Morgunblaðið - 21.04.2022, Side 46
Forsætisráðuneytið auglýsir eftir
leiðtoga um sjálfbæra þróun
Forsætisráðuneytið leitar eftir leiðtoga til að leiða samhæfingu verkefna á sviði sjálfbærrar þróunar og
réttlátra umskipta. Um er að ræða nýtt starf og hefur viðkomandi tækifæri til að koma að mótun verkefnisins.
Meðal áhersluatriða er mótun stefnu stjórnvalda um sjálfbæra þróun, samvinna við sveitarfélög og við aðila
vinnumarkaðarins um réttlát umskipti og samhæfing ólíkra ráðuneyta við eftirfylgni aðgerðaáætlunar í
loftslagsmálum.
Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Félag háskólamenntaðra
starfsmanna Stjórnarráðsins hafa gert.
Æskilegt er að umsækjandi geti hafið störf sem fyrst. Einstaklingar eru hvattir til að sækja um starfið óháð kyni.
Með umsókn skal fylgja starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðum umsóknar og hvernig
umsækjandi uppfyllir hæfniskröfur.
Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir. Tekið skal fram að umsóknir geta gilt í sex
mánuði frá birtingu auglýsingar, sbr. reglur um auglýsingar lausra starfa nr. 1000/2019.
Starfshlutfall er 100%. Umsóknarfrestur er til og með 25. apríl 2022. Sótt er um starfið á Starfatorgi.
Nánari upplýsingar veitir
Bryndís Hlöðversdóttir, ráðuneytisstjóri
í forsætisráðuneytinu; bryndis.hlodversdottir@for.is
Helstu verkefni
• Hafa yfirumsjón með verkefninu og leiða
þróun þess.
• Móta markmið, áherslur og forgangsröðun
verkefna.
• Tryggja framkvæmd og framgang verkefna.
• Veita upplýsingar um stefnu og verkefni
sjálfbærs Íslands.
• Undirbúa fundi stýrihóps og samráðs-
vettvangs verkefnisins, sem og að annast
önnur samskipti eins og við á.
Menntunar- og hæfniskröfur
• Háskólamenntun sem nýtist í starfi.
• Þekking og reynsla af störfum sem tengjast
hugmyndafræði sjálfbærrar þróunar.
• Þekking á loftslagsmálum, réttlátum umskiptum og
velsældaráherslum.
• Leiðtogahæfileikar, frumkvæði og drifkraftur.
• Framúrskarandi samskipta- og samvinnuhæfileikar.
• Góð kunnátta í íslensku, ensku og einu
norðurlandamáli.
• Reynsla af stjórnun og stefnumótun æskileg.
Stjórnarráð Íslands
Forsætisráðuneytið
Síðumúla 5 • 108 Reykjavík • 511 1225 • intellecta.is
RÁÐNINGAR
RÁÐGJÖF
RANNSÓKNIR