Morgunblaðið - 06.05.2022, Side 19

Morgunblaðið - 06.05.2022, Side 19
velti ég fyrir mér hvað einkenndi Leif Hauksson. Niðurstaðan er sú að þar hafi farið einstaklega vænn maður, góður fagmaður og góður félagi. En það var afstaða hans til lífsins og verkanna sem er mér sérlega minnisstæð. Hann leit aldrei á viðfangsefnin sem óyfirstíganleg, heldur mætti hverju sem fyrir kom af bjart- sýni og skörpum, óþrjótandi áhuga. Það var sama hvort það var í prívatlífinu eða starfi hjá útvarpinu. Þegar höll sumar- lands þeirra Guðrúnar brann til kaldra kola var gengið fumlaust í að byggja nýja norður í Bjarn- arfirði. Þegar við „gömlu mennirnir“ vorum beðnir ásamt Lindu Blön- dal að taka viðtöl við alla fram- bjóðendur til Stjórnlagaþings um eina helgi var ekkert hik á Leifi, það var gengið í verkið. Leifur Hauksson var vaskur maður á öllum sviðum. Við gaml- ir vinnufélagar hans söknum hans sárt. Sendi innilegar sam- úðarkveðjur til Guðrúnar og fjöl- skyldunnar. Ævar Kjartansson. „Hann Leifur minn.“ Þannig hefur Guðrún hans Leifs gjarn- an af hlýju sinni nefnt hann þeg- ar Leif hefur borið á góma í gegnum tíðina. Að sama skapi sagði Leifur yfirleitt alltaf „hún Guðrún mín“, enda elskaði hann hana svo fallega og bar enda- lausa virðingu fyrir þessari glæsilegu og greindu eiginkonu sinni. Það leyndist engum. Börnin þeirra öll fengu þessi sömu hlýlegu viðskeyti þegar um þau var rætt, og faðirinn að venju að springa úr stolti. Þetta segir allt um það andrúmsloft sem ríkti í fjölskyldunni; gagn- kvæm ást og virðing. Söknuður- inn er djúpsár. Það var þessi andi hamingju- sams fjölskylduföður sem um- lukti Leif þegar samstarf okkar hófst í morgunútvarpi Rásar 2 snemma á tíunda áratugnum. Samskipti utan vinnutíma voru jafn viðamikil og á dagtímum, enda þurfti að fylla morgunþátt með fréttatengdu efni og það helsta lá á þessum netsnauðu tímum oft ekki fyrir fyrr en langt var liðið á kvöld, jafnvel um miðnætti. Við kollegarnir, bæði ungbarnaforeldrar, lágum þá oft á tíðum meira á símalín- unni en í hjónasæng með mökum okkar, æskuvinunum Guðrúnu og Gesti. Ekki að undra að ég var farin að standa sjálfa mig að því að nefna Leif „hann Leif minn“ æ oftar. Ungbarnaforeldrarnir voru augljóslega oft á tíðum bæði svefnlaus og þreytt þegar mætt var til vinnu kl. 6.00 löngu fyrir sólarupprás flesta mánuði árs- ins. En Leifur, með sínum lífs- krafti og leiftrandi lund, náði að venju að svinga okkur báðum í sveiflu gleði og hláturs og hníf- skörpum fókus á verkefni dags- ins. Það voru líka þessir eiginleik- ar sem viðmælendur mættu þeg- ar þeir, sumir hverjir þreyttir og aðrir stressaðir, komu í viðtöl í beinni útsendingu. Snaggaraleg- ur, kvikfættur drengurinn hljóp eftir kaffi handa gestunum og á svipstundu tókst honum, með sinni eðlislægu forvitni, eðlilegu framkomu og glaðlyndi, að skapa það andrúmsloft sem leið- ir af sér afslappaðar aðstæður fyrir samræður spyrjanda og viðmælanda. Það voru meðal annars þessir eiginleikar sem gerðu Leif að besta útvarps- manni landsins. Þótt Leifur væri yfirleitt „góði gæinn“, sveigjanlegur og þægilegur, þá var hann líka mik- ill prinsippmaður og lét sig ekki svo auðveldlega, og bara alls ekki, þegar hann var búinn að mynda sér skoðun eða taka ákvörðun um eitthvert ákveðið atriði sem skipti hann miklu máli. Þegar sá gállinn var á hon- um var ekki annað að gera en að leggja niður vopn sín, brosa og játa sig sigraðan. Og ekki þótti manni minna vænt um þetta sjarmatröll fyrir það. Þegar Gestur varð sjötugur sl. haust hafði það lengi verið mein- ingin hjá okkur Gesti að biðja Leif að vera veislustjóri. Á þeim tíma var Leifur hins vegar orð- inn sárveikur. Hann náði þó að koma við í veisluna í stutta stund, skálaði við okkur í G+T og söng með sinni björtu fallegu rödd í fjöldasöngnum þannig að tónarn- ir hans lýstu upp húsnæðið. Leifur er einn allra skemmti- legasti maður sem ég hef kynnst! Og löngu vinnusímtölin okkar verða að skrifast á minn reikning af því mér fannst einfaldlega allt- af svo skemmtilegt að tala við hann og tímdi ekki að hætta. Þau enduðu oftar en ekki á því að Leifur sagði þegar honum þótti nóg komið: „Jæja … er þetta ekki orðið ágætt, Kristín mín.“ Jú Leifur minn, þetta er orðið ágætt, ég hætti hér. En mikið hræðilega sakna ég þín! Kristín Ólafsdóttir. Leifur var engum líkur. Hann gat flest og gerði það allt vel. Hvort sem hann var í hlutverki forvitna snilldarútvarpsmanns- ins að þefa uppi sannleikann, Bakkabóndans að byggja girð- ingu eða brú yfir læk, stuðbolt- ans og leikarans þar sem svip- irnir, taktarnir, einbeitingin og augnatillitið bræddi marga, eða barnavinarins í eltingarleik í kringum heysáturnar á Bakka. Öll löðuðumst við að honum, kon- ur, karlar, börn og litlir hvolpar líkt og hún Fífa mín sem dýrkaði hann frá fyrsta degi og gerði að fóstra sínum. Dásamlegar minningar fljúga gegnum hugann, veislur á Skjól- braut, í Lækjarhjalla, uppi í Kjós og sérlega á Bakka, þar sem tek- ist var á um heimsmálin jafnt sem allra handa innansveitar- króníkur, dýrindiskvöldverða notið og alltaf mikið hlegið. Leif- ur kunni þá list að segja frá, tak- ast á í samræðu, skerpa rök sín eins og þurfti, og hann kunni líka það sem allt of fáum er gefið, að hlusta á aðra. Ég á eftir að sakna hans. Stundanna við fjögur saman, stundanna með krökkunum, stundanna í gleði, stundanna í þögn á göngu og allra hinna yndislegu stundanna þar sem við nutum þekkingar Leifs, galsans og athyglinnar í augnablikinu. Ef til er himnaríki er ég sann- færð um að risastór hópur ætt- ingja og fallinna vina tekur á móti Leifi, vefur hann örmum og eftir smá stund eru þau öll farin að skellihlæja. Með hópnum kemur skokkandi lítill íslenskur hundur, sem brosir út að eyrum þegar hún sér vin sinn og stekk- ur upp í fangið á honum. Hjartans Guðrún mín, Lára, Hugi, Svenni, Sindri og öll fjöl- skyldan, ég sendi umfaðmandi samúðarkveðjur með hlýja sunn- anvindinum. Ása Richardsdóttir. Ótal minningar leita á huga okkar allra sem áttum samleið með Leifi árum og áratugum saman í kórnum hans Marteins og Dómkirkjunnar, Dómkórnum í Reykjavík. Leifur var einstakur félagi, léttur í lund, vakandi og áhugasamur, hláturinn aldrei langt undan. Röddin björt og tær, á óteljandi æfingum á Dóm- kirkjuloftinu, við messur, á stórhátíðum, á tónleikum stórum og smáum, í upptökum, hljóð- varpi og sjónvarpi, innan lands og utan. Síungur og kvikur, hvort sem var í spjalli í dagsins önn eða í gleðinni, skemmtiatrið- unum, galskapnum og öllum þeim ótrúlegu ævintýrum sem á daga okkar hafa drifið. Við nut- um þess líka í návígi sem hlust- endur fengu að heyra á öldum ljósvakans um allt milli himins og jarðar og skipti engu hvar borið var niður, Leifur var alls staðar vel heima. Fyrst og fremst þótti okkur öllum afskaplega vænt um þennan góða dreng. Hugur okk- ar er hjá Guðrúnu og fjölskyld- unni allri. Blessuð sé minning Leifs Haukssonar. F.h. félaga úr Dómkórnum, Torfi Hjartarson. Þegar ég settist við hlið Leifs Haukssonar í stól umsjónar- manns Samfélagsins á Rás 1 fyr- ir sjö árum þekkti ég ágætlega til hans en var engu að síður dálítið stressuð. Hann var auðvitað goð- sögn. Og það er þetta með goð- sagnir, þegar þær eru af sama kyni og aldri og Leifur reynist stundum erfitt að vinna jafnfætis þeim. Það varð fljótt ljóst að áhyggjur mínar voru óþarfar. Þótt þarna hafi vissulega mikill meistari verið á fleygiferð gaf hann lítið fyrir fótskarir til að sitja við. Hann var bara afslapp- aður, opinn og fordómalaus, í senn of gamalreyndur og ungur í anda til að vera með stæla. Með slíku fólki er gaman að vinna og gott að læra af. Við tókumst ann- að veifið á en vorum þó sammála um flest. Leifur var líka svo sjúk- lega svöl týpa í góðum fíling að það var ekki annað hægt en verða vinur hans. Drekka með honum bjór, ganga á fjöll og grínast og nöldra yfir öllu mögu- legu. Leifur var með leiftrandi hug- myndaflug, skarpskyggn og dró stöðugt fram athyglisverðan fróðleik og nýja vinkla. Hann setti mál á dagskrá, hafði rætt loftslagsmálin í áraraðir, byrjaði á því löngu áður en Sameinuðu þjóðirnar og stjórnvöld föttuðu að þau væru stærsta aðsteðjandi vandamál okkar tíma. Þegar ör- plast varð að atriði í fréttaþeyti- vindunni eitt árið var Leifur í raun helsti sérfræðingur lands- ins í fyrirbærinu, búinn að kynna sér málið frá öllum hliðum og rekja garnirnar margoft úr þeim örfáu sem einnig voru viðræðu- hæfir um það. Leifur byrjaði að starfa í út- varpi um svipað leyti og ég kom í heiminn. Og ég verð að viður- kenna að ég hafði alltaf gert ráð fyrir því að hann yrði allra karla elstur, myndi líklega lifa mig og enn tala í útvarpið kominn langt yfir tírætt, héldi þannig lífi í línu- legri dagskrá talmáls. Ég er svekkt, reið og sár yfir því að þessi forvitnasti maður landsins skuli hafa kvatt okkur svona snemma. Hann var of hæfileika- ríkur, kvikur og fyndinn til að við það verði unað. Ég mun ávallt hugsa til hans með miklu þakklæti og hlýju, virðingu og vinsemd. Fjölskyldu Leifs votta ég mína dýpstu sam- úð. Þórhildur Ólafsdóttir. Í júlí í fyrra röltum við hjónin upp í hlíðina okkar hér á Bakka. Þegar komið var upp í Kurllág mættum við Leifi skokkandi nið- ur, eftir að hafa að venju skotist upp í fjall svona rétt í kaffitím- anum. Hann tjáði okkur að það liti út fyrir hreint ágæta berja- sprettu og svo arkaði hann niður í Sumarhús til að halda áfram að fullgera bústaðinn fagra. Berin hans Leifs urðu því miður öðrum til ánægju þetta haustið. Það eru rúm fjögur ár síðan við misstum gamla Bakkabæinn þar sem við áttum saman litríka og skapandi tilveru, hjónin tvenn og börnin fjögur, húsið sem þau Guðrún höfðu haldið við og hugs- að um af þeirri natni og hlýju sem einkennir öll þeirra verk. Minningarnar úr sambýli okkar í gamla húsinu eru óteljandi og allar góðar. Verkefnin voru æði mörg og alltaf var Leifur klár og drífandi hvort sem um var að ræða að betrumbæta húsnæði fyrir fólk og búfénað, vinna ræktunarland eða taka upp bílvél í óupphituðu húsnæði um hávet- ur með bláa fingur af kulda, fing- ur sem á kvöldstundum gripu gít- arinn öllum til ánægju, bæði börnum og fullorðnum. Í Bakka- brasinu var Leifur nefnilega sannkallaður altmuligman sem framkvæmdi allt með bros á vör. Og á endalausum hugmynda- fundum við eldhúsborðið var hann í senn lausnamiðaður og með skynsemisfingurinn á lofti. Jafnframt sem hann nýtti sér reynslu og ráð sveitunganna með opnum huga og þessari fordóma- lausu forvitni sem síðar ein- kenndi svo ríkulega störf hans sem útvarpsmaður. Og svo var það leiklistin og tónlistin þar sem við nutum ljúfrar leiðsagnar hans við alls konar uppákomur sem auðguðu líf okkar og allra granna okkar. En umfram allt var Leifur góður og náinn vinur í hálfa öld, vinur sem alltaf var hægt að leita til. Við eigum eftir að sakna hans alla tíð. Bakki í Bjarnarfirði verð- ur ekki samur án hans. Takk fyrir samfylgdina elsku Leifur. Arnlín (Attí) og Magnús (Maggi). Ég kynntist Leifi á unglings- árunum þegar ég og Hugi urðum félagar. Ég fór fljótlega að verða mjög reglulegur gestur á Skjól- braut 15 og líka á Bakka í Bjarn- arfirði. Það var alltaf gott og gaman að vera í kringum Leif, enda man ég varla eftir honum öðruvísi en í góðu skapi, hálf- dansandi eða sönglandi. Alltaf til í að spjalla og áhugasamur um allt. Hann kom líka stundum með heilræði fyrir okkur félagana. Eitt þeirra var að ef maður er á bíl er allt í leiðinni, en þá reglu var Hugi líklega duglegastur að minna okkur í vinahópnum á enda fékk hann sér ekki bílpróf fyrr en 22 ára. Annað heilræði sneri að því að besta leiðin til að takast á við einhvers konar svekkelsi eða bömmer væri að taka til. Ég hafði mínar efasemd- ir um þetta fyrst enda tiltekt ekki það skemmtilegasta sem maður gerir á unglingsárunum, en með tímanum áttaði ég mig á sann- leiksgildi þessa heilræðis og nýti mér það enn í dag. Hreinsar bæði hugann og herbergið. Það er synd að Leifur skyldi þurfa að yfirgefa svæðið svona snemma því lífsglaðari mann er erfitt að finna. En ég er á sama tíma af- skaplega glaður að hafa fengið að kynnast honum. Ég sendi Huga, Guðrúnu, Láru og fjölskyldunni allri samúðarkveðjur. Þorfinnur Hannesson. Það var ómetanlegt fyrir taugaóstyrkan ungan dagskrár- gerðarmann að kynnast Leifi. Ekki að hann væri endilega að kenna manni mikið vísvitandi, en fagmennska hans, nærvera og passleg léttúð smitaði út frá sér. Eftir stutt kynni komst jafnvel ég óstamandi í gegnum viðtal. Leifur sýndi manni að útvarp þarf ekki að vera dauðans alvara. Það má líka vera spuni og leikur, skemmtilegt og óútreiknanlegt. Hann skellti upp úr þegar ég sýndi honum ítarleg handritin sem morgunútvarp Rásar 1 studdist við. Leifur fór í stúdíó í mesta lagi með örfá orð á prenti, skýrslu með tvær, þrjár setning- ar undirstrikaðar, eða hrafl á miða. Hann var alltaf með miða á lofti, nema þegar hann var að leita að miðanum. Það var enn ómetanlegra að eiga Leif að vini. Leifur var allra skemmtilegastur, umburðarlynd- ur og ráðagóður. Hann gaf sér alltaf tíma til að ræða málin og rétta hjálparhönd, þótt hann væri alltaf að fara að gera milljón hluti og á leiðinni í Byko. Hann vissi flest um flest og ráð hans einkenndust af visku og for- dómaleysi. Ég reyndi að endur- gjalda óteljandi greiða með því að hjálpa honum með vefumsjónar- kerfi Ríkisútvarpsins, sem var það eina sem var honum ráðgáta. Aldur Leifs upplifði maður aldrei. Hann var forvitnari, kvik- ari og yngri í anda en ég og aðrir á stassjóninni. Við siluðumst um ganga Útvarpshússins, Leifur fór á stökki. Þannig var það líka þegar við fórum þrír kollegar að ganga saman á fjöll á föstudags- morgnum. Leifur leiddi, enda varla sú gönguleið sem hann þekkti ekki og hafði þegar farið. Æsingurinn í fararstjóra kom okkur stundum í ógöngur. Eitt sinn lentum við í sjálf- heldu á leið niður af fjalli: snjó- þakið þverhnípi, nær lóðrétt nið- ur. En Leifi var þetta lítið mál. Við andköf okkar hinna settist hann og renndi sér niður bratt- ann á ógnarhraða. Stökk svo á fætur og hrópaði til okkar, kát- ur. Það tók okkur yngri ferða- félagana þó nokkra stund að vinna upp kjark til að leika þetta stönt eftir. Með þessu og svo mörgu öðru sýndi Leifur líka að lífið getur verið skemmtilegt og óútreikn- anlegt, spuni og leikur. Elsku félagi, Efstaleitið er lit- laust án þín. Litir náttúrunnar og lífsins sem þú sýndir mér lifa. Vera Illugadóttir. Það er vor í lofti og hlátra- sköllin í krakkastóðinu glymja um hverfið. „Fallin spýtan“ heyrist hrópað, spennan í há- marki og það er stokkið af stað. „Klukk!“ Æi, nei, þessir stóru strákar ná manni alltaf strax. Þannig voru mín fyrstu kynni af honum Leifi, sem í þá daga var skáti, sem kunni að spila á gítar, sem kunni öll nýjustu lögin, sem kunni líka alla texta, sem söng betur en allir aðrir og sem var þá þegar orðinn þekktur leikari í heimabænum Kópavogi. Og það var margt brallað; njósnað um apann hennar Siggu apakelling- ar, stolið gulrótum, rifsberjum og rabarbara úr nágrannagörð- unum, barist upp á líf og dauða við Austurbæinga og brotist inn í yfirgefin draugahús. Þá var lífið leikur. Og áfram streymdi það. Við Einar bjuggum ásamt vinahjón- um á Kópavogsbraut og einn góðan veðurdag birtist Leifur á tröppunum, ljómandi eins og sól í heiði með nýju kærustuna sína, hana Guðrúnu, upp á arminn. Það var gleðidagur og til að toppa það færðu þau okkur lítinn kettling að gjöf. Við tóku mörg sæluár í sveit- inni okkar í Bjarnarfirðinum. Guðrún og Leifur settust að með börn og buru á Bakka ásamt þeim Attí og Magga og börnun- um fjölgaði. Langt á undan sinni samtíð stunduðu þau lífrænan búskap og fylgdust af ákafa með nýjustu straumum og stefnum í vistvænum lifnaðarháttum. Öll höfðum við starfað sem kennarar við Klúkuskóla og hjálpast að við að koma mannvænlegum börn- um til mennta með dyggum stuðningi kærleiksríkra heima- manna. Og áfram hélt brallið. Við stofnuðum Hvítabandið; hvít- klæddan, sex manna gítar/söng- hóp, og tróðum nokkuð roggin upp fyrir Vigdísi forseta þegar hún kom í opinbera heimsókn á Strandir. Við skrifuðum líka heilt leikrit sem gerðist á elliheimili og hét því viðeigandi nafni Bið- lundur, sungum sjálf og lékum flestöll hlutverkin. Seinna urðum við Leifur og Guðrún lífstíðarsöngfélagar í Dómkórnum undir stjórn Mar- teins H. Friðrikssonar, heilt samfélag dásamlegra, söng- elskra samferðamanna sem öll syrgja nú vininn sinn. Útvarpsmaðurinn Leifur Hauksson er síðan heill heimur út af fyrir sig og læt ég öðrum eftir að minnast þess dýrmæta starfs sem hann sinnti um ára- tuga skeið af mikilli alúð og framúrskarandi fagmennsku til heilla landi og þjóð. Leifur elskaði náttúruna og naut þess að arka einn um ósnortin víðernin. Við kveðjum því ferðalanginn með ljóðinu Hjá uppsprettum eftir Ólaf Jóhann Sigurðsson: Tærar eins og barnsaugu, bláar eins og himindjúp starið þið á ferðalang án furðu og spurnar. Hvílist hann á mosa, en mildir hljómar veita honum aftur vorljósa ró – lágvær kliður, án kæti, án hryggðar, handan föðurlegra kletta, þar sem flæðir úr sprungu. Tærar eins og barnsaugu, bláar eins og himindjúp svæfið þið ferðalang meðan fjallvegir bíða. Elsku Leifur, farðu í friði, við kveðjum þig með sorg í hjarta, þakklát fyrir dýrmæta vináttu og dásamlegu gleðistundirnar. Ást- vinum og samferðafólki sendum við hugheilar samúðarkveðjur. Vigdís Esradóttir, Einar Unnsteinsson. MINNINGAR 19 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. MAÍ 2022 Ástkær ættmóðir okkar, JÓNA LILJA MARTEINSDÓTTIR, áður húsmóðir í Holtsmúla í Landsveit, lést á hjúkrunarheimilinu Ási miðvikudaginn 27. apríl. Útförin fer fram í kyrrþey að hennar ósk. Fyrir hönd aðstandenda, Halldóra Ásgeirsdóttir Roar Aagestad Hjördís Björk Ásgeirsdóttir Erna Hrönn Ásgeirsdóttir Víglundur Kristjánsson Valdemar Ásgeirsson Hallfríður Ósk Óladóttir Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, BENEDIKT ÞÓR VALSSON þjóðhagfræðingur, Njálsgötu 110, Reykjavík, lést á heimili sínu fimmtudaginn 28. apríl. Útför hans fer fram frá Grafarvogskirkju fimmtudaginn 12. maí klukkan 13. Þuríður Ingunn Nikulásdóttir Eyþór Benediktsson Guðrún Finnborg Guðmundsd. Brynjar N. Benediktsson Ingi Valur Benediktsson Guðrún Edda Hólmgrímsdóttir Eydís Benediktsdóttir Þorvaldur Örn Valdimarsson og barnabörn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.