Morgunblaðið - 25.04.2022, Blaðsíða 32
FERMINGAR
TILBOÐ
GÓÐUR
STUÐNINGUR
VIÐMJÓBAK
ÝMIR
HÁGÆÐA SJÖ SVÆÐASKIPT
POKAGORMAKERFI
Styður mun betur við líkamann en venjuleg
%ECG4!'C=, 8E!4%ECG4CF#C 'C@ G'QG#B0
L3!!@G ?*C '&A#C L?* $?4C L'#C 'C@ BA4QB'AA#C
* (MF@FF#,9"N!#C ?#Q 4>R4B?-Q#2 BA*=C ?#Q
G"P)4!BB?-Q#2G#RR#BA*=C * G#Q"@FF#,
330 gormar per fm2, 7?*$'CA BA.R,
VERÐ ÁÐURSTÆRÐ VERÐ NÚ
120×200
140×200
150×200
99.900 kr.
114.900 kr.
129.900 kr.
89.900 kr.
104.900 kr.
119.900 kr.
1RR ?'CQ G'Q 86 )EAF# E% &PA@G,
J7:, I'#C# BA-Q#C * )EQ#,
V
e
rð
b
ir
t
m
e
ð
fy
ri
rv
a
ra
u
m
in
n
sl
á
tt
a
rv
il
lu
r
o
g
/e
ð
a
b
re
yt
in
g
a
r.
FRIGG, ÓÐINN OG IÐUNN:
1RR ?'CQ 'C@ G'Q 86 )EAF# E% &PA@G, J7:, I'#C# BA-Q#C * )EQ#,
STÆRÐ VERÐ ÁÐUR VERÐ NÚ
120×200
140×200
150×200
139.900 kr.
159.900 kr.
179.900 kr.
119.900 kr.
139.900 kr.
159.900 kr.
IÐUNN
GÓÐ SJÖ SVÆÐASKIPT
HEILSUDÝNA SEM STYÐUR RÉTT
VIÐ LÍKAMANN
HEER '&F4)R4F(4F 4QR4%4BA R*!4G4F@GE%
%'&@C )'AC# OF(@F,;PQLCMBA#"O&F@FE% C+AA@C
BA@QF#F%@C AC3%%#C )'AC4 )RPQI-Q# E%)'AC# R*Q4F2
LN &-CQ(MDC# E%)'AC# B?'&F,
FRIGG
HÁGÆÐA SJÖ SVÆÐASKIPT
HEILSUDÝNAÁ FRÆBÆRUVERÐI
9'QK B?-Q4B!#DA@ DE!4%ECG4!'C=,;PQ@C
G"P)4!BBA@QF#F%@C, 9M!C4 E% )'AC4 4>R4B?-Q#,
/CMBA#"O&F@F4C'&F# * )PRBAC@F, 54F(4Q4C
!4FABA3C!#F%4C, <@RR!EG#F FMA#F% . B?'&FI'A#,
ÓÐINN
HÁGÆÐA SJÖ SVÆÐASKIPT
HEILSUDÝNAÁ FRÆBÆRUVERÐI
9'QK B?-Q4B!#DA@ DE!4%ECG4!'C=,;PQ@C
G"P)4!BBA@QF#F%@C,9M!C4 E%)'AC4 4>R4B?-Q#,
/CMBA#"O&F@F4C'&F# * )PRBAC@F,54F(4Q4C
!4FABA3C!#F%4C,<@RR!EG#FFMA#F% . B?'&FI'A#,
– MILLISTÍF
– STÍF
25%
AFSLÁTTUR
AF FYLGIHLUTUM
VIÐ DÝNUKAUP
VERÐ SEM
KOMA Á
ÓVART
Allt fyrir góðan svefn
og betri heilsu
„Mín fagra sól – barokkaríur og söngvar“ er yfirskrift
kúnstpásu-tónleika sem verða í Norðurljósasal Hörpu í
hádeginu á morgun, þriðjudag, klukkan 12.15. Sigríður
Ósk Kristjánsdóttir mezzosópran flytur þar nokkrar af
sínum eftirlætisaríum frá barokk-tímabilinu ásamt
Láru Bryndísi Eggertsdóttur semballeikara, Laufeyju
Jensdóttur fiðluleikara og Steinunni A. Stefánsdóttur
sellóleikara. Verkin eru eftir tónskáldin Porpora, Pur-
cell og Handel. Efnisskráin er sögð tileinkuð birtunni
og hvernig tónlistin léttir lífið og nærir sálina.
Sigríður Ósk syngur eftirlætisaríur
á kúnstpásu-tónleikum í Hörpu
MÁNUDAGUR 25. APRÍL 115. DAGUR ÁRSINS 2022
Sími: 569 1100
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is
Í lausasölu 776 kr.
Áskrift 8.383 kr. Helgaráskrift 5.230 kr.
PDF á mbl.is 7.430 kr. iPad-áskrift 7.430 kr.
Karlalandslið Íslands í íshokkí stóð uppi sem sigurveg-
ari í B-riðli 2. deildar heimsmeistaramótsins sem lauk í
Skautahöllinni í Laugardal í fyrrakvöld. Ísland lagði
Belgíu 3:2 í hörkuspennandi úrslitaleik og vann þar
með alla fjóra leiki sína á mótinu og leikur í 2. deild A á
næsta ári. »27
Íshokkílandsliðið vann alla leikina
ÍÞRÓTTIR MENNING
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Gönguhópurinn Komum af fjöllum
var stofnaður í ársbyrjun 2021 í
þeim tilgangi að auka kraft og þol
göngumanna og vel hefur tekist til,
að sögn Hauks Valdimarssonar,
læknis á öldrunarlæknadeild Land-
spítala. „Við settum saman fámenn-
an hóp til þess að æfa okkur á út-
mánuðum í þeim tilgangi að vera
sprækir þegar vorið kæmi og gætum
þá gengið á fjöll.“
Hópurinn var til upp úr umræðum
lækna á sameiginlegum vinnustað.
„Við Jens Magnússon byrjuðum að
tala um að við ættum að stofna
gönguhóp og eftir að Böðvar Örn
Sigurjónsson tók undir með okkur
varð ekki aftur snúið.“
Vilja reyna á sig
Félagarnir ganga saman vikulega,
aðra hverja helgi og annan hvern
mánudag, fyrst og fremst á fellum
og fjöllum í grennd við höfuðborg-
arsvæðið.
„Við viljum hafa smá bratta til
þess að menn reyni aðeins á sig,“
segir Haukur og bætir við að reikna
megi með að þrír til fjórir tímar fari í
hverja göngu frá því menn fari að
heiman frá sér og þar til þeir komi
aftur heim. Í Dymbilvikunni hafi
þeir til dæmis gengið á Esjuna, farið
upp að Steini, og útivistin hafi varað
í um þrjá tíma. Í kvöld er stefnan
sett á Grímannsfell í Mosfellssveit
og gengið verður á Hvalfell á laug-
ardaginn.
Félagarnir eru almennt í góðu
formi en misjafnlega góðu eins og
gengur. Flestir eru vanir göngu-
menn en Haukur segir að hver og
einn velji sér sinn hraða. „Stundum
teygist á hópnum en það er allt í lagi
því við förum þannig leiðir að menn
rata.“
Haukur er sjálfur mikill göngu-
garpur og er í nokkrum gönguhóp-
um auk þess sem hann gengur oft
einn. Hann segist alltaf hafa verið í
einhverju sprikli en gangan hafi ver-
ið fastur liður undanfarna áratugi.
„Mér finnst alltaf gaman að ganga
einn úti í náttúrunni en hef auk þess
verið í skipulögðum gönguhópum
undanfarin 25 ár, þar skiptir fé-
lagsskapurinn miklu máli,“ segir
hann. „Ég held mér í þjálfun og
besta líkamsræktin er að fara í fjall-
göngu. Ég geng reglulega og hef til
dæmis verið lengi í einum gönghópi,
MEH eða missum ekki hæð, sem fer
alltaf í góða göngu á hverju sumri.“
Hópurinn hafi farið víða um land og
hver ferð taki nokkra daga. Þá geri
menn vel við sig, gisti í góðum skál-
um og gangi þar sem séu góðar að-
stæður. „Menn eru orðnir frekar
þroskaðir, komnir á þann aldur að
þeir vilja hafa þetta huggulegt og
nenna orðið síður að vera í tjöldum.“
Allir í hópnum Komum af fjöllum
eru einnig í gönguhópnum Vor-
mönnum, sem Böðvar Örn heldur
utan um. Næsta ferð síðarnefnda
hópsins hefst 20. maí, en þá verður
gengið í grennd við Heklu. „Við hitt-
umst á Leirubakka í Landssveit þar
sem við gistum og göngum svo dag-
inn eftir.“
Vormenn og fleiri
koma af fjöllum
- Haukur Valdimarsson er í nokkrum gönguhópum
Í Grindarskörðum Frá vinstri: Göngugarparnir Magnús Ingimundarson,
Skúli Már Sigurðsson, Böðvar Örn Sigurjónsson, Þórarinn Harðarson,
Haraldur Gunnarsson, Jón Steinar Jónsson og Jens Magnússon.
Á Höttu í Mýrdal Frá vinstri: Félagarnir Jón Steindór Valdimarsson, Þórð-
ur Gísli Ólafsson, Haraldur Gunnarsson og Haukur Valdimarsson.