Morgunblaðið - 29.04.2022, Side 1
F Ö S T U D A G U R 2 9. A P R Í L 2 0 2 2
.Stofnað 1913 . 99. tölublað . 110. árgangur .
EKKERT
DREGIÐ UND-
AN Í BAND
GARÐYRKJA
ÁFRAM KENND
Á REYKJUM
GETUR FARIÐ SÍNU
FRAM MEÐ TWITT-
ER AÐ ÓBREYTTU
GARÐYRKJUSKÓLINN 10 ELON MUSK 14SÝND Á HOT DOCS 36
Tólf mánaða verðbólga mælist nú
7,2%, samanborið við 6,7% í mars.
Verðbólgan hefur ekki mælst hærri
síðan í maí 2010
þegar hún var
7,5%.
Greining Ís-
landsbanka og
Hagsjá Lands-
bankans rekja að
húsnæðisliðurinn
sé helsti valdur að
aukinni verðbólgu
en markaðsverð
íbúðarhúsnæðis
hækkaði alls um 2,7% á milli mánaða
samkvæmt gögnum Hagstofu og þá
hækkaði reiknuð húsaleiga um 2,4% á
milli mánaða. Auk þess hafa hærri
flugfargjöld áhrif á aukna verðbólgu,
en hærri fargjöld til útlanda skýrast
af hækkandi eldsneytisverði og auk-
inni eftirspurn eftir flugi.
Lilja D. Alfreðsdóttir, viðskipta- og
menningarráðherra, segir í aðsendri
grein í Morgunblaðinu í dag að Seðla-
bankinn muni þurfa að „gera allt sem
í hans valdi stendur til að væntinga-
stjórnin sé skýr og einbeita sér að því
að verðbólgan hörfi“ eins og hún
orðar það. Þá segir hún að ríkisfjár-
málin þurfi jafnframt að vera að-
haldssöm til að styðja við peninga-
stefnuna ásamt því sem
vinnumarkaðurinn verði að taka tillit
til aðstæðna.
„Staðan í efnahagsmálum er sann-
arlega vandasöm, því seðlabankar
heimsins mega ekki stíga það fast á
bremsurnar að þeir framkalli efna-
hagskreppu, sérstaklega í ljósi þess
að heimsbúskapurinn var rétt að ná
sér eftir farsóttina,“ segir Lilja og
bætir við að þrátt fyrir efnahags-
áskoranir búi íslenska hagkerfið yfir
miklum viðnámsþrótti. »15
Seðlabankinn
þurfi að beita sér
- Verðbólga eykst og mælist nú 7,2%
Lilja Alfreðsdóttir
Rússar skutu sprengjum að Kænugarði í gær á
meðan aðalritari Sameinuðu þjóðanna, Antonio
Guterres, heimsótti borgina. Sprengjurnar
hæfðu tvö skotmörk, annað þeirra íbúðablokk,
en að minnsta kosti tíu eru særðir. Saviano
Abreu, talsmaður Guterres, sagði að hópnum
væri brugðið en þau væru í öruggu skjóli, án
þess að segja hvar nákvæmlega.
„Þetta er stríðssvæði en það kom okkur í opna
skjöldu hvað þetta gerðist nálægt okkur,“ sagði
Abreu. Kænugarður hefur ekki orðið fyrir
sprengjuárásum síðan um miðjan apríl.
AFP/Supinsky
Rússar ráðast á Kænugarð í heimsókn Guterres
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
„Við höfum ekki mannskap til að taka
á móti auknu álagi og það eru þreytu-
merki í hópnum,“ segir Margrét
Ólafía Tómasdóttir, formaður Félags
íslenskra heimilislækna. Hún segir að
álagið sé farið að bitna á læknum og
öðru starfsfólki.
„Við gerðum nýlega könnun meðal
lækna sem starfa hjá heilsugæslunni
á landsvísu, bæði sérfræðinga og sér-
námslækna. Niðurstöðurnar sýndu
að hátt í 40% upplifa mjög oft kuln-
unareinkenni og 25% hafa íhugað al-
varlega að fara í veikindaleyfi. Þessar
niðurstöður eru mikið áhyggjuefni.
Það er alls ekki gott að keyra fólk í
gegnum sérnám undir svona álagi.
Ég er hrædd um að við missum eitt-
hvað af þessu fólki frá okkur ef
ástandið fer ekki að lagast,“ segir
Margrét en mikil þörf er á endurnýj-
un í stétt heimilislækna. Stéttin sé í
lægð eftir að hafa nýlega misst út
stóran hóp lækna sem hættu fyrir
aldurs sakir. Tekist hafi að fjölga
læknum sem sérhæfa sig í heimilis-
lækningum en nokkur ár eru þangað
til þeir skila sér að fullu til starfa.
Aukið álag á heilsugæsluna birtist í
því að löng bið getur verið eftir tímum
hjá heimilislæknum. Algengt er að
fólk þurfi að bíða vikum saman. „Ég á
sjálf næst lausan tíma í júlí,“ segir
Margrét.
Hún segir að öllum bráðatilfellum
sé sinnt og til þess að það sé unnt
þurfi læknar að vera til taks. „Ef við
erum að sinna bráðaþjónustu fækkar
bókuðum tímum á móti. Þörfin á
þjónustu minnkar auðvitað ekkert og
fyrir vikið hringja margir í hjúkrun-
arfræðinga og hafa samband í gegn-
um Heilsuveru. Þetta skapar allskon-
ar flækjur því þeir læknar sem eru á
dagvakt á heilsugæslunni taka líka
kvöldvaktir á Læknavaktinni. Því
meira álag sem er á daginn, þeim mun
færri fást á kvöldvaktirnar og því er
oft tæp mönnun á Læknavaktinni.“
Allt að 40% heimilislækna
upplifa einkenni kulnunar
- Mikið álag á heilsugæslustöðvum og biðtími hefur lengst
Morgunblaðið/Hari
Heilsugæsla Mikið álag er á starfs-
fólki. Biðtími hjá læknum lengist.
MNæsti lausi tími er í júlí »4
Ice Fish Farm hefur ákveðið að
slátra öllum laxi úr sjóeldi sínu á
Sigmundarhúsum í Reyðarfirði.
ISA-veiran, sem getur valdið blóð-
þorra, hefur greinst í einu sýni úr
kví á því svæði. Hins vegar virðist
sjúkdómurinn ekki hafa komið upp
því fiskurinn er vel haldinn og ekki
sér á honum.
Í kvíunum á Sigmundarhúsum eru
um milljón seiði sem sett voru út í
haust. Hluti laxins er orðinn 1-2 kíló
að þyngd en megnið er um 400
grömm. Búast má við að 500 tonn
komi upp úr kvíunum.
Er þetta í annað sinn í vetur sem
ISA-veiran greinist í Reyðarfirði. Í
nóvember fór á bera á veikindum í
laxi á Gripalda, og var ákveðið að
slátra öllum laxi í varúðarskyni. Síð-
an hefur lax í öðrum kvíum verið
vaktaður sérstaklega. »6
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Sjóeldi Stærstu löxunum verður
slátrað til sölu á markaði.
Milljón
löxum
slátrað
- Veira greindist í
einu sýni án veikinda