Morgunblaðið - 25.04.2022, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 25.04.2022, Blaðsíða 20
20 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 25. APRÍL 2022 ✝ Jón Valur Tryggvason, vélvirkjameistari og tónlistarmaður, lést á hjúkrunar- heimilinu Sólvangi 7. apríl 2022, 90 ára að aldri. Jón Valur fædd- ist 5. september 1931 í Reykjavík. Foreldrar hans voru Jóhann Tryggvi Jónsson, prentari og sjómaður, f. 15. júní 1900, d. 20. janúar 1970 og Ólafía Margrét Andrésdóttir húsfreyja, f. 23. desember 1905, d. 26. október 1971. Þau eignuðust fjögur börn, en systkini Jóns Vals voru Andrea Guðrún Tryggvadóttir, f. 17. júlí 1929, d. 15. júní 2019, Sigurður Reykjavík. Þau hjónin bjuggu alla tíð í Hafnarfirði. Jón og Stella áttu sex börn. Þau eru Vala Jónsdóttir, f. 10.ágúst 1953, og eiginmaður hennar er Hjörtur Haraldsson, f. 14. desember 1951, Ólafía Guð- rún Jónsdóttir (Lóa), f. 21. nóv- ember 1955, d. 10. október 1988 og eiginmaður hennar var Guð- mundur Jónsson, f. 3. apríl 1954, dó 21. nóvember 1993, Eygló Jónsdóttir, f. 15. ágúst 1957 og eiginmaður hennar var Jón Hlíðar Runólfsson, f. 19. febrúar 1957, d. 9. júlí 2021, Sjöfn Jóns- dóttir, f. 8. desember 1959 og unnusti hennar er Magnús Gísla- son, f. 31. mars 1963, Tryggvi Jónsson, f. 18. mars 1965 og eig- inkona hans er Árný Sveina Þór- ólfsdóttir, f. 16. júlí 1969 og Hrönn Jónsdóttir, f. 31. október 1966 og eiginmaður hennar er Sigurður Harðarson, f. 2. febr- úar 1958. Barnabörnin eru 17 talsins og langafabörnin eru 23. Útför hans fer fram frá Víði- staðakirkju 25. apríl 2022 klukk- an 13. Rúnar Tryggvason, f. 15. september 1935, d. 10. júní 2015 og Guðrún Margrét Tryggva- dóttir, f. 6. júlí 1946. Jón Valur lærði vélvirkjameistar- ann í Vélsmiðju Hafnarfjarðar. Hann vann lengst af í Áhaldahúsi Hafnarfjarðar, einnig keyrði hann fyrir Landleiðir og starf- aði á yngri árum sem sjómaður. Hann fékk snemma áhuga á tón- list og spilaði með ýmsum hljóm- sveitum allt fram á síðasta ár. Jón Valur kynntist síðan ást- kærri eiginkonu sinni, Stellu Rut Vilhjálmsdóttur, árið 1952, en Stella fæddist 28. apríl 1929 í Harpan mig einatt huggar hún þerrar tár af kinn. Þegar þunglyndis skuggar þrengjast í brjóst mér inn. Þó bregðist vonir bjartar Hún besta fróun lér. Þó sorgin særi hjartað Hún svalar hrelldum mér. Þetta er úr ljóðinu „Harpan“ eftir pabba minn, Jón Val Tryggvason, sem við kveðjum í dag. Mér finnst það eiga svo vel við en hann elskaði tónlist og leitaði alltaf í tónlistina. Alveg frá því ég var lítill stelpa man ég eftir pabba að spila og syngja annaðhvort í hljómsveit- um eða kórum, eða bara inni í stofu heima að spila á raf- magnspíanóið. Á tímabili var hann í þremur kórum í einu og þar að auki að spila á böllum. Hann samdi sjálfur töluvert af lögum og textum og hafði gam- an af því að kasta fram tæki- færisvísum. Pabbi spilaði í hljómsveitum frá því hann var 16 ára gamall. Lengst af var hann trommari og söngvari með Capritríó og spilaði lengi gömlu dansana í Glæsibæ. Síðar fór hann að spila með Dasbandinu á Hrafn- istu. Síðasta skipti sem hann tók í trommurnar var einmitt á dansleik á Hrafnistu í Hafn- arfirði í desember síðastliðinn. Þá var pabbi orðinn 90 ára og sló ekkert af. Ég ætlaði að kíkja til hans í heimsókn, en hann var þar í hvíldarinnlögn. Ég fann hann þá í danssalnum, sitjandi við trommurnar og slá taktinn eins og honum var ein- um lagið. Pabbi var mikið fyrir ferða- lög. Hann var félagi í Hjálp- arsveit skáta í Hafnarfirði frá stofnun sveitarinnar. Ég man eftir mörgum skemmtilegum útilegum og veiðiferðum. Pabbi og mamma voru alla tíð dugleg að ferðast bæði innan lands og utan. Og ekki síst eftir að þau fóru á eftirlaun. „Það var besti tíminn,“ sögðu þau mér eitt sinn þegar við vorum að spjalla saman. Pabbi var alltaf viljugur að hjálpa öðrum ef leitað var til hans. Eitt sinn bað ég hann að lána mér sláttuvél því mín hafði bilað. „Já, já, kem með hana,“ sagði hann. Þegar ég kom heim sá ég að pabbi var ekki bara búinn að koma með vélina held- ur einnig búinn að slá allan garðinn. Þannig var hann. Bara að drífa hlutina af. Pabbi var mikill græjukall. Sjónvarp var komið í húsið löngu áður en íslenska sjón- varpið hóf göngu sína og ekki má gleyma grammófóninum góða. Pabbi fékk sér síðar tölvu og gemsa þegar þau tæki komu til sögunnar og spilaði tölvuleiki eins og unglingur. Það eru margar góðar minn- ingar sem ég varðveiti af ynd- islegum pabba. Hann var mikill grallari og grínaðist mikið við okkur krakkana. Hann var oft fenginn til að leika jólasveininn og fannst það gaman. Pabbi sinnti ýmsum störfum um ævina en sagði mér að skemmtilegast hefði honum þótt að vera á sjó. Ég á ynd- islegar minningar af því að vakna eldsnemma um vor. Úti er sólskin og logn og við pabbi erum að fara út á fjörðinn að vitja um grásleppunetin. Ég er óendalega þakklát fyr- ir að hafa fengið að hafa hann pabba svona lengi og að hann gat notið lífsins með mömmu, sem hann var óendanlega ást- fanginn af alla tíð. Ég er viss um að hvar sem þú ert núna, elsku pabbi, þá mun tónlistin hljóma og þú slá taktinn eins og þú gerðir allt til síðasta and- artaks. Eygló Jónsdóttir. Í dag kveð ég elsku afa minn, Jón Val Tryggvason. Hann var einn sá skemmtilegasti og hressasti maður sem ég hef kynnst. Hann lifði viðburðaríku lífi, en hann var einn af stofn- aðilum Hjálparsveitar skáta í Hafnarfirði og fór meðal annars í útkallið vegna Vestmanna- eyjagossins á sínum tíma. Hann sagði mér margar magnaðar sögur frá því, en sú saga sem lýsir honum kannski einna best var þegar hann fór hús úr húsi í leit að köttum og öðrum gælu- dýrum til að bjarga þeim og fara með þau í bátana. Hann var allur útklóraður eftir dauð- hrædda ketti eftir þetta björg- unarafrek en var hann staðráð- inn í að bjarga málleysingj- unum líka og koma þeim til eigenda sinna. Afi var nefnilega einn af þessum sem mátti ekk- ert aumt sjá og var alltaf boð- inn og búinn að hjálpa mönnum og málleysingjum. Þá var afi mikill tónlistar- maður og spilaði bæði í hljóm- sveitum og söng í kórum. Hann sagði mér einu sinni söguna af því hvernig það æxlaðist að hann lærði á trommur. Var það þannig að hann var mjög fjörugt barn og var systir hans að reyna að hafa ofan af fyrir honum og rétti hún honum sleifar og potta og urðu þetta fyrstu trommurnar hans. Þá var það einu sinni að afi hafði verið ráðinn til að spila á balli og þegar hann mætti þá höfðu skipuleggjendurnir aðeins reddað trommum en engum trommukjuðum, og voru þeir al- veg miður sín. Afi spurði þá hvort ekki væru til sleifar í eld- húsinu, hann kynni nú vel að nota þær. Síðan spilaði hann alla uppákomuna með eldhús- sleifum og lét það ekki trufla sig. Afi samdi fjöldann allan af lögum, textum og ljóðum um ævina. Mörg þeirra söng hann með hljómsveit sinni Capri tríó sem hann spilaði með í áratugi. En einnig söng hann lengi með karlakórnum Þröstum og Gafl- arakórnum, þá lét Gaflarakór- inn útsetja lög eftir hann sem kórinn söng. Hann gerði það oft að senda á mig og aðra úr fjölskyldunni fyrri parta af vísum í smáskila- boðum og þá átti maður að botna. Voru þessar vísur hans alltaf fullar af húmor og gleði. Fyrir tveim árum safnaði hann svo saman þessum ljóðum og vísum og gaf hann út sína fyrstu ljóðabók. Já, hann afi var stöðugt að sýna okkur að það er aldrei of seint að láta drauma sína rætast, prófa eitthvað nýtt og gera það sem maður hefur gaman af. Afi var eitt stórt hjarta. Hann var alltaf að segja okkur hvað hann elskaði okkur mikið. Hann var alltaf að segja okkur hvað hann elskaði ömmu mikið og hvað hún væri falleg og hvað hann væri heppinn að eiga svona dásamlega konu. Að lokum er hér eitt af mín- um uppáhaldsljóðum eftir afa: Einn sólksinsbjartan sumardag, er sál manns ung og þyrst, og æskan þráir óskalönd sem fyrst. Á meðan báran svartan sand, fær best og svalast kysst við í draumi höfum, sömu löndin gist. (Jón Valur Tryggvason) Bless elsku afi minn. Takk fyrir öll ljóðin, sönginn og sög- urnar. Þitt barnabarn Eyrún Ósk. Jón Valur Tryggvason - Fleiri minningargreinar um Jón Val Tryggvason bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. ✝ Páll fæddist á Akureyri þann 3. júní 1943. Hann lést á Landspít- alanum í Fossvogi 12. apríl 2022. Foreldrar hans voru hjónin Friðrik Jónsson organisti og tónskáld, f. 20. september 1915 á Halldórsstöðum í Reykjadal, d. 2. nóvember 1997 og Unnur Sig- urðardóttir húsfreyja, f. 22. júlí 1917 á Grímsstöðum á Fjöllum, d. 19. september 1994. Systkini Páls eru, Sigurður Kristján, f. 31. júlí 1939, Emilía Jóna, f. 13. geirsdóttir, dætur þeirra eru Ása Fanney og Bríet Mía. c) Kristján Ingi Baldurs f. 31. ágúst 1998. 2) Unnar Friðrik Pálsson f. 22. september 1973 maki Auður Þorgeirsdóttir. Synir þeirra eru: a) Aron Unnarsson f. 13. mars 2005. b) Arnar Páll Unnarsson f. 3. febrúar 2010. Páll ólst upp á Halldórs- stöðum í Reykjadal ásamt for- eldrum sínum og fjórum systk- inum. Hann stundaði nám við Laugaskóla og tók síðar meira- próf. Hann starfaði lengst af sem atvinnubílstjóri. Útför Páls fer fram frá Kópa- vogskirkju í dag, 25. apríl 2022, og hefst athöfnin kl. 13. desember 1940, Kristjana Guðrún, f. 30. júlí 1950 og Óm- ar, f. 12. maí 1957. Árið 1970 giftist hann Kristjönu Helgadóttur, f. 24. september 1950. Þau skildu árið 1984. Börn þeirra eru: 1) Jóhanna Páls- dóttir f. 4. sept- ember 1969 maki Jón Arnar Baldurs. Börn þeirra eru: a) Ása Karen Baldurs f. 7. des- ember 1992. b) Unnar Páll Baldurs f. 8. desember 1994, maki Þula Ás- Mín fyrsta minning um pabba er í kísilflutningabíl sem hann ók á milli Húsavíkur og Mývatns- sveitar á 8. áratugnum. Ég er um fimm ára gömul og það brast skyndilega á með stórhríð og pabbi taldi rétt að setja keðjur undir bílinn. Hann fullvissaði mig um að það yrði allt í lagi þótt hann skryppi út í óveðrið. Hann kom inn eftir hvert dekk og sagði mér nákvæmlega hvað væri eftir og bað mig að bíða rólega. Mér fannst pabbi minn sterkastur og bestur. Pabbi var á margan hátt ein- stakur maður. Hann var hæglát- ur og á suman hátt félagsfælinn og tók ekki hverjum sem er, en hafði samt yndi af samferðarfólki sínu. Það var ekki algengt á 9. ára- tugnum að vera einstæður faðir með unglingsstúlku, en það var pabbi. Árin okkar pabba í Lund- arbrekkunni voru oft erfið en um leið dásamleg. Hann vann mikið til að ná endum saman, lagði áherslu á að við borðuðum saman kvöldmat þótt hann væri oft og tíðum ekki merkilegur. En heitur matur skyldi það vera. Vinkonur mínar voru aufúsu- gestir hjá okkur og áttu margar góðar stundir með okkur pabba í eldhúsinu í Lundarbrekkunni. Hann elskaði hrós og athygli fyr- ir það sem hann hafði fram að færa. Hann sýtti það nefnilega alla tíð að hafa ekki menntað sig betur og lagði því ofuráherslu á að afkomendur hans gerðu það. Og hann var afar stoltur af niðj- um sínum. Eitt það fallegasta sem ég hef orðið vitni að var þeg- ar hann bað um að mamma kæmi til hans þegar hann var að kveðja. Þau skildu fyrir tæpum 40 árum, en hann varð að þakka henni fyr- ir alla afkomendurna sem þau gátu saman. Fyrir mér er þetta ómetanleg stund. Það er ekki sjálfgefið að eiga góða og ástríka foreldra. Pabbi umvafði mig væntumþykju alla tíð og ekki síður barnabörnin. Hann kenndi mér samkvæmis- dansa og að meta jazz. Hann elskaði swing. Við vinkonurnar minnumst skemmtilegra Þingey- ingamóta á Hótel Sögu þar sem pabbi sveiflaði okkur 17 ára gömlum um dansgólfið með til- þrifum. Við búum að því alla tíð og minnumst með gleði. Og aldrei sá ég pabba minn ölvaðan. Hann kunni að skemmta sér, fara með vín og njóta lífsins. Með árunum varð pabbi erfið- ari í umgengni eftir heilablóðföll og veikindi. En það var alltaf stutt í pabba gamla eins og ég þekkti hann áður. Hann umvafði sitt fólk af ást og umhyggju, þó á stundum væri hann krefjandi og erfiður. Það er vissulega sorglegt að hann, sem hafði einangrað sig sl. tvö ár vegna covid, skuli hafa látist af afleiðingum þess. Við fjölskyldan áttum dásam- lega daga með pabba á deild A6 á LSH síðustu níu daga lífs hans. Hann fékk þar frábæra umönn- un, svo góða að hann bað um að starfsfólkinu yrðu færðar veit- ingar á hverjum degi. Þar er pabba best lýst. Hann kunni svo vel að meta umhyggju og umönn- un, gleði og gott samferðarfólk. Hann var búinn að segja okkur síðustu dagana hvernig hann vildi hafa síðustu kveðjuna. Blússandi jazz, enga sálma og eftirminnilega útför. Við verðum við því. Blessuð sé minning elsku pabba, hafðu þakkir fyrir allt og allt. Þín Jóhanna. Ég kynnist Páli, eða afa Palla eins hann var alltaf kallaður í fjöl- skyldunni, fyrir 32 árum þegar leiðir okkar Jóhönnu dóttur hans lágu saman. Palli var hlédrægur og ekki veit ég hvernig honum leist á þennan unga mann sem dóttir hans var farin að koma með inn á heimili þeirra, en alla vega virðist hann hafa tekið mig í sátt á einhverjum tímapunkti. Þegar maður kynntist honum betur kom í ljós hann var vel upp- lýstur og fylgdist vel með því sem var að gerast í kringum hann. Hann hafði líka oft miklar og sterkar skoðanir hlutunum, sér- staklega varðandi þá hluti sem hann hafði mestan áhuga á, það er tónlist (lesist jazz), bílum og frjálsum íþróttum. Þá var Palli mjög handlaginn og hefði eflaust legið vel fyrir honum að vera iðn- aðarmaður. Hann aðstoði okkur mikið við fyrstu íbúðirnar sem keyptum og gerðum upp og var hjálp hans þar ómetanleg. Palli var mikill fjölskyldumaður og barnabörnin voru honum sér- staklega kær. Gátu þau því enda- laust spilað með afa sinn til þess til þess að gera hluti fyrir sig. Palli hafði einnig mjög gaman af því að ferðast og helst vildi hann vera í hita og sól. Það gerði hon- um hins vegar erfiðara fyrir að hann var ekkert sérstaklega spenntur fyrir því að fljúga. Hann lét sig þó hafa það og fór í nokkrar utanlandsferðir með okkur fjölskyldunni og eins var hann duglegur að heimsækja ættingja sína í Þýskalandi. Þá kom hann reglulega í heimsókn til okkar þann tíma sem við bjuggum í London. Eitt af því sem Palli hafði mjög gaman af var veiði og þann tíma sem við bjuggum á Húsavik þá fórum við nokkrum sinnum og veiddum í Reykjadalsá. Þar var hann á heimavelli og vissi upp á hár hvar von væri að fá fisk enda minnist ég þess ekki að við höfum komið fisklausir heim úr þeim ferðum. Þá var hann líka mikill bílaáhuga- maður og hugsaði með eindæm- um vel um bílana sína. Þeir voru því oftar en ekki nýþvegnir og bónaðir. Hann var líka á þeirri skoðun að þeir þyrftu að vera sem kraftmestir, þrátt fyrir að ekki væri ljóst hvernig hann ætl- aði að nýta þann kraft á íslensk- um vegum. Það var hins vegar mesta ógæfa Palla að hann skyldi ekki eignast lífsförunaut eftir að hann skildi við Diddu og bjó hann einn eftir að við Jóa byrjuðum okkar búskap. Hann var vanur að heimsækja börnin sín nánast daglega og því urðu síðustu tvö árin í covid honum mjög erfið þar sem hann varð að fara mjög var- lega í samskiptum við fólk. Hann þurfti því nánast að loka sig af þennan tíma og er það því dap- urlegt að hann kveðji um það leyti sem það er að rofa til varð- andi covid. Við áttum hins vegar góða stundir með honum síðustu dagana sem var dýrmætt og kannski dýrmætast af öllu að vita að hann kvaddi sáttur. Með Páli er farinn góðhjartaður og hjálp- samur maður. Hvíl í friði. Jón Arnar Baldurs. Afi Palli var engum líkur og það er í raun erfitt að koma orð- um að því hversu góður. Í minn- ingunni var alltaf mikið stuð, gleði og gaman. Hann var ætíð boðinn og búinn að gera allt fyrir mig og við vorum miklir vinir. Mér fannst fátt skemmtilegra í æsku en að eyða tíma með hon- um. Einhverjar mínar bestu minningar með afa eru þegar við fórum á rúntinn og borðuðum súkkulaðirúsínur. Þær var hann alltaf með tilbúnar því það var uppáhaldsnammið okkar. Mér fannst líka mjög gaman að fara í mat til hans. Hann var sérstakur sérfræðingur í að útbúa súpu- kjötsrétti sem ég elskaði en myndi sennilega ekki borða hjá neinum öðrum, þar sem ég hef aldrei verið hrifin af kjöti yfir höfuð. Mér leið alltaf svo vel með afa og hann passaði svo sannarlega upp á að sjálfstraustið hjá mér væri í lagi. Ég þurfti aldrei að efast um eigið ágæti í nærveru hans. Hann gerði ekki annað en að tala um hvað ég væri dásamleg og frábær, enda á ég honum það líklega hvað mest að þakka hversu mikla trú ég hef á sjálfri mér í dag. Ég gat ekkert rangt gert í hans augum og var alltaf best í öllu, enda prinsessan hans. Það er ómetanlegt að hafa átt slíka klappstýru við hlið sér í 29 ár. Afi var ótrúlega góður maður með einstaka nærveru og hlýjan faðm. Ég á eftir að sakna hans mikið og verð ævinlega þakklát fyrir tímann sem ég átti með hon- um. Prinsessan hans afa, Ása Karen Baldurs. Páll Friðriksson - Fleiri minningargreinar um Pál Friðriksson bíða birt- ingar og munu birtast í blað- inu næstu daga. Þökkum innilega auðsýnda samúð vegna andláts HÓLMFRÍÐAR ÞÓRU GUÐJÓNSDÓTTUR, Hrafnistu við Brúnaveg. Þá sendum við öllu því góða starfsfólki á deild E2, sem annast hefur hana af hlýhug og natni síðustu 17 ár, bestu þakkir. Guð blessi ykkur öll. Ragnar Friðriksson Þórhalla Snæþórsdóttir Sólveig Erla Ragnarsdóttir Jón Steinar Jónsson Hlynur Ívar Ragnarsson Vigdís Braga Gísladóttir og fjölskyldur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.