Morgunblaðið - 17.05.2022, Page 2
2 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. MAÍ 2022
Nú finnur
þú það sem
þú leitar að
á FINNA.is
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Viðskipti Gísli Freyr Valdórsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Winkel Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Í LYON
Víðir Sigurðsson
vs@mbl.is
„Allt varðandi endurkomu Söru
Bjarkar á fótboltavöllinn gekk fyrir
sig á ótrúlegan hátt og við skiljum
ekki enn hvernig hún fór að því að
vera svona fljót að komast aftur inn á
völlinn. Ég vissi að hún myndi komast
aftur í fyrra form en að hún skuli hafa
gert það á svona stuttum tíma er al-
gjörlega ótrúlegt,“ sagði Marina Am-
orós, markaðsstjóri fyrir kvennafót-
bolta hjá íþróttavörufyrirtækinu
Puma, sem í dag birtir heimild-
armynd um knattspyrnukonuna Söru
Björk Gunnarsdóttur og endurkomu
hennar á fótboltavöllinn með Lyon,
einu besta félagsliði heims, aðeins
fjórum mánuðum eftir að hafa eign-
ast sitt fyrsta barn.
Morgunblaðið ræddi við Amorós
eftir að heimildarmyndin sem ber
heitið „Do Both“, eða „Gerðu bæði“
var kynnt í Lyon í gær. Myndin er
tólf mínútna löng og fer í dreifingu á
Youtube og samfélagsmiðlum í dag
en þar er fylgst með Söru frá þeim
tíma þar sem hún var ófrísk og hóf
undirbúninginn að því að snúa aftur á
fótboltavöllinn og þar til hún lék sinn
fyrsta leik eftir endurkomuna með
Lyon í mars. Stærstur hluti mynd-
arinnar er tekinn upp á Íslandi og
m.a. rætt við fjölskyldumeðlimi og við
Margréti Láru Viðarsdóttur, fyrrver-
andi landsliðskonu.
Myndinni er ætlað að vekja athygli
á því að knattspyrnukonur í fremstu
röð þurfi ekki að láta barneignir og
stofnun fjölskyldu koma í veg fyrir að
þær geti haldið áfram að stunda
íþrótt sína með bestu liðum heims.
Sara Björk tók sjálf þátt í kynn-
ingu myndarinnar og sat fyrir svör-
um að henni lokinni. „Endurkoman
hjá mér hefur strax vakið athygli. Ég
hef fengið trilljón skilaboð frá ungum
konum og svo varð önnur í liði Lyon
ófrísk í október. Ég finn að það er
mikil hvatning fyrir hana hve vel mér
gekk að koma til baka,“ sagði Sara
við Morgunblaðið í Lyon en ítarlegt
viðtal við hana verður í blaðinu á
morgun.
Hugarfarið mest heillandi
Amorós sagði að það hefði verið
mest heillandi að finna hugarfar og
einbeitingu Söru, hvernig hún nálg-
aðist verkefnið og hvernig hún æfði.
„Sara er einn besti leikmaðurinn
sem er á samningi hjá Puma. Hún
spilar með besta félagsliði heims,
Lyon, og þegar okkur var sagt að hún
væri barnshafandi vorum við hissa
því það gerist ekki oft að afrekskonur
í allra fremstu röð verði ófrískar.
Strax eftir að við höfðum talað við
hana var engin spurning um að við
urðum að gera eitthvað alveg sér-
stakt. Við fundum strax hversu ein-
beitt hún var, hvernig hún talaði og
hvernig hún nálgaðist þennan breytta
veruleika. Þarna var greinilega saga
sem þurfti að segja. Ég vissi strax að
þetta myndi slá í gegn, enda sjáum
við hvert hún er komin, er á leið í úr-
slitaleik Meistaradeildarinnar og í
lokakeppni Evrópumótsins í sumar,“
sagði Amorós við Morgunblaðið.
„Við vorum alltaf með það í sigtinu
að sjá hvort hún yrði tilbúin fyrir EM
í júlí. Hún gæti kannski æft með
Lyon undir lok tímabilsins og komið
við sögu í allra síðustu leikjunum í
deildinni. Þá ætluðum við að vera á
staðnum og taka það allt saman upp.
En þegar hún sagði okkur allt í einu
um miðjan mars að hún yrði í liðinu
um næstu helgi þurftum við að gjör-
breyta öllum okkar plönum, mæta
strax á staðinn og ljúka við myndina,“
sagði Amorós.
Ljósmynd/Ben Lévy
Lyon Sara Björk Gunnarsdóttir við kynningu heimildamyndarinnar Do Both í Lyon í gærkvöld.
Skiljum ekki hvernig hún
gat komið svona fljótt aftur
- Heimildarmynd um endurkomu Söru á fótboltavöllinn
Þóra Birna Ingvarsdóttir
thorab@mbl.is
Ísland mun fylgja Norðmönnum og
Dönum og sýna þannig táknræna,
norræna samstöðu með Svíum og
Finnum, er kemur að aðildarumsókn
þeirra að Atlantshafsbandalaginu en
bæði ríkin hafa tilkynnt um áform
þess efnis.
„Við ætlum okkur að verða með
fyrstu ríkjunum til að afgreiða þetta,“
segir Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir,
utanríkisráðherra við Morgunblaðið.
Um leið og ríkin tvö leggja fram
formlega umsókn sína mun Þórdís
Kolbrún mæla fyrir þingsályktunar-
tillögu á Alþingi, um að Ísland sam-
þykki umsóknina. Sú ályktun hlýtur
svo hefðbundna þinglega meðferð,
þ.e. fer í gegnum tvær umræður og til
meðferðar hjá utanríkismálanefnd.
Þórdís Kolbrún á ekki von á öðru
en að það ferli taki örfáa daga. Hún
hefur rætt við for-
menn allra þing-
flokka og segir
samstöðu ríkja
um málið.
Ríkisstjórnin
fundaði í gær um
málið. Innt eftir
því hvort einhug-
ur sé meðal ráð-
herra, segir Þór-
dís Kolbrún að
fullur einhugur sé um að virða sjálfs-
ákvörðunarrétt Svía og Finna og
bjóða þá velkomna í NATO. Hún
bendir á að í stefnuskrá Vinstri
grænna, sé afstaða flokksins skýr
hvað varðar aðild Íslands að banda-
laginu, en Katrín Jakobsdóttir, for-
sætisráðherra og formaður Vinstri
grænna, hafi þó lýst því yfir fyrir
fimm árum að hún myndi styðja og
vinna eftir þjóðaröryggisstefnu Ís-
lands.
Aðild Svía og Finna að NATO mun
koma til með að styrkja bandalagið og
auka við öryggi þess, að mati Þórdís-
ar Kolbrúnar. „Bæði hernaðarlega og
líka af því að þetta eru mjög sterk ríki
þar sem lýðræði, mannréttindi og
réttarríkið er í hávegum haft.“
Muni aðstoða ríkin ef þurfi
Forsætisráðherrar Íslands, Dan-
merkur og Noregs hafa gefið út sam-
eiginlega yfirlýsingu þar sem fram
kemur að norrænu ríkin muni leggja
sig fram um að tryggja að umsókn-
arferlið gangi hratt fyrir sig.
Þá taka forsætisráðherrarnir jafn-
framt fram að ríkin muni aðstoða
Finnland og Svíþjóð með öllum ráð-
urm, verði öryggi þeirra ógnað. Þór-
dís Kolbrún segir að þessi hluti yfir-
lýsingarinnar hafi meiri þýðingu fyrir
þær þjóðir sem búi yfir her, en þær
bjóði fram öryggistryggingu til að
brúa bilið frá því umsóknaferlið hefst
og þar til Svíar og Finnar njóta
verndar bandalagsins. Íslandi eru
sett ákveðin takmörk, sökum herleys-
is síns, en mun þó ekki hika við að
leggja sitt af mörkum ef til þess kæmi
að annars konar aðstoðar væri þörf.
Þórdís Kolbrún kveðst skilja að
Svíþjóð og Finnland vilji tryggja sig
með þessum hætti. Þótt innganga
þeirra í varnarbandalagið ætti ekki að
vera ógn fyrir Rússland, sé ljóst að
skoðun þeirra á aðild breyttist í kjöl-
far innrásar Rússa í fullvalda og sjálf-
stætt ríki.
Sannfærð um að ríkin fái aðild
Til þess að ríki fái aðild að NATO
þarf samþykki allra 30 aðildarríkj-
anna. Að sögn Þórdísar Kolbrúnar
liggur fyrir jákvæð afstaða 29 ríkja.
Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrk-
lands, lýsti því yfir í gær að hann
myndi ekki samþykkja umsóknir Sví-
þjóðar og Finnlands. Hann hefur
stutt þá afstöðu sína þeim rökum að
Tyrkland geti ekki fallist á inngöngu
þjóða sem beiti refsiaðgerðum gagn-
vart Tyrklandi, jafnframt segir hann
ríkin tvö hafa stutt við hryðjuverka-
starfsemi með því leyfa Kúrdum að
sinna stjórnmálastarfi í löndum sín-
um.
Þórdís Kolbrún er sannfærð um að
þjóðirnar muni útkljá sín mál og hef-
ur enga trú á því að Tyrkir setji sig í
þá stöðu að koma í veg fyrir inngöngu
Svía og Finna. Of miklir hagsmunir
séu í húfi.
„Mál sem er komið þetta langt, svo
breið samstaða er um, þar sem þjóð-
irnar hafa unnið sína heimavinnu vel
og hagsmunirnir undir eru þetta
miklir, finnst mér skipta máli að
gangi hnökralaust fyrir sig, þar af
leiðandi kann ég ekki að meta þegar
mál eru sett á dagskrá sem standa því
í vegi að þetta gangi hnökralaust fyrir
sig.“ »13
Ætlum að verða með þeim fyrstu
- Táknræn norræn samstaða - Afgreiðsla taki aðeins örfáa daga - Skilur að Svíar og Finnar vilji
öryggistryggingu - Virða sjálfsákvörðunarréttinn - Kann ekki að meta yfirlýsingu Tyrklandsforseta
Þórdís Kolbrún R.
Gylfadóttir
Heilbrigðisráðherra segist vongóður
um að takast muni að vinna á biðlist-
um eftir svonefndum valkvæðum að-
gerðum og ná samningum þar sem
starfsfólk í heilbrigðisþjónustu verði
nýtt sem best.
„Ég held að við
getum nýtt alla
aðila í kerfinu
með miklu skil-
virkari hætti en
nú er gert og það
er gott samtal í
gangi milli ráðu-
neytis, einka-
aðila, sjúkrahús-
anna og
Sjúkratrygginga
um það hvaða leið
er best að því marki,“ sagði Willum
Þór Þórsson á Alþingi í gær.
Hann var að svara fyrirspurn frá
Hildi Sverrisdóttur, þingmanni
Sjálfstæðisflokks, um hvort hann
hygðist beita sér fyrir því að biðtími
eftir því að komast í skurðaðgerð á
augasteinum og liðskiptaaðgerð á
mjöðm eða hné verði að hámarki 90
dagar, eins og embætti landlæknis
mælist til, t.d. með því að fela einka-
aðilum framkvæmd slíkra aðgerða í
auknum mæli.
Willum svaraði þessu játandi og
sagðist hafa lagt talsverða vinnu í að
finna slíka lausn. „Ég skal viður-
kenna það hér, að ég hélt að þetta
yrði einfaldara mál en raun ber vitni.
Þarna endurspeglast ekki síst mönn-
unarvandi í heilbrigðisþjónustu,“
sagði hjann. „Ef mig myndi bresta
þolinmæði, hefði samband við
Sjúkratryggingar og fæli þeim að
semja t.d. við Klínikina um liðskipta-
aðgerðir er auðvitað hætta á að það
færi mannskapur með.“
Nokkrir þingmenn blönduðu sér í
umræðuna og lýstu því allir yfir að
óviðunandi væri að þúsundir ein-
staklinga þyrftu að bíða lengi eftir
þessum aðgerðum. Skoða þyrfti önn-
ur þjónustuform, auka valmöguleika
og búa til samkeppni. Og þeir gagn-
rýndu einnig að aðgerðirnar væru
sagðar vera valkvæðar. „Er það val
að fá bót meina sinna þegar einstak-
lingur kemst ekki fram úr rúminu?“
spurði Helga Vala Helgadóttir, þing-
maður Samfylkingarinnar.
Vonar að takist
að stytta biðlista
- Þingmenn sögðu ástandið óviðunandi
Hildur
Sverrisdóttir