Morgunblaðið - 25.04.2022, Side 27

Morgunblaðið - 25.04.2022, Side 27
slitaleik kvenna á Akureyri í gær. Hrin- urnar enduðu 25:22, 25:16 og 25:17. _ Kiel lagði Magdeburg að velli, 28:21, í úrslitaleik þýsku bikarkeppninnar í handknattleik í gær. Sander Sagosen var í aðalhlutverki hjá Kiel og skoraði 8 mörk og Ómar Ingi Magnússon var markahæstur hjá Magdeburg með 7 mörk en Gísli Þorgeir Kristjánsson skoraði eitt. Magdeburg var yfir í hálf- leik, 13:12, en skoraði aðeins átta mörk í síðari hálfleiknum. _ Bjarki Már Elísson skoraði 7 mörk fyrir Lemgo á laugardag þegar bik- armeistarar síðasta árs töpuðu 26:28 fyrir Kiel í undanúrslitum bikarsins. Þá skoraði Ómar Ingi 6 mörk fyrir Magde- burg og Gísli Þorgeir 5 þegar lið þeirra vann Erlangen 30:22 í hinum und- anúrslitaleiknum. _ Andrea Jacob- sen, landsliðskona í handknattleik, hefur samið við danska B- deildarfélagið EH Aalborg fyrir næsta tímabil en hún hef- ur leikið með Kristianstad í Svíþjóð síð- ustu fjögur ár. Aalborg endaði í fimmta sæti dönsku B-deildarinnar í vetur. Sandra Erlingsdóttir landsliðskona lék með liðinu en er á förum til Metzingen í Þýskalandi. _ Fjölnir og ÍR mætast í úrslitum um- spilsins um sæti í úrvalsdeild karla í handknattleik. ÍR vann Kórdrengi 25:19 í Kópavogi og Fjölnir vann Þór 36:30 á Akureyri og þar með enduðu bæði ein- vígin 2:0, Reykjavíkurliðunum í hag. _ Manchester City er áfram með eins stigs forskot á Liverpool í einvíginu um enska meistaratitilinn í knattspyrnu eftir auðveldan 5:1 sigur gegn Watford á laugardaginn. Gabriel Jesús var í miklum ham og skoraði fjögur mark- anna og þá gerði Rodri glæsilegt mark. _ Liverpool þurfti að hafa meira fyrir því að vinna Everton 2:0 í grannaslagn- um í gær. Andy Robertson og Divock Origi skoruðu í síðari hálfleiknum og tryggðu Liverpool sigur. Everton er nú komið í fallsæti því Burnley lagði Wolv- es, 1:0, með marki frá Matej Vydra og er komið upp úr fallsæti í fyrsta sinn síðan snemma í haust. _ Arsenal styrkti verulega stöðu sína í fjórða sætinu með því að sigra Manchester United 3:1 í London. Nuno Tavares, Bukayo Saka og Granit Xhaka skoruðu fyrir Arsenal en Cristiano Ronaldo fyrir Manchester United. Chelsea er áfram í góðri stöðu í þriðja sætinu eftir sigur á West Ham í gær, 1:0. Það stóð tæpt því Christian Pulisic skoraði sigurmarkið í uppbótartíma leiksins, rétt eftir að Lu- kasz Fabianski í marki West Ham varði vítaspyrnu frá Jorginho. ÍÞRÓTTIR 27 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 25. APRÍL 2022 Tindastóll er kominn í 2:0 í einvíg- inu við Njarðvík í undanúrslitum Ís- landsmóts karla í körfubolta eftir sigur í æsispennandi og tvífram- lengdum leik liðanna á Sauð- árkróki í gærkvöld, 116:107. Njarðvíkingar virtust lengi vel stefna í sigur því þeir voru með átján stiga forystu í byrjun fjórða leikhluta. Skagfirðingar jöfnuðu og síðan tók við spennutryllir sem ent- ist í tvær framlengingar. Javon Bess skoraði 37 stig fyrir Tindastól, Taiwo Badmus 35 og Pétur Rúnar Birgisson 20. Dedrick Basile skoraði 29 stig fyrir Njarð- vík og Fotios Lampropoulos 22. _ Valsmenn komust í 2:0 gegn Ís- landsmeisturum Þórs frá Þorláks- höfn í fyrrakvöld með sigri á Hlíð- arenda, 87:75. Þeir geta því gert út um einvígið í þriðja leik í Þorláks- höfn annað kvöld. Jacob Dalton Calloway skoraði 24 stig fyrir Val, Kári Jónsson 19 og Callum Lawson 19. Luciano Massarelli og Glynn Watson skoruðu 19 stig hvor fyrir Þór og Daniel Mortensen 15. Ljósmynd/Jóhann Helgi Sigmarsson Góður Javon Bess skoraði 37 stig fyrir Tindastól gegn Njarðvík. Tindastóll vann eftir tvær framlengingar Valur og ÍBV eru komin í undan- úrslitin á Íslandsmóti karla í hand- knattleik en Fram og Stjarnan eru komin í sumarfrí. Valsmenn unnu Framara á alls- annfærandi hátt í Safamýri, 36:31, en Eyjamenn þurftu að hafa tals- vert fyrir því að vinna Stjörnuna í Garðabæ, 25:22. Í kvöld eiga síðan Selfoss og KA möguleika á að ná tveimur síðari sætunum þegar landsbyggðarliðin fá Hafnarfjarðarliðin FH og Hauka í heimsókn. Viðureign Stjörnunnar og ÍBV var í járnum lengi vel. Stjarnan var yfir í hálfleik, 12:11, og síðan 20:18 þegar langt var liðið á leik- inn. Þá skoruðu Eyjamenn sex mörk í röð og náðu undirtökum sem þeir létu ekki af hendi á loka- kaflanum. _ Arnór Viðarsson skoraði 7 mörk fyrir ÍBV og Friðrik Hólm Jónsson 5. _ Starri Friðriksson skoraði 5 mörk fyrir Stjörnuna og Leó Snær Pétursson 4. Valsmenn náðu fjögurra marka forskoti gegn Fram fyrir hlé, 15:11, og juku það fljótlega í síðari hálfleik. Eftir að staðan var orðin 25:17 um hann miðjan var sigri Ís- landsmeistaranna ekki ógnað. _ Magnús Óli Magnússon skor- aði 7 mörk fyrir Val, Finnur Ingi Stefánsson 5, Arnór Snær Ósk- arsson 5 og Benedikt Gunnar Ósk- arsson 5. Björgvin Páll Gústavsson varði 13 skot. _ Þorsteinn Gauti Hjálmarsson skoraði 10 mörk fyrir Fram og Breki Dagsson 8. Lárus Helgi Ólafsson varði 14 skot. Valur og ÍBV sigldu inn í undanúrslitin Morgunblaðið/Óttar Geirsson 7 Arnór Viðarsson stöðvaður en hann skoraði mest fyrir ÍBV. Ísland þarf að bíða í a.m.k. tvö ár í viðbót með að komast aftur í loka- keppni Evrópumóts kvenna í hand- knattleik eftir ósigur gegn Serbum, 28:22, í hreinum úrslitaleik liðanna um annað sæti 6. undanriðils í Zrenjanin í Serbíu á laugardaginn og keppnisrétt á lokamóti EM í nóv- ember 2022. Ísland þurfti sigur en Serbum nægði jafntefli og leikurinn var í járnum fram undir lok fyrri hálf- leiks. Þá komust Serbar í 19:15 og náðu síðan að halda að mestu því forskoti í seinni hálfleiknum. Ísland minnnaði muninn í 24:21 og eygði enn von en þá skoruðu Serbar þrjú mörk í röð og tryggðu sér sigurinn og EM-sætið. Sandra Erlingsdóttir, Rut Jóns- dóttir og Steinunn Björnsdóttir skoruðu 4 mörk hver fyrir Ísland og Lovísa Thompson skoraði þrjú mörk. Elín Jóna Þorsteinsdóttir varði sex skot og Hafdís Renötu- dóttir þrjú en Hafdís fékk skot í höfuðið eftir 18 mínútna leik og kom ekki meira við sögu eftir það. Ljósmynd/Aleksandar Djorovic Zrenjanin Steinunn Björnsdóttir í góðu færi í leiknum gegn Serbum. Serbar reyndust sterkari og náðu EM-sætinu Ísland leikur á ný í A-riðli 2. deildar heimsmeistaramóts karla í íshokkí á næsta ári eftir fjögurra ára fjar- veru. Íslenska liðið sigraði Belga, 3:2, í lokaumferð B-riðilsins í Skautahöllinni í Laugardal í fyrra- kvöld. Ísland vann því B-riðilinn með fullu húsi stiga, fékk 12 stig í fjór- um leikjum. Georgía fékk 9 stig, Belgía 6, Búlgaría 3 og Mexíkó ekk- ert. Íslenska liðið lék áður í A- riðlinum á árunum 2012 til 2018. Belgar hefðu náð efsta sætinu með tveggja marka sigri og komust yfir eftir átta mínútur í öðrum leik- hluta. Axel Snær Orongan jafnaði þremur mínútum síðar og Halldór Skúlason kom Íslandi í 2:1 rétt fyrir lok leikhlutans. Þegar fimm mínútur voru eftir skoraði Axel Snær sitt annað mark, 3:1. Belgar minnkuðu muninn tveimur mínútum fyrir leikslok en íslenska liðið hélt fengnum hlut. Jóhann Björgvin Ragnarsson, sem er á leið í atvinnumennsku í Tékklandi, var valinn maður leiks- ins og besti markvörður mótsins og þá var Jóhann Már Leifsson út- nefndur besti leikmaður og besti sóknarmaður mótsins. Ísland í A-riðilinn Ljósmynd/ÍHÍ Sigurvegarar Róbert Pálsson fyrirliði Íslands lyftir bikarnum í mótslok. KNATTSPYRNA Besta deild karla: Meistaravellir: KR – Breiðablik .............. 18 Kaplakriki: FH – Fram ............................ 18 Mjólkurbikar karla, 2. umferð: Varmá: Hvíti riddarinn – RB ................... 20 HANDKNATTLEIKUR 8-liða úrslit karla, annar leikur: KA-heimilið: KA – Haukar (1:0) ......... 18.30 Selfoss: Selfoss – FH (1:0) ................... 19.30 KÖRFUKNATTLEIKUR Þriðji úrslitaleikur kvenna: Ásvellir: Haukar – Njarðvík (1:1) ....... 19.15 BLAK Annar úrslitaleikur karla: Digranes: HK – Hamar (0:1) .................... 19 Í KVÖLD! Spánn Breogan – Zaragoza ........................... 82:85 - Tryggvi Snær Hlinason skoraði 3 stig og tók 2 fráköst fyrir Zaragoza á 12 mínútum. B-deild: Estudiantes – Gipuzkoa...................... 87:65 - Ægir Már Steinarsson skoraði 19 stig og tók 3 fráköst fyrir Gipuzkoa á 19 mínútum. Belgía/Holland Mechelen – Landstede Hammers ...... 92:84 - Þórir Guðmundur Þorbjarnarson skor- aði 15 stig, tók 4 fráköst og átti 3 stoðsend- ingar fyrir Landstede á 31 mínútu. Spirou Charleroi – Hague Royals ..... 95:58 - Snorri Vignisson skoraði 11 stig, tók 3 fráköst og átti eina stoðsendingu fyrir Hague á 24 mínútum. Þýskaland Ludwigsburg – Crailsheim ................ 77:75 - Jón Axel Guðmundsson átti eina stoð- sendingu og tók eitt frákast fyrir Crails- heim á 9 mínútum. Úrslitakeppni NBA Atlanta – Miami ....................... 111:110 (1:2) New Orleans – Phoenix ........... 111:114 (1:2) Toronto – Philadelphia ............ 110:102 (1:3) Utah – Dallas.............................. 100:99 (2:2) Brooklyn – Boston ................... 103:109 (0:3) Minnesota – Memphis ............. 119:118 (2:2) Chicago – Milwaukee................. 95:119 (1:3) Denver – Golden State ............ 126:121 (1:3) >73G,&:=/D Þýskaland Göppingen – Hannover-Burgdorf..... 31:25 - Janus Daði Smárason skoraði 2 mörk fyrir Göppingen. Danmörk Úrslitakeppnin: GOG – Bjerringbro/Silkeborg .......... 33:30 - Viktor Gísli Hallgrímsson varði 15 skot í marki GOG. Pólland Kielce – Tarnów .................................. 51:19 - Haukur Þrastarson skoraði 3 mörk fyrir Kielce, Sigvaldi Guðjónsson er meiddur. Noregur 8-liða úrslit, fyrsti leikur: Elverum – Bækkelaget....................... 34:25 - Orri Þorkelsson skoraði eitt markfyrir Elverum og Aron Dagur Pálsson eitt. Evrópubikar karla Undanúrslit, fyrri leikur: Drammen – Nærbo.............................. 30:27 - Óskar Ólafsson skoraði eitt mark fyrir Drammen. Undankeppni EM kvenna 6. riðill: Serbía – Ísland...................................... 28:22 Svíþjóð – Tyrkland ............................... 33:21 Lokastaðan: Svíþjóð 6 5 0 1 177:133 10 Serbía 6 4 0 2 170:156 8 Ísland 6 2 0 4 143:160 4 Tyrkland 6 1 0 5 153:194 2 _ Svíþjóð og Serbía fara á EM. E(;R&:=/D Meistaradeild kvenna Undanúrslit, fyrri leikur: Lyon – París SG ....................................... 3:2 - Sara Björk Gunnarsdóttir var á vara- mannabekk Lyon allan tímann. Tyrkland Adana Demirspor – Trabzonspor ......... 1:3 - Birkir Bjarnason lék í 88 mínútur með Adana Demirspor. Skotland Hamilton – Celtic..................................... 0:6 - María Ólafsdóttir Gros kom inn á hjá Celtic á 66. mínútu. KNATTSPYRNA

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.