Morgunblaðið - 04.05.2022, Blaðsíða 15
MINNINGAR 15
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. MAÍ 2022
✝
María Mar-
teinsdóttir
fæddist 23. maí
1935 í Krossbæj-
argerði, Nesjum.
Hún lést á hjúkr-
unarheimilinu
Skjólgarði, Höfn, 3.
apríl 2022.
Foreldrar Maríu
voru Guðlaug
Bjarnadóttir. f.
20.9. 1915, d. 7.8.
1937 og Marteinn Olai Larsen, f.
24.2. 1905, d. 6.2. 1992. María
missti móður sína tveggja ára
og ólst upp hjá móðurfor-
eldrum, Hólmfríði Halldóru
Snjólfsdóttur, f. 11.11. 1889, d.
19.4. 1975, og Bjarna Halldórs-
syni, f. 4.10. 1887, d. 11.12, 1947.
Uppeldissystkini Maríu voru
Sveinn, f. 12.2. 1914, d. 13.2.
1984, Ingólfur Marteinn, f.
16.11. 1918, d. 20.2. 1973, Stein-
unn, f. 25.9. 1920, d. 8.10. 2005,
og Hulda Svanlaug, f. 12.12.
1926.
Systkini Maríu samfeðra voru
Helga Sigurleif, f. 1.9. 1941, d.
25.11. 2004 og Skarphéðinn Júl-
1999, b) Tómas Orri, f. 1.11.
2003 og c) Embla María, f. 10.3.
2007.
Dóttir Sigþórs er Þórunn, f.
14.10. 1957, maki Páll Gíslason,
f. 1.6. 1951. Börn a) Guðný, f.
6.5. 1975, maki Gunnar Jónsson,
f. 3.5. 1973, börn Rebekka Rán,
f. 15.11. 1996 og Jón Páll, f. 15.7.
1998, b) Gísli, f. 16.2. 1982, maki
Sigríður Bjarney Guðnadóttir, f.
7.7. 1985, synir Páll Breki, f.
28.2. 2016, Rökkvi Þór, f. 14.10.
2017, og Garpur Logi, f. 18.8.
2020 og c) Hjördís, f. 8.6. 1986.
María (Maja) bjó á Höfn allt
sitt líf, hún vann ýmis störf á
lífsleiðinni, lengst sem versl-
unarstjóri í Kaupfélagi Austur-
Skaftafellssýslu og við bók-
haldsstörf hjá Bókhaldsstofunni
ehf. sem þau hjónin ráku um
árabil. Maja sinnti ýmsum fé-
lagsmálum, vann sjálfboðastörf
fyrir Hafnarkirkju og félag
eldri Hornfirðinga. Hún hafði
sérlegan áhuga á garðrækt.
Maja hafði gaman að því að lesa
bækur, leggja kapal og spila.
Sameiginleg áhugamál þeirra
Sigþórs voru ferðalög og ætt-
fræði.
Útför Maríu fer fram í dag, ,
4. maí 2022, frá Hafnarkirkju kl.
14.
Hlekkir á streymi:
http://bjarnanesprestakall.is
https://www.mbl.is/andlat
íus, f. 29.3. 1950.
Dætur Maríu eru
1) Brynja Reyn-
isdóttir, f. 20.12.
1958, maki Björn
Sverrisson, f. 26.2.
1954, börn a)
Sveinn, f. 13.3.
1987, b) María, f.
27.6. 1990, og c)
Snjólfur, f. 11. 7.
1994, maki Björg
Gunnarsdóttir, f.
28.4. 1994. Dóttir Björns er Auð-
ur, f. 17.5. 1974, maki Stefán
Magnússon, f. 8.5. 1971, börn
Anna Thelma, f. 13.8. 2000,
Magnús Aðils, f. 17.12. 2003 og
Lovísa Ósk, f. 18.11. 2009.
2) Sigurbjörg Hákonardóttir,
f. 17.2. 1964, maki Jón Sigurðs-
son, f. 28.3. 1961, synir a) Sig-
þór, f. 11.4. 1985, sonur Fenrir
Máni, f. 16.5. 2016, og b) Brynjar
Máni, f. 9.10. 1998.
María giftist Sigþóri Guð-
mundssyni, 11.11. 1972. Dóttir
Sigþórs og Maríu er 3) Hólm-
fríður, f. 29.5. 1974, maki Ing-
valdur Mar Ingvaldsson, f. 16.4.
1974, börn a) Ísak Sölvi, f. 1.7.
Þá er komið að kveðjustund
við elsku mömmu, Maríu Mar-
teinsdóttur. Mömmu sem var bú-
in að lifa langt og annasamt ævi-
skeið. Þakklætið til mömmu og
formæðra hennar fyrir allan
þeirra dugnað og styrk er ómæl-
anlegt. Líf þeirra var í mínum
augum erfiðleikar alla daga en
nú lifi ég eins og blóm í eggi,
áhyggjulaust, beint út af þeirra
stritreikningi. Mömmu stóð að-
eins til boða tveggja ára barna-
skólapróf, mín menntun tífalt
lengri í árum talið þó ég vildi
ekki sjá skólagöngu í upphafi og
verið sérlega seinlæs, en þraut-
seigju mömmu má þakka að
barnið varð læst.
Mamma upplifði tímana
tvenna, hún fæðist í sveit en vex
og dafnar samhliða þorpinu á
Höfn. Hornafjörður var stór
partur af hennar sjálfsmynd, þar
fannst henni allt fallegast og
allra best. Bernska var á Höfð-
anum þar sem hún gekk undir
nafninu Maja litla í Sandgerði.
Starfsframanum má svo skipta í
árin í Kaupfélaginu og á Bók-
haldsstofunni sem þau pabbi
ráku saman um árabil. Mamma
elst upp í faðmi stórfjölskyldu
sem umvafði hana og hún til
baka. Hún gaf mikið af sér og
hugsaði vel um gamla fólkið okk-
ar, sumir voru tímabundið hjá
okkur í Hlíðartúninu.
Hlíðartúnið er sögusvið okkar
mömmu, þar er mín bernska. Í
garðinum útbjó mamma sand-
kassa í risastóru vörubílsdekki,
sandurinn var sóttur út á fjörur
og við krakkarnir í hverfinu
byggðum þar lystihverfi. Þegar
áhuginn á sandkassastundum
dvínaði varð dekkið að blómabeði
með íslenskum tegundum. Ég
veit ekki hvort ég kunni að meta
það á þessum tíma en fallegt var
það. Uppáhaldsblóm mömmu var
fjalldalafífill, eins og hún sagði:
„Hann drúpir höfði og vill ekki
láta of mikið á sér bera.“ Þannig
var mamma, konan á bak við
tjöldin, tilbúin að gera allt fyrir
alla, aldrei svöng, þreytt né fann
til. Vann myrkranna á milli og
passaði alla daga að erfiðleikar
kæmu sem minnst við mig.
Áhugamál mömmu voru að vera
með fólkinu sínu og fylgjast með
okkur, best var þegar allt var
hreint, fallegt og fínt og allir
meira en mjög saddir.
Saman voru mamma og pabbi
góðir ferðafélagar. Sumarfríin til
frændfólksins austur á firði og
norður á Blönduós voru dásam-
leg. Eins ferðalög innan héraðs
með gestum sem stoppuðu hjá
okkur með nesti, m.a. gos í
flösku og lakkrísrör. Ein af stóru
gjöfunum var að kynna mig fyrir
Stapafólkinu, hjá þeim fékk ég
að dvelja löngum stundum,
mamma og pabbi komu oft í
heimsókn því fólkið þar var þeim
líka einstaklega kært og vináttan
mikil.
Mamma náði að sýna mér,
Inga mínum og börnunum okkar
skilyrðislausan áhuga og ást. Við
mamma spjölluðum saman nær
daglega, eins og margar verð ég
mamma mín að einhverju leyti,
nú elska ég þegar hún birtist í
tilsvörum mínum. Við eigum
margar fallegar minningar um
dásamlega og skemmtilega
ömmu sem var alltaf tilbúin að
leika, lesa og spila, m.a. rommý
og Hornafjarðarmanna. Segja
sögur … sumar töluvert stíl-
færðar þannig að við þekktum
okkur ekki alltaf í aðstæðunum.
Við söknum mömmu sannarlega
mikið en minnumst hennar með
virðingu, hlýju og spilum áfram
úr lífinu eins og hún hefði viljað
að við myndum gera.
Hólmfríður.
Elsku Maja amma mín hefur
kvatt þessa jarðvist.
Ég var svo lánsöm að fá að
dvelja hjá henni og afa á sumrin
á Höfn þegar mamma og pabbi
fóru í fjallgöngur og ég ekki
komin með aldur til slíkra stór-
ræða. Þá var margt brallað og
ömmu leiddist ekki að fara með
mig út um allt, að sýna okkur og
sjá aðra.
Það var ekki í kot vísað að
koma í heimsókn til ömmu á
Höfn og enginn gerði jafn góða
marmaraköku og hún og auðvit-
að var alltaf til ís.
Ömmu var ákaflega umhugað
um velferð annarra og sinna nán-
ustu. Hún hringdi reglulega til
að vita um okkar hagi og hvað
hefði á daga okkar drifið. Hvern-
ig væri vinnunni, hvert ég væri
búin að ferðast, hvort ég væri nú
ekki komin með kærasta og
margt fleira bar á góma.
Takk fyrir allt, elsku amma.
Ég kveð þig með orðunum
sem þú sagðir alltaf þegar við
kvöddumst:
Vertu sæl, elskan mín, og Guð
veri með þér.
Knúsaðu afa frá mér.
Við kveðjum þig elsku amma mín,
í upphæðum blessuð sólin skín,
þar englar þér vaka yfir.
Með kærleika ert þú kvödd í dag,
því komið er undir sólarlag,
en minninga ljós þitt lifir.
Leiddu svo ömmu góði guð
í gleðinnar sælu lífsfögnuð,
við minningu munum geyma.
Sofðu svo amma sætt og rótt,
við segjum af hjarta góða nótt.
Það harma þig allir heima.
(Halldór Jónsson frá Gili)
Þín
Hjördís.
Maja amma var með stærsta
hjartað. Hún var ósérhlífin og
brann fyrir það að fólkið hennar
hefði það sem best. Amma sýndi
væntumþykju á marga vegu en
það eitt að kveðja hana í síma
gat tekið nokkrar mínútur af því
hún bæði vildi ekki sleppa manni
og hún vildi passa að guð passaði
upp á mann og að við hefðum það
gott. Kveðjuna endurtók hún um
það bil fimm sinnum áður en
símtalinu lauk.
Amma var sterk kona, falleg,
elskaði mikið og var mikill sæl-
keri.
Amma elskaði að segja mér
sögur og rekja ættir okkar. Hún
þekkti fólkið sitt vel. Einu sinni
rakti hún ættir skólabróður míns
frá Höfn til baka sjö ættliði,
nafngreindi alla sem áttu í hlut
og benti mér á að við værum ná-
skyld. Náskyld endurtók hún
aftur og aftur.
Undir það síðasta sagði amma
mér oftast söguna af því þegar
hún var að passa mig og Svein í
Stykkishólmi meðan beðið var
eftir að Snjólfur fæddist sumarið
1994. Við vorum fjögurra og sjö
ára. Þetta var um fyrstu Dönsku
dagana og var boðið upp á rútu-
ferð að Helgafelli og til Bjarn-
arhafnar.
Amma horfði á eftir okkur
Sveini hlaupa upp Helgafellið
sem hún þekkti ekki og var
hrædd um okkur. Það var henni
minnisstætt hvað þessi litlu börn
hlupu hratt og hvað hún var
smeyk um að eitthvað kæmi fyr-
ir.
Í Bjarnarhöfn var ég á heima-
velli, nýbúin að vera þar í vor-
heimsókn með leikskólanum. Á
meðan allir sem með voru í för í
rútunni skoðuðu sig um í kirkj-
unni í Bjarnarhöfn tók María
litla upp á því að fara út og læsa
fólkið inni. Amma var hrædd um
að ég myndi fara mér að voða,
hlaupa út í sjó eða eitthvað ann-
að. Ég man ennþá hvað lykillinn
var stór og þungur og stífur. En
eftir smá bras náði ég að opna
kirkjuna með aðstoð frá Sveini
sem stóð hinum megin við læstar
dyrnar og amma gat andað léttar
eftir ansi mikið ævintýri í Helga-
fellssveit.
Daginn eftir fæddist Snjólfur.
Kveð þig með orðunum þín-
um: Guð veri með þér hverja
stund í leik og starfi.
Elska þig amma.
María.
Þegar við Heiðrún fluttum til
Hafnar í Hornafirði árið 1965 og
hófum störf hjá Kaupfélagi Aust-
ur-Skaftfellinga hafði félagið ný-
lega reist glæsilegt verslunarhús
og á þriðju hæð þar var mynd-
arleg vefnaðarvöruverslun sem
stjórnað var af Maríu Marteins-
dóttur verslunarstjóra.
Þetta var upphaf langra og
góðra kynna og samstarfs við
Maju eins og hún venjulega var
kölluð.
Að áliðnum vetri 1971 kom til
starfa á skrifstofu kaupfélagsins
maður að nafni Sigþór Guð-
mundsson. Hann var ekkjumað-
ur, hafði nýverið misst eiginkonu
sína, en átti dóttur á ferming-
araldri. Með þeim Sigþóri og
Maju tókust góð kynni. Þau gift-
ust og byggðu sér einbýlishús í
Hlíðartúni þar sem þau bjuggu
alla tíð meðan bæði lifðu. Eign-
uðust dótturina Hólmfríði árið
1974, en fyrir átti Maja tvær
dætur. Auk starfa sinna á skrif-
stofu kaupfélagsins tók Sigþór
að sér mikil aukaverkefni og þar
kom vorið 1983 að þau hjónin
keyptu Bókhaldsstofuna ehf.,
sem stofnuð hafði verið þremur
árum áður. Þannig gerði Sigþór
aukastörfin að aðalstarfi og þau
hjónin störfuðu saman við þetta
verkefni næstu tvo áratugi.
Atvikin höguðu því þannig að
haustið 1992 hóf ég störf á bók-
haldsstofunni hjá þeim Sigþóri
og Maju og tíu árum seinna
keypti ég reksturinn af þeim, en
samstarf okkar hélt áfram á
þeim vettvangi.
Samstarf okkar Maju var því
ávallt náið og gott og á liðnum
árum kom hún oft í heimsókn til
okkar Heiðrúnar, eða við til
hennar, og þá var margt spjallað
og oft rifjaði hún upp eftirminni-
leg atvik úr bernsku sinni og
jafnaldra sinna hér á Höfn á
fjórða og fimmta áratug síðustu
aldar. Sömuleiðis rifjuðum við
oft upp eftirminnilega flugferð
frá Reykjavík hinn 25. nóvember
1968 frá Reykjavík til Hafnar, en
það var sennilega erfiðasta flug-
ferð sem við tókum þátt í. Eftir
að Maja flutti á Hjúkrunarheim-
ilið Skjólgarð áttum við þess
ekki kost að heimsækja hana
vegna takmarkana í heimsókn-
um á Covid-tímum nema einu
sinni á liðnu hausti og áttum þá
góða stund saman.
Það er gott að minnast
ánægjulegs samstarfs og góðra
kynna við þessa sómakonu og við
Heiðrún sendum þeim Brynju,
Þórunni, Sigurbjörgu og Hólm-
fríði og fjölskyldum þeirra okkar
innilegustu samúðarkveðju.
Blessuð sé minning Maríu Mar-
teinsdóttur.
Hermann Hansson.
María
Marteinsdóttir
✝
Svanhvít Harð-
ardóttir fædd-
ist í Reykjavík 7.
nóvember 1984.
Hún lést 23. apríl
2022.
Foreldrar henn-
ar eru Sigurbjörg
E. Guðmundsdóttir,
f. 3. júní 1956, og
Hörður V. Sigmars-
son, f. 3. desember
1953.
Systkini hennar eru Erica
María, f. 26. júní 1977, Kári, f.
12. desember 1983, og Hjalti, f.
7. október 1983.
Svanhvít giftist Þorsteini K.
Ingólfssyni og eignuðust þau
Hörð Inga, f. 24. júní 2003. Þau
skildu. Svanhvít
eignaðist Maríu
Lind, f. 22. sept-
ember 2008, með
Atla V. Njálssyni.
Svanhvít útskrif-
aðist tanntæknir
frá Fjölbrautaskól-
anum í Ármúla árið
2012.
Svanhvít ólst upp
í Hafnarfirði hjá
foreldrum sínum.
Hún vann um árabil á tann-
læknastofum, Læknastöðinni
Glæsibæ og síðast hjá Kjálka-
skurðlæknum Álftamýri.
Útför Svanhvítar fer fram frá
Fríkirkjunni í Hafnarfirði í dag,
4. maí 2022, klukkan 13.
Elsku Svanhvít. Að hafa
kynnst þér eru fyrir mér algjör
forréttindi. Það er ekki oft á lífs-
leiðinni sem hægt er að detta í
lukkupottinn og hitta eðalmann-
eskjur eins og þig.
Held ég geti fullyrt að eins
opin og hjartahlý manneskja er
vandfundin.
Ég var svo heppinn að sjá og
upplifa sambandið milli þín og
dóttur þinnar. Það ljómaði af
trausti, ást og húmor. Það er
það sem heillaði mig líka við þig
… þessi yndislegi bilaði húmor
fyrir sjálfri þér og bara alls kon-
ar aðstæðum og hlutum í kring-
um þig. Þú sást mjög oft
skondnar hliðar á einhverju sem
enginn annar sá. Og mikið
djö … gat það verið fyndið! Og
svo auðvitað hrikalega stríðin!
En samt á þinn hátt, sem var
svo fyndið. Af því þér fannst það
líka.
Óbilandi húmor fyrir sjálfri
þér, sem er frábær mannkostur.
Gæti haldið endalaust áfram
að lýsa þinni yndislegu persónu
og öllum okkar samveru- og
hláturstundum og hversu þakk-
látur ég er fyrir að hafa kynnst
þér. Takk elsku Svanhvít.
Ég votta börnum, foreldrum,
systkinum og öllu hennar nán-
asta fólki mína dýpstu samúð.
Jörgen Árni Albertsson.
Svanhvít
Harðardóttir
Morgunblaðið birtir minn-
ingargreinar endurgjalds-
laust alla útgáfudaga.
Óheimilt er að taka efni úr
minningargreinum til birt-
ingar í öðrum miðlum nema
að fengnu samþykki.
Skil | Þeir sem vilja senda
Morgunblaðinu greinar eru vin-
samlega beðnir að nota inn-
sendikerfi blaðsins. Smellt á
Morgunblaðslógóið í hægra
horninu efst og viðeigandi liður,
„Senda inn minningargrein,“
valinn úr felliglugganum. Einn-
ig er hægt að slá inn slóðina
www.mbl.is/sendagrein
Skilafrestur | Ef óskað er eftir
birtingu á útfarardegi verður
greinin að hafa borist eigi síðar
en á hádegi tveimur virkum
dögum fyrr (á föstudegi ef út-
för er á mánudegi eða þriðju-
degi).
Þar sem pláss er takmarkað
getur birting dregist, enda þótt
grein berist áður en skila-
frestur rennur út.
Minningargreinar
Elsku móðir okkar, tengdamóðir, amma,
systir, mágkona og frænka,
SIGRÚN HALLGRÍMSDÓTTIR,
Furugerði 1, Reykjavík,
lést á líknardeild LSH í Kópavogi laugar-
daginn 23. apríl. Útförin fer fram frá
Digraneskirkju fimmtudaginn 12. maí klukkan 13.
Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja
minnast hennar er bent á Kristniboðssambandið.
Bryan Allen Smith Nelly Nguyen
Halla Marie Smith Anton Rafn Ásmundsson
Elisabeth Rökkurdís Mai og Sigrún Rós
Valgerður Hallgrímsdóttir Torfi Dan Sævarsson
Ármann Snær Torfason Agnes Björg Sigurðardóttir
Snærún Tinna Torfadóttir
Anton Smári og óskírður drengur
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir,
amma og langamma,
JÓHANNA DÓRA ÞORGILSDÓTTIR
hjúkrunarfræðingur,
Heinabergi 24, Þorlákshöfn,
lést á hjartadeild Landspítalans
þriðjudaginn 26. apríl. Útförin fer fram frá Þorlákskirkju
miðvikudaginn 11. maí klukkan 13.
Unnar Gils Guðmundsson Ásdís Jóhannesdóttir
Kristbjörn Ó. Guðmundsson
barnabörn og barnabarnabarn
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
GUÐRÚN JÓNA ÁRNADÓTTIR,
lést á hjúkrunarheimilinu Grund
sunnudaginn 17. apríl. Útför hennar fer fram
frá Digraneskirkju þriðjudaginn 10. maí
klukkan 13. Innilegar þakkir færum við starfsfólkinu á deild V3
á Grund fyrir góða umönnun.
Björk Níelsdóttir Sverrir Þór Sverrisson
Sigurbjörg Níelsdóttir Ólafur Helgi Jónsson
Árni Níelsson Margrét Eysteinsdóttir
Jens Níelsson Elísabet María Jónsdóttir
María Níelsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn