Morgunblaðið - 04.05.2022, Síða 6
6 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. MAÍ 2022
Vetrarsól er umboðsaðili
Sláttuvélar
& sláttuorf
Snjóblásarar
Askalind 4 | Kópavogi | Sími 564 1864 | vetrarsol.is
Gulltryggð gæði
40 ár
á Íslandi
Sláttutraktorar
DAGMÁL
Karítas Ríkharðsdóttir
karitas@mbl.is
„Aðalatriðið er þetta: Það er alveg
skýrt hvert samkomulagið var og
það er alveg skýrt að Isavia fer
með reksturinn á flugvellinum og
metur flugöryggi. Mér finnst það
líka vera kýrskýrt að við eigum
ekki að vera að taka neina áhættu
þegar kemur að öryggismálum,
hvort sem það er á vegum, lofti eða
legi,“ segir Sigurður Ingi Jóhanns-
son, innviðaráðherra um bréfasend-
ingar Isavia og Reykjavíkurborgar
vegna fyrirhugaðrar bygging-
aráforma í nýju hverfi í Skerjafirði.
Þar hefur Isavia lýst yfir áhyggj-
um af bæði flugöryggi og rekstrar-
öryggi Reykjavíkurflugvallar þar
sem ný byggð á svæðinu gæti með-
al annars haft áhrif á veðurskilyrði
við aðflug á ákveðnum flug-
brautum.
Hann segir að svarbréf Reykja-
víkurborgar sé til skoðunar í ráðu-
neytinu og að mál Isavia sé vel
rökstutt. Við fyrstu sýn vanti þó
töluvert upp á rökstuðning Reykja-
víkurborgar á svörum sínum.
Sigurður Ingi er gestur Kar-
ítasar Ríkharðsdóttur í Dagmálum
þar sem farið er yfir sveitar-
stjórnarmálin í aðdraganda sveit-
arstjórnarkosninga og landsmálin
sem frambjóðendur hafa kvartað
yfir að þvælist fyrir kosninga-
umfjöllun.
Vill stokka upp kerfin
Sigurður Ingi segir að horfa
þurfi til fjölbreytts forms í þjón-
ustu við eldri borgara, sem sé
framtíðaráskorun þegar kemur að
rekstri sveitarfélaga. Hann vill að
nýtt skipulag verði tekið upp á
þjónustu við eldri borgara og henni
lagskipt í meira mæli. Allt frá
heimaþjónustu, að þjónustu þar
sem fólk er í aðhlynningu á daginn
á stofnun en gistir heima hjá sér,
að sólarhringsþjónustu á hjúkr-
unarheimilum. „Það getur síðan
verið þörf á einhverju fjórða og
fimmta atriði sem við eigum líka að
leyfa okkur, vegna þess að öll þessi
úrræði eru ódýrari en að liggja inni
á Landspítalanum í dýrasta plássi
landsins.“
Uppstokkun kerfisins þurfi að
fara fram í samtali við sveitar-
félögin í landinu sem mörg hver
annast rekstur hjúkrunarheimila.
„Ég er ekki í nokkrum vafa um
að ef við værum með öflugra sveit-
arstjórnarstig þar sem sveitar-
félögin gætu öll veitt samskonar
þjónustu, myndum við láta meira af
þjónustunni vera hjá þeim og
minna hjá ríkinu.“ Þá segir Sig-
urður Ingi að sameining sveitarfé-
laga, sem hann hefur hvatt til, eigi
að byggjast á sjálfbærni þeirra og
þjónustustigi. Ekki sé raunhæft að
öll sveitarfélög muni telja nokkur
þúsund íbúa, þó að þar náist fram
fjárhagsleg hagkvæmni, vegna fjar-
lægða.
Ráðherrann segir að sveitar-
félögin verði að hætta að tala um
að þau hafi samið af sér og vísa til
samninga sem urðu fyrir tuttugu
og fimm árum. Á hann við að
Reykjavíkurborg gerir nú tilkall til
greiðslna úr Jöfnunarsjóði sveitar-
félaga vegna kostnaðar við ís-
lenskukennslu nýbúa. Hann segir
að einstaka frambjóðendur í
Reykjavík hafi gengið hart fram
gagnvart sínu ráðuneyti og sér
sjálfum vegna málsins.
Bauð upp á samkomulag
„Þá er því til að svara að í þessu
ferli bauð ég Reykjavíkurborg upp
á samtal um að takast á við það
sem hefur breyst. Það eru fleiri
sem eru fluttir til landsins og eru
ekki með íslensku sem móðurmál –
að það sé sjálfsagt mál að taka upp
nýjan samning um það en
Reykjavíkurborg hefur ákveðið að
fara í málaferli á grundvelli tuttugu
og fimm ára samkomulags og að
það eigi ekki að virða það.“
Sigurður Ingi segir að skýrt sé í
samgöngusáttmálanum á höfuð-
borgarsvæðinu að sveitarfélögin
muni sjá um reksturinn á borgar-
línu. „Vilji menn finna einhverjar
leiðir til að gera það innan [Betri
samgangna] geta menn gert það en
aðkoma ríkisins að samgöngu-
sáttmálanum var alveg skýr; við
vorum að koma að uppbyggingu
stofnkostnaðar en almennings-
samgöngur eru hjá sveitarfélög-
unum.“
Sigurður Ingi segir þetta ekki í
fyrsta skipti sem því sé haldið fram
að umræða um landsmálin yfirtaki
umræðuna um sveitarstjórnarmál í
aðdraganda kosninga. Hann segist
þó hafa einlæga trú á því að fólk
muni kjósa eftir staðbundnum
áherslum og frambjóðendum á
hverjum stað þegar á hólminn er
komið.
Varðandi ótilgreind óviður-
kvæmileg orð sem hann lét falla í
garð Vigdísar Häsler, fram-
kvæmdastjóra Bændasamtaka Ís-
lands, segist Sigurður Ingi hafa
skilning á að umræðan geti afbak-
ast að einhverju leyti ef aldrei
komi fram hver ummælin voru.
„Ég held að allir sem þekkja mig
viti fyrir hvað ég stend, bæði sem
einstaklingur og sem stjórn-
málamaður, vita að ég stend ekki
fyrir mismunun af nokkru tagi,“
sagði Sigurður Ingi. Hann segir að
ekki hafi komið til þess að hann
hafi íhugað stöðu sína sem formað-
ur Framsóknarflokksins og að
hann hafi fundið mikinn stuðning í
flokknum.
Fólk muni ekki kjósa eft-
ir stöðunni í landsmálum
- Skýrt að Isavia meti öryggi Reykjavíkurflugvallar
Morgunblaðið/Ágúst Ólíver
Dagmál Sigurður Ingi Jóhannsson sveitarstjórnarráðherra segist trúa því
að fólki muni kjósa eftir staðbundnum áherslum en ekki landsmálunum.
Önnur tveggja flugbrauta Keflavík-
urflugvallar, flugbraut 10/28, verður
ekki í daglegum rekstri í allt að fimm
vikur í sumar, það er í lok maí og
fram í júní. Ekki verður nein skerð-
ing á afkastagetu flugvallarins vegna
þessa og hægt verður að nota braut-
ina ef þess gerist þörf, að sögn Guð-
jóns Helgasonar, upplýsingafulltrúa
Isavia. Hann segir mikilvægt að hafa
í huga að flugbrautum á Keflavík-
urflugvelli sé aldrei lokað, en starf-
semi á þeim kunni að skerðast við
framkvæmdir eins og í þessu tilviki.
Notkun á flugbrautinni skerðist
vegna framkvæmda við gerð nýrrar
1.200 metra langrar flugvélaak-
brautar (Mike). Hún mun tengja
saman flughlað flugstöðvarinnar og
flugbrautir. gudni@mbl.is
Skert notkun á einni flug-
braut í Keflavík um tíma
Morgunblaðið/ÞÖK
Keflavíkurflugvöllur Gera á nýja 1.200 metra langa flugvélaakbraut sem
mun tengja flugbraut við flughlað flugstöðvarinnar. Mynd úr safni.
Sigtryggur Sigtryggsson
sisi@mbl.is
Presta- og djáknastefna, sem haldin
var nýlega á Hótel Laugarbakka í
Miðfirði, samþykkti ályktun um
frestun á kosningu vígslubiskups á
Hólum. Sr. Solveig Lára Guðmunds-
dóttir, vígslubiskup á Hólum, til-
kynnti í mars sl. að hún myndi láta
af störfum 1. september nk.
„Nú er að störfum nefnd á vegum
kirkjuþings sem meta á þörf á vígðri
þjónustu kirkjunnar á landsvísu, og
eru embætti vígslubiskupa þar und-
ir. Er einboðið að ákvörðun um aug-
lýsingu um kjör nýs Hólabiskups
verði frestað þar til sú nefnd hefur
lokið störfum og ákvörðun verið tek-
in um framtíðarfyrirkomulag vígðr-
ar þjónustu af nýju kirkjuþingi sem
kosið verður í vor,“ segir í ályktun-
inni, sem birt er á heimasíðu þjóð-
kirkjunnar.
Sparnaðarkrafa og hagræðing
Bent er á að sparnaðarkrafa og
þörf fyrir hagræðingu í rekstri hafi
verið áberandi í umræðum á kirkju-
þingi undangengin misseri. Sé þörf á
miklum sparnaði innan þjóðkirkj-
unnar beinir prestastefna því einnig
til kirkjuþings að huga að sparnaði í
stjórnsýslu t.d. með því að fresta
kjöri vígslubiskups um óákveðinn
tíma en hlífa um leið grunnþjónustu
kirkjunnar í sóknum og prófasts-
dæmum við niðurskurði.
Kjörstjórn þjóðkirkjunnar hefur
ákveðið að kjör nýs vígslubiskups í
Hólaumdæmi fari fram dagana 23.
til 28. júní nk. Hægt er að tilnefna
þátttakendur frá og með 19. maí.
Presta- og djáknastefnan sam-
þykkti einnig ályktun þar sem mót-
mælt er þeim yfirgangi kirkjuþings
að boða til aukakirkjuþings á sama
tíma og stefnan stendur yfir. Varla
þurfi að benda forseta kirkjuþings á
að öll synodan hafi ekki komið sam-
an í þrjú ár og því tímabært að
prestar hittist.
„Því verður það að teljast sérlega
óviðeigandi að boðað sé til kirkju-
þings á sama tíma og synodus stend-
ur yfir. Þjóðkirkjan er að ganga í
gegnum miklar breytingar með til-
heyrandi óvissu,“ segir í ályktuninni.
Á slíkum krossgötum sé mikilvægt
að gagnkvæm virðing, góð samskipti
og eining séu höfð að leiðarljósi á
kirkjulegum vettvangi.
Ljósmynd/Pétur G. Markan
Stefnan sett Húnvetningar voru gestgjafar presta og djákna. Fundað var á
Hótel Laugarbakka í Miðfirði en þingsetning var í Hvammstangakirkju.
Prestar vilja
fresta kosningu
vígslubiskups
- Mótmæltu „yfirgangi kirkjuþings“
að halda þing á sama tíma og prestar
Morgunblaðið/Sigurður Ægisson
Hólar Vígslubiskup situr staðinn.
Núverandi biskup hættir í haust.