Morgunblaðið - 17.05.2022, Síða 4
4 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. MAÍ 2022
Sími 555 2992 / 698 7999
Hátt hlutfall Omega 3 fitusýra
Gott fyrir:
• Maga- og þarmastarfsemi
• Hjarta og æðar
• Ónæmiskerfið
• Kolesterol
• Liðina
Læknar mæla með selaolíunni
Selaolían fæst í: Apótekum, Þín verslun Seljabraut, heilsuhúsum, Fjarðarkaupum, Fiskbúðinni Trönuhrauni, Hafrúnu ogMelabúð
Óblönduð
– meiri virkni Selaolía
Ég heyrði fyrst um Selaolíuna í gegnum kunningja minn en
konan hans hafði lengi glímt við það sama og ég, - stirðleika
í öllum liðum og tilheyrandi verki. Reynsla hennar var það góð
að ég ákvað að prufa. Fyrstu tvo mánuðina fann ég litlar
breytingar, en eftir þrjá mánuði var ég farin að geta gengið
niður stiga á vinnustað mínum sem ég hafði ekki getað
áður. Ein góð „aukaverkun“ fylgdi í kjölfarið, ég var
með frekar þurra húð um allan líkamann, en eftir
að ég fór að nota Selaolíuna hvarf sá þurrkur og
húð mín varð silkimjúk. Ég hef nú notað
Selaolíuna í eitt og hálft ár og þakka henni
bætta líðan og heilsu.
Guðfinna Sigurgeirsdóttir.
„Eftir þrjá mánuði var ég farin að geta gengið niður stiga
á vinnustaðmínum sem ég hafði ekki getað áður.“
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
Það hefur reynst mörgum fyrirtækj-
um í ferðaþjónustu erfitt að ráða til
sín starfsfólk fyrir sumarið. Búist er
við miklum fjölda ferðamanna hing-
að til lands og víða er orðið þétt-
bókað á gististöðum. Ýmsar hindr-
anir eru í veginum þegar kemur að
starfsmannamálum en viðmælendur
Morgunblaðsins eru engu að síður
bjartsýnir fyrir sumarið.
„Heilt yfir gengur ágætlega að
ráða fólk en aðstæður eru reyndar
öðruvísi nú en miðað við það sem við
erum vön. Nú er minna um fólk sem
er laust í vinnu en áður og það er
keppt um þá sem eru lausir. Við vit-
um til þess að fyrirtæki hafa verið
að bjóða laun umfram taxta til að
sannfæra fólk um að koma,“ segir
Aron Pálsson, hótelstjóri á Hótel
Kea og Sigló hóteli. Aron kveðst þó
ekki hafa áhyggjur af stöðunni.
„Með góðri skipulagningu kemur
þetta allt á endanum. Við erum
vissulega vön því að vera komin með
mannskap á þessum tíma en ráðn-
ingar virðast ætla að standa fram á
sumar. Ráðningartímabilið er
lengra en áður enda sækja Íslend-
ingar frekar í þjónustustörf en til að
mynda þrifastörf.“
Erfitt að ráða kokka í vinnu
„Þetta hefur verið þungt og geng-
ið hægt að manna en mér heyrist að
flestir séu að verða búnir að klára
þessi mál fyrir sumarið,“ segir Arn-
heiður Jóhannsdóttir, framkvæmda-
stjóri Markaðsstofu Norðurlands.
Hún býst við annasömu sumri
svipuðu því og var 2019 hvað komur
erlendra ferðamanna varðar auk
þess sem fjöldi Íslendinga verði á
faraldsfæti. „Þetta var erfitt í fyrra
og það var verið að ráða fólk allt of
seint en núna sáum við snemma að
sumarið yrði gott. Menn byrjuðu því
fyrr í ráðningarferlunum. Nú vantar
okkur frekar meira framboð af gist-
ingu og bílaleigubílum. Það verður
nóg að gera.“
Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir,
framkvæmdastjóri Vök baths á Eg-
ilsstöðum, segir að þar á bæ verði
ráðnir inn töluvert fleiri starfsmenn
í sumar en í fyrra. Vel hafi gengið að
ráða en það hafi þó ekki verið án
áskorana. „Við glímum við húsnæð-
isvanda fyrir starfsfólk og svo er
mjög erfitt að ráða kokka. Mér
skilst reyndar að það sé martröð á
öllu landinu. Ég hefði viljað ráða
meira af Íslendingum í vinnu en við
erum að keppa við ríkið og bæjar-
félögin um störf fyrir til að mynda
framhaldsskólanema. Ég veit að ein-
hverjir staðir hafa þurft að leita til
útlanda eftir starfsfólki.“
Þurfa að útvega fólki húsnæði
Sveinn Sigurðsson, einn eigenda
Smiðjunnar brugghúss í Vík í Mýr-
dal, segir að ágætlega hafi gengið að
manna staðinn í Vík en aðeins verr á
útibúi hans í nýja miðbænum á Sel-
fossi.
„Þetta er alltaf visst vesen og
mikil velta á starfsfólki en hvort það
er verra nú en áður, ég veit það ekki.
Mér heyrist flestir hérna vera búnir
að redda þessu. Við fáum starfsfólk
frá Spáni, Ungverjalandi, Póllandi,
Króatíu og Bretlandi auk Íslend-
inga,“ segir Sveinn. Smiðjan var sett
á stofn árið 2018 og fyrst um sinn
var erfitt að fá starfsfólk sökum
þess að því bauðst ekkert húsnæði
Vík. Staðan breyttist þegar Smiðjan
festi kaup á íbúðarhúsnæði sem
starfsfólkið leigir. „Þetta er bara
landsbyggðarskatturinn. Það er
ekkert annað í boði hér. Þetta er
bæði leiðinleg staða fyrir okkur en
líka fyrir starfsfólkið að þurfa að
hafa vinnuveitandann sem leigu-
sala.“
Starfsfólkið verði þreytt eftir
sumarið
Díana Jóhannsdóttir, sviðsstjóri
atvinnusviðs Vestfjarðastofu, segir
að rekstraraðilar í ferðaþjónustu
hafi lært það af reynslunni á Covid-
tímanum að vera tímanlega í að
manna starfsemina. „Ég ætla nú
ekki að segja að það séu allir vel
mannaðir en ég hef heyrt að fólki
gangi ágætlega að manna sínar stöð-
ur. Það veitir ekki af enda er nýting-
arhlutfall á gistingu komið í 90%
sums staðar. Ég býst því við að
starfsfólkið verði vel þreytt eftir
sumarið.“
Morgunblaðið/Ómar
Örtröð Spár gera ráð fyrir viðlíka fjölda ferðamanna í sumar og árið 2019. Því má búast við að stórir hópar sæki Geysissvæðið heim eins og á fyrri árum.
„Þetta hefur verið þungt“
- Misvel hefur gengið að ráða starfsfólk í ferðaþjónustu fyrir komandi sumar
- Fyrirtæki keppast um starfsfólk á lausu - Víða vantar húsnæði - Miklar annir
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Þjónusta Misvel hefur gengið að ráða starfsfólk á hótel og veitingastaði
fyrir komandi sumar. Búist er við miklum önnum í ferðaþjónustunni.
Vinna við heildar-
stefnumótun á
sviði neyt-
endaverndar er
hafin í menning-
ar- og við-
skiptaráðuneyt-
inu. Til skoðunar
er hvort þörf sé á
nýrri löggjöf
vegna markmið-
aðra auglýsinga.
Þetta kemur fram í svörum Lilju Al-
freðsdóttur, menningar- og við-
skiptamálaráðherra, við fyrirspurn
Diljá Mistar Einarsdóttur um staf-
ræn réttindi neytenda gegn svoköll-
uðum njósnaauglýsingum á verald-
arvefnum. Þá bætir Lilja við að
Evrópuþingið og ráðið hafi tillögur
að Evrópugerðum til meðferðar sem
komi til með að hafa mikla þýðingu.
Neytendasamtökunum sé falið,
með þjónustusamning við ráðu-
neytið, að sinna fræðslu til almenn-
ings um neytendamál. Ráðherra
hyggst þó einnig stuðla að vitund-
arvakningu neytenda með sér-
stökum aðgerðum.
Kanna
njósnaaug-
lýsingar
- Þörf á vitundar-
vakningu neytenda
Lilja Dögg
Alfreðsdóttir
Yfirferð dánarvottorða hjá embætti
landlæknis hefur leitt í ljós að sam-
tals hafi orðið 153 andlát á Íslandi
vegna Covid-19 frá upphafi farald-
urs til 1. apríl á þessu ári.
Þetta kemur fram á vef landlækn-
isembættisins. Um er að ræða and-
lát þar sem Covid-19 hefur greinst
innan 28 daga fyrir andlátið og vald-
ið dauða viðkomandi skv. dánarvott-
orði.
Dánarvottorð berast að jafnaði
ekki til landlæknis fyrr en mörgum
vikum eftir andlát. Sjúkrahús höfðu
sent tilkynningar beint til sóttvarna-
læknis um dauðsföll vegna Covid-19
frá upphafi faraldurs. Samtals hefur
þannig borist 101 tilkynning um
andlát til sóttvarnalæknis á ofan-
greindu tímabili.
Árið 2020 voru tvö andlát ekki til-
kynnt og árið 2022 voru 50 andlát
ekki tilkynnt miðað við dánarvott-
orð. Skýringin á því að ekki voru öll
dauðsföll tilkynnt beint til sóttvarna-
læknis á þessu ári er sú að ekki var
óskað eftir því fyrr en í lok febrúar
2022 að allar heilbrigðisstofnanir
sendu slíkar tilkynningar.
153 andlát
af völdum
Covid-19