Morgunblaðið - 25.04.2022, Blaðsíða 13
FRÉTTIR 13Erlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 25. APRÍL 2022
Síðumúli 16 I 108 Reykjavík I Sími 580 3900 I fastus.is
fastus.is
KAFFIVÉLAR SEM HENTA ÞÍNUM REKSTRI
GOTT KAFFI KÆTIR
Bravilor TH
Frábær uppáhellingarvél
með vatnstanki.
Bravilor THa
Frábær uppáhellingarvél
með vatnstengi.
Bravilor Sprso
Handhæg og öflug baunavél
sem hentar smærri fyrirtækjum.
Nánari upplýsingar veitir sölufólk okkar í síma 580 3900
Urður Egilsdóttir
urdur@mbl.is
Volodimír Selenskí forseti Úkraínu
átti í gær fundi með Antony Blinken,
utanríkisráðherra Bandaríkjanna,
og Lloyd Austin, varnarmálaráð-
herra Bandaríkjanna, í Kænugarði.
Ekki liggur fyrir hvað fram fór á
fundinum en Oleksí Arestóvitsj, ráð-
gjafi forsetans, staðfesti að fundur-
inn hafi farið fram og að vonir stæðu
til að ráðherrarnir tveir gætu „von-
andi hjálpað“. Fundirnir voru haldn-
ir á sama degi og tveir mánuðir voru
liðnir frá upphafi innrásar Rússa.
Yfirvöld í Rússlandi sögðu, og
segja enn, að innrásin sé í raun ekki
innrás, heldur sérstök hernaðarað-
gerð til þess að uppræta nasista í
Úkraínu og leggja niður Úkraínu-
her.
Innrásarliðið hefur undanfarið
einbeitt sér að suður- og austurhluta
Úkraínu en hernaðarsérfræðingar
velta nú fyrir sér hve lengi stríðið
kunni að vara og hver langtímaáhrif
þess á afkomu heimsins verði.
20 þúsund taldir látnir
Yfirvöld í Úkraínu hafa kallað eft-
ir friðarviðræðum við Rússa, nærri
hafnarborginni Maríupol, fyrir utan
Asovstal-stálverksmiðjuna þar sem
úkraínskir hermenn og almennir
borgara dvelja nú. Vladimír Pútín
hefur fyrirskipað hersveitum sínum
að láta verksmiðjuna vera, og krefst
þess að hermennirnir gefist upp. Á
laugardag sögðu úkraínsk stjórnvöld
að loftárásir á verksmiðjuna hefðu
hafist á ný. Maríupol hefur nú verið í
herkví í meira en mánuð.
Vadím Boítsjenkó, borgarstjóri
borgarinnar, telur að meira en 20
þúsund almennir borgarbúar hafi
látist síðan innrásin hófst. Enn séu
meira en 100 þúsund manns innlyksa
sem „grátbiðji að þeim verði bjarg-
að“. Þrjár rútur fullar af úkraínsku
flóttafólki komust út úr borginni á
fimmtudag en Rússar hafa komið í
veg fyrir að fleiri íbúar geti flúið
borgina.
Amin Awad, sérfræðingur hjá
Sameinuðu þjóðunum um stríðið í
Úkraínu, kallar eftir að átökin í Mar-
íupol verði „stöðvuð tafarlaust“ til að
leyfa brottflutning almennra borg-
ara.
„Líf tugþúsunda manna, þar á
meðal kvenna, barna og eldra fólk, er
í hættu í Maríupol. Við þurfum að
stöðva átökin til þess að bjarga lífum
fólks,“ sagði Awad í yfirlýsingu.
Áhrif viðskiptaþvingana
Joe Biden Bandaríkjaforseti segir
Rússland aldrei hafa verið einangr-
aðra vegna viðskiptaþvingana en
aðrir vilja meina að það sé bara ósk-
hyggja. Talsmaður hjá franska utan-
ríkisráðuneytinu sagði það alveg rétt
að Rússar séu búnir að fjarlægast
Vesturlönd en ef horft er á stóru
myndina þá er sagan önnur. Indland,
Kína og Suður-Afríka sátu hjá þegar
kosið var um kröfu Sameinuðu þjóð-
anna um það að Rússar yrðu að
draga her sinn til baka. Lönd í Suð-
ur-Ameríku og Mið-Austurlöndum
hafa neitað að taka þátt í viðskipa-
þvingunum.
Komi ekki í ljós fyrr en í sumar
Alexei Vedev, sérfræðingur hjá
Gaidar stofnuninni, segir að áhrif
viðskiptaþvingana Vesturlanda komi
ekki í ljós fyrr en í sumar þar sem
rússneska hagkerfið gengur nú á
varabirgðum, en það geti ekki varað.
Stríðið hefur haft þær afleiðingar
að Evrópa stendur frammi fyrir
stærsta flóttamannavanda frá því í
seinna stríði. Fleiri en fimm milljónir
Úkraínumanna hafa flúið land og um
fjórðungur þessarar 44 milljóna
þjóðar hefur neyðst til að flýja heim-
ili sín. Sameinuðu þjóðirnar hafa
staðfest að um 2.500 almennir borg-
arar hafi verið drepnir í stríðinu, þar
af nærri þrjú hundruð börn.
Fundar með Bandaríkjamönnum
- Tveir mánuðir voru í gær frá því að stríðið hófst - Kalla eftir friðarviðræðum í Maríupol - Fleiri en
100 þúsund manns innlyksa - Rússland aldrei verið einangraðra - Fimm milljónir flúið Úkraínu
AFP
Flóttafólk Fjórðungur Úkraínumanna hefur neyðst til að flýja heimili sín.
Fleiri en fimm milljónir hafa yfirgefið landið frá upphafi innrásarinnar.
AFP
Maríupol Reykur stígur til himins eftir sprengingar við Asovstal-stálverk-
smiðjuna þar sem úkraínskir hermenn og almennir borgara dvelja nú.
AFP
Loftárás Að minnsta kosti átta létust í árásum rússneska hersins á hafnarborgina Ódessa á laugardag.
Leiðtogar ríkja Vesturlanda óskuðu
hver í kapp við annan Emmanuel
Macron til hamingju með endurkjör
sitt til embættis Frakklandsforseta
þegar ljóst var að hann hefði sigrað
andstæðing sinn Marine Le Pen í
síðari umferð forsetakosninganna í
gærkvöldi.
„Við getum stólað á Frakkland í
fimm ár í viðbót,“ sagði Charles
Michel, forseti Evrópuráðsins í
færslu á samfélagsmiðlum í kjölfar
þess að Macron var spáð sigri, en Le
Pen er yfirlýstur andstæðingur auk-
inna umsvifa Evrópusambandsins.
„Ég er himinlifandi að fá að halda
góðu samstarfi okkar áfram,“ sagði
Ursula von der Leyen, forseti fram-
kvæmdastjórnar Evrópusambands-
ins í skeyti til Macron.
Olaf Scholz Þýskalandskanslari
sagði franska kjósendur hafa lýst yf-
ir stuðningi og trausti við Evrópu
með niðurstöðunni. „Ég er ánægður
með að fá að halda áfram samstarf-
inu,“ sagði kanslarinn.
Boris Johnson forsætisráðherra
Bretlands sagði Frakkland vera
„eitt af okkar nánustu og mikilvæg-
ustu bandalagsríkjum“.
Í tísti á Twitter kvaðst Johnson
hlakka til áframhaldandi samvinnu
„í málefnum sem skipta löndin okkar
tvö mestu máli“.
Justin Trudeau forsætisráðherra
Kanada tók í sama streng og koll-
egar hans og sagðist hlakka til
áframhaldandi samstarfs og varð-
veislu lýðræðisins.
Samkvæmt bráðabirgðatölum
sem bárust í gærkvöldi benti allt til
þess að Macron hefði fengið um 58%
atkvæða í kosningunum og Le Pen
um 42%.
Sigur Macron er því naumari en í
einvígi þeirra árið 2017, þegar hann
hlaut rúmlega 66% atkvæða.
Macron forseti í
önnur fimm ár
- Þjóðarleiðtogar í kring himinlifandi
AFP
Endurkjör Emmanuel Macron hafði
betur en með naumari sigri en 2017.