Morgunblaðið - 04.05.2022, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 04.05.2022, Qupperneq 20
20 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. MAÍ 2022 50 ÁRA Kristján er Hafnfirðingur en býr í Kópavogi. Hann er menntaður hárgreiðslumaður og löggiltur fast- eignasali. Kristján er einn af eigendum Lindar fasteignasölu. „Áhugamálin eru fyrst og fremst golf og skíði og svo hef ég gaman af að leika mér á buggy- bílnum. Konan mín bauð mér óvænt til Dubaí í tilefni afmælisins og við vorum að leika okkur á buggy í eyðimörkinni.“ FJÖLSKYLDA Sambýliskona Krist- jáns er Lára Þyri Eggertsdóttir, f. 1975, löggiltur fasteignasali og starfsmaður á Lind. Tvíburasynir Kristjáns eru Benja- mín Ómar og Kristófer Kort, f. 2002. Foreldrar Kristjáns eru Haukur Eiríks- son, f. 1950, fv. söðlasmiður og Brynja Björk Kristjánsdóttir, 1953, fv. leik- skólastjóri. Þau eru búsett í Hafnarfirði. Kristján Þórir Hauksson Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl , Hrútur Með réttu hugarfari tekst þér allt sem þú ætlar þér svo vertu bara jákvæður. Leyfðu þér að setja markið hærra en þú hefur gert undanfarið. 20. apríl - 20. maí + Naut Það er hollt að setjast niður af og til og velta fyrir sér, hvað maður vill fá út úr lífinu, bæði í leik og starfi. Haltu þig við efnið og fylgdu málunum til enda. 21. maí - 20. júní 6 Tvíburar Óvenjuleg atburðarás gæti leitt til þess að þú verðir í sviðsljósinu í dag. Ekki láta þetta slá þig út af laginu. 21. júní - 22. júlí 4 Krabbi Þú ert handviss um að það sem þú ætlar þér að gera sé gerlegt. Ef þú hefur efni á því að láta eitthvað eftir þér, skaltu gera það. 23. júlí - 22. ágúst Z Ljón Þú átt auðvelt með að sjá í gegnum aðra en vertu sanngjarn því aðrir geta líka séð í gegnum þig. Mundu að flas er ekki til fagnaðar. 23. ágúst - 22. sept. l Meyja Að líta inn á við fær mann til að gera sér grein fyrir ýmsu. Einhver nákominn þér fær kaupauka eða hlunnindi sem koma þér jafnframt til góða. 23. sept. - 22. okt. k Vog Sláðu á þær raddir innan fjölskyld- unnar sem segja þig yfirdrifinn og óút- reiknanlegan. Gefðu þér nægan tíma til að skoða öll mál sem þú hefur aðkomu að. 23. okt. - 21. nóv. j Sporðdreki Þótt þú hafir í mörg horn að líta á vinnustað þínum, máttu ekki láta það bitna á þínum nánustu. Nú ættu hlutirnir hins vegar að fara að komast í eðlilegt horf. 22. nóv. - 21. des. h Bogmaður Einhver er að krefjast skuld- bindingar frá þér, sem þú ert ekki reiðubú- inn fyrir. Gefðu þér góðan tíma til þess að velta málunum fyrir þér. 22. des. - 19. janúar @ Steingeit Haltu þínu striki og þá fer allt vel, því hugmyndir þínar um lausn í ákveðnu máli eru réttar. 20. jan. - 18. febr. ? Vatnsberi Kafaðu undir yfirborð hlutanna og láttu kjarna þeirra ráða úrslitum. Hafðu það hugfast, þegar þér finnast verkefni dagsins taka á sig snúnar myndir. 19. feb. - 20. mars = Fiskar Þú átt ekki í erfiðleikum með að gera langtímaáætlanir í dag. Samstarfs- menn þínir bera traust til þín og leita að- stoðar þinnar þegar á bjátar. og gjörgæslulæknafélags Íslands og situr í nokkrum nefndum á vegum samtaka norrænna svæfinga- og gjörgæslulækna. Hann er í ritstjórn ACTA Anasesthesiologica Scand- inavicae, fræðarits á sviði svæfinga- og gjörgæslulækninga. Hann hefur komið að ritun fjölda fræðigreina og bókarkafla á sviði læknisfræði, eink- ingum við Landspítala og Háskóla Ís- lands árið 2019 og hefur sinnt því starfi síðan. „Ég er bæði að vinna klínískt starf við að sinna sjúklingum og kenni læknanemum, sérnáms- læknum og rannsóknarnemum, auk þess að sinna rannsóknastörfum. Ég vinn því mjög fjölbreytilegt starf.“ Martin Ingi er í stjórn Svæfinga- M artin Ingi Sigurðsson fæddist 4. maí 1982 í Reykjavík og ólst upp í Safamýrinni og á Háaleitisbraut. „Ég æfði fótbolta og handbolta og entist í handboltanum upp í 3. flokk, en það var ekki út af hæfileikunum sem ég æfði þetta lengi heldur góðum félagsskap.“ Martin lauk grunnskólaprófi úr Álftamýrarskóla 1998 og útskrifaðist af eðlisfræðibraut Menntaskólans í Reykjavík 2002. Hann hóf nám við læknadeild Háskóla Íslands árið 2003 og útskrifaðist árið 2009. Samhliða læknanámi hóf hann doktorsnám við læknadeild Háskóla Íslands og út- skrifaðist með doktorspróf í læknis- fræði árið 2011. Að því loknu starfaði hann sem deildarlæknir á svæfinga- og gjörgæsludeild Landspítala 2011- 2012. Hann hélt utan til Boston í Bandaríkjunum árið 2012 og lauk sérfræðinámi í svæfinga- og gjör- gæslulækningum við Brigham and Women’s-sjúkrahúsið, kennslu- sjúkrahús læknadeildar Harvard, árið 2016. Að því loknu hélt hann til Durham í Norður-Karolínu þar sem hann lauk undirsérhæfingu í svæf- ingum fyrir hjarta- og lungnaskurð- aðgerðir og gjörgæslulækningum frá Duke árið 2018. „Ég byrjaði í verkfræði, en foreldr- ar mínir eru báðir verkfræðingar og ég hallaðist mikið að stærðfræði og raunvísindum í MR. En ég var ekki viss um að ég gæti enst í faginu, ég vildi verja meiri tíma í að tala við fólk en að sitja fyrir framan tölvuna. Ég kláraði fyrsta árið en ákvað að prófa að fara í læknanám. Ég sé ekki eftir því. Svæfinga- og gjörgæslulækn- ingar byggjast vissulega mikið á skilningi og hagnýtingu lífeðlisfræði þar sem við mælum og bregðumst við mælingum á ástandi sjúklinganna. Svo hef ég einnig náð að nýta mér forritunarþekkinguna úr verkfræð- inni við rannsóknarvinnu mína.“ Að sérfræðinámi loknu flutti Martin til Íslands og hóf störf sem sérfræðilæknir á svæfinga- og gjör- gæsludeild Landspítala árið 2018. Hann var ráðinn prófessor og yfir- læknir í svæfinga- og gjörgæslulækn- um svæfinga- og gjörgæslulæknis- fræði. Martin hefur ferðast með sjálf- boðaliðasamtökunum Team Heart til Rúanda í þrígang til að vinna sem svæfinga- og gjörgæslulæknir, en samtökin styðja við uppbyggingu heimamanna á sjálfbærum hjarta- skurðlækningum í landinu. „Ég kynntist þessum samtökum þegar ég var í sérfræðináminu í Boston. Við höfum á vegum samtakanna gert um 300 hjartalokuaðgerðir í Rúanda á unglingum og ungu fólki sem hefðu ekki lifað lengi án þessarar aðgerðar. Hjartalokurnar skemmast vegna sjaldgæfs fylgikvilla ómeðhöndlaðrar streptókokkasýkingar, sem þekkist varla í hinum vestræna heimi. Ég var að koma úr minni þriðju ferð til Rú- anda og í hvert skipti sjáum við fram- farir. Heimamenn gera nú aðgerðirn- ar og sinna eftirmeðferðinni að miklu leyti, svo miklu að við vonum að þeir verði orðnir sjálfbærir innan örfárra ára.“ Martin Ingi hefur hlotið viður- kenningar fyrir kennslu og vísinda- störf. Hann fékk verðlaun frá forseta Íslands fyrir besta verkefni styrkt af Martin Ingi Sigurðsson, prófessor við HÍ og yfirlæknir á Landspítalanum – 40 ára Fjölskyldan Martin, Emilía, Anna og Björn á göngu í Búðardal síðastliðið sumar. Sjálfboðaliðastarf í Rúanda Arizona Martin og Anna í göngu í Sedona árið 2015. Steinunn Erla Sigurðardóttir, Sigríður Maren Arnarsdóttir og Sóley June Martel héldu tombólu og tóku við frjálsum framlögum í Salahverfi í Kópa- vogi. Afraksturinn, sem var í kringum 70.000 kr., færðu þær Rauða kross- inum til styrktar krökkum í Úkraínu. Hlutavelta Til hamingju með daginn SMÁRALIND – DUKA.IS 20% afsláttur af öllum vörum í DÚKA Smáralind á miðnæturopnun. MIÐNÆTUROPNUN SMÁRALIND Opið til kl. 24.00 í kvöld 4. maí Afsláttur einnig í netverslun duka.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.