Morgunblaðið - 06.05.2022, Síða 20

Morgunblaðið - 06.05.2022, Síða 20
20 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. MAÍ 2022 ✝ Sævar Guð- mundsson fæddist á Akureyri 9. maí 1962. Hann lést á Landspítal- anum Hringbraut 26. apríl 2022. Sæv- ar var sonur hjón- anna Guðmundar Haukssonar, f. 24. okt. 1934, d. 6. okt. 1996, og Theódóru Káradóttur, f. 31. mars 1935. Systkini Sævars eru Kári, f. 11. feb. 1959, Haukur, f. 19. júlí 1960, og Sigrún, f. 8. des. 1965. Sævar kvæntist Öddu Þor- björgu Sigurjónsdóttur 6. júlí 1985. Dætur þeirra eru Þórdís Katla, f. 9. febrúar 1983, og Brynhildur Gugja, f. 3. júní 1986. Barnabörnin eru orðin sex og eitt barnabarnabarn. Sævar flutti þriggja ára til Keflavíkur með foreldrum sín- um og bjó í Reykja- nesbæ fram að lokabaráttunni. Hann hóf búskap snemma (18 ára) og starfaði mestan hluta ævinnar við smíðar og viðhald. Hann stundaði veið- ar og útivist og hafði mikla ánægju af því að ferðast bæði innanlands og erlendis. Hann var einstaklega virkur maður og byggði stóra sjúkraþjálfunarstöð með hjálp góðra vina auk þess að byggja sér heimili. Hann keypti sum- arbústað ásamt tengdaforeldr- um og byggði við hann. Þar naut hann sín best, helst úti á vatni á kajaknum sínum að veiða. Útför hans mun fara fram í dag, 6. maí 2022, kl. 12 í Kefla- víkurkirkju. Elsku Sævar mágur minn er fallinn frá, allt of fljótt, allt of ung- ur. Í huganum finnst mér svo langt síðan hann greindist með sjúkdóminn sem sigraði hann að lokum en samt er það svo stuttur tími. Covid-ástand í landinu gerði þessa baráttu enn erfiðari fyrir Sævar og Boggu, hætta á smiti var mikil fyrir mann með litlar sem engar varnir og þ.a.l. ekki um neinar samverustundir eða heim- sóknir að ræða. Þegar við fjölskyldan hugsum um Sævar eins og hann var áður en hann veiktist var það fyrsta sem allir minntust á hláturinn hans og prakkarasvipurinn. Sæv- ar hló háum smitandi hlátri sem smitaði út frá sér. Þannig var Sævar hrókur alls fagnaðar í góð- um hópi. Þegar stórfjölskyldan kom saman að borða var oft og tíð- um gert grín að því magni kjöts sem Sævar mætti með fyrir sig og Boggu. Hún frekar matgrönn en Sævar vildi eiga nóg og magnið hefði dugað fyrir meðalstóra fjöl- skyldu. Held ég muni alltaf hugsa til Sævars þegar ég kaupi nauta- lund í framtíðinni, því stærri því betri. Bogga og Sævar keyptu sum- arbústað með mömmu og pabba fyrir 16 árum og hafa þau verið að gera hann upp og byggja við hann undanfarin ár. Sævar var vand- virkur í smíðum og vann einstak- lega hratt og vel svo eftir var tek- ið. Hef ég fengið að njóta hans starfskrafta við lagfæringar og smíðar í gegnum árin, alltaf sjálf- sagt að koma og hjálpa til. Sælu- reiturinn í sveitinni var uppá- haldsstaður Sævars og vildi hann helst alltaf vera þar að dunda eitt- hvað og elda góðan mat. Ég er fullviss um að þar mun hann líka vilja vera nú þegar hann er kom- inn á annað tilverustig. Við mun- um alltaf minnast hans þegar við kíkjum við í sælureitinn og fáum að njóta þess að vera þar. Að lokum kveð ég Sævar með sömu orðum og ég kvaddi hann stuttu áður en hann lést: Þangað til næst. Ása Hrund Sigurjónsdóttir Glímunni er lokið hjá Sævari við þennan erfiða sjúkdóm sem barist var við í meira en ár. Vont hefur verið að horfa upp á þennan sterka einstakling verða sífellt veikari og fá hverja vondu fréttina eftir aðra og það á covid-tímum þegar heimsóknir voru ekki leyfð- ar, enda mátti hann ekki smitast af neinu, varnarlaus með öllu. Hann barðist svo sannarlega til síðasta dags, með Boggu sér við hlið sem vék ekki frá honum. Þau voru mjög ung þegar þau hófu sambúð, keyptu litla 50 fer- metra íbúð sem þau innréttuðu sjálf og strax þá var Sævar nokk- uð góður smiður, vandvirkur og fljótur. Þau bjuggu hjá okkur síð- ustu 5 mánuðina áður en þau fluttu inn og hann var svo þakk- látur að hann vaskaði upp og þreif, óbeðinn, eftir hverja máltíð svo sambúðin gekk mjög vel þrátt fyr- ir þrengsli. Árin liðu, tvö barna- börn fæddust og fjölskyldan flutt- ist að Lyngmóa í Njarðvík. Það fór ekki alltaf lítið fyrir Sævari okkar, hann þurfti allt að prófa og hló manna mest að óför- um sínum og prakkaraskap og alltaf hló Bogga með, allavega strax og hún sá að hann var ekki slasaður. Uppákomurnar og allt það sem þau lentu í saman var með ólíkindum og óborganlegar frásagnir þeirra af eigin upplifun- um voru slíkar að þær fengu nafn og voru kallaðar „Donnusögur“ af okkur og það ekki að ástæðulausu! Við minnumst tveggja utan- landsferða sem stórfjölskyldan fór saman. Til Spánar, þar sem við deildum húsi með Sævari og Boggu. Verulega góð ferð, það eina sem Sævari líkaði ekki var að tengdó vildi hafa mat í ísskápnum en ekki bara bjór! Í þessari ferð héldum við upp á brúðkaupsaf- mæli okkar allra með indverskum mat á ströndinni, uppdekkað á sandinum við sólarlag. Síðar fór- um við til Ítalíu og dvöldumst á sveitasetri og skoðuðum Toskana- héraðið. Sævar var grillmeistari, enda hörkukokkur. Nú eru 16 ár síðan þau báðu okkur að kaupa með sér sumar- hús, það var nú ekki á áætlun en tók þau ca. 20 mín. að sannfæra okkur. Keyptur var gamall bú- staður á yndislegum stað við Eyr- arvatn í Svínadal. Við höfum verið að stækka hann og breyta undan- farin ár. Uppáhaldsstaður Sævars og hefur hann hvergi annars stað- ar viljað vera þetta síðasta ár. Þegar við hugsum til baka er ljóst að Sævar, þessi hörkuduglegi maður, var farinn að finna til van- máttar og heilsan að bila fyrir nokkrum árum. Hann þreyttist fyrr og vann allt öðruvísi en áður. Að vera við smíðar allan daginn, fara svo út á bát að veiða, þeytast síðan á kajaknum fram og aftur eftir endilöngu vatninu var liðin tíð. Heiti potturinn var einn eftir. Við tókum eftir breytingunum en tengdum ekki við þennan sjúk- dóm, frekar en aðrir. Grunaði ekki að um nýjan óvin væri að ræða. Við sögðum oft að hann væri einstakur, spakmæli eftir Terri Fernandes segir: „Einstakur“ á við þá sem eru dáðir og dýrmætir og hvers skarð verður aldrei fyllt. Einstakur er orð sem best lýsir þér. Að lokum, við lofuðum að snerta ekki kjölinn fyrr en þú gæt- ir verið með, nú klárum við hann og þú verður með! Við þökkum samveruna. Dreymi þig ljósið, sofðu rótt. Sigurjón og Guðfinna (Siggi og Gugja). Grallarinn Sævar er fallinn frá eftir erfið veikindi sem hann tókst á við af miklu æðruleysi. Lífsins vegur leiddi okkur saman þegar Bogga kynntist Sævari sínum. Við keyptum okkar fyrstu íbúð um leið og Bogga og Sævar og bjugg- um við öll í Fífumóanum fyrstu ár- in. Við hjálpuðumst að við að inn- rétta íbúðirnar og þá var gott að eiga Sævar að. Þarna bjuggum við í sátt og samlyndi sitt á hvorri hæðinni og Þórdís Katla dóttir þeirra skottaðist á milli heimila. Það var yndislegur tími. Við eigum sameiginlegan vina- hóp og í mörgum ferðum sem hóp- urinn fór í átti Sævar ótrúlega skondin og eftirminnileg orðatil- tæki sem við getum enn hlegið að og skemmt okkur yfir. Hann var yfirleitt hrókur alls fagnaðar og vildi stuð og fíflalæti, hann var náttúrubarn og stundum óttalegur hrakfallabálkur. Hann var uppá- tækjasamur með eindæmum og lék stundum trúðinn en á bak við hjúpinn var ljúfur drengur sem vildi öllum vel. Yndislegur pabbi sem elskaði stelpurnar sínar Gugju og Þórdísi meira en allt og barna- börnin léku hugfangin við afa Sæv- ar sem var einstaklega barngóður. Sævar var fljótur að vinna og vandvirkur smiður sem lét hendur standa fram úr ermum þegar framkvæmdir voru í gangi. Stærð- fræði lá vel fyrir honum og var hann mjög talnaglöggur og vissi oft málin án þess að mæla. Hann var með gott verksvit og var fljótur að reikna út efni eða annað sem þurfti í framkvæmdir. Við eigum fallegar minningar um samverustundir með Sævari og Boggu, fjölskyldunni og saumó og smíðó. Við eigum eftir að ylja okk- ur við minningar um Sævar í sveit- inni okkar og ferðalögin innan lands og erlendis. Minningarnar um fallega hversdagsleikann í ná- vist Sævars, spagettíkvöld á Hraunsveginum, áramótin, afmæl- in og veislurnar, nautasteik, bjór og hnallþórur. Hann var veiðimað- ur og naut sín sérstaklega við rjúpnaveiði. Þá voru þær ófáar ferðirnar sem hann reri um Eyr- arvatnið með stöngina í von um að bráðin biti á. Sævar elskaði Boggu sína meira en allt. Aðdáun hans, traust og virðing til hennar var einstök. Það er því ekki hægt að tala um annað hvort þeirra, þau voru eitt. Við þökkum fyrir allt hið góða og fagra sem við áttum saman. Arnar og Bryndís. Það var sár frétt að heyra að vinur okkar Sævar væri fallinn frá eftir löng og erfið veikindi, maður vonaði alltaf að hann mundi hafa sigur í þeirri baráttu. Við kynnt- umst honum sem einstaklega hlýj- um dreng þegar hann fór að vera með henni frænku minni, og kunn- um við strax vel við þennan glaða prakkara, sem alltaf kom til dyr- anna eins og hann var klæddur, brosandi og hlýr. Kynni okkar urðu síðan meiri þegar þau keyptu sumarbústað við Eyrarvatn ásamt Guju og Sigga þar sem stutt var á milli bústaða, stutt í kaffi og spjall, og kannski eitthvað fleira ef vel lá á. Sævar var einstaklega laginn maður til trésmíða, og flestar aðr- ar iðngreinar vöfðust heldur ekki fyrir honum, var einn af þessum sem kallaðir eru „alt-muligt“- menn og fórst það sérlega vel úr hendi. Sævar var einstakur vinur vina sinna og hjálplegur ef hann var beðinn um aðstoð og nutum við hjón þeirrar hjálpar, allt var gert með bros á vör. Áhugamál Sævars var veiði í breiðum skilningi þess orðs; hann naut þess að skreppa í veiði út í íslenska náttúru, hvort sem var á skytterí eða í stangveiði, og grunar mig að hann hafi verið búinn að elda og borða flest þau dýr sem finnast sem villt dýr á Ís- landi. Það er erfitt nú að horfa út á spegilslétt Eyrarvatnið og vita að maður á ekki eftir að sjá Sævar á kajaknum eins og hann svo oft gerði seinni part dags eða á kvöld- in þegar vatnið skartaði sínu feg- ursta. Það sniðuga var að oftast fékk hann góðan fisk fyrir framan bátaskýlið hjá okkur á meðan við vorum að fara innar á vatnið án þess að bera mikið úr býtum. Ég er ekki í neinum vafa um að Sævar á eftir að finna sér sitt Eyr- arvatn handan móðunnar þar sem hann getur kajakast í rólegheitum, brosandi í veiði eins og hann gerði í lifanda lífi. Far í friði elsku vinur. Elsku Bogga, Þórdís, Guja og fjölskyldur, samhryggjumst ykk- ur innilega, minning um góðan dreng lifir. Vilhjálmur og Guðríður (Kúddi og Gullý). Sævar Guðmundsson ✝ Ágústa Ósk Guðbjartsdóttir fæddist á Þórs- hamri í Sandgerði 22. júní 1940. Hún lést á Landspít- alanum Fossvogi 19. apríl 2022. Foreldrar henn- ar voru Magnea Þórey Kristmanns- dóttir, f. 11.2. 1915, d. 6.8. 1955 og Guð- bjartur Þorgilsson, f. 11.5. 1916, d. 10.2. 1979. Systir er Unnur Guðbjarts- Ósk Hallsdóttur. Einnig á Hallur eitt barnabarn, Viktor Svan Ágústsson. Magnea Þórey Hilmarsdóttir, gift Finni Bjarka Tryggvasyni. Saman eiga þau fjögur börn. Hilmar Tryggva Finnsson, And- reu Ósk Finnsdóttur, Bjarka Leó Finnsson og Bjart Elí Finnsson. Magnea á tvö barnabörn, þau Birnu Þóreyju Hilmarsdóttur og Benjamín Frey Ingason. Ágústa byrjaði ung að vinna og vann ýmis störf. Meðal annars í íslenska sendiráðinu í New York, á hótelinu D’Angleterre í Kaupmannahöfn, á Álafossi og á Tjaldanesi. Efri árum sínum eyddi Ágústa að miklu leyti með barnabörnum sínum. Útför hennar fer fram í dag, 6. maí 2022, frá Lágafellskirkju klukkan 13. dóttir f. 10.2. 1946. Eiginmaður Ágústu var Hilmar Þorbjörnsson, f. 23.10. 1934, d. 29.1. 1999. Fyrir átti hann sex börn. Börn þeirra hjóna eru: Hallur Guðbjartur Hilm- arsson, f. 12.8. 1969, kvæntur Ólínu Lax- dal. Saman eiga þau hjónin engin börn. Hallur á fyrir þrjú börn. Ágúst Frey Hallsson, Kristján Þór Hallsson og Sigrúnu Tengdamóðir mín Ágústa Ósk Guðbjartsdóttir féll frá 19. apríl síðastliðinn. Ágústa var mögnuð kona, heimsborgari og með eindæmum glæsileg, mikil húsmóðir, mamma og amma. Ég hitti Ágústu í fyrsta skipti sem ung- lingur þegar við Hallur vorum fyrst að stinga saman nefjum og aftur þegar við vorum orðin eldri og þroskaðri og leiðir okkar Halls lágu aftur saman. Ég á minningu þar sem við sitjum saman á bekk fyrir utan Leirutangann og hún spyr mig hvort ég muni ekki sjá um hann Hall hennar. Ég lofaði henni því og mun leggja mig fram um að halda það loforð til ævi- loka. Hallur minn var mikill mömmustrákur og voru þau mjög náin og góðir vinir. Ágústa var svo mikil fyrirmynd með dugnaði og eljusemi sinni sem einkenndi allt hennar líf. Allar lopapeysurnar sem hún prjónaði eru eitt dæmi um dugnað hennar og nýtti hún aukaaurinn fyrir peysurnar til þess að gleðja sína nánustu með ævintýraferðum út í heim. Ágústa spillti honum Halli mínum töluvert þegar kom að mat. Ég er nokkuð viss um að það hafi ekki margir mætt í Varmárs- kóla með smurt normalbrauð með heimabakaðri kæfu og heitt te í nesti alla daga. Við verðum henni ævinlega þakklát fyrir það að hún hélt að honum matargerð ásamt bakstri og njótum við nú góðs af. Hallur mun halda áfram að deila uppskrifum Ágústu kyn- slóða á milli og halda í minningu hennar. Ágústa elskaði sundleikfimi og stundaði hana öll fullorðinsárin í sundlauginni við Reykjalund í góðum félagsskap. Ég varð þeirr- ar gæfu aðnjótandi að fara með henni í sundleikfimi og þar sá ég hvaðan maðurinn minn hefur skemmtanastjórahæfileikana, en í sundleikfimi lék Ágústa á als oddi og hreinlega hélt uppi stuð- inu. Við munum alltaf vera sér- staklega þakklát þjálfurunum á Reykjalundi fyrir þann gæðatíma sem hún átti þar. Við kveðjum tengdamömmu með þakklæti í hjarta, hún dæmdi engan, hún hafði sterkar skoðanir, var réttsýn og skilur eftir stórt skarð í fjölskyldunni. Hvíl í friði. Ólína Laxdal. Í dag kveðjum við elskulega systur og mágkonu. Það er margs að minnast í áranna rás. Ágústa Ósk var hlý og hjartagóð manneskja sem mátti ekkert aumt sjá. Ég minnist sérstaklega atvika í kringum jólahátíðarnar gegnum árin þegar henni var efst í huga að færa ýmsum konum, sem hún hafði unnið með, síld sem hún útbjó sjálf og annað góð- gæti. Um tíma vann hún á Tjalda- nesi í Mosfellsdal. Það var ekki að spyrja að því, vistmenn tóku strax ástfóstri við hana. Það var fastur liður hjá henni að taka þá heim til sín og gleðja þá með kök- um og kræsingum. Við unnum um tíma hjá FÍ sem síðan varð Flugleiðir og nutum góðs af því að geta farið utan þegar færi gafst og þá sérstaklega til Glas- gow í svokallaðar verslunarferð- ir. Frá þeim tíma eru margar góðar minningar. Við misstum móður okkar þeg- ar Ágústa var 15 ára og ég 9 ára. Það voru erfiðir tímar, og ekki talað mikið um hlutina í þá daga, hvað þá að veita sálgæslu. En við stóðum þétt saman alla tíð. Ég minnist Jerúsalemferðar minnar. Hilmar Þorbjörnsson, eiginmað- ur Ágústu, vann sem gæslumað- ur hjá Sameinuðu þjóðunum um tíma og bjuggu þau í Jerúsalem ásamt Halli Guðbjarti syni þeirra sem fæddist þar. Ágústa var oft ein með Hall, því Hilmar var oft sendur í ýmis gæslustörf. Það var engin spurning, ég ákvað að heimsækja þau. Einn daginn vor- um við í göngutúr um götur gömlu Jerúsalem þegar við vor- um stoppaðar af lögreglunni og spurðar hvað við værum að gera. Við vorum bara að taka myndir, meðal annars af þreyttum asna með þunga kassa á hvorri síðu, og fannst okkur þetta illa farið með dýrið. Seinna fréttum við að þeir álitu að við værum að njósna fyrir einhverja, þetta var ólöglegur flutningur á sorpi og mátti ekki fréttast. Eins var með framköll- un á myndum þarna, það vantaði helminginn af þeim. Minningarn- ar eru margar og skemmtilegar frá hinum ýmsu tímum. Nú yljar maður sér með þeim. Við þökkum fyrir samverustundirnar, elsku Ágústa. Hvíl í friði. Unnur Guðbjartsdóttir og Þórður Valdimarsson. Ágústa Ósk Guðbjartsdóttir Ástkær móðir okkar, amma, langamma og langalangamma, SÓLVEIG SESSELJA GUÐMUNDSDÓTTIR, Dolla, Bræðraborg, Vopnafirði, lést á hjúkrunarheimilinu Sundabúð á Vopnafirði föstudaginn 29. apríl. Útförin fer fram frá Vopnafjarðarkirkju þriðjudaginn 10. maí klukkan 14. Aðstandendur Ástkær móðir mín, ÞORBJÖRG MAGGÝ JÓNASDÓTTIR, hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolungarvík, sem lést á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða 26. apríl, verður jarðsungin frá Hólskirkju í Bolungarvík laugardaginn 7. maí klukkan 14. Streymt verður frá athöfninni á facebooksíðu Viðburðastofu Vestfjarða. Fyrir hönd aðstandenda, Sigríður Jóna Bragadóttir Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, HANNA BJÖRK HLÖÐVERSDÓTTIR, lést á Landspítalanum við Hringbraut mánudaginn 2. maí. Útför verður auglýst síðar. Hlöðver Reyr Sigurjónsson Sunna Reyr Sigurjónsdóttir Sveinn Reyr Sigurjónsson og fjölskyldur

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.