Morgunblaðið - 29.04.2022, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 29.04.2022, Blaðsíða 27
MINNINGAR 27 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. APRÍL 2022 ✝ Sigríður Vil- hjálmsdóttir fæddist í Reykjavík 3. janúar 1929. Hún lést á hjúkrunar- heimilinu Sóltúni 2, Reykjavík, 15. apríl 2022. Foreldrar henn- ar voru Vilhjálmur Árnason, skipstjóri og útgerðarmaður, f. 27.5. 1896, d. 4.7. 1976, og Guðríður Sigurð- ardóttir húsmóðir, f. 17.12. 1898, d. 10.2. 1984. Systkini Sig- ríðar eru Kristín, f. 1. maí 1930, og Árni, f. 11. maí 1932, d. 5. mars 2013. Sigríður giftist Vilhjálmi K. Sigurðssyni, f. 14.5. 1926, d. 19.4. 2017, hinn 30. maí 1953. Foreldrar hans voru Sigurður Kristjánsson, sparisjóðsstjóri og heiðursborgari Siglufjarðar, f. 24.10. 1888, d. 11.2. 1977, og Anna Sigrún Vilhjálmsdóttir húsmóðir, f. 18.8. 1888, d. 10.2. 1970. Börn Sigríðar og Vilhjálms eru: 1) Vilhjálmur, f. 1953, maki Steinunn Ósk, f. 1958. Börn þeirra eru a) Vilhjálmur Ingi, f. 1987, og b) Anna, f. 1985. Börn er Sigríður Birna, f. 1986, maki Hafsteinn Valur Guðbjartsson, f. 1981. Börn þeirra eru Stein- arr Breki, f. 2011, og Vigdís Freyja, f. 2017. 3) Sigurður, f. 1959, maki Ingunn Ólafsdóttir, f. 1959. Börn þeirra eru Ólafur Valur, f. 1993, og Tómas, f. 1996. Sigríður fæddist á Ránargötu 9 en ólst upp á Bárugötu 35. Hún útskrifaðist úr Kvennaskól- anum í Reykjavík 1947. Að loknu námi vann hún á fjölrit- unarstofu Fríðu Briem. Árið 1948 stundaði hún nám í hús- mæðraskólanum Sorö í Dan- mörku. Þegar hún kom heim frá Sorö flutti hún að Flókagötu 53. Þar byggði faðir hennar reisu- legt hús og bjó hún og síðan fjöl- skylda hennar á Flókagötu fram yfir dánardægur móður hennar. Árið 1985 fluttu þau hjónin í Álfaland 2 og bjó Sigríður þar þangað til hún flutti í Sóltún 2 í lok árs 2020. Í námi sínu í Kvennaskól- anum og í Sorö eignaðist Bíbí, eins og hún var ávallt kölluð, vinkonur til ævilengdar. Sigríð- ur vann sem ritari hjá Félagi botnvörpuskipaeigenda frá námi og fram að barneignum. Þegar börnin voru komin á legg fór hún aftur að vinna utan heimilis og vann hjá Fiskveiði- hlutafélaginu Venusi hf. Útförin fer fram í Bústaða- kirkju í dag, 29. apríl 2022, klukkan 10. Steinunnar af fyrra hjónabandi eru: c) Fanney Þórð- ardóttir, f. 1981, maki Kristinn Lín- dal Jónsson, f. 1973. Börn þeirra eru Edward, f. 2010, Ólíver, f. 2014, og Aron, f. 2017, og d) Guð- mundur Arnar Þórðarson, f. 1980, maki Þórhildur Edda Ólafs- dóttir, f. 1983. Börn þeirra eru Bjarni Þór, f. 2007, Arnar Már, f. 2009, og Þórður Örn, f. 2011. 2) Guðríður, f. 1955, maki Sig- urbergur Björnsson, f. 1956. Börn þeirra eru a) Björn Logi, f. 1991, maki Sonja Bára Gunn- arsdóttir, f. 1991. Sonur þeirra er Hlynur, f. 2021, og b) Bjarn- heiður, f. 1993. Dætur Guðríðar af fyrra hjónabandi eru c) Sig- ríður Sóley Guðnadóttir, f. 1975, maki Óli B. Jónsson, f. 1976. Börn þeirra eru Bergsteinn, f. 2001, Hildur Björg, f. 2004, og Guðný, f. 2007, og d) Bergdís Guðnadóttir f. 1982. Börn henn- ar eru Axel Örn, f. 2008, og Birta Kamilla, f. 2016. Dóttir Sigurbergs af fyrra hjónabandi Elsku tengdamóðir mín er far- in í sitt síðasta ferðalag. Ég kem til með að sakna hennar mikið en þetta ferðalag var sennilega kær- komið eftir þungan vetur. Það væri eigingirni að halda lengur í hana hér hjá okkur. Við spjörum okkur þó svo að stórt skarð sé höggvið í hópinn okkar þegar sjálf drottningin er farin á braut. Eins og hún sagði sjálf frá var hún búin að eiga langa og farsæla ævi. Nefndi hún þar oft ferðalög en hún naut þess að ferðast og skoða sig um hvort sem það var í fjarlægum löndum eða á landinu okkar fagra. Bíbí var kostakona og var mörgum eftirsóknarverðum kost- um búin. Hún var þrautseig og var aldrei fyrir að barma sér eða gefast upp. Hún var stolt en átti um leið auðvelt með að sýna sam- kennd og mildi. Hún var skarp- greind og víðsýn. Bíbí var hrein- skiptin og kærleiksrík persóna og umfram allt glaðlynd og jákvæð að eðlisfari. Hún var traust sem klettur og það var alltaf hægt að leita til hennar. Ég á eftir að sakna kaffihúsaferða með henni en þær fórum við ófáar. Umræður um matseld, bakstur og tísku- strauma voru henni eðlislægar ásamt því að fylgjast vel með dægurmálum. Ég vil að leiðarlokum þakka Bíbí fyrir samfylgdina en ég er svo heppin að hafa haft hana sem tengdamóður síðastliðin 35 ár. Hún var mér reyndar miklu meira en „bara“ tengdamóðir. Það voru forréttindi að komast undir henn- ar væng. Hún kenndi mér svo ótalmargt í gegnum árin og naut ég þess að vera ferðafélagi henn- ar. Kærar þakkir fyrir allt og hvíl í friði. Steinunn Ósk. Nú er tengdamóðir mín Sigríð- ur, sem alltaf var kölluð Bíbí, fall- in frá eftir erfið veikindi. Við sem þekktum hana finnum fyrir mikilli eftirsjá við fráfall hennar og er missirinn mikill. Hún var vin- mörg, gestrisin og fjölskylduræk- in og umfram allt vönduð og traust kona. Heimili þeirra hjóna var oft eins og umferðarmiðstöð, þangað lá straumur ættingja, barna, barnabarna, barnabarna- barna og vina. Vinkonur átti hún margar, sem hún hafði kynnst í gegnum tíðina. Þegar vinabönd höfðu einu sinni myndast voru þau órofa fyrir lífstíð. Á þeim tíma sem ég kynntist eiginkonu minni stóð tengdamóðir mín einnig fyrir miklum veislum á gamlárskvöld. Þar komu saman systkini hennar, afkomendur og nánustu vinir. Var þar ávallt glatt á hjalla og góð skemmtan. Það var henni ljúft og skylt að leggja sig fram við að undirbúa og framreiða veisluföng í þessum veislum. Alla tíð var náið samband á milli þeirra tengdamóður minnar og systkina hennar, Árna og Kristínar, og mikill samgangur þeirra á milli. Á föstudögum komu mæðgurnar, Kristín systir hennar og Hanna, í heimsókn sem var alltaf tilhlökkunarefni og gamlar minningar rifjaðar upp. Vilhjálm- ur faðir Bíbíar var skipstjóri og í heimsstyrjöldinni síðari var oft erfitt um aðföng og veiðarfæri til útgerðar. Það leiddi til þess að nokkrir skipstjórar tóku sig sam- an og stofnuðu fyrirtæki til þess að styðja við útgerðina og afla nauðsynlegra aðfanga. Niðjarnir tóku við keflinu og vann tengda- móðir mín lengi við eignarhalds- félag þeirra niðja, en systkinin stóðu þétt saman með það að hug- sjón að vinna að nýsköpun og at- vinnuuppbyggingu. Það er mér minnisstætt hversu orðvör tengdamóðir mín var þegar niðj- arnir unnu að mikilvægu máli. Hún var gestgjafi á sínu heimili og bar fram kræsingar eins og ekk- ert merkilegt væri í gangi, en svo bárust fréttirnar þegar allt var yf- irstaðið, en ekki frá henni. Tengdamóðir mín var glæsileg kona, glæsilega til fara og mikill höfðingi heim að sækja. Hún var jarðbundin og hafði ríka kímni- gáfu. Hún var afar glögg og voru gáfurnar leiftrandi. Hún átti aldr- ei í vandræðum með að koma fyrir sig orði eða koma auga á spaugi- lega hluti. Hún var beinskeytt þannig að það lék aldrei vafi á hvað henni lá á hjarta og hvaða skoðun hún hafði. Um leið var hún nærgætin við þá sem viðkvæmir voru. Hún var hógvær og afar óeigingjörn. Hún var rausnarleg og hjálpsöm ef hún fann að ein- hver var hjálparþurfi. Við hjónin áttum margar góðar samverustundir með tengdafor- eldrum mínum, bæði heima og á ferðalögum. Einnig þegar þau komu í heimsókn til okkar þegar við hjón vorum við nám og vinnu erlendis. Minningarnar eru ljúfar og ógleymanlegar. Mér eru minn- isstæðar nokkrar skötuveislur á Þorláksmessu. Þær hélt hún ekki síst eftir að hún vissi hvað mér fannst kæst skata góð. Síðustu vikurnar voru henni erfiðar. Ég náði að hitta hana viku fyrir andlátið, eiga stutt samtal við hana og kveðja hana. Það er mér afar mikils virði. Hvíl í friði elsku tengdamóðir mín. Sigurbergur Björnsson. Elsku amma mín. Mér efst í huga er þakklæti fyrir að hafa fengið heil 40 ár með þér, og ég er stolt yfir því að vera dótturdóttir þín. Ég hef litið upp til þín frá því ég man eftir mér og ég er svo þakklát fyrir að bæði börnin mín hafi fengið að eiga þig að og líta upp til þín líka. Ég mun sakna þess að koma til þín í kaffi, það var alltaf hápunkt- ur. Sérstaklega þegar ég mætti í rifnum gallabuxum. Ég gleymi ekki fyrsta skiptinu, þú fannst til með mér og bauðst til að laga bux- urnar en ég upplýsti þig um að þetta væri reyndar mjög flott, í tísku, og sýndi þér mynd af Victo- riu Beckham í rifnum gallabuxum. Þá kom þessi ómetanlegi hneyksl- unarsvipur á þig og ég sá hvað þú gast með engu móti skilið þessa tísku, alveg gáttuð, og varðst að horfa undan. Sagðir svo: „Ja hérna, jæja best að segja ekki neitt.“ Og þetta sagðirðu yfirleitt eftir að hafa gert skoðunum þín- um skýr skil með hljóðum og and- litssvipum, að það væri nú best að tjá sig ekkert um þetta. Gleði, hlátur, skemmtilegar samræður, gott kaffi og stórkost- legar kökur einkenndu heimsókn- irnar til þín. Ég mun alltaf sakna þeirra en ég hugga mig við minn- ingarnar sem munu alltaf lifa. Og þökk sé tækninni á ég allar þessar myndir og myndskeið af þér sem ég lít nú á sem mikinn fjársjóð og hlakka til að fara í gegnum og deila með fjölskyldunni. Amma, takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og takk fyrir að hafa verið mér og öllum svona fög- ur og traust fyrirmynd. Ég mun hugsa til þín og halda minningu þinni á lofti til hinsta dags, þar til við sjáumst á ný. Í rifnum galla- buxum. Þín Bergdís. Elsku Bíbí okkar er látin, við munum sakna hennar og minnast allra góðu stundanna sem við deildum með henni. Sigríður Vil- hjálmsdóttir var mágkona mín og Bíbí frænka dætra minna. Vand- fundinn er nokkur sem átti til eins mikla hlýju, hjálpsemi og enda- lausa þolinmæði þegar ég átti í vandræðum með barnapössun, mataruppskriftir og ráð varðandi húshald eða að finna eyru sem alltaf voru tilbúin að hlusta. Tengdaforeldrar mínir, mág- konan Bíbí og Vilhjálmur maður hennar, Kristín systir hennar og hennar maður Ásgeir, urðu nýja fjölskyldan mín sem átti fremur fámenna fjölskyldu fyrir og sam- bandið innan þessa hóps hefur alltaf verið byggt á mikilli vænt- umþykju og samkennd. Bíbí var einstök húsmóðir og svo bóngóð að stundum hafði ég áhyggjur af því að ganga of langt en vitanlega var ómetanlegt að þiggja hjálpina. Gott var að koma í morgunkaffi til hennar á Flóka- götuna með barnavagn eða kerru þegar við bróðir hennar og dætur okkar bjuggum í nágrenninu og ómetanlegt að finna hve vel hún hugsaði um foreldra sína, tengda- foreldra mína, þegar aldurinn fór að færast yfir þau. Stórveislurnar á gamlárskvöld fyrst á Flókagöt- unni og síðan í Álfalandi munu lifa lengi í minningum okkar allra. Annar þáttur í samveru okkar Bíbíar var spilaklúbbur eigin- manna okkar og þriggja annarra sæmdarmanna, sem var alltaf kallaður spilakarlarnir á mínu heimili. Þegar nóg var komið í spilasjóðinn voru skipulagðar ferðir með eiginkonunum út í heim. Einstaklega skemmtilegar og fróðlegar ferðir á staði sem annars hefðu kannski aldrei verið heimsóttir. Í hópnum voru miklir sælkerar sem höfðu aflað sér upp- lýsinga um veitingastaði í borgum sem á vegi okkar urðu og allir hin- ir nutu góðs af. Ekki gleymi ég heldur stóra vinkvennahópnum hennar sem nú er að mestu horf- inn á braut en hélt saman svo lengi sem stætt var. Við kveðjum nú hana Bíbí okk- ar og sendum Vilhjálmi, Guðríði og Sigurði, börnum þeirra og barnabörnum okkar innilegustu samúðarkveðjur. Ingibjörg Björnsdóttir, Ásdís, Birna og Auður Árnadætur. Við kveðjum í dag Sigríði eða Bíbí eins og hún var ávallt kölluð, sem var mikil vinkona okkar. Við höfum þekkt Bíbí frá því að við munum fyrst eftir okkur. Foreldr- ar okkar voru miklir vinir og sam- starfsmenn, en feður okkar stofn- uðu Fiskveiðahlutafélagið Venus 1936. Bíbí vann á skrifstofu Ven- usar um árabil. Fjölskyldan bjó lengi vel á Flókagötunni, í sama húsi og for- eldrar hennar. Eftir lát þeirra Guðríðar og Vilhjálms fluttu þau Bíbí og Vilhjálmur í Álfalandið, þar sem þau bjuggu fram á síð- ustu æviárin. Það var gaman að heimsækja hana og rifja upp liðna daga, menn og málefni. Þar var hún á heimavelli enda glögg og hafsjór af skemmtilegum minningum. Okkur eru minnisstæðar ára- mótaveislurnar sem hún hélt, ár eftir ár, sem enginn vildi missa af. Við áttum þess kost að ferðast með Bíbí bæði erlendis og innan- lands. Hún hafði einstaklega gam- an af að ferðast og lét ekki sitt eft- ir liggja í þeim efnum. Minnisstæð er ferð á Strandir, þegar Bíbí, Kristín, Árni og fjöl- skyldur, móðir okkar, við systk- inin og fjölskyldur fórum um þennan fallega landshluta vítt og breitt. Var þetta skemmtileg og fróðleg ferð. Allir voru í ferðagír stórir og smáir. Nikkan þanin og allir sungu með. Hún hafði gott auga fyrir tísk- unni og fallegum fötum, enda var hún alltaf fallega klædd. Hún var mikið fyrir lestur skemmtilegra bóka og naut þess að segja frá þeim. Við minnumst Bíbíar vinkonu okkar með mikilli hlýju og vináttu. Sendum Vilhjálmi, Guðríði og Sigurði og fjölskyldum innileg- ustu samúðarkveðjur frá fjöl- skyldum okkar. Birna Loftsdóttir og Kristján Loftsson. Sigríður Vilhjálmsdóttir ✝ Ása Guðbjörns- dóttir fæddist í Reykjavík 31. júlí 1937. Hún lést á Hjúkrunarheim- ilinu Hömrum 8. apríl 2022. For- eldrar hennar voru Guðbjörn Ólafur Kjartansson, f. 19. júní 1897 í Spóa- mýri, Þverárhlíð í Múlasýslu, d. 19. mars 1990, og Guðríður Guðna- dóttir, f. 18. júlí 1894 á Heiði, Keldnasókn í Rangárvallasýslu, d. 31. desember 1963. Systir Ásu er Auður Odd- björg, f. 6. október 1934. Ása giftist 7. september 1956 Þorláki Ásgeirssyni, f. 4. desem- ber 1935, d. 30. janúar 2018. Börn þeirra eru: 1) Kristín Dagný, f. 1957, börn hennar eru Ása Kolbrún Hauksdóttir, f. 1977, maki Baldvin Davíð, börn þeirra eru Karlotta, f. 2015, og Kormákur, f. 2019. Bjarni Már Hauksson, f. 1979, maki Helga Bjarnadóttir, börn þeirra eru Sigurlaug María, f. 2005, Dagný Klara, f. 2012, og Bjarni Freyr, f. 2017. Pétur Óskar Pétursson, f. 1986, maki Eva Guðlaugs- dóttir, dóttir þeirra er Katrín Ósk, f. 2020, fyrir á Eva soninn Óliver, f. 2015. Birgir Ólafur Pétursson, f. 1990. 2) Guðbjörg, f. 1958, d. 2001, eftirlifandi maki hennar er Þorgeir Pétursson, börn hennar eru Guðný Helgadóttir, f. 1977, maki Árni Rúnarsson, börn þeirra eru Katla Rún, f. 2008, Ágústa Hrönn, f. 2011, og Guðbjörg Lilja, f. 2012. Sindri Þorgeirsson, f. 1987, maki Elfa Hauksdóttir. 3) Ás- geir, f. 1959, maki Eva Kristjánsdóttir, sonur þeirra er Ásgeir Elfar, f. 2003. Fyrir á Eva soninn Ragnar Pál, f. 1976, synir hans eru Bjarki, f. 1998, Helgi, f. 2008, og Hjörtur, f. 2009. 4) Vilhjálmur, f. 1962, maki Sigrún Guðmundsdóttir, börn þeirra eru Davíð Þór, f. 1985, maki Arna Jónsdóttir, synir þeirra eru Vopni, f. 2013, og Orri, f. 2016, fyrir á hann soninn Þór, f. 2005. Hildur María, f. 1991, dóttir hennar er Kristný Rún, f. 2014. Ása ólst upp í Reykjavík hjá foreldrum sínum, hún starfaði alla tíð sem húsmóðir ásamt því að starfa sem saumakoma og vinna við umönnun á Reykja- lundi. Áhugamál hennar voru hann- yrðir og postulínsmálun, ásamt ferðalögum meðan heilsan leyfði. Útför Ásu fer fram frá Guð- ríðarkirkju í dag, 29. apríl 2022, klukkan 13. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum) Guð geymi þig elsku langamma okkar. Þín barnabarnabörn, Sigurlaug María, Dagný Klara og Bjarni Freyr. Þú hefur fengið hugskeyti, ég var að hugsa svo sterkt til þín. Þessi setning segir svo mikið og margt um elsku ömmu. Fjölskyld- an var henni mikilvæg og hún vildi ávallt vita hvernig öllum liði, ef þú ræktaðir hana þá fékkstu það margfalt til baka. Við eigum margar fallegar minningar sem við getum yljað okkur við. Þegar við vorum börn vörðum við miklum tíma hjá ömmu og afa í Mosó. Þessi tími er okkur sérstak- lega dýrmætur. Stóriteigur sem afi byggði var í okkar huga eins og höll. Þar voru tvær stofur, risatafl- borð, heitur pottur, sólstofa, hengiróla og baðkar á við sund- laug, að okkur fannst. Fuglarnir sungu fyrir okkur í garðinum sem var vel ræktaður með rabarbara og kartöflum. Aldrei var frysti- kistan tóm, hægt var að ganga að kexskápnum vísum og það var allt til alls. Þarna kom öll fjölskyldan sam- an og þá var spilað, sungið, teflt, hlegið og borðað saman. Amma og afi voru höfðingjar heim að sækja og nutu þess að fá heimsóknir. Einnig höfðu þau gaman af því að fara með okkur í sumarbústað- inn við Krossbæ á Nesjum. Þar fengum við að sjá lömbin fæðast, renna fyrir fisk og hjálpa til við það sem til féll tengt bústaðnum. Á leiðinni austur fræddu þau okk- ur um heiti fossa, fjalla, vatna og sýslna og þess á milli var sungið og maulaðar góukúlur, rúsínukúl- ur eða harðfiskur. Eitt af því sem amma kenndi okkur svo vel var að það þarf að vinna fyrir hlutunum, ekki bara að fá allt upp í hendurnar. Það var kannski ekkert skemmtiatriði á meðan verkin voru unnin en við fengum svo mikið til baka. Amma og afi voru ávallt til staðar fyrir okkur barnabörnin, hvort sem það var húsaskjól, stuðningur, ráð- leggingar eða hvatning sem end- aði oft á: „Veistu að þú getur allt sem þú ætlar þér, þú þarft bara að trúa því.“ Amma elskaði að synda og sagðist fá mikinn kraft úr vatninu. Hún kenndi sumum okkar að synda, sótti laugina eins lengi og hún hafði heilsu til og þar leið henni vel. Amma var líka berdreymin og sá oft fyrir barneignir og kyn barnanna okkar og var það ansi magnað. Hún hafði líka mikla ánægju af þeim og sýndi þeim mikinn áhuga. Hún lagði sig fram, þrátt fyrir mikið magnleysi og minnkandi þrótt síðustu ár, að spyrja og vildi vita hvar áhugamál þeirra lægju og hvað drifi þau áfram. Börnin okkar segja svo rétti- lega að langamma muni lifa áfram í hjörtum okkar allra og það eru orð að sönnu. Legg ég nú bæði líf og önd, ljúfi Jesús, í þína hönd, síðast þegar ég sofna fer sitji Guðs englar yfir mér. (Hallgrímur Pétursson) Hvíl í friði, elsku amma. Guðný, Ása Kolbrún, Bjarni Már og Davíð Þór. Ása Guðbjörnsdóttir Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Óheimilt er að taka efni úr minningargreinum til birtingar í öðrum miðlum nema að fengnu samþykki. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.