Morgunblaðið - 04.05.2022, Síða 28

Morgunblaðið - 04.05.2022, Síða 28
Bókanir í gegnum netfangið hotel@hotelbokanir.is eða í símum 783-9300/01 Allar nánari upplýsingar á www.ferdaskrifstofaeldriborgara.is VORFAGNAÐUR Ferðaskrifstofu eldri borgara Hótel Grímsborgum 15. maí Njótið gistingar á 5* hóteli í fallegri náttúru, snæðið góðan mat, hittið skemmtilegt fólk og dansið fram eftir kvöldi. Mikil stemning meðal eldri borgara þar semmaður er manns gaman. Ferða- kynning, söngur, dans og gleði á björtu vorkvöldi. Innifalið í verði: Skemmtun, matur, gisting og morgunverður. Veislustjóri: Gísli Jafetsson. Verð 29.900 á mann í tvíbýli* *aukagjald fyrir einbýli kr. 11.000 Síðustu forvöð til að skrá sig Elfa Björk Jónsdóttir hefur verið útnefnd listamaður hátíðarinnar Listar án landamæra í ár. Elfa Björk fæddist árið 1961 og stundar myndlist. Segir í tilkynn- ingu frá hátíðinni að hún sé hæfileikarík listakona og segja megi að myndheimur hennar bygg- ist á abstrakt grunni og skapist oft skemmtilegt samspil formrænu og fígúratífs þegar hún sæki sér fígúratífar fyr- irmyndir ýmist úr um- hverfinu, náttúrulífs- bókum eða listasögunni. Elfa Björk sé ákaflega vinnusöm og með sterkan, hreinan og ákveðinn stíl. Elfa Björk Jónsdóttir listamaður Listar án landamæra 2022 MIÐVIKUDAGUR 4. MAÍ 124. DAGUR ÁRSINS 2022 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 776 kr. Áskrift 8.383 kr. Helgaráskrift 5.230 kr. PDF á mbl.is 7.430 kr. iPad-áskrift 7.430 kr. Kvennalið KA í blaki lauk frábæru keppnistímabili í gærkvöld með því að vinna Aftureldingu í þriðja úrslita- leik liðanna og tryggja sér með því Íslandsmeistaratit- ilinn. KA-konur unnu 25 af 26 leikjum vetrarins og hrepptu alla þrjá titlana sem í boði voru. »23 Glæsileg uppskera hjá KA-konum ÍÞRÓTTIR MENNING Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Sennilega sér þess sjaldan betur stað en í þessu verkefni hvað mennt- un styrkir fólk og skapar mikla möguleika. Með stuðningi fá kon- urnar sjálfstraust og sterkan vilja til að skapa sína framtíð á nýjum for- sendum. Í raun gjörbreytist lífið með námi sem nýtist vel,“ segir Anna Pétursdóttir, formaður Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur. Breyta stöðu til betra lífs Í gær voru kynnt söfnun og átaks- verkefni Menntunarsjóðs Mæðra- styrksnefndar Reykjavíkur. Margir hafa lagt sjóðnum lið með fram- lögum og talsverðu skilar sala á Mæðrablóminu, leyniskilaboðakerti sem nú er selt fimmta árið í röð. Sala á því hófst í gær. Úr menntunarsjóðnum njóta alls 67 konur stuðnings um þessar mundir. Margar þeirra hafa verið í þeirri stöðu jafnvel um lengri tíma að þurfa liðsinni til að breyta sinni stöðu til betra lífs. Hafa sumar hverjar verið með litlar tekjur og takmarkaða skólagöngu að baki. Með námi greiðist leiðin og dyr opn- ast. „Við erum mjög opin fyrir því að styrkja konurnar sem til mennt- unarsjóðsins leita og afsvar er algjör undantekning. Tekjur þurfa að vera undir tilteknu lágmarki, samanber skattframtal, og á síðustu árum höf- um við veitt um 400 styrki til um 300 kvenna, sem margar eru einstæðar mæður, og það opnar þeim dyr sem þeim stæðu annars ekki opnar. Markmiðið er að hjálpa konum til sjálfshjálpar sem styrkir velferð þeirra og fjölskyldna þeirra.“ Velunnnarar völdu skilaboð Menntunarsjóðurinn nýtur stuðn- ings fjölmargra aðila í samfélaginu og á hverju ári eru sérstakir velunn- arar sjóðsins tilnefndir. Á fyrri árum hafa þær verið Vigdís Finnboga- dóttir, fyrrverandi forseti Íslands, Eliza Reid forsetafrú, Kristín Ing- ólfsdóttir, fv. rektor Háskóla Ís- lands, Guðrún Hafsteinsdóttir al- þingismaður, Sigríður Thorlacius söngkona, Lilja Alfreðsdóttir ráð- herra og Katrín Tanja Davíðsdóttir, afrekskona í crossfit. Í ár bætast í hóp velunnara sjóðsins þrjár konur: Birna Einarsdóttir bankastjóri, söngkonan Bríet og Nína Dögg Filippusdóttir leikkona. Á 10 ára afmæli menntunarsjóðs- ins eru hinir sérstöku velunnarar hans orðnir jafn margir starfs- árunum. Þær Birna, Bríet og Nína Dögg hafa nú valið ný leyniskilaboð en auk þeirra verða til sölu sígild leynskilaboðakerti. Leyniskilaboða- kertin verða til sölu í mánuðinum í verslunum Pennans-Eymundssonar á höfuðborgarsvæðinu og á Akur- eyri, í verslunum Epal í Skeifunni og Kringlunni, Snúrunni í Ármúla sem og Smáralind – og loks hjá Heim- kaupum. „Við höfum þann háttinn á að greiða skólagjöld kvennanna auk þess sem þær fá bókastyrk sem er 50 þúsund fyrir hverja önn. Þetta kemur sér vel fyrir konurnar sem margar hafa farið til náms í Háskóla Íslands; margar til dæmis í hjúkr- unarfræði eða kennaranám. Annars er fjölbreytnin í þessu sem betur fer ráðandi; konurnar velja hver sína leið og samfélagið þarf fólk með alls konar menntun. Að geta lagt þessu lið er okkur í Menntunarsjóði Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur afar kært.“ Möguleikar og framtíðin er á nýjum forsendum - Styrkur og menntun - Leyniskilaboð og Mæðrablómið Morgunblaðið/Eggert Formaður Markmiðið er að hjálpa konum til sjálfshjálpar, segir Anna. Forseti Vigdís Finnbogadóttir er í hópi tíu velunnara menntunarsjóðsins.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.