Morgunblaðið - 06.05.2022, Blaðsíða 25
DÆGRADVÖL 25
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. MAÍ 2022
Suðurlandsbraut 20, Reykjavík | Sími 588 0200 |eirvik.is | Opið virka daga10-18
– 3 tæki í einu og mögulegt að breyta samsetningu ryksugu eftir þörfum
– Allt að 60 til120 mínútna samfelldur gangtími
– Breiður ryksuguhaus sem hentar fyrir allar gerðir gólfefna
Skaftryksuga frá Miele með Li-ion rafhlöðu
Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger
„HVAÐAN KEMUR ÞESSI BAÐVOG?“
Hermann
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... að gerast fastagestur
á veitingastaðnum þar
sem hún vinnur.
SAMBANDOKKAR JÓNS
ER FULLKOMIÐ. HANN
GERIR ALLT OG ÉG GERI
EKKERT
GETURÐU EKKI
GERT EITTHVAÐ?
HVÍ AÐ SPILLA
FULLKOMNUN?
HELGA! ÉG ÞARF HJÁLP
VIÐ TALNINGUNA!
Á PENINGUM?!
HVAÐ?
BOINK
BOINK
BOINK
„NEI. MÓÐIR MÍN GAT VERIÐ TVÖFÖLD
Í ROÐINU, EN ÉG STÓÐ HENNI Á
SPORÐI ÞRÁTT FYRIR ÞAÐ.“
fjársjóðir. Laxá í Aðaldal var aðal-
áin okkar, og fékk ég verðlaun 1990
fyrir að veiða stærsta laxinn það
sumarið. Við veiddum annars mikið
á Írlandi og í Skotlandi, utanlands-
ferðirnar miðuðust mikið við það að
komast í golf eða lax.“
Fjölskylda
Fyrri eiginmaður Margrétar var
Magnús Andrésson, f. 16.1. 1927, d.
7.7. 1986, vörubílstjóri, þau skildu.
Seinni eiginmaður Margrétar var
Gunnar Sólnes, f. 12.3. 1940, d. 5.6.
2016, hæstaréttarlögmaður. For-
eldrar Gunnars voru hjónin Jón G.
Sólnes, f. 30.9. 1910, d. 8.6. 1986, úti-
bússtjóri Landsbanka Íslands á
Akureyri og alþingismaður, og Inga
Sólnes, f. 12.8. 1910, d. 11.8. 2013,
húsmóðir.
Dætur Margrétar og Magnúsar
eru: 1) Helga Kristín, f. 29.5. 1957,
svæfingalæknir, gift Þorleifi Stef-
ánssyni, f. 4.9. 1955, sjúkraþjálfara.
Sonur þeirra er Stefán Grétar véla-
verkfræðingur, kona hans er Mar-
ina Ravn og eiga þau Bastían, Júlíus
og Silju. Fyrir átti Helga Selmu, f.
14.3. 1974, með Ara Hilmarssyni,
bónda á Þverá í Eyjafjarðarsveit.
Selma eignaðist tvær dætur, Mar-
gréti Tinnu, f. 9.5. 1991, d. 14.10.
2002, og Sögu Marie Petersson, f.
24.7. 2001; 2) Hulda Björk, f. 10.8.
1959, búsett á Akureyri.
Systkini Margrétar: 1) Auður
Kristinsdóttir, f. 5.7. 1932, d. 20.5.
1990, hjúkrunarfræðingur; 2) Vil-
hjálmur Bessi Kristinsson, f. 2.11.
1943, fyrrverandi sjómaður, búsett-
ur á Húsavík; 3) Einar Karl Krist-
insson, f. 15.4. 1947, rafvirkjameist-
ari, búsettur í Kópavogi.
Foreldrar Margrétar voru hjónin
Helga Jónsdóttir, f. 17.11. 1905, d.
3.2. 1964, húsmóðir, og Kristinn Vil-
hjálmsson, f. 29.11. 1904, d. 1.12.
1991 verkamaður. Þau voru búsett í
Kópavogi og Reykjavík.
Margrét
Sigríður
Kristinsdóttir
Páll Sigurðsson
bóndi á Hóli, f. þar
Kristín Hákonardóttir
húsfreyja á Hóli í Önundarfirði,
f. á Kirkjubóli í Korpudal
Vilhjálmur Bessi Pálsson
bóndi í Tungu
Margrét Jónsdóttir
húsmóðir í Tungu í Skutulsfirði
Kristinn Vilhjálmsson
verkamaður í Reykjavík
og Kópavogi
Jón Ólafsson
bóndi á Króki og í Tungu, f. á Króki
Sigríður Halldórsdóttir
húsmóðir á Króki á Rauðasandi og
í Tungu, f. á Gili í Bolungarvík
Þórarinn Jónsson
bóndi í Sigluvík, f. í Sigluvík
Sigurveig Jónsdóttir
húsmóðir og ljósmóðir í Sigluvík
á Svalbarðsströnd, f. í Hörgsdal
á Mývatnsheiði
Jón Þórarinsson
bóndi, síðast í Hvammi
Helga Kristjánsdóttir
húsmóðir, síðast í Hvammi í Dýrafirði
Kristján Friðgeir Guðmundsson
bóndi á Végeirsstöðum, f. í Fjósatungu
Lísbet Kristbjörg Bessadóttir
húsmóðir á Végeirsstöðum í
Fnjóskadal, f. í Skógum í Fnjóskadal
Ætt Margrétar Kristinsdóttur
Helga Jónsdóttir
húsmóðir í Reykjavík
og Kópavogi
Hallmundur Kristinsson fær
ekki orða bundist á Boðn-
armiði: „Þessar limrur!“
Hér litum við stórvaxinn strump
standa með hendur á gump,
hjá konu á krá.
Þá kom honum frá
hávært og hljómfagurt prump.
Enn segir Hallmundur: „Ussu-
suss“:
Tæpast við röðunum riðlum.
Til rasískra atkvæða biðlum.
Við elskum þau öll,
álfa og tröll.
Svart er á samfélagsmiðlum.
Eyjólfur Ó. Eyjólfsson yrkir:
Hrókurinn frár er á fæti
og fer um með hávaðalæti
en oft hef ég séð
örlítið peð
sem endar í drottningarsæti.
Friðrik Steingrímsson orti á mið-
vikudag:
Það er engin þíða hér
þagnað fugla skvaldur,
hríðarmugga úti er,
andskoti er hann kaldur.
Jón Atli Játvarðarson skrifar:
„Hjá sumum aukast vandræðin, ef
eitthvað er, þegar reynt er að stíga
fast til jarðar. Ættað úr svarfærslu,
þar sem vandræði Sigurðar Inga
voru tíunduð“:
Skrautféð mitt ég skondið lít,
skapheit „Svört“ og þrá.
Lilja rekst sem rollan hvít
og reynir að sleppa frá.
Reinhold Richter yrkir við
fallega mynd:
Spóinn er kominn sprækur að vanda
sporléttur jagar á háum legg.
Hef ég oft fundið hér út’á Granda
hreiðurbolla með dröfnótt egg.
Eggert J. Levy segir „Enda
gott“:
Blessað vorið blíðkar allt
bræðir allan klaka
okkur verður ekki kalt
enda gott að vaka.
Guðmundur Arnfinnsson orti á
sunnudag:
Bjartsýnisvísa
Nú vaknar allt að liðnum löngum vetri.
Ljósið glæðir viljastyrk og þor
og rekur burtu sorg úr sálartetri.
Sólin skín og það er komið vor.
Hallmundur Kristinsson yrkir:
Mygluvandamál
Hjá okkur margt er myglað.
Mörg eru í gangi plott.
Kunningjum hér er hyglað
svo hafi það nógu gott.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Af strumpum og hrókum