Morgunblaðið - 29.04.2022, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 29.04.2022, Qupperneq 18
18 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. APRÍL 2022 Nú eru að koma fram afleiðingar samkeppni stóru efnisréttarfyr- irtækjanna, sem hafa sankað að sér efni til að geta startað eigin streymisveitum á heimsvísu, með tilkynn- ingu um mikið hrun áskrifta hjá Netflix. Ástæða þess að HBO Max/go er ekki enn komið hingað eru gamlir samningar þeirra við innlenda aðila um „heimili HBO“ á Íslandi og annarra sjónvarps- aðila sem sömdu um sýningarrétt hér. Flestir þessir samningar eru þó að renna sitt skeið á enda og þess því varla langt að bíða að Warner/ Discovery-samsteypan nemi land á Ís- landi, en fyrir eru jú Disney, Viaplay og Netflix. Einhverjir fleiri eru einnig að hugsa sér til hreyfings hingað. Áskriftarverð telst sanngjarnt fyrir þá þjónustu sem er í boði, en ef heim- ilið er með 3-4 streymisveitur og kannski eina innlenda þá er mán- aðargjaldið farið að slaga hátt í 20 þúsund kallinn, sem er ágætlega vel í lagt. Ungt fólk velur að einhverju leyti enn að hala niður efni og horfa á plex- ið sitt með öðrum, en margir eru enn að átta sig á þessum breyttu neyslu- venjum á afþreyingarefni og bíða og sjá til og láta sér nægja að horfa á Símann og sætta sig við auglýsingar á korters fresti og láta það og RÚV bara nægja. Sem stendur er Filmflex eina streymisveitan sem stendur utan eignaraðildar fjarskiptafyrirtækja og erlendrar eigu. Að mínu mati eiga fjarskiptafyr- irtækin alls ekki að vera að basla í að eiga og reka vod-leigur yfir höfuð heldur semja við eins og eina eða tvær stórar streymisveitur og bjóða með einhverjum net- og símapakka, það fer best á því rekstrarlega. Þegar Filmflex var að fæðast var uppleggið einfaldlega að setja hér upp vod-leigu í samstarfi við Blockbuster og var unnið að því í nokkurn tíma, þegar það rann upp fyrir Dönunum, sem stýrðu dæminu, að Ísland er hreinlega ekki ábatasamur markaður. Textun og kostnaður við að koma dæminu á framfæri myndi fljótt þurrka upp hagnaðinn og því fór sem fór. Svona örmarkaður er ekkert grín rekstrarlega séð og því var það bara spurning hvort ég ætti að halda þessu dæmi áfram eða hreinlega hætta. Þegar streymismarkaðurinn er skoðaður þá eru það litlu sérhæfðu leigurnar í löndunum í kringum okkur sem eru að sækja í sig veðrið. Myndir sem aldrei munu ná athygli stóru veitnanna, einmitt vegna þeirra hindrana sem taldar eru upp að ofan, og það varð því ofan á að koma með eina sér- hæfða og sjá til hvað gerist. Filmflex fagnar því nú um þessar mundir að hafa verið í loftinu í tæpa fimm mánuði og á þessum tíma er leigan að vaxa í hverjum mánuði. Auglýsingum er beint aðeins um samfélagsmiðla á markhópinn 45-65, sem virðist taka því fagnandi að geta leigt sér eina og eina mynd sem ekki er að finna hjá öðrum með íslenskum texta, og því er það ágætis staðfest- ing á að það að sérhæfa sig er góð hugmynd, sama hvað við á. Markaður fyrir svona sérhæfða eigu verður aldrei talinn í tugþús- undum viðskiptavina, það er næsta víst, en í einhverjum þúsundum er raunhæft markmið. Allt hefur sinn vitjunartíma og það tekur ávallt 9-16 mánuði í afþreying- arbransanum að kynna nýtt konsept. Á meðan eru stóru streymisveiturnar að rífast um kúnnana, hrapa í millj- ónavís á mörkuðum og það er bara spurning hvenær í raun þessar stóru streymisveitur sameinast undir ein- hverri regnhlíf á heimsvísu. Litla sjoppan á horninu, Filmflex, mun ekki þurfa að hafa áhyggjur af þessu, hún er bara opin og bætir við sig þremur eða fjórum kúnnum á dag og á meðan það eru til gamlar og góð- ar bíómyndir sem söluaðilar erlendis eru reiðubúnir að selja manni fyrir lítinn pening til að þjónusta örmark- aðinn Ísland þá segjum við bara eins og alltaf áður: þetta reddast allt sam- an! Smá hugleiðing um streymismarkaðinn Eftir Hólmgeir Baldursson Hólmgeir Baldursson » Svona örmarkaður er ekkert grín rekstrarlega séð. Höfundur er áhugamaður um kvikmyndir. Holmgeir@filmflex.is Nú er stutt til kosn- inga og vandamál borg- arinnar ættu að vera í umræðunni en eru það ekki. Borgarstjóri minnist tæplega á þau vandamál sem hrúgast upp. Skuldir borg- arinnar eru komnar langt fram úr greiðslu- getu borgarsjóðs. Vandi umferðartafanna stækkar hratt, tafa- kostnaðurinn er nú 50-60 milljarðar á ári. Borgarstjórnin boðaði fyrir mörgum árum allsherjarlausn, borgarlínu, en nú er annað komið í ljós, hún eykur vandann. Óbein játn- ing á þessu liggur fyrir, það er ákvörðun Strætó bs. að draga sam- an þjónustuna eins og nýlega var gert. Líka var farið í miklar fram- kvæmdir við að leggja hjólastíga og gangstéttir sem áttu að draga úr bílaumferð, en sú stéttabarátta skil- ar engu nema kostnaði. Pólitískar og faglegar orsakir Það fer ekki á milli mála að orsak- ir þessa vanda eru bæði pólitískar og faglegar. Í áraraðir hefur engin áhersla verið lögð á að halda uppi faglegum styrk borgarkerfisins, en þeim mun meiri áhersla lögð á kreddu- pólitík, t.d. baráttu til að fækka bílum sem engu hefur skilað. Hvatt var til hjólreiða og gönguferða, sem hefur borið þann árangur að fleiri hjóla og ganga sér til heilsubótar um helgar, en áhrifin á samgöngurnar eru nákvæmlega engin þótt Reykjavík sé að birta töl- fræði sem á að benda til hins gagn- stæða. Þá er ótalin skipulagsvillan að banna öll mislæg gatnamót en raða niður umferðarljósum í staðinn og halda þannig þjóðvegakerfi höf- uðborgarsvæðisins í gíslingu á hálf- um afköstum. Það kostar tiltölulega fá mislæg gatnamót til viðbótar þeim mörgu sem fyrir eru að laga þetta og koma umferðinni í sæmi- legt lag. Ein mislæg gatnamót eins og Reykjanesbraut/Bústaðavegur laga mikið og borga sig upp á innan við ári. Bætir í loftslagsvandann Þessi afstaða Reykjavíkurborgar veldur mikilli umframeyðslu á bif- reiðaeldsneyti. Þetta hefur ekki ver- ið rannsakað vel, það er líka töluverð vinna, en verðugt samvinnuverkefni Vegagerðarinnar og Samgöngu- stofu. Mun betra verkefni en að teikna borgarlínu, hún bætir bara í þennan vanda. Bílar í hægagangi eyða miklu eldsneyti umfram þörf, minnsta eyðsla á kílómetra er á 60- 80 km/klst. hraða. Í fljótu bragði má áætla að umframeldsneytiseyðsla vegna umferðartafa sé 10.000-20.000 tonn á ári. Þetta samsvarar kolefn- islosun allt að 60.000 tonn á ári af CO2, til viðbótar kemur ryk og önn- ur mengun. Það verður að ætlast til að Reykjavík komi með mótvægis- aðgerðir sem virka. Ef ekki, geta þessar tölur þrefaldast á tiltölulega stuttum tíma. Bættar almenningssamgöngur Þetta er orðið mantra sem stjórn- málamenn hafa hver upp eftir öðr- um án þess að gera sér grein fyrir raunveruleika málsins. Þeir halda allir að ekkert sé hægt að gera nema byggja borgarlínu. Hún er fram- lenging á núverandi strætókerfi á mjög dýrum sérakbrautum sem geta ekkert gert nema koma í veg fyrir seinkanir, þær eru mjög litlar. Strætó stendur sig vel og seinkar mjög lítið. Hvernig á þá að bæta kerfið? Bandarískur sérfræðingur lýsti því í fyrirlestri 2015 (sjá Þór- arin Hjaltason, Mbl. 12. apríl 2022), en enginn hjá Reykjavíkurborg virð- ist muna eftir þeim fyrirlestri í dag, sem verður að teljast slæm fagleg villa. Aðalatriðið í hans tillögum til að bæta almenningssamgöngur var einfalt; þétta ferðir, og láta reynsl- una af því segja til um næsta skref í ferlinu. Enga nýja stóra vagna, eng- ar sérbrautir nema samkvæmt þörf og þá hægra megin. Og hér má bæta við: ekkert í hans fyrirlestri ýtti undir stórt borgarlínustökk í anda Maó Tse, þ.e.a.s. þreföldun á far- þegafjölda í einni svipan. Hvað með framtíðina? Ætlar borgarstjórn Reykjavíkur einhvern tíma að hætta að búa til dýra loftkastala og hætta mistökum eins og viðgerð á bröggum eða byggingu á sorpmóttökustöð o.fl.? Menn geta haldið að nóg sé komið af klúðri og nú hljóti að verða breyting á en það þarf ekki að vera. Sam- göngumálin eru þar í mikilli hættu eins og rakið hefur verið en fleira kemur til. Sem dæmi má taka að nú stendur til að byggja nýtísku sorp- brennslustöð í staðinn fyrir mót- tökustöðina Gaju sem ekki virkar. Þetta er 30 milljarða verkefni og möguleikarnir á mistökum enda- lausir; þar eru bæði staðarvalið, hönnunin og reksturinn sem þurfa að ganga upp. Þetta eru faglega mjög vandasöm verkefni, fagleg þekking og stjórnunargeta hjá þeim sem er að byggja verður að vera fyrir hendi svo ekki fari allt úrskeið- is. Er hún það? Eftir Jónas Elíasson » Ástand samgöngu- mála er orðið slæmt vegna tafa sem vaxa mjög hratt, tafakostn- aður mikill og Reykja- vík stendur gegn um- bótum. Jónas Elíasson Höfundur er prófessor. jonaseliassonhi@gmail.com Kreppa í samgöngum höfuðborgarsvæðisins Í Víðidal er meðal annars byggð hesthúsa sem leggur mikilvæga undirstöðu fyrir starfsemi hesta- íþróttarinnar hér á landi. Fá ef nokkur haldbær rök hníga að því að þetta svæði, sem nú er lagt undir hesthús, víki fyrir annarri starfsemi, t.d. íbúðabyggð. Eigi að síður steðjar viss skipu- lagsvandi að hesthúsabyggðinni. Reykjavíkurborg á landið undir húsunum en leigir hesthúsaeig- endum það. Af sögulegum ástæð- um gilda mismunandi leiguskil- málar. Það gerir að verkum að margir hesthúsaeigenda eiga það á hættu að standa straum af kostn- aði af því að láta hús sín víkja að leigutíma loknum. Aðrir hesthúsaeigendur hafa hins vegar tryggingu í sínum samningum um að Reykjavík- urborg borgi eigendum sannvirði mannvirkjanna, sé þeim gert að víkja í lok leigutímans. Í öðrum sveitarfélögum, t.d. á Spretts- svæðinu í Garðabæ og í Kópavogi, eru ákvæði um að sveitarfélagið greiði sannvirði mannvirkja komi ekki til framlengingar á lóðar- leigusamningi. Hvaða vandamál skapar misræmið? Á það hefur verið bent af hags- munaaðilum á svæðinu að áður- rakið misræmi skapar margvísleg vandamál. Augljósasti vandinn felst í því að húsum sé hvorki haldið við né þau endurnýjuð, vegna hættunnar á að eiganda sé gert að fjarlægja mannvirkið á eigin kostnað að leigutíma loknum. Þessi viðvarandi vandi, ásamt styttri leigutíma í samanburði við sambærilegar hesthúsabyggðir, útilokar marga eigendur hesthúsa frá að fá lánafyrirgreiðslu með veði í húsunum. Á heildina litið hefur þessi óleysti vandi hamlandi áhrif á þróun hesthúsabyggð- arinnar í Víðidal. Eru lausnir til? Svo sem áður er nefnt eru sögu- legar ástæður fyrir mismunandi skilmálum á lóðarleigusamningum í hesthúsabyggðinni í Víðidal. Of flókið er að rekja þá sögu í jafn stuttri blaðagrein sem þessari. Að- alatriðið er að hægt er að reikna út hvað hinir mismunandi skil- málar kostuðu á sínum tíma og nú- virða þann mismun. Nærtækt er að finna það verð og bjóða lóð- arleigutökum að greiða tiltekið endurgjald svo allir hesthúsa- eigendur sitji við sama borð. Sam- hliða því mætti bjóða eigendum mannvirkjanna í hesthúsabyggð- inni að fá lengri lóðarleigusamn- inga. Skorturinn á pólitískri forystu Hinn 25. júní 2020 höfnuðu borg- arráðsfulltrúar flokka, sem standa að núverandi meirihluta borg- arstjórnar, beiðni félags hesthúsa- eigenda í Víðidal og hestamanna- félagsins Fáks, um að lóðarleigusamningar á svæðinu yrðu sam- ræmdir og lengdir til 50 ára. Þessi nið- urstaða var m.a. reist á röksemdafærslu í tilteknu minnisblaði borgarlögmanns. Andstætt þessu kom m.a. fram í bókun borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins að það væri „mik- ilvægt að tryggja framtíð þessa hest- húsasvæðis og auka jafnræði aðila á svæð- inu“. En hér komum við að aðalefni grein- arinnar. Stjórn- málamenn í borg- arstjórn eru ekki bundnir af niðurstöðum embættis- manna. Hægt er að taka pólitíska forystu til að leysa augljós vanda- mál sem engin þörf er á að borg- ararnir hafi hangandi yfir sér. Lýðræðislegt umboð kjörinna full- trúa gerir þeim kleift að höggva á hnútinn í málum á borð við það að samræma efni lóðaleigusamninga í hesthúsabyggðinni í Víðidal. Auglýst eftir pólitískri forystu í Víðidal Eftir Helga Áss Grétarsson og Jórunni Pálu Jónasdóttur Helgi Áss Grétarsson Helgi Áss skipar 7. sæti og Jórunn Pála Jónasdóttir 9. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir borgarstjórnarkosningarnar sem haldnar verða 14. maí 2022. helgigretarsson@gmail.com jor- unn.pala.jonasdottir@reykjavik.is Jórunn Pála Jónasdóttir E l l ið aá r Skeiðvöllur Faxaból Gæðingavöllur Víðidalur Árbær Breiðholt Norðlingaholt Hesthúsalóðir á athafna- svæði Fáks Br ei ðh ol ts br au t Reiðhöllin Dýraspítalinn » Beita á lýðræðislegu umboði kjörinna fulltrúa borgar- stjórnar til að samræma efni lóða- leigusamninga í hesthúsabyggð- inni í Víðidal.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.