Morgunblaðið - 04.05.2022, Side 16

Morgunblaðið - 04.05.2022, Side 16
16 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. MAÍ 2022 ✝ Andrés Sig- urðsson var fæddur á Ólafsfirði 18. mars 1934. Hann lést á Land- spítalanum, Foss- vogi, 17. apríl 2022. Foreldrar hans voru Sigurður Pét- ur Jónsson vélstjóri, f. 6.4. 1907, d. 3.10. 1980, og Freygerð- ur Anna Þorsteins- dóttir, húsmóðir og af- greiðslukona, f. 15.2. 1912, d. 7.5. 1987. Systkini Andrésar eru Ant- on, f. 1932, Guðrún Árna, f. 9.11. 1935, d. 15.11. 1993, Sigríður Guðlaug, f. 11.1. 1937, d. 10.2. 2022, Jón, f. 1938, Þorsteinn Gunnar, f. 24.9. 1939, d. 11.8. 1940, Margrét Friðþóra, f. 1943, og Valgerður Kristjana, f. 1947. Eftirlifandi eiginkona Andrés- ar er Jensína Þórarinsdóttir, fædd 3.10 1936. Þeirra börn eru: 1) Þórarinn Hólm, kvæntur Rósu Bergmann Jónsdóttur, börn þeirra eru a) Sindri Bergmann, sambýliskona Pálína Guðrún Sig- urðardóttir, þeirra dætur eru Andrés ólst upp á Ólafsfirði. Eftir barnaskóla stundaði hann stundaði ýmis störf bæði til sjós og lands. Eftir tvö ár við nám í húsasmíði við Iðnskólann á Ólafs- firði fluttist hann til Reykjavíkur og lauk þar námi. Síðar lauk hann meistaranámi við þá iðn. Andrés kvæntist Jensínu Þór- arinsdóttur 10. september 1960 og eiga þau fjögur börn, sjö barnabörn og tíu barnabarna- börn. Árið 1963 fluttu þau í Kópavoginn og bjuggu þar þang- að til hann lést. Andrés vann hjá Breiðholti hf. 1958-1978, var á Grænlandi og sem verkstjóri frá 1978 hjá Flugmálastjórn þar til hann hætti störfum vegna aldurs. Eftir eldgosið í Vestmanna- eyjum vann hann sem sjálf- boðaliði við björgunarstörf. Andrés var í Kiwanisklúbbnum Eldey í Kópavogi og þar aðstoð- aði hann við flutning og stand- setningu á gamla BYKO-húsinu sem varð svo félagsheimili Eld- eyjar og er það enn. Hann var meðlimur þar til æviloka. Úför Andrésar fer fram frá Kópavogskirkju í dag, 4. maí 2022 klukkan 13. Hlekkir á streymi: https://streyma.is/streymi/ https://www.mbl.is/andlat Salóme Rósa og Salka Margrét. b) Andri Franklín, kvæntur Önnu Bertu Geirsdóttur, þeirra dætur eru Daley Myrra og Sara Júdea. c) Gígja Rós, hennar dóttir er Antonía Lind, sambýlismaður Sig- urður Stefán Har- aldsson, þeirra dótt- ir er Emma Sóllilja. d) Harpa Marín, sambýlismaður Páll Stein- ar Sigurbjörnsson, þeirra sonur er Ísak Máni. 2) Sigríður Andr- ésdóttir, dóttir hennar er Sandra Westerdahl, gift Christoffer Wes- terdahl. 3) Linda Andrésdóttir, gift Hafsteini Björgvinssyni, dæt- ur þeirra eru a) Kristín Haf- steinsdóttir, hennar börn eru Lovísa Sól og Björgvin Snær, sambýlismaður er Friðjón Pálls- son. b) Hólmfríður Hafsteins- dóttir, hennar dóttir er Freyja Kolbrá Nour Massad, dóttir Haf- steins er Erla Björg. 4) Þorsteinn Andrésson, kvæntur Naluemon Seesan. Í dag, 4. maí, er faðir minn borinn til grafar, 88 ára að aldri. Traustur maður, heiðarlegur og mikill húmoristi. Ég er alin upp að mestu leyti í Hrauntungunni í Kópavogi en faðir minn byggði það hús. Hann vann ávallt mikið á sama tíma og hann var að reisa hús yfir fjöl- skylduna og var kominn með fjögur börn á átta árum. Hann vann vel fyrir heimilinu og passaði að ekki skorti neitt en passaði einnig að standa í skilum með sínar skuldbindingar. Pabbi var alla tíð mikil barna- gæla og var ég svo lánsöm sem einstæð móðir að fá að búa hjá foreldrum mínum þar til dóttir mín var sex ára og ég flutt í mína eigin íbúð. Eitt af því sem pabbi elskaði að borða var rjómi og notaði hvert tækifæri sem gafst til að mata barnabörnin á honum, hvort sem foreldrunum líkaði það eða ekki. Eitt sinn er ég spurði hann úr hverju Bing Crosby hefði látist var hann ekki lengi að koma með svar; hann fékk hjartaáfall af því að hann borðaði ekki nóg af rjóma! Sakna þín, pabbi minn. Þín dóttir, Sigríður (Sigga). Hann afi Andrés var góður afi og ég á eftir að sakna hans mikið. Hann var trésmiður og eftir hann liggja fjölmörg verk um allt land, allt frá vönduðum húsgögnum upp í hús og flugskýli. Hann vandaði alltaf til verka og fannst skemmtilegast þegar tími gafst til þess að vanda sig extra mikið. Hann var traustur. Stóð alltaf við sitt og ég held að það sé hægt að telja þá daga sem hann var fjar- verandi frá vinnu á fingrum ann- arrar handar. Hann vann lengst af við smíð- ar hjá Flugmálastjórn, var með aðstöðu í bragga. Það fannst mér kúl. Hann gat smíðað allt og var alltaf til í að hjálpa mér þegar ég leitaði til hans. Hátalarastandar, veggjaeinangrun, stúdíóveggir. Hvað sem er. Alltaf var hann til. Ég á margar góðar minningar úr æsku af veiðiferðum, skíða- ferðum og ferðalögum með afa. Í flestum þessara ferða, þó ekki væri mikil sól á himni, var afi kominn úr að ofan. Við minnstu sólarglætu reif hann sig úr köfl- óttri skyrtunni. Í minningum mínum er afi alltaf klæddur í köflótta skyrtu. Svona vinnu- skyrtu. Og rjóminn. Við elskuð- um rjóma. Við borðuðum mikið af rjóma. Enda var vel veitt af honum hjá ömmu og afa. Þar var gott að vera. Vöfflur, flatkökur og gott fólk. Ég hafði mjög gaman af því að spyrja afa út í uppvaxtarárin á Ólafsfirði og fannst því mjög skemmtilegt þegar við fórum í dagsferð þangað þegar ég var krakki. Þar fékk ég að heyra margar skemmtilegar sögur. Hann sagði mér t.d. frá mann- inum sem var með svo stórar hendur að það skyggði á bæinn ef hann lyfti þeim upp. Hann sagði mér frá fyrsta bílnum sem hann sá og þegar hann, 10 ára, þurfti að elta símastaurana yfir heiðina til að komast heim til Ólafsfjarðar. Dagsferð. Það var smá misskilningur um hver átti að sækja hann. Svo spurði ég hann oft og mörgum sinnum út í söguna af því þegar hann hjólaði frá Reykjavík til Ólafsfjarðar á gíra- lausu hjóli á illfærum malarveg- um. Það fannst mér aðdáunar- vert og mikið þrekvirki. Afi var líka mjög fyndinn. Hann glotti alltaf út í annað þegar hann sagði mér að hann hefði fengið ókeypis snarl í þessari ævintýralegu hjólaferð. Hann brunaði niður brekku með galopinn muninn og inn í þétta mýþyrpingu. Hann brosti alltaf út í annað þegar hann lýsti viðbrögðum sínum við þessari óvæntu veislu. Ekta afa- svipur. Afi var mikil barnagæla. Alltaf með barn í fanginu og gaf þeim allan tímann í heiminum. Skoðið bara myndaalbúmin! Í síðasta samtalinu okkar talaði hann um það hve heppinn hann væri með fjölskylduna sína. Í kringum hann væri bara gott og strang- heiðarlegt fólk. En þannig var afi einmitt. Góður og strangheiðar- legur. Afi Andrés var traustur og skemmtilegur og fagmaður fram í fingurgóma. Ég var alltaf mjög stoltur af því að hann væri afi minn og mun sakna þess að heyra ekki fleiri sögur frá hon- um. En ég mun svo sannarlega segja mínum afkomendum sög- urnar sem hann sagði mér. Takk fyrir allt, afi. Þar til næst. Sindri Bergmann Þórarinsson. Allt frá því ég man eftir mér hefur það verið eitt það skemmti- legasta sem ég geri að fara í heimsókn til ömmu Jensínu og afa Andrésar. Ég man að sem krakki fannst mér þau sérstak- lega flott, því þau áttu sko sitt eigið vídeótæki, þar sem maður gat horft á upptökur af áramóta- skaupinu 1988, sem ég horfði að sjálfsögðu margoft á, þó ég skildi ekki brandarana. Ég hef svo ekki tölu á öllum jóladögunum, af- mælunum, bolludögunum og alls- konardögunum sem við komum í heimsókn þar sem voru alltaf mikil veisluhöld. Þegar við fengum að borða hjá þeim passaði afi vel upp á að allir borðuðu vel og bauð ábót um leið og síðasti bitinn hvarf af diskn- um: „Ætlarðu ekki að fá þér meira? Þú ert ekki búinn að borða neitt.“ Eftir margfalda ábót reyndi ég samt alltaf að verða við þessari bón hans. Þeg- ar ég var yngri hélt ég að ég væri farinn að sjá við þessu og vandi mig á að skilja einn bita eftir á disknum og einn sopa eftir í glas- inu til að vera alveg viss um að afi vissi að ég væri saddur. Hann sá þó fljótt við því og bauð mér bara ábótina aðeins fyrr, því enginn mátti fara svangur í burtu. Þegar ég varð eldri og eign- aðist eiginkonu og dætur þá sá ég enn betur hvað ég hef verið heppinn. Eiginkonan varð sam- stundis mikill aðdáandi þeirra hjóna. Oft og mörgum sinnum hefur hún nefnt við mig að amma og afi ættu skilið að fá íslensku fálkaorðuna fyrir að vera bara svo gott fólk og fullkomnar fyr- irmyndir og ég er bara alveg sammála henni. Það var svo auð- séð hvað afa fannst gaman að vera í kringum börn. Hann var alltaf til í að sitja með stelpunum í rólegheitum og spjalla um allt milli himins og jarðar á meðan þær teiknuðu, spiluðu eða léku sér. Það er ekki skrýtið að þeim fannst alveg eins gott og mér að fá að hitta hann afa. Fyrir nokkrum árum fluttum við fjölskyldan til útlanda, en eitt það erfiðasta við að búa erlendis er fjarlægðin frá fjölskyldunni og þá ekki síst fjarlægðin frá ömmu og afa. Síðast þegar við komum til Íslands þá var það að sjálf- sögðu einn af hápunktum ferð- arinnar að fá að hitta þau. Ég er mjög þakklátur fyrir að hafa get- ið tekið utan um hann afa í þeirri ferð og spjallað við hann um hitt og þetta, m.a. barnabörnin hans og tímann sem hann var að vinna á Grænlandi. Það var alltaf gott að hitta hann afa. Ég veit að ég, konan mín, dæt- ur mínar og allt fólkið hans afa eigum eftir að sakna hans mikið og segja sögur af honum um ókomna tíð. Takk fyrir allar góðu stundirnar og minningarnar, elsku afi. Andri Franklín Þórarinsson. Við systur kveðjum elsku afa okkar með miklum söknuði en yljum okkur við minningar um yndislegan og góðan afa. Afi var stór hluti af tilverunni og föstum liðum fjölskyldunnar, öll jólaboðin, skötuboðin, bollu- kaffið, afmælin og heimsóknirn- ar. Alltaf tók hann vel á móti manni og passaði að öllum liði vel og þá sérstaklega að allir borð- uðu vel. Við erum þakklátar fyrir allar þær stundir sem við áttum með afa og þær stundir sem börnin okkar áttu með honum en afi var einnig einstaklega hlýr og góður langafi og var oftar en ekki með minnstu krílin í fanginu. Okkur þykir svo vænt um, þig elsku afi, og allar dýrmætu minn- ingarnar með þér. Takk fyrir allt. Gígja og Harpa. Þá hefur nú Andrés bróðir minn kvatt þennan heim og ég þakka honum af hjarta fyrir allt það góða sem hann hefur gefið mér. Það eru níu ár á milli okkar svo ég man ekki mikið eftir hon- um sem krakki þar sem hann fór sautján ára að heiman og ég bara átta ára. En ég man vel að hann fékk tíu í bókfærslu og mamma og pabbi voru mjög stolt. Þegar ég fór í Kennaraskólann voru þau hjón afar góð við mig. Hann taldi það ekki eftir sér að sækja mig á svörtu bjöllunni flestar helgar. Þau voru með kanasjón- varp og ekki mátti missa af Perry Mason. Ég gisti oft og þá var glatt á hjalla, mamma Jens- ínu og Munda systir hennar voru á staðnum. Það var spilað og hlegið og ekki má gleyma heita góða brauðinu hennar Jensínu með osti og tómatsósu. Þegar við Óli fórum að byggja okkur hús þá var hann sko betri en enginn. Hann smíðaði alla glugga, og vann allt tréverk innandyra, þak- ið á húsið ásamt blómaskála. Hann var svo samviskusamur þegar hann taldi tímana sína því hann dró frá matar- og kaffitíma svo ég þurfti alltaf að bæta við nokkrum tímum. Við áttum margar góðar stundir saman þegar ég var að lakka panelinn utan á húsið eða grenið sem fór í loftið á efri hæðinn. Við spjöll- uðum og hann sagði mér brand- ara. Andrés hafði góðan húmor en sparaði hann alltof oft. Andrés átti margar vinnustundir hjá Kiwanisklúbbnum Eldey í Kópa- vogi. Hann lét flytja hús upp á Skemmuveg og gerði það í stand ásamt öðrum. Fyrir jólin seldi hann kerti og alltaf keypti ég dá- góðan slatta. Ég á enn eftir kerti frá Eldey enda brenna þau hægt og fallega. Kallið er komið komin er nú stundin vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna er sefur hér hinn síðsta blund (Vald. Briem) Við Óli sendum fjölskyldunni allri okkar innilegustu samúðar- kveðjur og kveðjum með sökn- uði. Margrét. Látinn er góður félagi og vin- ur okkar Andrés Sigurðsson, Andrés Freyju, eins og hann var kallaður í Ólafsfirði. Margir krakkar voru kenndir við móður sína en það var vegna þess að feðurnir fóru á vertíð suður á land, en heima sáu mæðurnar um uppeldið. Andrés var einu ári á undan okkur, 1934- og ’35-ár- ganginum í skóla, því að þrengsl- in í gamla skólanum voru mikil og það þurfti að flytja einn nem- anda yfir í eldri bekk. Efnileg- astur þótti Andrés til að ráða við það og stóð hann sig vel þótt yngri væri. Iðnskóli var starf- ræktur í Ólafsfirði og við sem hugðumst fara í iðnnám nýttum okkur þann möguleika og gátum tekið próf í þeim greinum sem tilheyrðu ekki iðnnáminu. En þau fög tókum við Andrés síðan í Iðnskólanum í Reykjavík. Ég fór suður í húsasmíðanám haustið 1954, en þá var Andrés byrjaður í sínu húsasmíðanámi. Fljótlega hittumst við og tókst með okkur mikill vinskapur. Hann bjó þá á Barónsstíg 33, ásamt öðrum Ólafsfirðingum, þeim Magnúsi Magnússyni (Madda) og Alberti Ólafssyni (Abba). Mötuneyti var í sama húsi og borðuðu þeir þar. Við fór- um mikið í bíó og sáum flestar myndir sem sýndar voru og oft fengum við okkur kaffi eftir sýn- ingar á Matstofu Austurbæjar á Laugaveginum. Eitt sumarið vorum við Andr- és, Maddi og Anton hálfbróðir Andrésar staddir í Ólafsfirði í sumarfríi. Við félagarnir löbbuð- um út á síldarplan. Víðir II hafði komið í land tvisvar sama sólar- hringinn með fullfermi af síld. Sigmundur Jónsson kunningi okkar var verkstjóri á Stígan- daplaninu og sagði að það væri ósköp að sjá okkur með hendur í vösum og bað okkur þess lengstra orða að koma í vinnu. Það vantaði mannskap. Við létum slag standa, fengum lánuð vinnu- föt og unnum þar heilan dag og langt fram á kvöld og þetta er eftirminnilegur frídagur. Annað sumar vorum við Andr- és báðir í sumarfríi heima í Ólafs- firði. Guðrún systir hans bjó á Vestara-Landi austur í Öxarfirði og við Guðrún vorum bekkjar- og fermingarsystkini. Þá datt Andr- ési í hug að það gæti verið gaman að hjóla austur til hennar og bað mig að koma með sér. Ég sló til og tókum við póstbátinn Drang til Akureyrar. Við komumst nokkurn veginn klakklaust aust- ur, þrátt fyrir að þurfa að leiða hjólin upp Vaðlaheiðina, og síð- asta spölinn yfir heiðina fengum við á okkur bleytuhríð og urðum rennandi votir. Á Vestara-Landi dvöldum við í tvo daga í góðu yf- irlæti. Á heimleiðinni fórum við yfir Jökulsárfljótið hjá Gríms- stöðum og áleiðis niður í Mý- vatnssveit. Þetta var skemmtileg og ógleymanleg ferð sem var öðruvísi en að aka um í bíl. Eftir að ég kom heim úr námi frá Noregi var Andrés giftur, kominn með konu og barn. Nokkru seinna urðu einnig góð kynni okkar hjóna við Jóhann Severin Walderhaug, líka Ólafs- firðing, og konu hans Huldu Guðnadóttur. Við, þessi þrenn hjón, höfum átt margar ánægju- legar samverustundir og nutum einnig oft samvista með eldri borgurum í Ólafsfirði, ferðuð- umst með þeim um landið og fór- um í siglingu um Karabíska haf- ið. Við hjónin þökkum ómetan- lega vináttu. Jensínu og fjöl- skyldu sendum við innilegar samúðarkveðjur. Sveinbjörn Sigurðsson frá Ólafsfirði. Andrés Sigurðsson ✝ Viktor Ingi Sturlaugsson bifvélavirkjameist- ari fæddist 14. nóv- ember 1940 á Stokkseyri. Hann lést 22. apríl 2022. Foreldrar hans voru hjónin Stur- laugur Guðnason, f. 18. ágúst 1904, d. 23. júní 1985, og Aðalheiður Eyjólfs- dóttir, f. 27. júlí 1909, d. 13. jan- úar 2004. Systkini hans eru Guðrún Ás- dís (látin), Margrét, Guðni Vil- berg (látinn) og Einar. Árið 1965 giftist hann eftirlif- eru Theodór Ingi, Signý Rós, Dennis, Delissa og Elissa. Sem ungur maður vann hann til sjós og í Straumsvík, Glóbus og Steypustöðinni hf. en árið 1985 réð hann sig til Reykja- garðs og sá þar um allt viðhald á vélum og húsum. Seinna vann hann hjá Domino’s og sá þar um viðhald og eftirlit með bílum og búðum og vann þar þar til hann lét af störfum 78 ára gamall í fullu starfi. Viktor og Sigríður hófu sinn búskap í Reykjavík með Júlíönu móður Sigríðar í Mávahlíðinni. Árið 1971 bjuggu þau stutt á Sel- fossi þar sem Viktor kom að uppsetningu Steypustöðvarinn- ar þar. Eftir það fluttu þau í Kópavog. Árið 1975 fluttu þau í Mosfellssveit og hafa búið þar síðan. Útförin fer fram í Grafarvogs- kirkju í dag, 4. maí 2022, klukk- an 15. andi eiginkonu sinni, Sigríði Th. Mathiesen, f. í Hafnarfirði 6. mars 1946, dóttir hjón- anna Theodórs Árna Mathiesen og Júlíönu S. Sólons- dóttur Mathiesen. Börn þeirra eru: 1) Victor Rafn, f. 24. júní 1966, í sambúð með Salbjörgu Bjarnadóttur. Dætur Victors eru Tinna Karen og Thelma Lind. Börn Salbjargar eru Óskar Örn, Júlíana Kristbjörg, Ólafía María og Freyja Rán. 2) Júlíana Sigríð- ur, f. 20. júlí 1970. Börn hennar Ingi afi var enginn venjulegur afi, hann var líka vinur, grínisti og elskulegasti afi sem ég get hugsað mér. Ég gæti ekki þakkað honum nóg fyrir öll árin sem við höfum eytt saman. Ég man alltaf þegar enginn vildi heyra hann spila á harmonikuna, þá fór ég á eftir honum fram í bílskúr og dansaði með laginu sem hann var að spila. Hann var afi allra barna. Hann á alltaf stað í hjarta mínu og þeirra sem kynntust honum. Ég man eftir sögum um afa eins og þegar ég var bara ný- fædd, þá vildi hann reyna að vekja mig en hann fékk það ekki. Eða það er ein af þeim sögum sem ég hef heyrt. Eitt af mörgu sem ég og allir aðrir sem þekktu hann muna eftir er afi og fuglinn. Þegar maður var hjá þeim ömmu og afa í matarboði tók afi glasið og faldi það og þóttist svo ekki kannast við neitt. Ég mun sakna hans eða réttara sagt munum við öll sakna hans. Hann gaf mér fyrstu kennsluna í golfi. Þín afastelpa, Signý Rós. Viktor Ingi Sturlaugsson Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir og afi, PÉTUR JÓNASSON, ljósmyndari á Húsavík, andaðist á krabbameinsdeild Landspítala, Háskólasjúkrahúss föstudaginn 29. apríl. Útförin fer fram frá Húsavíkurkirkju mánudaginn 9. maí kl. 14. Sigríður Pétursdóttir Garðar Agnarsson Hall Helgi Pétursson Patra Tawatpol barnabörn og aðrir ástvinir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.