Morgunblaðið - 29.04.2022, Side 35
ÍÞRÓTTIR 35
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. APRÍL 2022
_ Ralf Rangnick, núverandi knatt-
spyrnustjóri Manchester United, verð-
ur næsti landsliðsþjálfari Austurríkis.
Frá þessu greindi The Athletic í gær og
sagði að ráðningin yrði formlega til-
kynnt á næstu sólarhringum. Rang-
nick, sem var ráðinn til bráðabirgða í
vetur, verður áfram í ráðgjafahlutverki
hjá Manchester United til ársins 2024
eins og ráð var fyrir gert.
_ Víkingar höfðu betur gegn Levadia
Tallinn frá Eistlandi í hlutkesti hjá
UEFA í gær um hvort félagið yrði á
heimavelli í fjögurra liða umspilinu um
sæti í undankeppni Meistaradeildar
karla í fótbolta. Þann 7. júní verður
dregið um hvaða lið mætast hér á
landi 21. júní en auk þessara tveggja
verða það meistaralið Andorra og San
Marínó. Sigurliðin tvö þann dag leika
síðan úrslitaleik 24. júní um sæti í
undankeppninni en hin þrjú liðin fara í
Sambandsdeild Evrópu, sömu keppni
og Breiðablik og KR verða í. Fjögur lið
geta enn unnið meistaratitilinn í An-
dorra í vor og í San Marínó eru tólf lið
að hefja útsláttarkeppni um titilinn.
_ Guðrún Brá Björgvinsdóttir at-
vinnukylfingur lék fyrsta hringinn á
Women NSW-golfmótinu í Ástralíu í
fyrrinótt á 75 höggum, þremur yfir
pari vallarins. Hún deildi 58. sætinu
með fleiri kylfingum eftir hringinn en
mótið er liður í Evrópumótaröðinni.
_ Saga Sif Gísladóttir, handknatt-
leiksmarkvörður úr Val, skýrði frá því á
Instagram í gær að hún væri barnshaf-
andi. Hún verður því ekki með Hlíðar-
endaliðinu í úrslitakeppninni í vor en
þar bíða Valskonur þess hvort þær
mæti KA/Þór eða Haukum í undan-
úrslitum. Sambýlismaður Sögu er
Breki Dagsson, leikmaður Fram.
Eitt
ogannað
HANDKNATTLEIKUR
Umspil kvenna, undanúrslit, 1. leikur:
Seltjarnarnes: Grótta – HK...................... 18
Austurberg: ÍR – FH ........................... 19.30
KNATTSPYRNA
Mjólkurbikar kvenna, 1. umferð:
Seltjarnarnes: Grótta – FH...................... 19
Árbær: Fylkir – Haukar ........................... 19
Akraneshöllin: ÍA – Fjölnir ...................... 18
Kópavogsvöllur: Augnablik – Hamar
Lengjubikar ka., úrslitaleikur B-deildar:
ÍR-völlur: ÍR – Njarðvík........................... 19
Í KVÖLD!
Úrslitakeppni NBA
1. umferð:
Milwaukee – Chicago ....................... 116:100
_ Milwaukee Bucks sigraði 4:1 og mætir
Boston Celtics.
Golden State – Denver....................... 102:98
_ Golden State Warriors sigraði 4:1 og
mætir Memphis Grizzlies eða Minnesota
Timberwolves.
57+36!)49,
Í NJARÐVÍK
Jóhann Ingi Hafþórsson
johanningi@mbl.is
Haukar og Njarðvík mætast í odda-
leik um Íslandsmeistaratitil kvenna í
körfubolta í Ólafssal á Ásvöllum á
sunnudag. Þetta varð ljóst eftir að
Haukar jöfnuðu úrslitaeinvígið í 2:2
með 60:51-útisigri í Njarðvík í gær-
kvöldi.
Útiliðið hefur unnið alla leiki ein-
vígisins til þessa og á því var engin
breyting í gær. Haukar voru yfir
stærstan hluta leiks og tókst þeim að
hrista Njarðvík af sér í seinni hálf-
leik. Heimakonur komu með fínt
áhlaup í lokin, en það var of lítið og
of seint.
Ljóst var á spilamennsku beggja
liða að mikið var undir en heimakon-
ur í Njarðvík virtust ráða verr við
spennustigið í rafmögnuðu and-
rúmslofti. Þrátt fyrir að vera í loka-
úrslitum er Njarðvík nýliði í efstu
deild og eru leikmenn ekki vanir að
spila leiki af þessari stærðargráðu.
Fyrsti leikhlutinn var hægur, liðin
hittu illa og virtist skjálfti í leik-
mönnum. Bæði lið hristu af sér hroll-
inn í öðrum leikhluta og frá og með
honum var um hörkuleik að ræða en
staðan í hálfleik var 32:32.
Haukakonur skoruðu 14 af fyrstu
16 stigunum í seinni hálfleik og
Njarðvík fann fá svör við sterkum
varnarleik gestanna. Haukum tókst
að loka vel á Aliyah Collier og þegar
sú bandaríska er ekki að skora,
lenda Njarðvíkingar í vandræðum.
Sóknarleikur heimakvenna var ein-
hæfur og enginn leikmaður gaf fleiri
en tvær stoðsendingar. Njarðvík
þarf að hreyfa boltann betur og
hraðar en í gær og virkja fleiri leik-
menn en Collier.
Atvinnumennirnir Lavina De
Silva og Diane Oumou hjá Njarðvík
áttu ekki gott kvöld og virtust
hengja haus þegar illa gekk.
Hinum megin gengu Haukar á
lagið og Helena Sverrisdóttir lék
mun betur í seinni hálfleik en þeim
fyrri. Þegar hún er í stuði hafa fá lið
roð við Haukum. Eva Margrét
Kristjánsdóttir átti einnig mjög góð-
an leik fyrir Hauka, Bríet Sif Hin-
riksdóttir setti niður mikilvæg skot
og Haiden Palmer var örugg í sínum
aðgerðum.
Haukar fengu framlag frá fleiri
leikmönnum á meðan Njarðvík
treysti of mikið á framlag frá Collier.
Það má búast við rosalegum odda-
leik, en mikill hiti var í liðunum und-
ir lok leiks og nálægt því að sjóða
upp úr. Troðfull stúka, hiti og odda-
leikur um Íslandsmeistaratitilinn.
Svona viljum við hafa úrslitakeppn-
ina.
_ Eva Margrét Kristjánsdóttir
skoraði 15 stig fyrir Hauka, Bríet Sif
Hinriksdóttir 11, Haiden Palmer 10
og Helena Sverrisdóttir var með 7
stig og 9 fráköst.
_ Aliyah Collier skoraði 27 stig
fyrir Njarðvík og tók 20 fráköst. La-
vína De Silva skoraði 8 stig og tók 8
fráköst og Helena Rafnsdóttir skor-
aði 6 stig.
Oddaleikur liðanna á Ásvöllum
hefst klukkan 19.15 á sunnudags-
kvöldið.
Oddaleikur á Ásvöllum
- Fjórði útisigurinn í fjórum leikjum
þegar Haukar jöfnuðu metin í Njarðvík
Ljósmynd/Skúli B. Sigurðsson
Ljónagryfjan Njarðvíkingurinn Diane Diéné reynir að komast framhjá
Haukakonunni Sólrúnu Ingu Gísladóttur í leiknum í gærkvöld.
Þýsku liðin Eintracht Frankfurt og
RB Leipzig eru með undirtökin
gegn bresku liðunum West Ham og
Rangers eftir fyrri undanúrslita-
leikina í Evrópudeildinni í fótbolta
sem fram fóru í gærkvöld.
Eintracht lagði West Ham að
velli í London, 2:1, og stendur því
vel að vígi fyrir heimaleikinn. Ans-
gar Knauff og Daichi Kamada skor-
uðu fyrir þýska liðið en Michail
Antonio jafnaði á milli fyrir West
Ham. Leipzig vann Rangers 1:0 á
heimavelli með marki frá Angelino
á 85. mínútu.
Þýsku liðin unnu
þau bresku
AFP/Glyn Kirk
London Daichi Kamada fagnar sig-
urmarki Eintracht gegn West Ham.
José Mourinho á góða möguleika á
að komast með ítalska liðið Roma í
úrslitaleik Sambandsdeildarinnar í
fótbolta eftir 1:1 jafntefli gegn
Leicester í fyrri leiknum á Eng-
landi í gær. Lorenzo Pellegrini kom
Roma yfir á 15. mínútu en ítalska
liðið skoraði síðan sjálfsmark um
miðjan síðari hálfleik.
Feyenoord vann Marseille frá
Frakklandi 3:2 í hinum leik undan-
úrslitanna í Rotterdam. Cyriel Des-
sers skoraði tvö marka hollenska
liðisins og sigurmarkið í byrjun síð-
ari hálfleiks.
Roma með jafn-
tefli í Leicester
AFP/Oli Scarff
Leicester José Mourinho og Brend-
an Rodgers skildu jafnir í gær.
Í KAPLAKRIKA
Gunnar Egill Daníelsson
gunnaregill@mbl.is
Selfoss tryggði sér sæti í undan-
úrslitum Íslandsmótsins í hand-
knattleik karla með því að hafa
betur gegn FH í oddaleik liðanna í
Kaplakrika í gærkvöldi. Selfoss
vann einvígið 2:1 og mætir því
ríkjandi Íslandsmeisturum Vals í
undanúrslitunum.
Um hreint magnaðan handbolta-
leik var að ræða þar sem þurfti að
tvíframlengja til þess að knýja
fram úrslit. Selfoss vann að lokum,
38:33, eftir sveiflukenndan leik.
Selfyssingar komust mest í sjö
marka forystu, 20:13, þegar níu
mínútur voru liðnar af síðari hálf-
leik. Þar af skoraði Guðmundur
Hólmar Helgason sex af níu mörk-
um sínum í leiknum á þeim kafla.
Hergeir Grímsson skoraði einnig
níu mörk fyrir Selfoss.
Þá hófu heimamenn að spila frá-
bæran varnarleik, sem hafði verið
aðalsmerki Selfoss í leiknum fram
að því. Því fylgdi að FH jafnaði
metin í 26:26.
Reynsluboltinn Ásbjörn Frið-
riksson, sem átti stórleik og skor-
aði 11 mörk fyrir FH, skaut í
stöngina og aftur fyrir í lokasókn
FH á lokasekúndu venjulegs leik-
tíma og því þurfti að framlengja.
Í fyrri framlengingunni náði FH
forystunni í fyrsta sinn í leiknum,
27:28, og komst svo tveimur mörk-
um yfir, 28:30, áður en Ragnar Jó-
hannsson náði að jafna metin í
30:30 með tveimur mörkum í röð
og tryggja þannig aðra framleng-
ingu. Í henni reyndust gestirnir
sterkari og sigldu fræknum sigri í
höfn.
Lítil smáatriði skildu á milli í
leiknum þar sem markmenn
beggja liða, Vilius Rasimas hjá Sel-
fossi og Phil Döhler hjá FH, vörðu
oft vel og bæði lið töpuðu boltanum
á mikilvægum augnablikum. Rasi-
mas varði 16 skot og Döhler 14.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Gleði Selfyssingar fögnuðu að vonum vel með stuðningsmönnum sínum eft-
ir leik. Þeir eiga nú fyrir höndum einvígi við Valsmenn í undanúrslitum.
Ærandi spenna
í Kaplakrika
- Tvíframlengt og Selfoss áfram