Morgunblaðið - 29.04.2022, Page 32

Morgunblaðið - 29.04.2022, Page 32
32 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. APRÍL 2022 40 ÁRA Linda er Reykvíkingur, ólst upp í Seljahverfi en býr í Laugarnes- inu. Hún er með BS-gráðu í hagfræði frá Háskóla Íslands og MS-gráðu í fjár- málum og hagfræði frá Háskólanum í Warwick á Englandi. Hún er hagfræð- ingur hjá heilbrigðisráðuneytinu og er að vinna á fjárlagaskrifstofunni þar. „Utan vinnunnar þá er ég að sinna fjölskyldunni, en við ferðumst mikið með krökkunum og höfum farið til allra heimsálfanna nema Ástralíu og Suðurskautslandsins. Þetta er það skemmtilegasta sem við gerum. Við vor- um síðast á Seychelles-eyjum fyrir austan Afríku, tókum langt páskafrí þar, eða í tvær vikur, og erum núna í Feneyjum.“ Linda segir að þetta sé fullkom- inn tími til að heimsækja Feneyjar. Það sé ekki of mikill túrismi enn þá þótt allt sé komið í gang. „Við erum búin að fara á Feneyjatvíæringinn, það var æðislegt, og svo fer maður um á gondólabátunum og gerir fleira skemmti- legt.“ FJÖLSKYLDA Eiginmaður Lindu er Hreggviður Ingason, f. 1978, fjár- málastærðfræðingur hjá Fossum mörkuðum. Börn þeirra eru Ingi, f. 2009, Hildur Sigríður, f. 2013, og Benedikt, f. 2016. Ekki má síðan gleyma labrador- hundi fjölskyldunnar sem heitir Lukka. Foreldrar Lindu eru Garðar Hilm- arsson, f. 1951, fv. formaður Starfsmannafélags Reykavíkurborgar, og Sig- ríður Benediktsdóttir, f. 1952, fv. starfsmaður hjá Megin lögmannsstofu. Þau eru búsett í Reykjavík. Linda Garðarsdóttir Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl , Hrútur Útlitið er gott hvað varðar við- skiptahugmyndir og áætlanir fyrir framtíð- ina. Leggðu gamla hluti til hliðar og haltu á vit framtíðarinnar. 20. apríl - 20. maí + Naut Þú mátt ekki láta nokkurn mann not- færa sér greiðvikni þína. Samstarfsviljinn sem var allsráðandi í gær er horfinn í dag. Láttu aðra um að ráða sínum málum. 21. maí - 20. júní 6 Tvíburar Reyndu að skipuleggja þig því annars er hætt við að hlutirnir fari úr bönd- unum og þú sitjir eftir með sárt ennið. 21. júní - 22. júlí 4 Krabbi Leggðu áherslu á jákvæð samskipti við fólk því það auðveldar allt samstarf. Með hrósi verðurðu ekki álitinn veikgeðja eins og þú óttast. 23. júlí - 22. ágúst Z Ljón Þótt gaman sé að sjá hlutina ganga upp í starfi máttu ekki gleyma þínum nán- ustu, sem einnig þurfa á þínum tíma að halda. 23. ágúst - 22. sept. l Meyja Eitthvert vandamál kemur upp á vinnustað þínum og þú verður að bregðast fljótt við til þess að bjarga málunum. 23. sept. - 22. okt. k Vog Það er gott að hafa stjórn á öllum hlut- um en nauðsynlegt að vita hvenær maður á að sleppa hendinni af öðrum. Ekki vera hræddur við að leggja fram tillögur. 23. okt. - 21. nóv. j Sporðdreki Einhver kemur þér í opna skjöldu með því að vera með leiðinlegar at- hugasemdir í þinn garð. Láttu það ekki aftra þér í að njóta dagsins. 22. nóv. - 21. des. h Bogmaður Þú heyrir innsæið hvísla að þér, og það verður háværara eftir því sem þú leggur betur við eyrun. Hugsun þín er skynsöm, raunsæ, íhaldssöm og rökföst. 22. des. - 19. janúar @ Steingeit Nú verður ekki lengur hjá því komist að taka til hendinni því verkefnin hafa hlaðist upp. Vertu varkár í orðum og gerðum og þá þarftu ekki að hafa áhyggjur. 20. jan. - 18. febr. ? Vatnsberi Samskipti þín við aðra munu batna mikið á næstu tveimur mánuðum. Haltu þínu fram af hógværð og þá verður tekið tillit til þín. 19. feb. - 20. mars = Fiskar Hafðu allan fyrirvara á fólki sem þú þekkir engin deili á og reynir að hafa áhrif á þig gegn vilja þínum. Hlustaðu vandlega og dragðu þínar ályktanir. stofnun. Hann var í stjórn Sam- fylkingarfélags A-Hún. í um tíu ár og þar af formaður í þrjú ár. „Fljótlega eftir að Árni Páll tók við sem formaður gekk ég úr flokkn- um og gerðist félagi í VG og er þar enn og líður vel.“ Valli sat í mið- stjórn ASÍ í tvö ár, stjórn RARIK fjögur ár, stjórn Lífeyrissjóðs Norðurlands vestra í tvö ár og stjórn Norðurlands (nú Stapi) í tvö ár. „Ég er búinn að kúpla mig út úr flestu núna. En ég stofnaði kó- tilettuklúbb fyrir átta árum sem heldur fjögur kótilettukvöld á ári. Svo var ég kosinn formaður kirkju- garðsins á Blönduósi fyrir fimm ár- um og frístundirnar fara þar. Helsta málið er að finna peninga til að halda garðinum við, en hann lá undir skemmdum. Við erum búin að framkvæma fyrir um 20 millj- ónir en girðingin utan um garðinn er steyptur veggur sem var illa sprunginn og mikið mosagróinn.“ Enn fremur tók Valli þátt í leik- listarstarfsemi á svæðinu, var einn af stofnendum Leikfélags Austur- Húnvetninga og tók síðan þátt í starfsemi Leikfélags Blönduóss. „Þetta var eitt það allra skemmti- Valli sat í hreppsnefnd Engihlíð- arhrepps í sex ár og bæjarstjórn Blönduóss átta ár. Hann gekk ung- ur í félag ungra framsóknarmanna í sveitinni og sat í stjórn þess. Síð- ar skildi leiðir með Valla og Fram- sóknarflokknum, hann gekk fljót- lega í Alþýðubandalagið en vann síðan fyrir Samfylkinguna frá V aldimar Guðmannsson fæddist 29. apríl 1952 á Blönduósi, en ólst upp í Bakkakoti, sem er rétt við Blönduós, í Refasveit. Fyrstu árin bjó Valdi- mar, eða Valli eins og hann er allt- af kallaður, í torfbæ, en flutti í nýtt hús 1959. Hann byrjaði 10 ára í skóla á Blönduósi. „Ég vildi ekki fara í farskóla og fór daglega á hesti í skólann. Ég gekk í skóla fram að fermingu, þá tók við skóli lífsins og ég er enn í honum.“ Valli hóf búskap með foreldrum sínum 16 ára og keypti þá hálfa jörðina og restina nokkrum árum seinna. Hann var með sauðfé en vann með búskapnum á Blönduósi lengst af hjá samvinnufélögunum KH og SAH fyrir utan 13 ár sem hann var formaður hjá Verkalýðs- félagi A-Húnvetninga í 10 ár og síðan formaður hjá stéttarfélaginu Samstöðu sem varð til við samein- ingu fjögurra stéttarfélaga; á Hvammstanga, Skagaströnd og Blönduósi, seinna komu svo fleiri félög inn í þessa sameiningu. Hann vinnur núna í kjötvinnslu SAH af- urða, nú Kjarnafæði. „Ég hef unnið þarna samanlagt í 40 ár og í 25 ár í einum rykk. Minn síðasti vinnu- dagur verður í dag, á afmælisdag- inn. Þá tel mig hafa lokið störfum.“ Valli flutti ásamt konu sinni, Ólöfu, á Blönduós árið 1996 og hafði þá stundað búskap í tæp 30 ár. Þau leigðu öðrum jörðina Bakkakot, en svo tóku dóttir þeirra Aðalbjörg og Ragnar maður hennar við jörðinni og hófu búskap. Snemma byrjaði Valli að fá áhuga fyrir félagsmálum og var formaður bæði Ungmenna- sambands A-Húnvetninga (USAH) og UMF Vorboðans sem var félag í sveitinni hans, sem var þá í Engi- hlíðarhreppi. „Stærsta verkefni Vorboðans var íþróttavöllurinn sem átti að verða smá æfingavöllur en endaði sem löggiltur völlur. Stærsta verkefni USAH þegar ég var formaður var unglingalands- mótið 1995, sem er það lang- stærsta sem USAH hefur tekið að sér.“ legasta félagsstarf sem ég hef tek- ið þátt í en þarna var ég kominn í önnur félagsstörf sem kostuðu mikla fjarveru og Reykjavíkur- ferðir svo það gekk ekki upp að eiga líka að mæta á leikfélags- æfingar.“ Valli kom enn fremur að Húnavökunni í nokkur ár. Hann er því búinn að koma víða við. „Ég hef alltaf verið tregur til að vera lengi í því sama. Ég setti mér þá reglu einu sinni að vera aldrei lengur en tíu ár í neinu. Ég braut hana reyndar einu sinni þegar ég hafði verið formaður Verkalýðs- félags A-Húnvetninga í tíu ár og þegar félögin voru sameinuð var mér talin trú um að ég þyrfti að fylgja nýja félaginu af stað og varð því formaður í stéttarfélaginu Samstöðu. Menn halda oft að menn séu ómissandi eftir nokkur ár en það er miklu betra að koma aftur að félaginu einhvern tímann seinna. Ég var t.d. formaður Ung- mennasambandsins tvisvar.“ Helstu áhugamál Valla eru at- vinnu- og uppbyggingarmál í heimabyggð sinni og draga fram sem mest af því jákvæða í sam- félaginu. „Ég ákvað þegar ég hætti Valli frá Bakkakoti – 70 ára Hjónin Ólöf og Valli við heimili sitt á Sunnubraut 4 á Blönduósi. Þau fluttu á Blönduós árið 1996 frá Bakkakoti. Blönduós sefur aldrei! Formaðurinn Valli í kröfugöngu. Teikning/Guðráður Jóhannsson Til hamingju með daginn

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.