Morgunblaðið - 06.05.2022, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 06.05.2022, Blaðsíða 15
15 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. MAÍ 2022 Talað Kona á uppleið að tala í símann í miðbæ Reykjavíkur. Hvert umræðuefnið var kemur okkur auðvitað ekki við. Eggert Jóhannesson Þjóðin stendur á öndinni nokkra morgna á ári og bíður eftir erki- biskupsboðskap um stýrivexti seðlabanka. Hvað ákveður peninga- stefnunefnd Seðla- bankans í dag? Hags- pekingar um allar koppagrundir veðja um niðurstöðu peningastefnunefndar. Fleiri en færri hafa meiri áhyggjur af fráviki sínu frá niðurstöðu peninga- stefnunefndar en þjóðarhag. Þorp- sidjótar eiga bestu ágiskanir. Markmið seðlabanka Markmið seðlabanka er að við- halda stöðugu verðlagi og öryggi í fjármála- og greiðslukerfi. Til að við- halda öryggi í greiðslukerfi er inn- lánsstofnunum ætlað að eiga laust fé til að mæta þörfum viðskiptavina sinna. Innlánstofnanir hafa ekki yfir- dráttarheimildir hjá seðlabanka. Að auki hefur seðlabanki það hlut- verk að vera banki ríkissjóðs. Ríkis- sjóður hefur ekki yfirdráttarheim- ildir hjá seðlabanka. Seðlabanki varðveitir gjaldeyrisvarasjóð. Til- gangur með því að halda gjaldeyr- isvarasjóð er að tryggja greiðsluskil á erlendum lánum ríkissjóðs. Seðla- banki heldur ekki gjaldeyrisvarasjóð til þrautavara fyrir önnur fjármála- fyrirtæki, enda þótt fjármálafyr- irtækjum sé ætlað að halda gjaldeyr- isjöfnuði í efnahagsreikningi sínum. Af þessum ástæðum er ekki jöfnuður á gjaldeyriseignum og skuldum. Við gengissig, þ.e. lækkun á gengi krónu gagnvart erlendum gjaldmiðlum, verða til tekjur hjá seðlabanka. Ógæfa þjóðar verður að tekjum hjá seðlabank- anum. Þær tekjur eru í raun verðleiðrétting (e. inflation adjustment), sem kemur tekjum ekkert við, ekkert fremur en verðbætur á bankainnistæðum barna og eldri borgara. Kostnaður Til þess að halda fjármálakerfi gangandi þarf tekjur. Og að auki þarf ásættanlegan hagnað fjármálafyr- irtækja. Tekjur fjármálafyrirtækja samanstanda af vaxtamun útlána og innlána auk tekna af þóknunum. Við einfalda skoðun virðast útlán bera vexti sem eru ívið hærri en verðbólga. Þau eru því verðtryggð og bera einhverja raunvexti. Öðru máli gegnir um innlán. Þau bera neikvæða raunvexti. Jafnvel verðtryggðir inn- lánsreikningar bera oftast neikvæða raunvexti eftir að „fjármagnstekju- skattur“ (þ.e. fjáreignatekjuskattur) hefur verið dreginn frá. Innlán í fjár- málafyrirtækjum eru um 2.500 millj- arðar. Um 45% innlána eru í eigu heimila en að auki eru um 6% innlána í eigu lífeyrissjóða. Innlán fyrirtækja eru fyrst og fremst ætluð til að standa undir dag- legri fjárþörf, þ.e. ekki eiginlegt sparifé. Innlán lífeyrissjóða standa nokk- urn veginn undir lausafjárkröfum sem gerðar eru til fjármála- fyrirtækja. Þau innlán einstaklinga, sem nálg- ast raunvexti, eru svo skattlögð þar sem verðleiðréttingin, verðbætur, er skattlögð sem tekjur. Verðbætur eru ekki tekjur fremur en gengisbreyt- ingar! Þeir stjórnmálaflokkar, sem telja sig berjast fyrir réttindum launafólks, vilja ganga lengst í skatt- lagningu á verðbótum. Fulltrúar þessara flokka mæla af einna minnstri þekkingu um eðli fjár- eignatekna. Að samanlögðu virðist mér sem heimilin í landinu standi undir kostn- aði við peningastefnu sem nú er framfylgt. Hagsmunasamtök pen- ingastefnu með gjafvöxtum Það eru nokkrir sjálfskipaðir seðlabankastjórar að störfum í dag. Sumir eru verkalýðsrekendur, sem hafa hlotið kosningu með atkvæðum fárra félaga í verkalýðshreyfingunni. Þessir nýju verkalýðsrekendur hafa skoðanir á öllu og láta álit sitt í ljós við flest tækifæri. „Hagsmunasamtök heimilanna“ telja sig vernda hagsmuni heimila með því að láta börn og eldri borgara borga fyrir áhugamál sín, rétt eins og bankarnir gera. Hagsmunir heimila eru sanngjarnir raunvextir. Því mið- ur þarf einhver að greiða og það kunna að vera önnur heimili um sinn. Feitir auðhyggjumenn eiga ekki sparifé í bönkum. Þeir eru njótendur gjafvaxta í bankakerfinu. „Hags- munasamtök heimilanna“ gæta hags- muna þeirra. Vakningarsamkomur Samningafundir verkalýðs- og at- vinnurekenda um kaup og kjör líkj- ast fremur vakningarsamkomum hjá frelsunarsöfnuði en samskiptum milli fólks í alvarlegri vinnu. Það vill til að verkalýðsrekendum og atvinnurekendum er falin umsjón með eignum lífeyrissjóða, en lífeyris- sjóðir hafa eina skyldu og hún er sú að greiða þeim sem hafa haft þá skyldu að greiða af launum sínum til að tryggja sér laun eftir að starfs- aldri lýkur. Réttindi í lífeyrissjóðum eru ekki til að semja um í kjarasamningum, nema ef til vill að semja um iðgjalda- hlutföll til réttindaávinnslu. Covid og Úkraína Mestan hluta þess tíma, sem Cov- id-19 gekk um land, var verðbólga ekki úr hófi. Með Úkraínustríði virð- ist sem verðbólga verði úr hófi. Jafn- vel svo að Seðlabanki spáir 8% verð- bólgu, en það er tala, sem einhver segir sagða með varúð. 8% spá Seðla- banka um verðbólgu þýðir tveggja stafa verðbólgutölu. Og í framhaldi af því fylgir aukin skattlagning á sparifé. Innflutt verðbólga af völdum hækkana á eldsneytisverði og af völdum hækkana af verði á hrávöru er nýlegt vandamál í hagstjórn. „Gul- vestungar“ geta ekki barið slíkar verðhækkanir í rot. Stríðsverðbólga er nýtt vandamál hjá þeirri áhöfn sem nú stýrir Seðlabankanum. Nú reynir á tæki og tól bankans. Það kann að vera að einstaklingar, sem ekki hafa eyðsluelement, eigi sín „safe haven“ í íslenskri steinsteypu. Þeir einstaklingar virðast stundum gleyma því að til eru verðbréfamark- aðir í öðrum löndum til að koma sér undan eignabólu á Íslandi. Siðað fólk og skrælingjaháttur Það er lenska meðal skrælingja og undirmálsfólks að búa til andstæð- inga. Slíkir andstæðingar þurfa að þola ofsóknir og einelti. Alvarlegustu dæmin um slíkt einelti eru þjóðernis- hreinsanir. Þjóðernishreinsanir eru taldar sérlega hentugar þegar í hlut eiga efnaðir minnihlutahópar. Dæmi um slíkt er helför gegn Gyðingum. Það eru ýmis samtök, sem hafa greint sparifjáreigendur, ungt fólk og eldri borgara, til að vera sérstakt efnahagsvandamál og heppilegan andstæðing. Fjárhagslegt frelsi einstaklinga er efnahagmarkmið. Verkalýðs- rekendur og „Hagsmunasamtök heimilanna“ eru vondir greinendur á efnahagsvanda og virðast vinna að hagsmunum öndverðum hagsmunum skjólstæðinga sinna. Eftir Vilhjálm Bjarnason » Fleiri en færri hafa meiri áhyggjur af fráviki sínu frá niður- stöðu peningastefnu- nefndar en þjóðarhag. Þorpsidjótar eiga bestu ágiskanir. Vilhjálmur Bjarnason Höfundur var alþingismaður. Peningastefna á kostnað barna og eldri borgara Í fornri bók stendur sú spaklega setning að menn eigi að byggja hús sitt á bjargi. Dagur B. Eggerts- son borgarstjóri hefur með meirihluta sínum farið ham- förum gegn flugvelli þjóð- arinnar, þar skal byggt og burt með flugvöllinn segir hann. Jörð má ekki selja í ríkiseign öðruvísi en sam- komulag Alþingis leyfi það. Dagur keypti land flugvall- arins í luktu bakherbergi 2013 með flokkssystur sinni ráðherra, flugvöll sem er lífsöryggi þjóðar sinnar og tryggir innanlandsflugið. Nú hefur innviðaráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson, orðið að slá á putta borg- arstjórans eftir eitt frekju- kastið þar sem brjóta skal samkomulag ríkis og borgar um að lengra verði ekki gengið nema annað og jafn- gott flugvallarstæði sé til staðar. Ekki veit ég hvers vegna fyrirtækjum og íbúð- arhúsum skal stefnt í Vatns- mýrina með slíkum látum að Reykjavík er að verða ófær. Þétting byggðar og barátta gegn einkabílnum í meirihluta borgarstjórnar Reykjavíkur hefur nú náð nýrri hæð, ríkisstjórn og Al- þingi geta ekki setið hjá og verða að fylgja festu innvið- aráðherra eftir. Mér sýnist að allt þetta umferðaröng- þveiti í Reykjavík og þétting byggðar valdi fólksflótta úr Reykjavík. Árborg, Hveragerði og Þorlákshöfn anna varla eftirspurn eftir fólki og byggingarlóðum. Þótt Dagur B. Eggertsson sé prúðmannlegur í fasi hljóta þessi átök að kalla á breytingar. Reykjavík er höf- uðborg allra landsmanna eða var það. Orð skulu standa og voru áður jafngild konungsinnsigli. Nú skal snið- ganga samkomulag til að ryðja flugvelli allra Íslend- inga burt, já hvert? Staðurinn er ekki fundinn. Svona gera menn ekki, Dagur B. Eggertsson. Eftir Guðna Ágústsson Guðni Ágústsson »Umferð- aröngþveiti í Reykjavík og þétting byggðar veldur fólks- flótta úr Reykja- vík. Árborg, Hveragerði og Þorlákshöfn anna varla eft- irspurn eftir fólki og bygg- ingarlóðum. Höfundur er fv. alþingismaður og ráðherra. Hver byggir hús sitt á flugbraut?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.