjarnakona en á átt- ræðisaldri lagði hún í ferðalag með son minn, þá á leikskóla- aldri, til Brasilíu og svo Ítalíu þar sem ég var í námi. Mig langar að minnast þess að í janúar 2016, þegar amma var á 85. ári, skruppum við til Kanarí í nokkrar vikur. Alexandra var þá sex ára en Sigrún Ása tæplega ársgömul. Amma og Alexandra deildu rúmi og á hverju kvöldi heyrði ég þá stuttu lesa upphátt úr bók fyrir ömmu og síðan fóru þær með faðirvorið. Dóttirin er skrafhreifin og kvöldhress og reyndi amma að hemja ákafann með því að segja að eftir faðirvor- ið mætti ekki tala meir. Niður- staðan varð sú að ég heyrði þær fara með faðirvorið allt að fimm sinnum á hverju kvöldi. Hlátra- sköll og gleði einkenndi samtal þeirra. Mér þykir vænt um allar góðu minningarnar með ömmu. Ég kveð þig elsku amma mín í auðmýkt og þakklæti með þess- um orðum Páls postula: En nú varir trú, von og kær- leikur, þetta þrennt, en þeirra er kærleikurinn mestur. (1. Kor. 13:13.) María Ásmundsdóttir Shanko. Elsku tengda- pabbi. Þau virðast fátækleg orðin sem ég reyni að púsla saman til að minn- ast þín, svona í samanburði við þig og þitt ævistarf. Þau eru orðin 15 árin síðan ég kynntist ykkur fyrst og hvílík lukka sem það var fyrir mig. Það myndu kannski einhver segja að við Ingi Þór hefðum ekki farið hefðbundna leið fyrst þegar við fórum að rugla saman reytum. Þvalir lófar og stingur í maga ein- kenndu fyrstu bílferðina okkar saman í heimsókn til ykkar Rúnu. Þvalir lófar enduðu í öruggum faðmi ykkar hjóna og stingur í maga varð að spenntu kitli fyrir framhaldinu. Ég hefði ekki trúað því hvað ég og minn farþegi vor- um innilega og ævinlega velkom- in, elskuð líkt og við hefðum alltaf verið í fjölskyldunni. Aldrei hef ég fundið neitt annað en algjört öryggi frá ykkur og allan ykkar stuðning. Ómetanlegt. Á þennan fallega grunn í okkar samskipt- um hlóðst svo gagnkvæm virðing, vinátta og ótalmargar samveru- stundir sem hafa skapað fallegt og traust hof. Ég man að ég var spennt að hitta ykkur og var búin að pumpa Inga um það hvernig þið væruð og hverju ég ætti eiginlega von á. „Þau eru eiginlega bara svona hippar,“ var það sem Ingi Þór hafði að segja. Ég átti nú bágt með að trúa því og ótal hugmynd- ir flugu í gegnum kollinn. En jú, vissulega var það einmitt þannig. Ást og friður ofar öllu. Góð tónlist og heimspekileg og innileg sam- töl einkenndu heimsóknir til ykk- ar hingað á séstvallagötu. Fegurð í hverju horni og virðingin fyrir hinu smáa allsráðandi. Engum og engu hallmælt. Aldrei. Hulduheimar urðu svo fljótt ykkar litla paradís og draumarn- ir og hugmyndirnar voru háleitar og stórar, stundum aðeins stærri en raunveruleikinn bauð upp á. Það var yndislegt að koma til ykkar og taka þátt í uppbygging- Ingibergur Þór Kristinsson ✝ Ingibergur Þór Kristinsson fæddist 18. desem- ber 1949. Hann lést 24. mars 2022. Út- för fór fram 7. apríl 2022. unni og sjá þig og ykkur ljóma. Sam- stiga og samhent sem væruð eitt. Þér fannst ekkert leiðin- legt að tengdadóttir þín nennti alveg að moka skurði og láta aðeins til sín taka. Það var mikið hlegið þegar þú vildir líkja mér við hraustlega búkonu eftir ein- hverjar atrennur með skófluna. Dýrmætasta minning mín úr Hulduheimum er auðvitað gift- ingarveislan sem haldin var í vari frá veðrum og vindum í ykkar örugga skjóli. Í skjóli líkt og tjal- daparið sem kemur á hverju vori og við höfum fengið fréttir af í hvert sinn. Þegar við Ingi Þór ákváðum svo að flytja til Keflavíkur var ykkar stuðningur ómetanlegur og þegar við svo festum kaup á húsinu. Öll vinnan og handbrögð- in hér bera vott um snilldarút- sjónarsemi og natni ykkar beggja. Ákvörðun okkar um að ráðast í breytingar hefur eflaust hreyft við þér en þetta unga fólk fékk nú ekki að finna það. Bara einlægan áhuga á endurbótum og það að styðja og styrkja Inga Þór í fram- kvæmdum. Og það er ekki bara húsið og garðurinn, það er líka Lubbi Peace, hugarfóstur ykkar feðga sem við sinnum áfram með breyttu sniði. Með tónlist, orðum og bókum, á einhvern hátt. Með því einu að við sem eftir lifum horfum í kringum okkur hér í rauðu húsunum sjáum við að þú lifir. Þú lifir í Rúnu, Lalla, Kamillu, Inga Þór, barnabörnun- um og auðvitað í hjarta okkar sem þekktum þig. Anna Margrét Ólafsdóttir. Innilegar þakkir fyrir kveðjur, hlýhug og auðsýnda samúð við andlát og útför elskulegs sonar míns, bróður okkar, mágs og frænda, DAVÍÐS ARNAR KJARTANSSONAR, Bláhömrum 2. Kærar þakkir til starfsfólks krabbameinsdeildar 11E LSH og Hjálparsveitar skáta í Kópavogi. Emma Arnórsdóttir Petra Björg Kjartansdóttir Bjarni Þór Kjartansson Klara Karlsdóttir Emma Ösp, Kjartan Karl og Ásdís Birna Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför ástkærrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, KRISTJÖNU KJARTANSDÓTTUR, Gullsmára 9, áður Kílhrauni Skeiðum. Valgarður Sigurðsson Fanney Sigurðardóttir Birgir Einarsson Kjartan Pétur Sigurðsson Heng Shi Dröfn Sigurðardóttir Guðmundur Þorsteinsson Kolbrún Sigurðardóttir Jón Þór Guðmundsson Þórður J. Guðmundsson Vala Hrönn Bjarkadóttir barnabörn og barnabarnabörn Hjartkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ASTRID SIGRÚN KAABER sjúkraliði, sem lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni föstudaginn 15. apríl, verður jarðsungin frá Breiðholtskirkju þriðjudaginn 3. maí klukkan 13. Sérstakar þakkir fær starfsfólk 2C í Sóltúni fyrir einstaka umönnun og hlýju. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hennar er bent á hjálparsamtök. Magnús Björn Björnsson Guðrún Dóra Guðmannsdóttir Ragnar H. Björnsson Sigrún Birna Björnsdóttir Agnar Benónýsson barnabörn og barnabarnabörn Stapahrauni 5, Hafnarfirði Sími: 565 9775 www.uth.is - uth@uth.is Frímann 897 2468 Hálfdán 898 5765 Ólöf 898 3075 Kristín 699 0512 Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, amma og langammma, ERNA SIGRÍÐUR HELGADÓTTIR, Steinholtsvegi 9, Eskifirði, lést á Fjórðungssjúkrahúsinu Neskaupstað fimmtudaginn 14. apríl. Útförin fer fram frá Eskifjarðarkirkju mánudaginn 25. apríl klukkan 14. Blóm og kransar eru afþakkaðir en þeim sem vildu minnast hennar er bent á Hjúkrunarheimilið Hulduhlíð. Rögnvar Ragnarsson Grétar Rögnvarsson Inga Rún Beck Sigfúsdóttir Guðrún Rögnvarsdóttir Björgúlfur Kristinsson barnabörn og langömmubörn Minningarvefur á mbl.is Minningar og andlát Á minningar- og andlátsvef mbl.is getur þú lesið minningargreinar, fengið upplýsingar úr þjónustuskrá auk þess að fá greiðari aðgang að þeirri þjónustu sem Morgunblaðið hefur veitt í áratugi þegar andlát ber að höndum. Andláts-, útfarar- og þakkartilkynningar eru aðgengilegar öllum. www.mbl.is/andlát Minningargreinar Þjónustuskrá Gagnlegar upplýsingar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.