Morgunblaðið - 29.04.2022, Síða 8

Morgunblaðið - 29.04.2022, Síða 8
8 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. APRÍL 2022 Óðinn Viðskiptablaðsins gerir bankasölumál að umfjöllunar- efni í pistli í vikunni og finnur að því að Kristrún Frostadóttir hafi ekki sett gagnrýni sína fram fyrir útboðið á hlutum ríkisins í Íslands- banka í stað þess að gagnrýna bara að útboði loknu. - - - Óðinn bendir á að aðrir þing- menn hafi stigið fram og viðurkennt að hafa ekki vitað út á hvað sú leið sem farin var gekk eða spurt spurninga þar að lútandi. - - - Og hann segir að Kristrún geti ekki borið við fákunnáttu og skilningsleysi, hún hafi verið „aðal- hagfræðingur Kviku banka. Vegna kunnáttu sinnar, að sögn, fékk hún áskriftarréttindi í bankanum fyrir um 3 milljónir sem urðu á fáeinum árum að 100 milljónum króna. Þessu virtist Kristrún reyna að leyna fyrir kosningar í haust og lík- lega situr Samfylkingin ekki í ríkis- stjórn vegna þess. Þessi stjarn- fræðilega upphæð sýnir að þarna hlýtur að vera á ferðinni einkar hæfur hagfræðingur.“ - - - Í pistlinum er sýnt að salan á Ís- landsbanka nú var mun dýrari en í fyrri einkavæðingum, bæði á bönkum og síma, og Óðinn undrast að Kristrún hafi ekki spurt út í þennan kostnað og spyr svo: „Var það virkilega þannig að ekki nokk- ur einasti maður hafi velt fyrir sér hvað einkavæðingar í fortíðinni kostuðu? Hvernig getur kostað miklu meira að selja Íslandsbanka en kostaði að selja Símann, Lands- bankann, Búnaðarbanka og Fjár- festingarbanka atvinnulífsins?“ - - - Þetta eru áleitnar spurningar. Kristrún Frostadóttir Áleitnar spurningar Óðins STAKSTEINAR Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Ekki er skilgreint í gildandi reglum hvar loftrýminu sem ís- lenska ríkið ber ábyrgð á sleppir og hvar geimurinn tekur við. Það er meðal ástæðna þess að Sam- göngustofa treystir sér ekki til að veita leyfi til eldflaugaskota út í geiminn. Nokkrar stofnanir þyrftu að koma að útgáfu leyfis til að skjóta eldflaug á loft, að mati Samgöngu- stofu, en hvað þá stofnun varðar sérstaklega kemur skortur á reglu- verki og heimildum í veg fyrir að hún telji sér fært að gefa út leyfi. Skoska fyrirtækið Skyrora hefur sótt um leyfi til að skjóta eldflaug á loft frá Langanesi í tilraunaskyni, í yfir 100 kílómetra hæð, en hefur ekki fengið til þess leyfi hjá ís- lenskum stjórnvöldum. Hefur það valdið töfum á tilrauninni og hefur fyrirtækið skorað á íslensk stjórn- völd að leysa úr málinu. Samgöngustofa ber ábyrgð á skipulagi og stjórnun loftrýmis út frá gildandi reglum. Í svari við fyrirspurn vegna máls Skyrora kemur fram að um geiminn gilda önnur lög og sáttmálar, en íslensk löggjöf sé ennþá ófullkomin á þessu sviði. Þá séu engar reglur í gildi um hvaða kröfur skuli gera til eldflaugaskota og hvernig tryggja beri öryggi í lofti, á láði og legi. Jafnframt skorti skilgreiningu um efri mörk loftrýmisins sem íslenska ríkið beri ábyrgð á, það er að segja hvar loftrýminu sleppir og geim- urinn tekur við. Á því séu mismun- andi skilgreiningar. Þá liggi að- koma Samgöngustofu við leyfisveitingar eldflaugaskota ekki fyrir í gildandi reglum. Ein kæra hjá ráðuneytinu Í svari stofnunarinnar er á það bent að unnt er að kæra ákvarð- anir hennar til innviðaráðuneytis- ins. Fyrir liggi að ein umsókn um eldflaugaskot sé í kæruferli þar. Ekki fæst uppgefið hvort um sé að ræða kæru Skyrora. Ekki vitað hvar geimurinn hefst Kristín Anna Claes- sen lést á hjúkrunar- heimilinu Seltjörn 28. apríl sl. 95 ára að aldri. Kristín Anna fædd- ist á Reynistað í Skerjafirði 1. október árið 1926, sem þá til- heyrði Seltjarnar- neshreppi. Foreldrar hennar voru Jean Eggert Claessen hæstaréttarlögmaður og Soffía Jónsdóttir Claessen hússtjórnar- kennari. Kristín Anna varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík á 100 ára afmæli skólans árið 1946. Eftir einn vetur í Háskóla Íslands lærði Kristín tannsmíði hjá Jóni Hafstein tannlækni og vann hún við það allt til ársins 1956. Síðar fór hún að vinna á Land- spítalanum sem hjúkr- unarritari á bæklunar- deild, en lengst af vann hún á Barnaspítala Hringsins. Kristín Anna gekk ung í Oddfellowregluna og gegndi þar öllum æðstu embættum. Hún var stofnandi Rebekku- stúkunnar nr. 10 Soffíu og bar hag reglunnar ætíð fyrir brjósti. Eiginmaður hennar var Guðmundur Bene- diktsson, ráðuneytisstjóri í forsætis- ráðuneytinu. Þau eignuðust fjögur börn: Ragn- heiði Margréti sem lést 2018, Soffíu Ingibjörgu, Solveigu Láru og Egg- ert Benedikt. Andlát Kristín Anna Claessen ÞÚ FINNUR ALLT Á FINNA.IS VEISTU UM GÓÐAN RAFVIRKJA?

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.