Morgunblaðið - 21.04.2022, Blaðsíða 48
48 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. APRÍL 2022
Okkur vantar kennara í Borgarhólsskóla
Borgarhólsskóli er 300 barna skóli á Húsavík. Skólasýn,
stefnu skólans og fleiri upplýsingar um skólastarfið er hægt
að nálgast á heimasíðu skólans, borgarholsskoli.is.
Tvo umsjónarkennara yngri barna í 100% stöðu
Íþróttakennara í 100% stöðu
Kennslu í skapandi upplýsinga- og tæknimennt
Hæfniskröfur
! Leyfi til að nota starfsheitið grunnskólakennari.
! Áhugi á að starfa með börnum.
! Frumkvæði í starfi og faglegur metnaður.
! Jákvæðni og sveigjanleiki í samskiptum.
! Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð.
! Ábyrgð og stundvísi.
Skó l i nn s ta r f a r í anda Jákvæðs aga
Umsóknarfrestur er til 6. maí 2022. Umsóknum skal skila í
tölvupósti á netfangið ada@borgarholsskoli.is
Laun eru samkvæmt kjarasamningi sveitarfélaga og KÍ.
Ferilskrá skal fylgja umsókn, afrit af prófskírteinum og umsagnaraðilum.
Skólasýn
Borgarhólsskóla
Langanesbyggð auglýsir eftir verkefnastjóra í tímabundið átaksverkefni í
þróun og uppbyggingu atvinnutækifæra í sveitarfélaginu. Um hlutastarf er að
ræða en starfshlutfall verður ákveðið í samráði við verkefnastjórann. Gert er
ráð fyrir að verkefnið standi yfir í allt að tvö ár.
Hæfniskröfur:
• Menntun sem nýtist í verkefninu. Háskólamenntun er kostur.
• Haldbær reynsla af verkefnastjórnun.
• Góð almenn rit- og tölvufærni.
• Þekking, skilningur og reynsla af atvinnu- og byggðamálum.
• Drifkrafur, hugmyndaauðgi og frumkvæði.
• Sjálfstæð vinnubrögð og færni í mannlegum samskiptum.
Helstu verkefni:
• Greina tækifæri í atvinnuuppbyggingu á svæðinu.
• Þróa hugmyndir varðandi atvinnutækifæri.
• Vinna að þróun og uppbyggingu atvinnu-, nýsköpunar- og fjarvinnsluseturs
að Fjarðarvegi 5 á Þórshöfn.
• Hafa frumkvæði að nýjum verkefnum á svæðinu.
• Samstarf og samráð við hagaðila í sveitarfélaginu.
• Reglulegir stöðufundir og miðlun upplýsinga til sveitarstjóra.
• Annað sem fellur að verkefninu.
Um er að ræða samstarfsverkefni Langanesbyggðar, Samtaka sveitarfélaga
og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra og Þekkingarnets Þingeyinga.
Ekki er gerð krafa um búsetu í sveitarfélaginu en viðkomandi þarf að hafa þar
viðveru eins mikið og mögulegt er.
Nánari upplýsingar veitir Jónas Egilsson, sveitarstjóri Langanesbyggðar,
jonas@langanesbyggd.is
Umsókn sem inniheldur kynningarbréf og ferilskrá skal senda á sama
netfang merkt „Verkefnastjóri atvinnuþróunar“. Umsóknarfrestur er til og
með 9. maí 2022.
Verkefnisstjóri atvinnuþróunar
í Langanesbyggð
Langanesbyggð er öflugt og vaxandi sveitarfélag
með spennandi framtíðarmöguleika. Sveitarfélögin
Langanesbyggð og Svalbarðshreppur sameinast
formlega í byrjun júní og ný sveitarstjórn sameinaðs
sveitarfélags tekur við að loknum kosningum 14. maí.
Á Þórshöfn búa um 400 manns í fjölskylduvænu
umhverfi. Skólinn var endurnýjaður árið 2016 og er
öll aðstaða og aðbúnaður til fyrirmyndar. Nýr leikskóli
var tekinn í notkun haustið 2019. Gott íbúðarhúsnæði
er til staðar og öll almenn þjónusta er á Þórshöfn. Á
staðnum er gott íþróttahús og innisundlaug og stendur
Ungmennafélag Langaness fyrir öflugu íþróttastarfi.
Í byggðarlaginu er mikið og fjölbreytt félagslíf.
Samgöngur eru góðar, m.a. flug fimm daga vikunnar
til Reykjavíkur um Akureyri. Í næsta nágrenni eru
margar helstu náttúruperlur landsins og ótal spennandi
útivistarmöguleikar, s.s. fallegar gönguleiðir og stang-
og skotveiði.
Langanesbyggð leitar að fólki á öllum aldri, af báðum
kynjum, með margs konar menntun og reynslu. Í
samræmi við jafnréttisáætlun Langanesbyggðar eru
karlar jafnt sem konur hvött til að sækja um störf hjá
sveitarfélaginu.
Organisti
Tjarnaprestakall
Tjarnaprestakall auglýsir eftir organista til starfa við
söfnuði prestakallsins, Ástjarnarsókn og Kálfatjarnar-
sókn. Starfshlutfall er 100%. Í sóknunum er fjölbreytt
safnaðarstarf og helgihald.
Hæfniskröfur:
Leitað er eftir einstaklingi sem hefur lokið prófi í
kirkjutónlist frá Tónskóla Þjóðkirkjunnar eða sam-
bærilegi stofnun, hefur reynslu af kirkjustarfi, sýnir
frumkvæði og hefur hugsjón fyrir nýsköpun helgi-
halds auk hefðbundinnar kirkjutónlistar.
Góð hæfni í mannlegum samskiptum eru mikilvægir
eiginleikar.
Starfsskyldur eru m.a.:
• Stjórnun tónlistarstarfs sóknanna og hljóðfæra-
leikur við hefðbundið helgihald í sóknunum.
• Stjórnun kirkjukórs og barnakórs Ástjarnarsóknar
og kirkjukórs Kálfatjarnarsóknar.
• Stuðningur við annað starf, m.a. barnastarf,
æskulýðsstarf, fermingarstarf og starf eldri borgara
ef þurfa þykir.
• Nýsköpun í tónlistarstarfi.
Umsækjandi þarf að búa yfir skipulagshæfni og hafa
reynslu af kórstjórn. Hann þarf að vera virkur í dag-
legu starfi safnaðanna og taka þátt í teymisvinnu.
Starfskjör, réttindi og skyldur eru samkvæmt kjara-
samningi Launanefndar Þjóðkirkjunnar og FÍO
(Félags íslenskra organista).
Æskilegt er að umsækjandi geti hafið störf eigi síðar
en 1. ágúst 2022.
Umsókn ásamt afritum prófskírteina, ferilskrá skal
skila eigi síðar en 22. maí 2022.
Frekari upplýsingar um starfið veita Kjartan Jónsson,
sóknarprestur (kjartan.jonsson@kirkjan.is) og
Arnór Bjarki Blomsterberg, prestur
(arnor@astjarnarkirkja.is).
Umsóknir sendist á póstfangið:
kjartan.jonsson@kirkjan.is
Ástjarnarkirkja – Kirkjuvöllum 1 Hafnarfirði
Kálfatjarnarkirkja - Kálfatjörn Vogar
Símaþjónusta
sumarafleysing
Óskað er eftir þjónustuliprum og jákvæðum
einstaklingi til starfa við símsvörun og létt
skrifstofustörf. Viðkomandi þarf að búa yfir
skipulagshæfni og frumkvæði og geta unnið
undir nokkru álagi. Einungis reyklausir
einstaklingar koma til greina. Vinnutíminn er
áætlaður annars vegar frá kl. 8.00 til 14.00
og hins vegar frá kl. 13.00 á daginn til
kl. 17.00 á kvöldin.
Áhugasamir einstaklingar skili inn greinar-
góðum umsóknum á box@mbl.is fyrir
23. apríl, merktum: „E-26787“.
intellecta.is