Morgunblaðið - 25.04.2022, Side 28
28 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 25. APRÍL 2022
Mikilvægasti þátturinn í því að
beina íslenskum fiskvinnslufyrir-
tækjum að hraðfrystingu eftir
stríðið voru breytingar á alþjóð-
legum mörkuðum. Saltfiskmark-
aðir í Evrópu voru ennþá í lægð
og tvíhliða viðskiptasamningar og
verndarstefna í innflutningslönd-
unum torvelduðu Íslendingum að
auka verulega við söluna. Við
þetta bættist innflutningsbann á
íslenskan ísfisk í Bretlandi á ár-
unum frá 1952 til 1956 vegna fisk-
veiðideilu Ís-
lendinga og
Breta út af út-
færslu land-
helginnar í
fjórar sjómíl-
ur. Strax eftir
stríðið gerðu
íslenskir fram-
leiðendur
ítrekaðar til-
raunir til að selja frystan fisk á
meginlandi Evrópu en erfitt var
að ná fótfestu á þeim mörkuðum,
meðal annars vegna þess að dreif-
ingarkerfi og geymslurými fyrir
frystar vörur var takmarkað.
Tveir risastórir markaðir opn-
uðust fyrir íslenskan freðfisk á
sjötta áratugnum og áttu eftir að
hafa varanleg áhrif á þróun fisk-
iðnaðarins. Annar var Rússlands-
markaður sem opnaðist með sögu-
legum tvíhliða samningi milli
Íslands og Sovétríkjanna árið 1953
og leiddi til þess að þangað var
selt mikið af þorsk- og karfaflök-
um. Hinn var Bandaríkjamark-
aður þar sem íslenskir framleið-
endur höfðu selt nokkuð af fryst-
um fiski síðan 1936, en þó með
hléi á stríðsárunum. Bandaríski
markaðurinn var vissulega ábata-
samari en sá rússneski en út-
heimti sérhæft vinnuafl, vandaðar
staðlaðar afurðir og „nútímalega“
markaðssetningu. Á þessum fram-
andi og kvika markaði hösluðu ís-
lenskir framleiðendur sér völl og
færðu sig miklu lengra yfir í smá-
sölugeira fiskmarkaða en þeir
höfðu áður gert.
Breytingin úr saltfisk- yfir í
freðfiskframleiðslu markaði þátta-
skil í þróun íslensks sjávarútvegs.
Henni fylgdu margvísleg tæknileg,
skipulagsleg og pólitísk vandamál,
en hún reyndist heilladrjúg þegar
til lengdar lét og varð til þess að
framleiðni fiskiðnaðarins jókst að
miklum mun fyrir tilverknað há-
þróaðrar tækni og markaðs-
setningar. Íslendingar voru ein af
fyrstu Evrópuþjóðunum til að not-
færa sér bandaríska frystitækni
og þróa hana á árangursríkan
hátt. Um 1960 var frysting orðin
mikilvægasta vinnsluaðferðin í ís-
lenskum fiskiðnaði og nam útflutn-
ingur freðfisks ríflega þriðjungi af
heildarverðmæti útflutnings…
Margt stuðlaði að velgengni ís-
lenska freðfiskiðnaðarins í Banda-
ríkjunum. Ein ástæðan var að
framleiðendur voru opnir fyrir
nýrri tækni. Stjórnvöld hófu í
samvinnu við fiskframleiðendur að
þróa hraðfrystiaðferðir þegar á
miðjum fjórða áratugnum og í
kjölfarið risu frystihús þar sem
nýja tæknin var notuð með góðum
árangri. Með því að hagnýta sér
frystitæknina svo snemma fengu
íslenskir framleiðendur forskot á
aðra fiskinnflytjendur í Bandaríkj-
unum þegar markaðurinn tók að
stækka eftir stríðið.
Önnur ástæða var myndun verð-
samtaka (kartela) í freðfiskútflutn-
ingi til Bandaríkjanna þar sem
stjórnvöld úthlutuðu útflutnings-
leyfum til aðeins tveggja sölusam-
taka. Forustu á markaðnum hafði
Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna,
sem samanstóð af tugum einka-
rekinna frystihúsa auk þess sem
hún stofnaði hlutafélag í Banda-
ríkjunum, Coldwater Seafood
Corporation, til að stunda sölu-
starfsemi og reka fiskvinnslu-
stöðvar. Hitt sölufyrirtækið, Ice-
land Products Ltd., var í eigu
Sambands íslenskra samvinnu-
félaga og starfaði á svipaðan hátt
og Coldwater. Fákeppnin skapaði
þessum samtökum afar sterka
stöðu bæði í framleiðslu og á
markaðinum, tryggði stöðugt hrá-
efnisframboð, útilokaði í reynd
samkeppni og auðveldaði þeim að
stýra framleiðslu frystihúsanna.
Fyrstu árin kepptu samtökin tvö
sjaldan innbyrðis á Bandaríkja-
markaði, en það átti eftir að
breytast á sjöunda áratugnum.
Fyrirtækin tvö höfðu gott hrá-
efni til að vinna úr en aðalvandinn
var að þróa afurðir sem stæðust
kröfur vandlátustu neytenda í
heimi. Mikil fjárfesting var lögð í
vöruþróun og gæðastjórnun og
fengu íslenskar afurðir gott orð í
markaðslöndum. Í byrjun stóðu ís-
lensk frystihús þeim bandarísku
þó langt að baki í tækni og vöru-
vöndun. Vélvæðing og sjálfvirkni
var skammt á veg komin, frágang-
ur húsnæðis og frystigeymslur
ófullkomnar og hreinlæti stórlega
ábótavant. En þetta horfði til
betri vegar eftir stríð þegar komið
var á laggirnar tveggja þrepa
kerfi gæðastjórnunar, annars veg-
ar lögskipuðu opinberu mati á
freðfiski og hins vegar gæða-
stjórnunarkerfi á vegum sölu-
samtakanna og vinnslustöðvanna.
Með því forskoti sem íslenskir
innflytjendur náðu í Bandaríkj-
unum vannst þeim tími til að end-
urbæta afurðir sínar – þeir öfluðu
sér í fyrstu þekkingar með því að
læra af samkeppnisaðilum og
herma eftir afurðum þeirra, en
með tímanum byggðu þeir meir og
meir á eigin reynslu. Tæknifram-
farir takmörkuðust einkum við
hina vel þekktu pönnufrystitækni
og umbætur á flökunarferlinu.
Framleiðsluaðferðir voru betrum-
bættar með því að hagræða skipu-
lagi, auka færni starfsfólks við
handflökun og öðlast betri skiln-
ing á örverufræðilegum þáttum í
rotnunarferli afurðanna. Megin-
áhersla var lögð á að framleiða
staðlaðar afurðir í miklu magni og
af viðurkenndum gæðum fyrir
smásöluverslunina og stofnana-
kaupendur í Bandaríkjunum. Til
þess þurfti meðal annars að
snyrta flökin og fjarlægja bein
sem var vinnuaflsfrekt ferli.
Tvær helstu afurðirnar voru
fiskblokkir og flök. Þar sem þetta
voru viðurkenndar hágæðavörur
gátu söluaðilarnir selt æ stærri
hluta framleiðslunnar undir eigin
vörumerkjum, Coldwater með því
að nota ICELANDIC BRAND
(áður ICELANDIC og FROZEN
FISH) og Iceland Seafood
SAMBA-vörumerkið. Vörumerkin
auðvelduðu sölu afurðanna, á um-
talsvert hærra verði en afurðir
helstu keppinauta þeirra, Kanada-
manna. Á fyrstu árunum eftir
stríð beindu íslenskir fiskframleið-
endur sölustarfsemi sinni einkum
að bandaríska hernum og seldu
fiskinn í frumstæðum umbúðum
sem notaðar voru fyrir Evrópu-
markað, þ.e. sjö punda fiskblokkir
(með beinum) sem pakkaðar voru
inn í pergamenteða sellófanpappír.
Næsta afurð var þróaðri – bein-
laus þorskog ýsuflök tilbúin til
matreiðslu í litríkum öskjum sem
vógu eitt pund, en síðan komu
roðflett flök í sellófani í fimm og
tíu punda öskjum. Þetta voru
eftirlíkingar af þróuðustu afurðum
keppinautanna en þó með þeirri
nýjung að öll bein voru hreinsuð
úr flakinu og þar með náði ís-
lenskur fiskur samkeppnisforskoti
sem hélst um langt árabil.
Íslensku fyrirtækin höfðu fylgst
grannt með fiskstautaframleiðslu í
Bandaríkjunum á árunum 1952–
1953 og þegar í febrúar 1953 voru
fyrstu fiskblokkirnar sem ætlaðar
voru bandarískum fiskstautaverk-
smiðjum fluttar út frá Íslandi.
Árið eftir hóf Coldwater starfsemi
eigin vinnslustöðvar í Maryland til
framleiðslu á fiskstautum og öðr-
um freðfiskafurðum. Fiskblokkin
varð aðalafurðin í íslenskum
frystihúsum þótt sölusamtökin
þrýstu á þau að auka framleiðslu á
flökum sem voru verðmætari en
að vísu vinnuaflsfrekari. Á sjö-
unda áratugnum ruddu flökin sér
smám saman til rúms eftir því
sem vinsældir fiskstautanna dvín-
uðu. Árið 1966 varð verðfall á
frystum fiskafurðum í Bandaríkj-
unum og komst sölutregðan á al-
varlegt stig árið 1967 þegar páfinn
aflétti banni við kjötneyslu á
föstudögum. Olli þetta enn frekari
samdrætti í eftirspurn og verð-
lækkun á freðfiski. Árið eftir fór
að birta yfir markaðinum þegar
fish and chips-veitingahúsakeðjur,
sem seldu djúpsteiktan fisk með
frönskum kartöflum, tóku að
spretta upp eins og gorkúlur og
hentuðu íslensk freðfiskflök vel
þörfum slíkra matsölustaða.
Markaðs- og sölustefna sölu-
samtakanna átti án efa mikinn
þátt í velgengni freðfiskútflutn-
ings til Bandaríkjanna og skilaði
hún brátt góðri veltu og háu verði
eftir nokkrar misheppnaðar til-
raunir í upphafi. Fyrirtækin tvö
tóku sér kanadískar söluaðferðir
til fyrirmyndar og komu sér upp
neti umboðsmanna víðs vegar um
Bandaríkin sem stjórnuðu mest-
allri sölunni til dreifingaraðila og
smásala. Umboðsmennirnir fylgd-
ust með breytingum á smekk og
matarvenjum og miðluðu til fyr-
irtækjanna. Flök voru seld frá ís-
lensku frystihúsunum fyrir milli-
göngu sölusamtakanna til stofn-
anakaupenda og stórnotenda svo
sem hótela, veitingahúsa og skóla.
Tilraunir til að leita lengra inn á
smásölumarkaðinn með því að
selja tilbúnar afurðir beint til hús-
mæðra skiluðu misjöfnum árangri;
til dæmis tókst ekki að vekja
áhuga á soðnum fiski með bráðnu
smjöri, en 350 g „steik“, sem var
pökkuð í öskju fyrir fjóra, náði
talsverðum vinsældum. Árið 1961
var um 65% af framleiðslu Cold-
water selt stofnanakaupendum og
35% voru seld smærri smásölu-
aðilum sem tilbúnar afurðir til
neyslu. Fiskblokkir voru notaðar í
fiskstautaverksmiðjum félaganna.
Loks má nefna að pólitískur
stuðningur hafði úrslitaþýðingu
fyrir velgengni freðfiskiðnaðarins í
Bandaríkjunum. Litið var á út-
flutningsmarkað freðfisks sem
mikilvægustu vaxtargrein þjóð-
arbúskaparins eftir stríð og ís-
lensk stjórnvöld voru því reiðubú-
in að styðja hann í hvívetna.
Þegar fiskframleiðsla náði sér á
strik að nýju í Evrópu féll fiskur í
verði á alþjóðamörkuðum. Vegna
þrýstings frá framleiðendum voru
samþykkt lög á Alþingi sem
tryggðu lágmarksverð á útfluttum
freðfiski til Bandaríkjanna frá
1946 til 1949. Aðstoð bandarískra
stjórnvalda við íslenska fisk-
innflytjendur hafði jafnvel enn
meiri þýðingu. Þegar Rússar
hættu að stunda viðskipti við Ís-
lendinga árið 1948 ákváðu banda-
rísk stjórnvöld, sem voru áfjáð í
að viðhalda góðum pólitískum
tengslum við Íslendinga vegna
hernaðarlegra hagsmuna, að
styðja freðfiskútflutning frá Ís-
landi til Vestur-Þýskalands með
Marshall-áætluninni. En banda-
rískir sjómenn voru ekki sáttir og
kröfðust þess að Bandaríkjastjórn
setti toll á fiskinnflutning frá Ís-
landi. Vísuðu þeir til bandarískra
laga um að leggja bæri 10–15%
innflutningstoll á fiskinnflutning
frá löndum þar sem fiskiðnaður
naut ríkisaðstoðar. Bandarísk
stjórnvöld voru ekki tilbúin til að
stofna pólitískum og hernaðar-
legum hagsmunum sínum á Ís-
landi í hættu og málinu var vísað
frá. Tollamálið kom upp aftur
1954–1956 og var ekki leyst fyrr
en eftir inngrip Bandaríkjaforseta
sem hafnaði því „að leggja höft á
viðskipti vinveittra þjóða, er hér
ættu hlut að máli […] en efna-
hagslegur þróttur þeirra væri
mikilvægur í baráttunni gegn
hættum heimskommúnismans“.
Þannig var mikið fjárhagslegt
verðmæti fólgið í hernaðarlegu
mikilvægi Íslands í kalda stríðinu
og nýttu íslensk stjórnvöld sér
það út í ystu æsar í því skyni að
auka ávinninginn af viðskiptum
bæði við Bandaríkin og Sovétríkin.
Tollfrjáls aðgangur freðfisks í
Bandaríkjunum veitti íslenskum
innflytjendum umtalsvert sam-
keppnisforskot gagnvart keppi-
nautunum, einkum Kanada og
Noregi, en í báðum ríkjum var
sjávarútvegur ríkisstyrktur.
(Tilvísunum og innskotsgreinum
er sleppt.)
Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon
SH Frá fundi Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna í janúar árið 1972 en hún hafði forystu á markaðinum.
Velgengni freðfiskiðnaðarins á Íslandi
Bókarkafli | Í greina-
safninu Til hnífs og
skeiðar er íslensk
matarmenning skoðuð
í sögulegu ljósi og
á þverfaglegan hátt.
Á meðal greinanna er
„Fiskistauturinn –
Skyndiréttur sem
lagði grundvöll að
freðfiskiðnaði á Íslandi
og í Noregi“ eftir
Guðmund Jónsson og
Örn D. Jónsson.