Morgunblaðið - 25.04.2022, Side 12
12 FRÉTTIR
Viðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 25. APRÍL 2022
Ánægjuábyrgð
Bindur lykt hratt
Klumpast vel
Rykast ekki
Fiskislóð • Bíldshöfði • Smáratorg • Helluhraun • Baldursnes
www.gaeludyr.is
25. apríl 2022
Gengi Kaup Sala Mið
Dollari 129.24
Sterlingspund 166.58
Kanadadalur 101.94
Dönsk króna 18.79
Norsk króna 14.524
Sænsk króna 13.602
Svissn. franki 135.26
Japanskt jen 1.007
SDR 175.87
Evra 139.8
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 174.1461
« Stríðið í Úkraínu er á meðal þeirra
þátta sem valda því að stjórnvöld í
Þýskalandi munu lækka hagvaxtarspá
þessa árs úr 3,6% niður í 2,2%. Reu-
ters greinir frá þessu og hefur eftir
heimildarmanni sem starfar innan
stjórnsýslunnar en til stendur að birta
endurskoðaða spá næstkomandi mið-
vikudag. Gera spár stjórnvalda ráð fyrir
að hagvöxtur batni lítils háttar á árinu
2023 og fari upp í 2,5%.
Lækkuð hagvaxtarspá kemur m.a. til
af þeim áhrifum sem innrás Rússlands í
Úkraínu hefur haft á aðfangakeðjur og
verð á ýmsum varningi og hrávörum.
Þá er hætt við að hækkað orkuverð og
möguleikinn á eldsneytis- eða orku-
skorti muni draga þróttinn úr þýsku at-
vinnulífi.
Höfðu flest lönd Evrópu vænst þess
að hagvöxtur yrði ágætur á þessu ári
enda versta skeið kórónuveirufarald-
ursins að baki. Hefur hernaðarbrölt
Rússa sett strik í reikninginn og m.a
stuðlað að hækkun olíu- og gasverðs.
ai@mbl.is
Þýskaland lækkar
hagvaxtarspá
úr 3,6% í 2,2%
Ástand Starfsmaður bílaverksmiðju í
Þýskalandi setur saman rafmagnsbíl.
AFP
STUTT
Hlutabréfavísitölur í Bandaríkj-
unum og víðar lækkuðu á föstudag
og gengi bandaríkjadalsins styrkt-
ist eftir að Jerome Powell seðla-
bankastjóri Bandaríkjanna gaf til
kynna að bankinn væri að leggja
drög að því að hækka stýrivexti um
hálft prósentustig á næsta vaxta-
ákvörðunarfundi í maí. Sagði Po-
well jafnframt að von væri á frekari
hækkunum.
Powell var gestur á ráðstefnu Al-
þjóðagjaldeyrissjóðsins á fimmtu-
dag þar sem hann sagði að þar eð
verðbólga í Bandaríkjunum mæld-
ist núna þrefalt hærri en 2% verð-
bólgumarkmið seðlabankans þá
væri eðlilegt að bankinn bregðist
við með hraði. Bætti hann við að 50
punkta stýrivaxtahækkun myndi
verða til skoðunar á næsta fundi
bankans.
Dow Jones-vísitalan lækkaði um
2,82% í viðskiptum föstudagsins,
S&P 500 vísitalan um 2,77% og
Nasdaq um 2,55%. Þá lækkaði
heimsvísitala MSCI um 2,46% en
vísitalan vaktar gengi hlutabréfa í
45 löndum. Einnig lækkaði heims-
markaðsverð á gulli um 0,9% og fór
niður í tæplega 1.934 dali á únsuna,
en Bandaríkjadalur styrktist gagn-
vart körfu helstu gjaldmiðla og hef-
ur ekki verið sterkari í tvö ár.
ai@mbl.is
Titringur á mörkuð-
um vegna tals Powells
um vaxtahækkanir
Samuel Corum/Getty Images/AFP
Horfur Powell talaði tæpitungu-
laust á rástefnu á fimmtudag.
Fulltrúar Evrópusambandsins
upplýstu á laugardag að búið væri
að leggja lokahönd á nýjar reglur
sem leggja ríkari skyldur á stór
tæknifyrirtæki um að stemma stigu
við skaðlegu og ólöglegu athæfi.
Reglurnar, sem fengið hafa nafn-
ið Digital Services Act (DSA), eða
lög um stafræna þjónustu, hafa
verið í undirbúningi um langt skeið
og er ætlað að virka samhliða staf-
rænu markaðslögunum svokölluðu
(Digital Markets Act, DMA) sem
sett voru með það fyrir augum að
auka samkeppni á milli netfyrir-
tækja á Evrópumarkaði og tor-
velda netrisunum að misnota mark-
aðsráðandi stöðu sína.
Til að taka gildi þurfa nýju lögin
að vera samþykkt af Evrópuþing-
inu og öllum 27 aðildarríkjum Evr-
ópusambandsins.
Greinir AFP frá að nýju reglurn-
ar kveði m.a. á um þyngri refsingar
fyrir vefsíður og netþjónustufyrir-
tæki sem hýsa eða miðla hvers
kyns óleyfilegt efni. Fellur þar
undir bæði hatursorðræða og rang-
upplýsingar (e. disinformation)
sem og myndefni sem sýnir kyn-
ferðislega misnotkun barna, og
margt fleira.
Ursula von der Leyen, forseti
framkvæmdastjórnar Evrópusam-
bandsins, sagði á Twitter að um
sögulega löggjöf væri að ræða.
„Nýju reglurnar munu vernda not-
endur netsins, verja tjáningarfrels-
ið og tryggja rekstrartækifæri fyr-
irtækja. Það sem er ólöglegt að
gera í raunheimum verður núna
líka ólöglegt á netinu innan Evr-
ópusambandsins.“
Að sögn AFP fela DSA-reglurn-
ar m.a. í sér að netverslanir þurfa
að staðfesta hverjir seljendir eru
áður en þeim er leyft að auglýsa
varning sinn til sölu. Þá verða sam-
félagsmiðlar skyldugir til að fjar-
lægja ólöglegt efni um leið og þeir
vita af tilvist þess. Verður sam-
félagsmiðlum einnig skylt að loka
notaendaaðgangi þeirra sem gerast
ítrekað uppvísir að því að brjóta
lögin.
Ekki verður lengur leyfilegt að
beina netauglýsingum sérstaklega
að börnum og auglýsendum verður
einnig meinað að nota viðkvæmar
persónuupplýsingar s.s. um kyn,
kynþátt, stjórnmálaskoðanir og
trúarbrögð fólks til að beina aug-
lýsingum til tiltekinna markhópa.
Til að standa straum af eftirliti
vegna laganna er lagt til að leggja
gjald á þau netfyrirtæki sem DSA-
reglurnar ná yfir, sem nemur
0,05% af tekjum þeirra á heimsvísu.
Fyrirtæki sem brjóta DSA-regl-
urnar geta vænst þess að vera sekt-
uð um upphæð sem jafngildir allt
að 6% af veltu þeirra á heimsvísu
en fyrir ítrekuð brot kann fyrir-
tækjum að vera meinað að starfa í
Evrópusambandslöndunum.
Í undirbúningsferli DSA-regl-
anna kvörtuðu gagnrýnendur yfir
að þær sköruðust við gildandi lag-
ramma ESB um nethagkerfið, að
þær gætu skaðað netauglýsinga-
hagkerfið, og að hætta sé á að mis-
nota megi ákvæði laganna til að
skerða tjáningarfrelsið. ai@mbl.is
ESB skrefi nær
nýjum lögum um
stafræna þjónustu
- Gagnrýnendur óttast að nota megi DSA-
reglurnar til að skerða tjáningarfrelsið
Áfangi Ursula von der Leyen er
ánægð með nýju reglurnar.
AFP
Samkvæmt heimildum Wall Street
Journal fundaði stjórn Twitter
með Elon Musk á sunnudag til að
skoða yfirtökutilboð hans nánar.
Raðfrumkvöðullinn Musk, sem er
ríkasti maður heims, hefur boðið
43 milljarða dala í samfélagsmið-
ilinn en nýlega eignaðist hann
rúmlega 9% hlut í félaginu.
Hefur stjórn Twitter reynt að
verjast yfirtökutilboðinu og m.a.
virkjað sérstaka heimild til útgáfu
nýrra hlutabréfa til að torvelda
Musk að eignast stærri hlut í fé-
laginu.
Greinir WSJ frá að viðhorf
stjórnar Twitter hafi breyst eftir
að Musk upplýsti að hann hefði
tryggt fjármögnun yfirtökutilboðs-
ins og samtals aflað 46,5 milljarða
dala til að ganga frá kaupunum.
Hafði WSJ eftir heimildarmönnum
sínum á sunnudag að stjórnin
hyggðist taka yfirtökutilboðið aft-
ur til skoðunar og mögulega setj-
ast að samningaborðinu með
Musk.
Er hópur fjárfestingarbanka
reiðubúinn að lána Musk 25 millj-
arða dala til að fjármagna kaupin
en hann mun greiða úr eigin vasa
það sem upp á vantar.
Þarf stjórn Twitter m.a. að gera
ítarlegt mat á virði félagsins til að
hafa réttar forsendur til að sam-
þykkja eða hafna tilboði Musks.
Þá gætu samningaviðræðurnar við
Musk snúist um að hann fallist á
að bæta félaginu það tjón sem
gæti hlotist af því ef yfirtaka hans
á félaginu fer út um þúfur.
Á föstudag fundaði Musk með
hópi hluthafa þar sem hann út-
skýrði kosti yfirtökutilboðs síns og
lýsti því hvernig hann hyggst
leysa úr þeirri áskorun sem Twit-
ter, og Bandaríkin, glíma við þeg-
ar kemur að því að tryggja tján-
ingarfrelsi og eðlileg skoðanaskipti
á netinu. ai@mbl.is
Stjórn Twitter
farin að mildast
- Líkurnar aukast á að tugmilljarða
dala tilboði Elons Musks verði tekið
AFP
Hugsjón Yfirtökutilboð Musks kom á óvart og stuðaði ákveðna hópa.