Morgunblaðið - 06.05.2022, Síða 14

Morgunblaðið - 06.05.2022, Síða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. MAÍ 2022 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Það er ein- kennilegt, og svolítið kúnstugt, hversu sumir áhugamenn um íslensk stjórn- mál, sem hafa týnt áttum, hafa bundið sig á klafa hug- myndar, sem kemur ekki vel frá reynslunni. Þeir láta eins og þeim sé fúlasta alvara með fullyrðingum um að allra meina bót sé fyrir hverja þjóð á svæð- inu að sogast inn í ESB. Samt sjá allir sem vilja, að reynslan skrifar ekki undir það. Þannig blasir við öllum nema pólitískt alblindum að aðild Grikklands að evrusvæði gekk nærri þeirri þjóð efnahagslega. Og enn er hún, meira en áratug síðar, illa löskuð og verður ára- tugi í fjötrum skulda sem þetta samband kom henni í. Þar var dæmið um litlu þjóðina í mynt- bandalagi og hvernig það fór með hana. Bretland asnaðist inn í ESB, þrátt fyrir miklar efasemdir og var síðar platað inn í þrengra samstarf, þrátt fyrir eindregin loforð manna eins og forsætis- ráðherranna Gordons Brown og síðar David Cameron um að það yrði ekki án samþykktar þjóðarinnar í atkvæðagreiðslu. Það var svikið og ýtti undir úr- sögn úr ESB. Lengi var látið eins og að Ís- land fengi ekki þrifist með „ör- mynt sinni“. Hún væri tilneydd til að vera hluti af „stórmynt“. Þeirri sömu og gekk nærri frá Grikkj- um. Meginatriðið með mynt er að hún endurspegli veruleika eigin þjóðar, en ekki annarra sem er frábrugðinn hennar. Ítalía var iðulega í vandræðum með sína líru, vegna glannalegrar notkunar stjórnmálamanna á henni. Það átti að breytast með evrunni. Síðustu árin hafa vandræðin með evru, sem ekki tekur mið af ítölskum efnahag, orðið til þess að vaknað hafa ákafar kröfur þar um að koma sér undan myntinni eða byrja að keyra saman tvær myntir, líru og evru. Þýskaland og Ítalía eru fjarri því að ganga í takt. Ekki af því að þau lönd geti það ekki, heldur vegna þess að þau vilja það ekki. Verðbólguhorfur í Þýska- landi annars vegar og Banda- ríkjunum hins vegar eru nú óefnilegri en á Íslandi. Þýska- land er ekki sjálfbært í orku- málum eins og reynt er að ota Íslandi í með athæfi orkupakk- ans. Seðlabankinn leitast við með sínum tækjum að rétta kúrs verðbólgu af miðað við talnaverk þjóðarinnar sjálfrar. En jafnvel Þýskaland sem ráð- ið hefur för ESB nær ekki að tryggja að banki evrunnar lagi sig að efnahagsástandi þess. Leiðandi ríki evru stefnir í ógöngur og undirstrikar um leið eyðileggingarmátt sameiginlegrar myntar ólíkra þjóða} Málið eina virkar illa Morgunblaðið sagði frá því í gær að fulltrúum í sveitarstjórnum hefði fækkað um sautján, sem gæti út af fyrir sig verið jákvæð þróun nema af þeirri ástæðu að þessi fækkun stafar aðeins af sameiningu sveitarfé- laga. Það er sem sagt ekki verið að fækka í sveitarstjórnum, því eins og fram kom í fréttinni þá verður fjölgun í þremur sveitar- stjórnum í þessum kosningum. Í Vestmannaeyjum verður fjölg- að úr sjö í níu og í Mosfellsbæ og Árborg úr níu í ellefu. Í hlaðvarpi Dagmála Morg- unblaðsins þar sem rætt var við forystumenn framboðanna í Vestmannaeyjum kom fram gagnrýni oddvita Sjálfstæð- isflokksins á þessa þróun og sú gagnrýni á fullan rétt á sér. Engin ástæða er til að fjölga bæjarfulltrúum þar frekar en annars staðar og afleiðingar þess verða ekki aðrar en aukinn kostnaður vegna meiri launa- greiðslna, líkt og fyrrnefndur oddviti benti á, og jafnvel líka minni skilvirkni í stjórnsýslunni og aukinn kostn- aður þess vegna. Reykjavíkurborg þurfti eftir laga- breytingu, sem var meirihluta vinstri- manna mjög þókn- anleg, að fjölga borgarfulltrú- um úr 15 í 23 í síðustu kosningum. Þessu fylgdi veru- legur viðbótarkostnaður, en eins og Reykvíkingar hafa orðið varir við hefur stjórn borg- arinnar ekkert batnað, nema síður sé. Þessi aukni fjöldi borgar- og bæjarfulltrúa gerir vitaskuld ekkert fyrir íbúana þó að hann veiti fleira fólki vinnu, sums staðar hlutastarf, en jafnvel býsna góða fulla vinnu eins og á við í Reykjavík. Ærin ástæða er til að ráðast í það að spara í sveitarfélögum landsins og ágæt skilaboð í þeim efnum væri að byrja á fækkun fulltrúa í sveitarstjórnum. Þörf- in er brýnust í Reykjavík, en víða annars staðar mætti fækka um tvo til fjóra fulltrúa og ná þannig bæði fram lægri launa- kostnaði og aukinni skilvirkni í yfirstjórninni. Ástæða er til að vinda ofan af sífelldri fjölgun í sveitarstjórnum} Fækkun kjörinna fulltrúa Á rið 2012 setti Alþingi lög um sölu á eignarhlutum ríkisins í fjármála- fyrirtækjum. Fjármálaráðherra fær þar m.a. heimild til að selja Ís- landsbanka, að fenginni heimild í fjárlögum. Flokkur fólksins var eini flokkurinn á Alþingi sem var á móti sölunni á Íslands- banka. Það er fjármálaráðherra sem selur Íslands- banka og enginn annar. Hann tekur ákvörðun um hvort tilboð skuli samþykkt eða þeim hafn- að og undirritar samninga fyrir hönd ríkisins um sölu eignarhlutarins, líkt og segir í lög- unum. Hann ber ábyrgð á sölunni. Fjármálaráðherra er m.a. vanhæfur til að selja föður sínum hlut í bankanum. Það er brot á vanhæfisreglum stjórnsýslulaga, sem kveða á um vanhæfi vegna skyldleika. Lögin kveða á um að Bankasýslan annist sölumeðferð eignarhluta fyrir hönd ríkisins í samræmi við ákvörðun ráðherra. Þegar tilboð í eignarhlut liggja fyrir skal Banka- sýslan skila ráðherra rökstuddu mati á þeim. Fyrir útboðið gerði Bankasýslan sölusamning við sölu- ráðgjafa, sem byggist á stöðluðu samningsformi og gilda um hann ensk lög. Samkvæmt samningnum skulu allar deilur aðila fara fyrir gerðardóm í London. Ríkið gæti því farið í mál vegna samningsins í mál við sjálfan sig fyrir gerðardómi í London, en Landsbanki og Íslandsbanki eru aðilar að samningnum. Þótt samningurinn sé á stöðluðu formi gat íslenska ríkið auðveldlega gætt hagsmuna sinna. Slíkt er alvanalegt en það virðist ekki hafa verið gert. Engu er líkara en að einkaaðilar hafi verið að semja sín á milli um sölu á hlutabréfum í einkabanka en ekki í rík- isbankanum Íslandsbanka, þar sem sérstök lög gilda um söluna sauk stjórnsýslulaga. Bankasýslan samdi við þrjá erlenda og fimm innlenda söluráðgjafa, þar á meðal Landsbanka og Íslandsbanka. Átta starfsmenn Íslandsbanka eða ein- staklingar þeim tengdir keyptu í bankanum. Íslandsbanki var söluráðgjafi í umboði Banka- sýslunnar og innti af hendi störf sem fjár- málaráðherra bar sem seljandi ábyrgð á. Kaup starfsmanna Íslandsbanka standast því ekki vanhæfisreglur stjórnsýslulaga. Við söluna var ekki kveðið á um vanhæfi til- boðsgjafa samkvæmt stjórnsýslulögum. Eng- ar kröfur voru til kaupenda aðrar en þeir væru fagfjárfestar, sem þurfa að uppfylla tvö af þremur skilyrðum; a) haft viðskipti á markaði sl. ár, að meðaltali tíu sinnum á ársfjórðungi; b) átt meira en 500.000 evrur; c) starfað í fjár- málageiranum sem krefst þekkingar á við- skiptunum. Söluráðgjafar seldu hins vegar einungis fagfjárfestum af viðskiptamannalist- um sínum. Meginreglur um sölumeðferðina í sölulögunum kveða á um að áhersla skuli lögð á opið söluferli, gagnsæi, hlut- lægni og hagkvæmni. Með hagkvæmni er átt við að leitað sé hæsta verðs fyrir eignarhluti. Þess skal gætt að skilyrði sem tilboðsgjöfum eru sett séu sanngjörn og að þeir njóti jafnræðis. Þá skal kappkosta að efla virka og eðlilega sam- keppni á fjármálamarkaði. Ekkert af þessu var virt. Íslandi sem samfélagi hefur ekki tekist að skapa þróað nútímafjármálakerfi. Salan á Íslandsbanka sýnir að lær- dómurinn af hruninu 2008 og einkavæðingu bankanna 2003 virðist enginn. Vanræksla, fúsk og prinsippleysi klíkusamfélagsins er enn allsráðandi. Ekki hefur heyrst orð frá háskólasamfélaginu eða fjármálamarkaðnum vegna sölunnar. Þrátt fyrir ný lög hefur í raun ekkert breyst. Þess vegna á rannsóknarnefnd Alþingis að rann- saka Íslandsbankasöluna án tafar. Eyjólfur Ármannsson Pistill Ólögleg bankasala fjármálaráðherra Höfundur er þingmaður fyrir Flokk fólksins og 2. varaformaður fjárlaganefndar. STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen SVIÐSLJÓS Ómar Friðriksson omfr@mbl.is A ðeins lítill hluti sveitarfé- laga á landinu tryggir börnum leikskólapláss þegar þau verða tólf mán- aða gömul og eftir að fæðingarorlofi lýkur. Umönnunarbilið svokallaða á milli fæðingarorlofs og leikskóla er því enn langt í flestum tilfellum eða að jafnaði fimm og hálfur mánuður á landinu öllu. Það er þó mislangt eftir því hvar á landinu fólk er búsett. Nú liggur fyrir að aðeins um 7% barna komast að á leikskóla strax að loknu fæðingarorlofi eða fyrr. 27% komast inn þegar þau eru 12,5 til 18 mánaða en mikill meirihluti barna, eða 66%, kemst að á leikskóla á aldr- inum 18,5 til 24 mánaða. Þetta kemur fram í niðurstöðum úttektar BSRB á leikskólamálum sveitarfélaga sem kynntar voru með útgáfu skýrslu í gær. „Meirihluti barnafjölskyldna á landinu býr við bið eftir öruggu leikskólaplássi sem er sex til tólf mánuðir og það er auð- vitað allt of langt,“ sagði Dagný Ósk Aradóttir Pind, lögfræðingur hjá BSRB, við kynningu á skýrslunni í gær. Risastórt jafnréttismál Ástand þessara mála hefur víð- ast hvar batnað ef mið er tekið af nið- urstöðum sambærilegrar könnunar BSRB sem tók stöðuna á árinu 2017 en Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formað- ur BSRB, benti á við kynninguna í gær að umönnunarbilið er enn óbrú- að. Í dag sé staðan ennþá sú að mun- ur er á milli sveitarfélaga hvenær börn komast inn á leikskóla eða allt frá níu mánaða aldri til rúmlega tveggja ára aldurs. Það ríki ójafn- ræði á milli fjölskyldna eftir því hvar þær búa og það sé risastórt jafnrétt- ismál að leysa úr þessum málum. Konur eru líklegri til að minnka við sig vinnu en karlar við þessar að- stæður eða lengja fæðingarorlof og benti Sonja á að um þriðjungur kvenna á vinnumarkaði væri í hluta- starfi. Þegar þær eru frá vinnumark- aði til lengri tíma vegna barneigna hefur það áhrif á starfsþróunar- möguleika, atvinnuþátttöku, ævi- tekjur þeirra og síðar meir á réttindi hjá lífeyrissjóðum. „Umönnunarbilið er mislangt eftir því hvar á landinu fólk er bú- sett. Það er að jafnaði um fimm og hálfur mánuður á landinu öllu. Bilið er minnst, um eða innan við mánuð- ur, á Norðurlandi vestra, Vest- fjörðum, Austurlandi og Vesturlandi. Umönnunarbilið er fjórir mánuðir á Norðurlandi eystra, tæpir fimm á Suðurlandi, sex á höfuðborgarsvæð- inu og níu mánuðir á Suðurnesjum,“ segir í niðurstöðum skýrslunnar. Biðtíminn hefur minnkað í mörgum sveitarfélögum Fram kemur að annars staðar á Norðurlöndunum sé engin umræða um umönnunarbil því þar er réttur barna til leikskólavistar eða dagvist- ar frá tilteknum aldri lögbundinn, sem haldist í hendur við rétt foreldra til fæðingarorlofs. Þar er því tryggð samfella fæðingarorlofs og leikskóla eða dagvistar að loknu fæðing- arorlofi. Dagný sagði í gær að mörg sveitarfélög hefðu frá 2017 minnkað verulega biðtímann eftir leikskóla- plássi. Þá hefur sveitarfélögum sem hafa sett sér reglur um inntökualdur á leikskóla fjölgað verulega. Hafa alls 47 sveitarfélög gert það en þar býr 81% allra barna. Viðmiðið sem tekur til flestra barna er 18 mánuðir en Dagný segir að töluverður fjöldi sveitarfélaga hafi sett sér tólf mán- aða aldursviðmið en þar sé þó yfir- leitt um lítil sveitarfélög að ræða. Þá hefur þeim sveitarfélögum fækkað sem miða við 24 mánaða aldur á leik- skóla. En umönnunarbilið er enn langt og meirihluti barna á landinu þarf að bíða eftir leikskólaplássi. Einnig kom á daginn að sveitar- félögum tekst ekki alltaf að uppfylla þau aldursviðmið sem þau hafa sett sér um inntökualdur barna á leik- skóla og þarf meirihluti barna að bíða lengur eftir plássi eftir að inn- tökualdri er náð. Einnig kemur fram að dagfor- eldrum fer fækkandi á landinu. Þeir eru starfandi í tæplega þriðjungi sveitarfélaga þar sem búa um 85% barna. Er talið að um sex dagfor- eldrar séu við störf á hver 100 börn á aldrinum 6-18 mánaða í þeim sveitar- félögum þar sem finna má starfandi dagforeldra. Flest börn þurfa að bíða í 6 til 12 mánuði 14% 42% 59% 33% 27%26% Aldur barna við inntöku í leikskóla Eftir aldurhópum Munur á aldursviðmiði og raunaldri barna við inntöku 75% 50% 25% 0% 75% 50% 25% 0% Hlutfall sveitarfélaga Hlutfal barna Innan við 12 mánaða 12 mánaða 12,5 til 18 mánaða 18,5 til 24 mánaða Samræmi er milli viðmiðunar- og innritunaraldurs Munurinn er innan við 3 mánuðir Munurinn er meiri en 3 mánuðir Heimild: BSRB 14% 5% 37% 27%31% 66% 18% 2%

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.