Morgunblaðið - 04.05.2022, Blaðsíða 12
12
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. MAÍ 2022
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Í gær bárust
fréttir frá
Bandaríkj-
unum um að lekið
hefði verið til fjöl-
miðla hliðhollra
demókrötum upp-
kasti að hug-
myndum úr smiðju
eins dómara við
Hæstarétt um þætti sem snerta
meðferð á máli sem rétturinn
afgreiddi fyrir margt löngu.
Hér þykir það hetjudáð ef
„uppljóstrari“ innan kerfis lek-
ur upplýsingum sem koma yfir-
stjórn ráðuneytis eða mikil-
vægrar stofnunar illa. Oft
þegar upplýst eða lekið er um
„uppljóstrarann“ í næsta leik
sést að viðkomandi hafi gætt
hagsmuna, persónulegra eða
pólitískra, við hetjudáð sína.
Hæstiréttur Bandaríkjanna
hefur ekki fyrr sætt því, svo vit-
að sé, að „moldvarpa“ sé innan
réttarins. Einhverjir ræddu
hvort alríkislögreglan FBI
rannsakaði málið en það fékk
ekki stuðning. Sú stofnun hefur
stundað mikla lekastarfsemi
síðustu ár til að koma höggi á
stjórnmálamenn sem henni er í
nöp við! Það er alþekkt að vand-
ræði hafa lengi stafað frá mikilli
lekahefð vestra. Máltækið segir
að „þjóðarskútan sé eina fleyið
sem ekki leki frá skrokknum“
en oft frá stýrishúsinu. Fjöl-
miðlar eru síðustu árin hættir
að leyna því að þeir styðja
gagnrýnislítið öfl demókrata
þótt það sé komið út fyrir verj-
anleg mörk. Jafnvel oft í viku
hverri voru birtar „óvæntar,
ónafngreindar og traustar
heimildir frá háttsettum og
áreiðanlegum aðilum“ og hróp-
aði efni og orðalag að þar væri
átt við CIA og FBI og aðra af
þeim meiði. Var lekasambandið
mjög þétt. Þótt komið hafi á
daginn að „heimildirnar“ hafi
hvorki verið áreiðanlegar,
öruggar né traustar, þá hafa
„virtir“ fjölmiðlar aldrei upp-
lýst hverjir það voru sem
streymdu til þeirra efni sem
stóðst ekki skoðun, og sitja því
sjálfir uppi með stimpil lyga-
laupsins.
Hvers vegna verður þá svo
mikið uppnám út af leka af
skrifstofu Hæstaréttar? Lík-
legast er það vegna efnis hans.
Það snýst um gamalt dómsmál,
sem rétturinn afgreiddi fyrir
áratugum (1973), og er kallað
eftir málsaðilum, Roe v. Wade.
Málið snýst um heimild til fóst-
ureyðinga, sem stjórnmála-
menn hér á landi, sem skömm-
uðust sín, breyttu í skrípið
„þungunarrof“. Í mæltu máli
notar fólk ekki það orð. Þeir
sem verða fyrir því mikla áfalli
að móðir missir fóstur gera það
ekki.
Stjórnmálamönnum vestra er
Roe v. Wade tamt á tungu. Og
umræðan um það hverfist strax
í skötulíki, eins og
orðalagið sem
skrifað var upp í
Biden. Forsetinn
varð hinn versti yf-
ir því að málið
fræga væri komið
til réttarins og
gerði ekkert með
það að aðilar gátu
átt kröfu til að fjallað yrði um
það á ný. Biden sagði efnislega:
Dómarar eiga ekki að ákvarða
heimildir til fóstureyðinga.
Biden hefur átt léttan leik að
fara með þann texta því demó-
kratar hafa hann á sjálfstýringu
þegar á málið er minnst. En þó
er frasinn út í hött. Margir
Bandaríkjamenn hafa lengi tal-
ið að með gömlu ákvörðuninni
um Roe v. Wade hefði verið
gengið gegn fyrirmælum í
stjórnarskrá landsins. Ætla
mætti eftir uppkastinu sem lak
að sú sé einnig skoðun Hæsta-
réttar. Er þá horft framhjá því
að „uppkast“ er algengur fyrsti
þáttur í þróun máls í átt til nið-
urstöðu. Þá er oft einum dóm-
ara falið að draga upp fyrsta
plagg með meginsjónarmiðum
sem til álita koma. Fræðilegar
rannsóknir á hvernig slíkt
þróast í átt til niðurstöðu sýna
að ekki séu efni til að ætla að
fyrsta uppkast verði leiðbein-
andi um endanlega niðurstöðu.
Fullyrðing í þá átt sé fráleit.
Setningin sem skrifuð var
upp í Biden heldur ekki vatni af
fleiri ástæðum. Dómarar rétt-
arins eiga ekki að ákveða hvort
fóstureyðingar eigi rétt á sér
eða ekki. Því er hvergi haldið
fram í „uppkastinu“. Deilan um
Roe v. Wade, og er þá ekki átt
við hina uppblásnu pólitísku
deilu, snýst um allt annað.
Hugsanlegur úrskurður tekur
einungis á því hvað stjórnar-
skrá Bandaríkjanna segi fyrir
um, hvort alríkisvaldið fari með
forræði málsins eða hvort ein-
stök ríki geri það. Það álitaefni
er eitt það mikilvægasta í um-
fjöllun réttarins um mál sem til
hans berast. Hæstiréttur
Bandaríkjanna á lokaorðið um
hver sé afstaða stjórnarskrár
Bandaríkjanna um efnið.
Það er ekkert nýtt að hand-
langarar Bidens skrifi ofan í
hann texta sem illa standist. Og
þeir flýttu sér, því að þeir trúa
því að Roe v.Wade sé mál sem
sé líklegt til að hjálpa Demó-
krataflokki í haustkosning-
unum, en þar er staðan nú
þyngri en tárum taki. En
Hæstiréttur mun ekki afgreiða
neitt í bráð. Fyrst þarf hann að
gera endanlega upp við sig
hvort málið verðskuldi meðferð
og niðurstöðu og er reiknað
með að það kunni hann að gera í
júlí næstkomandi. En ekki er þó
talið óhugsandi að leitin að lek-
anum muni tefja það. Hæsti-
réttur vestra virðist ekki hafa
mikið álit á þess háttar kauðum.
Það er ólíklegt að
fréttaflutningur af
Roe v. Wade hér á
landi verði skárri en
margt annað efni úr
sömu átt.}
Leki hrellir Hæstarétt
Þ
að hefur verið athyglisvert og átak-
anlegt að fylgjast með stjórnar-
liðum verja söluna á 22,5% hlut al-
mennings í Íslandsbanka. Það sem
í upphafi var lýst sem vel heppn-
uðu útboði hefur nú birst sem lokað útboð til
sérvalinna á vildarkjörum. Það er brot á jafn-
ræðisreglu laga um sölumeðferð ríkis í fjár-
málafyrirtækjum.
Ráðherrar komu nokkuð beygð fram eftir að
upp komst um aðferðina. Sögðu að „velta yrði
við hverjum steini“, að „útboðið hafi ekki staðið
undir væntingum“ og „að hefja þyrfti rannsókn
á því sem hefði misfarist“. Sjálfur gerandinn,
fjármálaráðherrann Bjarni Benediktsson, fyr-
irskipaði ríkisendurskoðun að hefja rannsókn.
Frá því þessar athugasemdir féllu hafa
stjórnarliðar snúið við blaðinu. Spyrja hvert sé
vandamálið, hvort fjármálaráðherra sé bannað að selja
pabba sínum hlut í bankanum, benda á að salan auki fjár-
muni í þjóðarbúinu og spyrja hvort stjórnarandstaðan vilji
þá frekar sleppa því að styðja við öryrkja og efla heilbrigð-
iskerfið!
Það liggur fyrir að fjármálaráðherra var að selja eign
almennings sem hefur gefið af sér umtalsverðan arð til
reksturs grunnþjónustunnar. Við fáum auðvitað andvirði
sölunnar til ráðstöfunar en það er forkastanlegt að selja
hlut, þar sem umframeftirspurn er fyrir hendi, á lægra
verði.
Í kynningu til Alþingis var undanþága laganna um lok-
að útboð réttlætt með því að verið væri að sækja vel stönd-
uga langtímafjárfesta, sem gætu jafnvel komið
bankanum til aðstoðar ef harðnaði í ári, og að
sölumeðferð yrði ódýrari.
Þetta útboð var ekki framkvæmt á jafnræð-
isgrundvelli og er það skýrt brot á lögum. Ef
allir sem uppfylla sett skilyrði geta boðið í og
fengið úthlutað í samræmi við það þá er jafn-
ræðis gætt. Svo var alls ekki í þessu tilviki
heldur voru sérvaldir fimm söluaðilar sem
höfðu samband við sinn kúnnahóp og aðra
ekki. Þau sem uppfylltu öll skilyrði, en voru
ekki á lista þessara tilteknu seljenda, gátu því
ekki boðið í. Jafnræðis var ekki gætt.
Ef hinir handvöldu kaupendur hefðu svo all-
ir uppfyllt skilyrðin um stórkaup til lengri tíma
þá hefði mátt segja að a.m.k. það skilyrði hefði
verið uppfyllt. Svo var heldur ekki því meðal
kaupenda eru rúmlega 50 aðilar sem keyptu
fyrir lægri fjárhæðir og þurftu sumir jafnvel að slá lán fyr-
ir kaupunum.
Forsætisráðherra segir að gagnsæi þurfi að ríkja við
sölu á ríkisfyrirtækjum en augljóst er að ríkisstjórnin nýt-
ur ekki nauðsynlegs trausts til verksins. Það þarf að fara
ofan í saumana á öllu ferlinu, hverjir fengu að selja, hverjir
voru fengnir til ráðgjafar fyrir milljónatugi án útboðs og
loks hverjir fengu að kaupa á sérkjörum. Það eina sem
enginn vafi leikur á er að fjármálaráðherra ber lagalega
og pólitíska ábyrgð og því ber honum að víkja án tafar.
helgavala@althingi.is
Helga Vala
Helgadóttir
Pistill
Fjármálaráðherra ber ábyrgðina
Höfundur er þingflokksformaður Samfylkingar.
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
BAKSVIÐ
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Þ
að er þó nokkur hópur sem
mætir á gosstöðvarnar á
góðviðrisdögum,“ sagði
Fannar Jónasson, bæjar-
stjóri í Grindavík. Hann segir Íslend-
inga hafa verið áberandi við gos-
stöðvarnar frá áramótum en þessa
dagana sé erlendum ferðamönnum
farið að fjölga. Ein og ein rúta kemur
með hópa svo eitthvað er um skipu-
lagðar ferðir og ferðir hópa á slóðir
eldgossins. Flestir koma þó á einka-
bílum og bílaleigubílum. Nær allir
sem fara að gosstöðvunum aka í
gegnum Grindavík.
„Margir stoppa hjá okkur og fá
sér veitingar eða skoða mannlífið.
Það hefur verið líflegra í bænum
heldur en var. Grindavík komst ræki-
lega á kortið í eldgosinu og er orðin
þekkt,“ sagði Fannar. Ferðaþjón-
ustan í Grindavík er að lifna við eftir
faraldurinn og veturinn er að baki.
Útgerð og fiskvinnsla ganga vel og
staðan góð í bænum, að sögn Fann-
ars. Hann segir að mjög margir hafi
heimsótt Bláa lónið í gegnum árin en
Grindvíkingum hafi þótt of fáir þeirra
heimsækja bæinn. Þeim sem leggja
leið sína til Grindavíkur hefur fjölgað
eftir að það gaus í Geldingadölum.
Grindvíkingar fundu fyrir jarð-
skjálftum af og til í vetur. „Við finn-
um fyrir þeim ef þeir verða nálægt
okkur og eru þrjú stig eða meira. Það
er ekki algengt en gerist þó. Við
verðum yfirleitt ekkert vör við jarð-
skjálfta sem verða 5-7 km frá okkur,“
sagði Fannar. Hann sagði flesta bæj-
arbúa halda ró sinni, þótt jarð-
skjálftahrinurnar væru ekki þægileg-
ar. Skjálftahrina kom í kringum
síðustu jól og aðeins eftir þau. Fregn-
ir hafa borist af því að kvika hafi
safnast fyrir djúpt í jarðskorpunni
við Fagradalsfjall. Fannar sagði að
almannavarnanefnd fylgdist með
þessu og er stefnt að fundi í næstu
viku.
„Aðalmálið er að þetta er mjög
vel vaktað og hefur verið síðan þetta
fór af stað. Við verðum strax látin
vita ef huga þarf sérstaklega að ein-
hverju. Það hefur ekki gerst ennþá,“
sagði Fannar.
Meðan gosið stóð yfir höfðu
menn nokkrar áhyggjur af því ef
hraunstraumur myndi ógna Suður-
strandarvegi. Fannar sagði að ýmsar
hugmyndir hefðu komið fram um
varnaraðgerðir ef hraun stefndi á
veginn. Hann sagði að Vegagerðin
hefði mikið um það að segja hvernig
brugðist yrði við ef það gerðist. Eins
réðust viðbrögð af því hvar hraun
myndi mögulega ógna veginum.
Mikil uppbygging íbúða
Uppátæki náttúrunnar undan-
farið hafa ekki hafa fælt fólk frá því
að búa eða byggja í Grindavík. „Við
úthlutuðum lóðum fyrir á annað
hundrað íbúðir í fyrsta áfanga að
nýju hverfi, Hlíðarhverfi, í desember
síðastliðnum. Þær fóru á svipstundu
og þar er ekki ein einasta lóð laus! Nú
erum við að undirbúa að deiliskipu-
leggja annan áfanga í þessu hverfi,
miklu fyrr en við ætluðum,“ sagði
Fannar.
Gatnagerð og lagnavinnu er að
heita má lokið í fyrsta áfanganum
sem búið er að úthluta. Það styttist
því í að framkvæmdir hefjist. Hlíð-
arhverfi er austast í Grindavík og
verður norður og austur af dvalar-
heimilinu Víðihlíð. Í hverfinu er
gert ráð fyrir nýjum leikskóla.
Fannar sagði að farið væri
að huga að úthlutun útsýnislóða í
öðrum áfanga hverfisins. Ýmsir
heimamenn væru meðal ann-
ars þegar farnir að spyrj-
ast fyrir um þær lóðir og
ljóst að þær yrðu eftir-
sóttar enda mjög vel
staðsettar.
Eldgosið kom
Grindavík á kortið
Þrír sjálfvirkir teljarar telja
ferðamenn sem ganga að Fagra-
dalshrauni. Fleiri fara á gos-
stöðvarnar en teljararnir nema.
Frá maí og fram í september
2021 fóru yfir 240.000 ferða-
menn á gosslóðirnar, eða um
1.600 á dag að meðaltali. Dags-
meðaltalið var rúmlega 1.900 í
júlí, að sögn Ferðamálstofu.
Sýnilegu hraunflæði lauk 18.
september og þá dró úr aðsókn-
inni. Um 700 fóru að meðaltali á
dag í október sl. og um 400 í
nóvember. Aðsóknin var gjarnan
um 150-250 manns á dag frá því
í desember og fram í mars
með toppum á góðviðris- og
frídögum. Svo þegar tók að
birta og veðrið batnaði jókst
aðsóknin, ekki síst á frídög-
um. Um páskana fóru
yfir 2.000 manns á
gosslóðirnar
samkvæmt
teljurunum.
Yfir 2.000 á
gosslóðum
um páska
GELDINGADALIR
Fannar
Jónasson
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Fagradalshraun Ferðamenn ganga á hverjum degi á gosslóðirnar og skoða
nýja hraunið. Suma daga skipta þeir nokkrum hundruðum.