Morgunblaðið - 04.05.2022, Page 21
DÆGRADVÖL 21
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. MAÍ 2022
„ÉG ER BÚINN AÐ HRINGJA Á SJÚKRA-
BÍL. SETTU ÞESSI EYÐUBLÖÐ UNDIR
HÖFUÐIÐ Á HONUM. LÁTTU HANN KLÁRA
AÐ FYLLA ÞAU ÚT EF HANN VAKNAR.“
„BORÐ FYRIR 650 MANNS.“
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... að hafa hana á
heilanum.
Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann
ÉG ELSKA ÞIG ÞVÍ ÞÚ ERT
SÆTASTA STELPA Í HEIMINUM
OG ÉG ELSKA ÞIG FYRIR AÐ
HAFA EKKI ORÐIÐ MÉR TIL
SKAMMAROPINBERLEGA Í ÞRJÁ
HEILA DAGA
ÞAÐ ER NÝTT MET
HJÁ MÉR
AÐAL-
GAURINN
LANGTÍMAMARKMIÐ
MÍN ERU AÐ SAFNA 100
PUNDUM GULLS!
HVER ERU SKAMM-
TÍMAMARKMIÐIN
ÞÍN?
AÐ FINNA EINHVERN TIL AÐ
BORGA FYRIR DRYKKINA HANS!
Nýsköpunarsjóði námsmanna árið
2007, var útnefndur ungur vísinda-
maður ársins á Landspítala árið 2011
og hlaut kennsluverðlaun félags
læknanema við læknadeild Háskóla
Íslands 2021. Sömuleiðis fékk hann
hvatningarverðlaun Rannís árið 2021.
Áhugamál Martins eru samvera
með fjölskyldu og vinum, útivera og
hlaup. „Eftir að ég hætti að æfa bolta-
íþróttir hef ég verið að hlaupa og
stunda aðallega millivegalengda-
hlaup. Við Anna konan mín höfum
verið dugleg að ganga og ferðast og
reynum að finna skemmtilega staði að
ganga á þegar við erum í ferðalögum
innanlands og erlendis.“
Fjölskylda
Eiginkona Martins er Anna
Björnsdóttir, f. 26.4. 1983, taugalækn-
ir, sérfræðingur í parkinson og
hreyfitruflunum. Þau eru búsett í
Fossvoginum í Reykjavík. Foreldrar
Önnu: Hjónin Björn H. Jóhannesson,
13.4. 1951, fv. framkvæmdastjóri, bú-
settur í Reykjavík og Helga Þorgeirs-
dóttir, f. 9.7. 1950, d. 31.1. 2002, kenn-
ari.
Börn Martins og Önnu eru Björn,
f. 15.6. 2017, og Emilía, f. 22.12. 2019.
Systur Martins eru Drífa Kristín
Sigurðardóttir, f. 13.1. 1978, lögfræð-
ingur í dómsmálaráðuneytinu, búsett
á Seltjarnarnesi, og Hildur Erna Sig-
urðardóttir, f. 6.8. 1986, hagfræðing-
ur á Hagstofu Íslands, búsett á Sel-
tjarnarnesi.
Foreldrar Martins eru hjónin Sig-
urður Ingi Skarphéðinsson, f. 18.3.
1948, verkfræðingur, og Emilía
Martinsdóttir, f. 12.11. 1949, verk-
fræðingur. Þau eru búsett í Reykja-
vík.
Martin Ingi
Sigurðsson
Rannveig Vilhjálmsdóttir
húsfreyja í Vestmannaeyjum, f. á Borgarfirði eystra
Gísli Þórðarson
sjómaður í Vestmannaeyjum,
f. í Ámundakoti í Fljótshlíð
Bertha Gísladóttir
húsfreyja í Vestmannaeyjum og Reykjavík
Martin Brynjólfur Tómasson
forstjóri og útgerðarmaður í Vestmannaeyjum
Emilía Martinsdóttir
verkfræðingur í Reykjavík
Hjörtrós Hannesdóttir
húsfreyja í Höfn í
Vestmannaeyjum, f. í Eyjum
Tómas Maríus Guðjónsson
útgerðarmaður í Höfn
í Vestmannaeyjum, f. í Eyjum
Sigurveig Sigurðardóttir
húsfreyja íÆrlækjarseli í Öxarfirði,
f. á Gunnarsstöðum í Þistilfirði
Jón Gauti Jónsson
bóndi á Gautlöndum í Mývatnssveit,
Héðinshöfða á Tjörnesi og í
Ærlækjarseli, f. á Gautlöndum
Kristín Þuríður Jónsdóttir
húsfreyja á Akureyri
Skarphéðinn Guðnason
trésmiður á Akureyri
Valdína Björg Sigvaldadóttir
húsfreyja í Hafrafellstungu, f. þar
Guðni Metúsalem Sigurðsson
bóndi í Hafrafellstungu í Öxarfirði,
f. á Litlu-Laugum í Reykjadal
Ætt Martins Inga Sigurðssonar
Sigurður Ingi Skarphéðinsson
verkfræðingur í Reykjavík
Úrslit liggja nú fyrir í árlegri
Vísnasamkeppni Safnahúss
Skagfirðinga. Það nýnæmi var inn-
leitt að þessu sinni að hagyrðingar
voru hvattir til að yrkja til minn-
ingar um Bjarna Haraldsson kaup-
mann á Sauðárkróki og heiðurs-
borgara sveitarfélagsins
Skagafjarðar. Vinningshafi var
Ingólfur Ómar Ármannsson sem
orti meðfylgjandi hringhendu:
Glaðværð ann að glettni hló
gæsku sanna bar’ann.
Geðs í ranni göfgi bjó
gull af manni var’ann.
Markús Möller skrifaði mér:
„Vísan um Ólaf í gær, hinn 27., var í
miklu uppáhaldi hjá vini mínum,
sem nú er látinn. Sú seinni ekki síð-
ur, sem sami hagyrðingur á að hafa
ort eftir að Ólafur seldi og flutti á
brott“:
Mörg nú hefur meyjan grátið.
Mun svo verða enn um sinn,
því Ólafur hefur eftirlátið
öðrum manni … Hlíðarenda.
Ingólfur Ómar skrifar mér: „Sæll
Halldór, ég sá á föstudaginn í vísna-
horninu hina landsþekktu vísu
„Skála og syngja“ eftir Kára Jóns-
son frá Valadal og þá komu þessar
vísur upp í hugann sem ég gerði
fyrir löngu en hef aldrei birt áður“:
Hreiminn braga hlýna við
hljómar bagan slynga.
Ekki plagar andleysið
okkur Skagfirðinga.
Elska lipurt tungutak
og tónaflóðið þýða.
Hreyfir þó sér bregði á bak
best af öllum ríða.
Á Boðnarmiði birtir Gunnar J.
Straumland ljóðið „Efi“ úr kvæða-
bók sinni Höfuðstaf:
Hugsjón um frelsi er háleit og gild,
helst þó ef sérhver varast kann
frelsið til þess að fara að vild
á frjálslegan hátt með sannleikann.
„Hvenær má kalla fjallið fjall?“
fell og hólar spyrja oft
þegar við setjum þúfu á stall,
þegar við hyllum eintómt loft.
Fláræði eykst og fölva slær
á framtíðarsýn er var svo kær.
Fjarlægar slóðir færast nær.
Frumbernska mannsins var í gær.
Jón Atli Játvarðarson yrkir:
Þann fyrsta maí ég fór að spá,
hvað flyti upp að landi?
Óskup finnst mér Báran blá
og brotna þung á sandi.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Af vísnasamkeppni og
Skagfirðingum