Morgunblaðið - 06.05.2022, Side 10
10
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. MAÍ 2022
HURÐIR
Tunguháls 10, 110 Reykjavík, sími 567 3440, vagnar@vagnar.is, vagnar.is
• Stuttur afhendingartími
• Hágæða íslensk
framleiðsla
• Val um fjölda lita í
RAL-litakerfinu
• Vindstyrktar hurðir
Bílskúrs- og iðnaðarhurðir
Iðnaðarhurðir
Iðnaðarhurðir með gönguhurð
Bílskúrshurðir
Hurðir í trékarma
Tvískiptar hurðir
Smíðað eftir máli
Fyrsta flokks þjónusta og ráðgjöf
2022 SVEITARSTJÓRNARKOSNINGAR
Ekki kemur á óvart að minnihluta-
flokkarnir í Garðabæ telji að nýjan
meirihluta þurfi í bæjarstjórn, þar
sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur
verið einn í meirihluta frá upphafi
vega. „Það getur ekki verið hollt að
tala bara við sjálfa sig í meira en 50
ár,“ segir Sara Dögg Svanhildar-
dóttir í oddvitaumræðu Dagmála,
sem birt er í dag.
Almar Guðmundsson, oddviti
sjálfstæðismanna og bæjarstjóra-
efni, segir þvert á móti gott fyrir
kjósendur að vita að hverju þeir
gangi, bæjarfulltrúar Sjálfstæðis-
flokksins séu samhentur hópur.
„Um þetta snýst kosningabarátt-
an. Hverjum treysta íbúarnir til þess
að leiða bæinn áfram, þannig að fjár-
málin virki, þannig að þjónustan sé í
lagi, þannig að uppbygging sé þar
sem fólk vill hafa hana. Þar veit fólk
að hverju það gengur þegar sjálf-
stæðismenn eru annars vegar.“
Því fari þó fjarri að þeir ræði að-
eins sín á milli, í bæjarstjórn séu
fjörlegar umræður og dæmi um að
meirihlutinn og flokkar í minnihlut-
anum leggi fram tillögur saman.
Leikskólakreppa í Urriðaholti
Urriðaholtið var talsvert til um-
ræðu en oddvitar stjórnarandstöðu-
flokkanna telja að þar hafa innviðir
ekki fylgt þéttingu byggðar og veru-
legur skortur sé á leikskólaplássum,
en íbúamynstrið reyndist annað en
upphaflega var gert ráð fyrir.
Almar benti á að nú þegar hafi 3
milljörðum króna verið varið í upp-
byggingu í Urriðaholti og það kæmu
til með að verða 5 milljarðar á næsta
ári. Í Urriðaholti eru 17% íbúa fjöl-
skyldur með börn á leikskólaaldri.
Þorbjörg Þorvaldsdóttir, oddviti
Garðabæjarlistans, telur að sú þörf
hafi verið ljós fyrir tveimur árum, en
að ekki hafi verið brugðist nógu
hratt við þeirri þróun. Sara telur
þjónustu hafa goldið áherslu á fjár-
freka uppbyggingu íþróttamann-
virkisins Miðgarðs, leikskólinn í
Urriðaholti væri risinn ef ekki væri
fyrir Miðgarð. Almar tekur fyrir það
að Miðgarður hafi bitnað á þjónustu
og segir Söru ekki benda á nein fjár-
hagsleg rök sem styðji þá fullyrð-
ingu. Hann telur að fjármunum hafi
verið vel varið í Miðgarð, sem sé
bænum mikil lyftistöng.
Vilja ekki einsleitt samfélag
Sara Dögg kveðst hafa áhyggjur
af samfélagslegri ábyrgð sveitarfé-
lagsins, en beiðnum um fjárhagsað-
stoð hafi fjölgað. „Þótt við séum
hægrisinnuð þá viljum við félagslega
velsæld.“ Hún nefnir að í Garðabæ
séu aðeins 28 félagslegar íbúðir í 18
þúsund manna samfélag. „Við viljum
ekki að Garðabær einangrist sem
einsleitt samfélag.“
Almar segir að sú tala segi ekki
alla sögu, því bærinn leigi einnig
íbúðir í félagslegum tilgangi. Í
Garðabæ séu vissulega biðlistar eftir
félagslegu húsnæði, en þeir séu þó
enn lengri í öðrum sveitarfélögum.
Brynja Dan Gunnarsdóttir, odd-
viti Framsóknar, tók undir þetta og
lagði áherslu á að fjárfesta þyrfti í
fólki, létta undir með fjölskyldum og
skapa barnvænna samfélag. „Við
höfum stækkað hratt en hljóð fylgir
ekki mynd.
„Snýst um hverjum íbúar treysta“
- Skipulagsmál efst á blaði í ört vaxandi sveitarfélagi - Skortur á leikskólaplássum í Urriðaholti
- Skiptar skoðanir um forgangsröðun útgjalda - Meirihlutinn gagnrýndur fyrir einleik í bæjarstjórn
Morgunblaðið/Ágúst Óliver
Garðabær Víða var farið í umræðum oddvitanna fimm, sem snerust mikið um stjórn meirihluta sjálfstæðismanna.
Valið stendur milli fortíðar, framtíðar
og nútíðar, að mati Guðmundar Ara
Sigurjónssonar, oddvita Samfylking-
arinnar á Seltjarnarnesi. Hann tók
þátt í kappræðum Dagmála ásamt
Þór Sigurgeirssyni, oddvita Sjálf-
stæðisflokksins og Karli Pétri Jóns-
syni, oddvita Framtíðar.
Karl Pétur bar á borð að meirihluti
Sjálfstæðisflokksins væri í raun fall-
inn og vísaði þar til þess að einn bæj-
arfulltrúa flokksins hefði gengið í lið
með minnihlutanum um útsvars-
hækkun og væri nú á lista Samfylk-
ingar.
Þór svaraði því til að Seltjarnarnes
ætti áfram að bjóða lágt útsvar, góð-
an rekstur og góða þjónustu. Það
væri fyrirheit sjálfstæðismanna í
kosningabaráttunni.
Kosið um útsvarshlutfall
Ólíkar hugmyndir um útsvarshlut-
fall er það sem einkennir ólíkar nálg-
anir flokkanna þriggja sem bjóða
fram lista fyrir komandi sveitar-
stjórnarkosningar. „Við treystum
okkur fyllilega til að halda útsvarinu í
13,7%,“ sagði Þór. Karl Pétur vill
hins vegar að útsvar taki mið af út-
gjöldum bæjarins. „Við fengum það í
gegn að hækka útsvarið upp í 13,9%
um áramótin og það voru engar mót-
mælagöngur, fólk vill borga fyrir
þjónustuna,“ sagði hann og kvaðst
vilja hækka útsvarsprósentuna í
14,47%. Guðmundur Ari telur Sel-
tjarnarnes eiga að hækka útsvarið
upp í 14,48%, annað sé kredda, en
með þessu væri hægt að stórbæta
þjónustuna sem sé ekki vanþörf á og
vísar hann til þjónustukönnunar Gall-
up.
Lausnir fyrir leikskólann
Fyrir síðasta kjörtímabil var talað
um að bæta aðstöðuna á leikskólan-
um, sem hefur starfað að hluta til í
færanlegum rýmum vegna húsnæð-
isvanda. Fallið var frá fyrirliggjandi
áformum sem reyndust allt of dýr en
Þór segir að fyrir næsta kjörtímabil
sé leikskólinn algert forgangsmál hjá
Sjálfstæðisflokknum. Búið sé að finna
lausn sem kosti 1,2 milljarða og sé
þannig hófstilltari en muni leysa
vandann.
Karl Pétur vill líta til annarra
lausna, reisa ætti nýjan leikskóla í
miðri þéttri og lágreistri byggð.
Takmarkaðir stækkunar-
möguleikar Seltjarnarness
Þór bindur miklar vonir við Gróttu-
byggð. Með uppbyggingu þar sé ver-
ið að svara þörf á fjölbreyttri byggð,
auk þess sem þar birtist tekjumögu-
leikar fyrir sveitarfélagið til þess að
rétta af þann halla sem skapast hefur
í fjármálunum, án þess að hækka út-
svar. Hann áttar sig þó á að mögu-
leikar Seltjarnarness til uppbygging-
ar og útþenslu séu takmarkaðir.
Guðmundur Ari bendir á að það
þyrfti að skapa umhverfi þar sem
rekstraraðilar sjái hag sinn í því að
starfa og bjóða upp á þjónustu. „Það
vantar rými sem býður fólki inn af
götunni.“
Þeir Karl Pétur taka undir að hefja
þurfi á ný að athuga þéttingu byggð-
ar meðfram strandlengjunni.
Seltjarnarnes Oddvitarnir þrír á Nesinu, Guðmundur Ari Sigurjónsson, Karl Pétur Jónsson og Þór Sigurgeirsson.
Kosið um útsvarið
- Leikskólamál í brennidepli - Lágt útsvar kostur eða
kredda - Þór bindur miklar vonir við fjölbreytta Gróttubyggð
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Sjálfkjörið er í sveitarstjórn Skaga-
strandar á næsta kjörtímabili, þar
sem aðeins eitt framboð barst kjör-
stjórn. Næstu fjögur ár verður mál-
um í sveitarfélaginu því stjórnað af
Skagastrandarlistanum.
Fimm efstu þar og fulltrúar í
væntanlegri sveitarstjórn eru Hall-
dór Gunnar Ólafsson, Erla María
Lárusdóttir Hrefna Dögg Þorsteins-
dóttir, Guðbjörg Eva Guðbjarts-
dóttir og Péturína Laufey Jakobs-
dóttir. Á því tímabili sveitarstjórnar
sem nú er að renna út var Skaga-
strandarlistinn, með Halldór Gunnar
sem oddvita eins og nú, í meirihluta
með þrjá fulltrúa. Hitt framboðið var
Við öll, með tvo fulltrúa.
„Við sem stöndum að Skaga-
strandarlistanum hófum undirbún-
ing framboðs síðla vetrar með fund-
um og svo tók uppstillingarnefnd við.
Allt var þetta samkvæmt lýðræðis-
legu ferli og samráð haft við marga.
Við áttum allt eins von á öðru fram-
boði sem svo aldrei kom og því er
sjálfkjör niðurstaðan,“ segir Halldór
Gunnar.
Ekki heppilegt
„Í sjálfu sér er þetta þó ekki heppi-
legt. Línur skerpast og margvísleg
sjónarmið koma fram í umræðum
fyrir kosningar, sem aftur skila úr-
slitum. Að hvorki sé meiri- eða
minnihluti kallar því á beint samráð
okkar í sveitarstjórn við íbúa, fundi
og fleira slíkt svo finna megi bestu
lausnirnar.“
Halldór Gunnar segir að líta megi
svo á að sjálfkjör í sveitarstjórn þýði
að íbúar séu sáttir við stjórn mála og
að engin stór ágreiningsmál séu
uppi. „Yfirleitt hefur fólk hér verið
sammála um markmið og leiðir, en
verkefnin hér í byggðinni eru eigi að
síður mörg,“ segir hann.
Sjálfkjörið verður
á Skagaströnd
- Karl og fjórar konur halda sæti