Morgunblaðið - 29.04.2022, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 29.04.2022, Qupperneq 10
10 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. APRÍL 2022 Verið velkomin í sjónmælingu Hamraborg 10, Kópavogi, sími 554 3200 Opið: Virka daga 9.30–18, laugardaga 11-14 Hreint loft –betri heilsa Vefverslun: www.donna.is Erum nú á Facebook: donna ehf Honeywell gæða lofthreinsitæki Láttu þér og þínum líða vel - innandyra Loftmengun er hættuleg heilsu og lífsgæðum. Honeywell lofthreinsitæki eru góð viðmyglugróum, bakteríum, frjókornum, svifryki, lykt og fjarlægir allt að 99,97% af ofnæmisvaldandi efnum. HPA710WE HEPA sía, gróf sía, kola sía, ION kerfi. Hreinsar allt að 99.97% af óhreinindum. Hljóðlát stilling. Verð kr. 59.100 HFD323E Air Genius 5. Hreinsar allt að 99.9% af óhreinindum. Hægt að þvo síuna. Verð kr. 39.420 HPA830 Round Air Purifier. Hreinsar allt að 99.97% af óhreinindum. Mjög hljóðlát. Verð kr. 29.960 S. 555 3100 · donna.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is „Ég er fyrst og fremst döpur vegna þess að menn virðast ekki skilja mikilvægi góðrar og hagnýtrar starfsmenntunar í garðyrkju. Síðustu ár hefur verið ólgusjór í kringum fyrirkomulag námsins og óvissuferð- inni er ekki lokið,“ segir Guðríður Helgadóttir garðyrkjufræðingur um stöðu garðyrkjunáms. Hún hefur staðið í stafni í Garð- yrkjuskólanum á Reykjum í Ölfusi frá árinu 2005, en fékk uppsagnar- bréf í vikunni. Námið á að færast undan hatti Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri til Fjölbrautaskóla Suður- lands á Selfossi frá 1. ágúst næstkom- andi. Stefnt er að því að námið fari þó að mestu eða öllu leyti fram á Reykj- um. Guðríði var í vikunni tilkynnt að starf hennar hefði verið lagt niður og sömu sögu er að segja um þau Björg- vin Örn Eggertsson skógfræðing, Ágústu Erlingsdóttur skrúðgarð- yrkjumeistara, Ingólf Guðnasongarð- yrkjufræðing og Svölu Sigur- geirsdóttur, fulltrúa á kennslu- skrifstofu. Áður höfðu tveir kennarar sagt upp störfum og er því enginn fastráðinn kennari garðyrkjunáms við skólann, að sögn Guðríðar. Eftir deilur um stöðu og umgjörð garðyrkjunáms á milli yfirstjórnar á Hvanneyri og atvinnulífs garðyrkj- unnar ákvað menntamálaráðherra á Þorláksmessu 2020 að flytja námið í Fjölbrautaskóla Suðurlands. Guð- ríður segir að tíminn síðan hafi verið illa notaður. Hún segir að uppsagnirnar hafi ekki komið með öllu á óvart, frekar hvernig staðið var að málum. Starfs- fólk hefði getað skilið stöðuna þannig að það fengi tilkynningu um tilflutn- ing í starfi og skilaboð frá ráðuneyti, yfirstjórn Landbúnaðarháskólans og stéttarfélögum hafi verið misvísandi. Framtíðin óljós Spurð hvað hún hyggist gera segir Guðríður það vera óljóst, en þegar hafi henni verið boðin önnur störf. Hún er menntaður garðyrkjufræð- ingur frá Reykjum, líffræðingur frá Háskóla Íslands og er með meistara- próf í verkefnastjórnun. Hún var staðarhaldari og yfirmaður starfs- og endurmenntunar á Reykjum frá 2005 til 2019 og hefur verið í forsvari fyrir garðyrkjunámið þangað til í vikunni. Meðal annars skrifaði hún ásamt samstarfsfólki á Reykjum og fulltrúa atvinnulífs garðyrkjunnar námskrá fyrir garðyrkjunámið sem viður- kennd var af menntamálaráðuneyti árið 2018. „Ég er sérfræðingur í garðyrkju, en er hins vegar ekki með kennslu- réttindi, sem krafist er í venjulegum framhaldsskólum,“ segir Guðríður. „Enn hefur ekki verið gengið frá samningi við Fjölbrautaskólann og meðan svo er geta þau ekki auglýst störfin. Ég veit ekki hvernig þetta þróast og hvort ég mun starfa áfram á þessum vettvangi. Öll þessi ár hef ég starfað við kennslu í garðyrkju vegna þess að ég hef ástríðu fyrir þessu starfi. Það er ástæðan fyrir því að ég er hérna enn þá þrátt fyrir að gengið hafi á ýmsu.“ Eldri nemendur á Reykjum Guðríður segist hafa meiri áhyggj- ur af framtíð garðyrkjunámsins held- ur en sjálfri sér. Hún tekur fram að þeir nemendur skólans sem eigi eftir að ljúka námi fái tækifæri til að ljúka því á Reykjum í sama takti og verið hefur. Stóra spurningin í þeim efnum sé hins vegar kennaraleysið eftir upp- sagnir vikunnar. Á Reykjum hafa í vetur verið um 100 nemendur og meðalaldur þeirra um 35 ár. Það er nokkuð hærri aldur en í hefðbundnum framhaldsskólum þar sem stærsti aldurshópurinn er 16-18 ára. Hún segist því hafa áhyggjur af því að vegna aldurs sitji eldri nemendur í garðyrkjunámi ekki við sama borð og yngri umsækjend- ur. Nemendur á Reykjum koma alls staðar að af landinu, en FSU er frek- ar svæðisbundinn skóli á Suðurlandi. Einnig stunda margir fjarnám á Reykjum að stórum hluta. Vantar fólk sem kann til verka „Okkur vantar fólk sem kann til verka, getur farið út og unnið störfin í garðyrkju og tengdum greinum,“ segir Guðríður. „Margir sjá ekkert nema rannsóknir og nýsköpun, sem er algerlega lífsnauðsynlegt fyrir okkur, en mér finnst umræðan vera á kostnað starfsmenntanáms. Það má ekki stilla þessu upp eins og það sé annaðhvort eða. Auðvitað þurfum við sterkt starfsmenntanám í garðyrkju og einnig rannsóknir og nýsköpun til framtíðar.“ Guðríður segir að skólameistari FSu hafi unnið náið með starfs- mönnum á Reykjum í tengslum við þessar breytingar og ýmis tækifæri séu í tengingu garðyrkjunámsins við öflugan framhaldsskóla. Garðyrkju- skólinn sé þó um margt ólíkur hefð- bundnum framhaldsskóla, meðal ann- ars vegna þeirrar sérhæfðu aðstöðu sem námið þurfi á að halda í gróður- húsum og landrými. Í þessu efni séu ýmis mál óútkljáð og megi þar einnig nefna húsnæðið sem notað hefur verið til skólahalds á Reykjum. Starfsmenntanámið hafi verið um 90% þess starfs sem unnið hafi verið á Reykjum, en um 10% hafi verið vegna rannsókna. Skólahús- næðið heyri að óbreyttu undir ráð- herra háskólanna, en garðyrkjunám- ið undir menntamálaráðherra. Það auki enn flækjustigið, sem hafi þó verið ærið fyrir. Óboðleg óvissa „Forsendan fyrir því að þessi yfir- færsla námsins gangi vel fyrir sig er að Reykir með allri áhöfn og aðstöðu færist undan hatti LbhÍ og til FSu og að réttindi starfsmanna og nemenda verði tryggð á sómasamlegan hátt, eins og rætt var um í upphafi. Sú óvissa sem hefur verið uppi síðustu þrjú ár er óboðleg með öllu. Það sýnir kannski alvarleika stöð- unnar að nú, einu og hálfu ári eftir að ráðherra ákvað að færa námið til FSu, sé enn ekki kominn á samningur um yfirfærsluna og námið því í uppnámi. Það er óskiljanlegt í ljósi þess að nú á að auka við matvælaframleiðslu í landinu, framleiða og gróðursetja garð- og skógarplöntur, grisja skóga og fegra umhverfi og öll þessi störf eru kennd í Garðyrkjuskólanum, sem er eini staðurinn í landinu þar sem þessar greinar eru í boði,“ segir Guð- ríður að lokum. Blómlegt Gestir á markaðstorgi á Reykjum á sumardaginn fyrsta. Óvissuferð í garðyrkjunáminu - Kennurum sagt upp - Tíminn illa notaður - Áhyggjur af eldri nemum Garðyrkjunám sem áður var hjá Landbúnaðarháskóla Íslands (LbhÍ) á Reykjum í Ölfusi flyst til Fjöl- brautaskóla Suðurlands (FSu) í haust. Stjórnsýslan færist til FSu á Selfossi en starfsnámið verður áfram á Reykjum, að sögn Olgu Lísu Garðarsdóttur, skólameistara FSu. Hún sagði að kennslan yrði óbreytt í tvö ár og tíminn notaður til að þróa námið og skipuleggja til framtíðar. „Þetta var ákvörðun ráðherra á sínum tíma. Markmiðið var alltaf að byrja kennslu í haust og við erum að undirbúa það. Við þurfum meira en kennara Garðyrkjuskólans til að sinna þessu. Það er verið að semja um að fá kennara, aðra starfsmenn og svæðið sem þarf,“ sagði Olga. Um er að ræða m.a. starfsmenn starfs- menntanámsins, t.d. starfsmenn á útisvæði, aðstoðarmenn í gróður- húsum, bókasafnsfræðing og kokk sem hafa unnið við Garðyrkjuskól- ann. Hugsa þarf um plönturnar allan ársins hring, jafnt skóladaga sem aðra, og hlúa að umhverfinu. Olga segir að starfsnámið verði áfram á Reykjum, að því gefnu að FSu fái aðgang að þeim húsakosti sem þar er. Mikið af Reykjatorfunni er nýtt í þágu starfsmenntanámsins. Hún segir að LbhÍ sé með starfsemi þar á háskólastigi. Það eru nokkur hólf í tilraunagróðurhúsi, skrifstofa og útisvæði þar sem stundaðar eru rannsóknir. Olga segir að FSu muni ekki standa í vegi fyrir því að það starf LbhÍ haldi áfram á Reykjum. Hún sagði aldrei hafa komið til álita að flytja starfsnám í garðrkjufræð- um til Selfoss. „Við erum ekki með neina aðstöðu fyrir það á Selfossi. Skólinn hér er nánast fullsetinn og verknámshúsið fullnýtt. Það er ekki pláss á Selfossi fyrir 100 nýja nemendur í svo sér- tæku námi. Garðyrkjunám þarf sér- hæfða aðstöðu og hún er á Reykjum. Raunar eru gróðurhúsin ekki öll í góðu standi en kennslustofur í fínu lagi. Það verður að gera áætlun um endurnýjun gróðurhúsanna.“ Olga segir að garðyrkjunám hafi alltaf verið á framhaldsskólastigi en LbhÍ er á háskólastigi. Það fari ekki vel saman að vera með framhalds- skólakennslu í háskóla. Skrúðgarð- yrkja er löggilt iðngrein. FSu kennir löggiltar iðngreinar eins og t.d. húsasmíði, rafvirkjun og vélvirkjun. Það fer því vel saman. FSu hefur auglýst eftir umsókn- um vegna náms á blómaskreyt- ingabraut, garð- og skógplöntu- braut, námsbraut skógar og náttúru, námsbraut um lífræna ræktun mat- jurta, skrúðgarðyrkjubraut og yl- ræktarbraut næsta haust. Umsækj- endur þurfa að hafa lokið eins árs námi í almennum greinum í fram- haldsskóla. Garðyrkjunámið tekur tvö ár til viðbótar. Umsóknarfresti lauk 22. apríl en ákveðið var að framlengja hann. Hluti nemenda verður í fjarnámi og mun mæta í skólann í staðlotur. gudni@mbl.is Stjórnendur Guðríður Helgadóttir (t.v.) og Olga Lísa Garðarsdóttir fagna sumri á Reykjum í Ölfusi. Starfsnám verður áfram á Reykjum - Stjórnsýsla garðyrkjukennslu flyst til FSu á Selfossi

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.