Morgunblaðið - 04.05.2022, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 04.05.2022, Blaðsíða 1
M I Ð V I K U D A G U R 4. M A Í 2 0 2 2 .Stofnað 1913 . 103. tölublað . 110. árgangur . STUÐLA AÐ MARGS KONAR TENGSLUM ÁR FRÁ GRÓÐURELDUM HVERT FLJÚGA FLUGFÉLÖGIN FRÁ KEFLAVÍK? HORFT YFIR HEIÐMÖRK 10 VIÐSKIPTAMOGGINNGESTAVINNUSTOFUR 24 Horfurnar eru dökkar hvað varðar verð- bólguþróun næstu mánuði, en verðbólgan mældist 7,2% í apríl og hefur ekki verið hærri í 12 ár. Allar lík- ur eru á að verð- bólgan muni hækka enn frekar á næstu mán- uðum eftir því sem fram kemur í greiningu Jakobsson Capital á hrá- vöru og verðbólgu. Snorri Jak- obsson hagfræðingur er eigandi fé- lagsins. Þar kemur fram að í kjölfar stríðsins í Úkraínu hafi hrá- vöruverð hækkað. Það á ekki að- eins við um olíu- og kornverð sem hefur hækkað mikið, heldur einnig um verð á sólblómaolíu – sem mik- ið er notuð í matvælaframleiðslu. Um 60% allrar sólblóma- framleiðslu í heiminum eru í Úkra- ínu og Rússlandi. Þetta mun að lokum leiða af sér frekari hækkun á matvöru hér á landi en hækkunin hefur ekki enn komið fram af full- um þunga að mati Jakobsson Capi- tal. Það getur tekið allt að þrjá mán- uði fyrir hækkun hrávöruverðs að koma fram af fullum þunga hjá stórum matvælaframleiðendum. Þá kemur einnig fram að aðföng í byggingariðnaði hafa hækkað gríð- arlega, líkt og verð á timbri, málm- um og stáli, en nær allt steypu- styrktarjárn á Íslandi kemur frá Hvíta-Rússlandi. Til lengri tíma er útlitið þó bjart á Íslandi að mati greiningar Jak- obsson Capital. »ViðskiptaMogginn Verðhækkanir munu koma fram - Matvörur og byggingarvörur hækka Snorri Jakobsson Verzlingar fjölmenntu í miðbæ Reykjavíkur í gær og dönsuðu skottís þegar árlegi peysu- fatadagurinn var haldinn hátíðlegur. Rósa Guðbjörg Guðmundsdóttir, formaður 2. bekkjar ráðs Verzlunarskólans, segir allt hafa farið að óskum. Kvaðst hún himinlifandi með daginn þrátt fyrir nokkra rigningar- dropa sem gerðu nemendum þó ögn erfiðara „alvöru-peysó“ um nokkurt skeið sem er haldinn án takmarkana vegna faraldursins. Gleðin hélt svo áfram í gærkvöldi í Gamla bíói þar sem blásið var til dansiballs. fyrir. Ekkert grín er að dansa í fullum skrúða, hvað þá þegar peysufötin eru orðin vot og þung af rigningu. Að sögn Rósu Guðbjargar er þetta fyrsti Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Loksins „alvöru-peysó“ eftir langa bið verzlinga Sigurður Ingi Jóhannsson, innviða- ráðherra og formaður Framsóknar, segir mikilvægt að Ríkisendurskoð- un rannsaki framkvæmd útboðsins á 22,5% hlut ríkisins í Íslandsbanka, ekki síst í ljósi þess að stór orð hafi fallið, bæði frá stjórnmálamönnum og sérfræðingum. Sigurður Ingi er gestur Karítasar Ríkharðsdóttur í Dagmálum þar sem hann ræðir málefni sveitarfé- laga í aðdraganda sveitarstjórnar- kosninga og landsmálin sem fram- bjóðendur hafa kvartað yfir að hafi þvælst fyrir kosningaumfjöllun. Sigurður Ingi segir að Ríkisend- urskoðun hljóti að vera hafin yfir all- an vafa um að geta rannsakað það sem hún vill rannsaka með óháðum hætti. Auk þess hafi fjármálaeftirlit Seðlabankans ríkar heimildir. Það sem Sigurður Ingi segir að hafi farið úrskeiðis er að söluaðilar hafi selt aðilum sem ekki er hægt að kalla kjölfestufjárfesta eða stóra fagfjárfesta. „Það stóð ekki til, varðandi þessa sölu,“ segir Sigurður Ingi og bætir við að aðferðin hafi alls ekki verið kynnt þannig að slíkt væri mögulegt. Hann segir ábyrgðina um að hafa uppi varnaðarorð um þessa mögu- leika klárlega liggja hjá þeim sem ráðlögðu ríkisstjórninni í ferlinu. „Við erum ekki öll sérfræðingar í hvernig á að framkvæma svona út- boð. Ég er það ekki og ég er svekkt- ur út í sjálfan mig, að þetta hafi gerst með þessum hætti, og ég býst við að þannig sé farið með okkur öll sem samþykktum þetta ferli eftir þá ráð- gjöf sem að við fengum. Þess vegna segi ég að sú ráðgjöf hafi ekki verið nægilega góð.“ Hann segir að hefði ríkisstjórnin ætlað sér að víkja frá ráðgjöf Banka- sýslunnar hefði hún þurft góðar rök- semdir til þess. „Þá er augljóst mál að við hefðum tekið völdin í okkar hendur og tekið nýja ákvörðun.“ Svekktur út í sjálfan sig vegna gangs útboðsins - Ríkisendurskoðun og FME hafi ríkar rannsóknarheimildir Ljósmynd/Ágúst Ólíver Sala Sigurður Ingi segir ráðgjöf hafa verið ófullnægjandi. MFólk muni ekki kjósa … »6

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.