Morgunblaðið - 06.05.2022, Qupperneq 12
12 FRÉTTIR
Viðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. MAÍ 2022
IB ehf | Fossnes A | 800 Selfoss | ib.is
Ábyrgð og þjónusta fylgir öllum nýjum bílum frá IB
Bílar á lager
Sími 4 80 80 80
Litur: Hvítur, svartur að innan.
Stór sóllúga, bakkmyndavél,
Bang & Olufsen hátalarakerfi,
Apple Carplay, hiti í öllum
sætum, hiti í stýri, fjarstart,
lane-keeping system,
heithúðaður pallur o. fl. o.fl.
3,5 L V6 Ecoboost
10-gíra, 375 hestöfl, 470 lb-
ft of torque, 20” álfelgur
2021 Ford F-150 Platinum
Litur: Hvítur/ Svartur að innan
(nappa leather)
Æðislegur fjölskyldubíll,
hlaðinn búnaði.
7 manna bíll,Hybrid Bensín,
Sjálfskiptur, 360° mynda-
vélar, Collision alert system,
Harman/Kardon hljómkerfi,
Tölvuskjáir í aftursæti
VERÐ aðeins
10.390.000 m.vsk
2022 Chrysler Pacifica Hybrid Limited
VERÐ frá
18.500.000 m.vsk
Litur: Svartur/ svartur að
innan.
10 gíra skipting,
auto track millikassi, sóllúga,
heithúðaður pallur, rafmagns
opnun og lokun á pallhlera,
flottasta myndavélakerfið á
markaðnum ásamt mörgu
fleirra.
High Country Deluxe pakki.
2022 Chevrolet High Country
VERÐ
15.890.000 m.vsk
Aldrei hafa íslenskir lífeyrissjóðir
lánað jafn mikið af óverðtryggðum
húsnæðislánum til heimilanna í land-
inu í einum og sama mánuðinum og í
mars síðastliðnum. Þetta kemur
fram í nýjum hagtölum frá Seðla-
banka Íslands um útlán lífeyrissjóða
til heimila.
Tveimur milljörðum
meira en í október 2019
Í mánuðinum tóku heimilin 9,1
milljarð króna í óverðtryggðum lán-
um að frádregnum uppgreiðslum
sem er tveimur milljörðum króna
meira en í þeim mánuði sem kemur
næst á eftir, sem var í október 2019.
Þá voru ný óverðtryggð lán samtals
7,1 milljarður.
Í febrúarmánuði síðastliðnum lán-
uðu lífeyrissjóðirnir heimilunum 5,9
milljarða. Aukningin milli febrúar og
mars er 55%.
Eins og fram kemur í gögnum
Seðlabankans var fjöldi nýrra útlána
í marsmánuði 616. Þar af voru 151
lán verðtryggð og 465 óverðtryggð.
Það þýðir að meðallánsfjárhæð er
um tuttugu milljónir króna á hverju
láni.
Heildarfjöldi lána er 34.224
Heildarfjöldi útlána lífeyrissjóð-
anna jókst á milli febrúar og mars en
616 ný lán voru veitt í mars eins og
fyrr sagði en fimm hundrað í febr-
úar. Heildarfjöldi lána er nú 34.224.
Voru ný útlán í mars að frádregnum
upp- og umframgreiðslum samtals
6,181 milljarður sem er mesti útlán-
avöxtur lífeyrissjóðanna frá upphafi
faraldursins í mars árið 2020.
Lækkaði höfuðstóll heildarútlána
verðtryggðra lána um 2,967 millj-
arða króna þar sem innborganir
voru þar umfram ný útlán sem voru
einungis 151 talsins eins og áður kom
fram. viktorpetur@mbl.is
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Íbúðir Heimilin völdu óverðtryggð lán í stórum stíl í marsmánuði.
Aldrei meira lán-
að óverðtryggt
- Heimilin tóku 9,1 milljarð í mars
Kaupverð ásættanlegt
Spurður um kaupverð segir Sæv-
ar það vera trúnaðarmál en segir
þó að það sé mjög ásættanlegt og
yfir væntingum seljanda.
Spurður um áhuga á fyrirtækinu
sem auglýst var til sölu í byrjun
apríl sl. segir Sævar að um þrjátíu
fyrirspurnir hafi borist. „Við völd-
um tíu aðila og úr því urðu við-
ræður við fjóra, þar til á endanum
var gengið frá samningum við
kaupandann.“
Öll tæki og tól, uppskriftir og
vörumerki eru hluti af pakkanum
ásamt fasteignum félagsins í Dals-
hrauni.
Sævar segir að kaupin muni
styrkja reksturinn til lengri tíma og
verða félaginu og starfsmönnum
þess til hagsbóta. „Fyrirtækið mun
sækja mikið fram með tilkomu nýja
eigandans. Þetta er mjög góð lend-
ing upp á framtíð fyrirtækisins að
gera. Það er bjart yfir þessu fé-
lagi,“ segir Sævar.
Aðspurður segir hann að fráfar-
andi eigandi fyrirtækisins og fram-
kvæmdastjóri, Kleópatra K. Stef-
ánsdóttir, muni hætta hjá félaginu
eftir að kaupin eru endanlega geng-
in í gegn. „Ný stjórn og fram-
kvæmdastjórn munu koma að félag-
inu,“ segir Sævar.
Aðspurður segir hann að stækk-
unarmöguleika séu á lóð Gunnars.
Eiginfjárhlutfall 11%
Hjá Gunnars starfa tuttugu
manns. Tap félagsins á árinu 2020
nam tæpum tuttugu milljónum
króna en var tæpar 17 milljónir ár-
ið á undan. Eignir fyrirtækisins
nema nú um 158 mkr. og bókfært
eigið fé í lok árs 2020 var tæpar 18
milljónir. Eiginfjárhlutfall er 11%.
Tekjur Gunnars 2020 og 2019
voru svipaðar bæði árin eða um 390
mkr.
Stór framleiðandi kaupir Gunnars
- 30 fyrirspurnir bárust - Fyrirtækið mun sækja fram með nýjum eiganda- Framkvæmdastjórinn
hættir - Tapaði 20 milljónum króna í fyrra - Stækkunarmöguleikar á lóð félagsins í Hafnarfirði
Framtíð Lögmaðurinn Sævar Þór Jónsson segir að bjart sé yfir Gunnars.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Majónes
» Félagið var upphaflega
stofnað árið 1960 af hjón-
unum Gunnari Jónssyni og
Sigríði Regínu Waage undir
nafninu Gunnars majones.
» Félagið var lýst gjaldþrota
árið 2014. Kleópatra Krist-
björg keypti vörumerki Gunn-
ars, uppskriftir, heimasíðu,
markaðsefni og búnað af fé-
laginu skömmu áður en félag-
ið fór í þrot árið 2014, af
systrunum Helenu og Nancy
Gunnarsdætrum.
BAKSVIÐ
Þóroddur Bjarnason
tobj@mbl.is
Stór íslenskur matvælaframleið-
andi hefur fest kaup á matvæla-
fyrirtækinu Gunnars ehf. í Dals-
hrauni 7 í Hafnarfirði, sem
þekktast er fyrir framleiðslu og
sölu á Gunnars-majónesi.
Sævar Þór Jónsson lögmaður
staðfestir við-
skiptin í samtali
við Morgun-
blaðið. Hann
segir að kaup-
andi óski nafn-
leyndar að
sinni, eða þar
til formlegum
frágangi er lok-
ið, en kaupin
eru meðal ann-
ars háð sam-
þykki Samkeppniseftirlitsins. „En
það er búið að undirrita kaup-
samning og einungis skjalavinnan
eftir,“ segir Sævar.
Sævar Þór
Jónsson
Bílaleigan ALP, sem rekur Avis og
Budget, var rekin með 245 milljóna
króna hagnaði á síðasta ári. Það
eru talsverð umskipti frá árinu á
undan þegar leigan var rekin með
rúmlega 800 milljóna króna tapi.
Tekjur á síðasta ári námu 3,1
milljarði króna og jukust um 58%
milli ára. Tekjurnar voru tæpir
tveir milljarðar árið 2020, en far-
aldurinn hefur sett stórt strik í
rekstur ALP síðustu misseri eins og
hjá öðrum ferðaþjónustu-
fyrirtækjum.
EBITDA-rekstrarhagnaður var
1,4 milljarðar en var 535 milljónir
árið á undan.
Í söluferli
Eins og sagt var frá í Morgun-
blaðinu fyrr í vikunni er ALP nú í
söluferli. Eigendur bílaleigunnar
eru norska fjárfestingarfélagið
RAC Group, sem á 45,9% hlut, og
Ljúfur ehf. sem á 54,1%.
Eins og fram kom í samtali Morg-
unblaðsins við forstjóra RAC
Group, Dag Andre Johanesen, telur
hann að nú sé góður tími til að selja
fyrirtækið enda ferðaþjónustan að
rétta úr kútnum á ný. tobj@mbl.is
ALP hagn-
ast um
245 mkr.
- Umskipti frá
árinu á undan
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Ferðir Leigan er ein sú stærsta.
6. maí 2022
Gengi Kaup Sala Mið
Dollari 130.28
Sterlingspund 162.96
Kanadadalur 101.64
Dönsk króna 18.439
Norsk króna 13.853
Sænsk króna 13.196
Svissn. franki 132.89
Japanskt jen 1.0026
SDR 174.94
Evra 137.2
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 173.5188