Morgunblaðið - 17.05.2022, Side 12

Morgunblaðið - 17.05.2022, Side 12
12 FRÉTTIR Viðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. MAÍ 2022 Vetrarsól er umboðsaðili Sláttuvélar & sláttuorf Snjóblásarar Askalind 4 | Kópavogi | Sími 564 1864 | vetrarsol.is Gulltryggð gæði 40 ár á Íslandi Sláttutraktorar Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræð- ingur Íslandsbanka, segir útflæði gjaldeyris vegna ferðalaga Íslend- inga líklega hafa átt þátt í veikingu krónunnar í fyrri hluta maí. Krón- an sé nú að styrkjast lítillega á ný og sé skýr- ingin mögulega tíðindi af erlend- um mörkuðum. Gengisvísitalan stóð í 195 stigum 9. mars og lækkaði niður í 184 stig 5. maí. Lægri vísitala þýðir hærra gengi og öfugt. Gengið styrktist lítillega í gær. „Það er tvennt sem gæti skýrt þessa gengislækkun undanfarið. Annars vegar var neyslugleði land- ans erlendis mjög myndarleg í apríl. Seðlabankinn birti fyrir helgi tölur sem sýna að kortavelta erlendis margfaldaðist milli ára. Þótt gildin í fyrra hafi verið lág telst veltan í ár samt mikil í sögulegu samhengi,“ segir Jón Bjarki. Hinn þátturinn sé áhættufælni á mörkuðum en gengi krónu taki orðið meira mið af stemn- ingu á markaði eftir að losað var um takmarkanir á framvirkum samn- ingum og tengsl við erlenda verð- bréfamarkaði efldust. Útlit sé fyrir styrkingu í sumar. baldura@mbl.is Sveiflur í genginu Jón Bjarki Bentsson Gengisvísitala krónunnar* 196 189 182 H ei m ild : Se ðl ab an ki Ís la nd s/ m bl .is *Lægri vísitalaþýðir hærragengi krónunnarogöfugt. 1.mars 2022 16.maí 2022 187,71 185,23 195,14 188.52 Skipulags- og samgönguráð Reykja- víkurborgar hefur auglýst breytingu á Borgartúni 34-36 sem felur í sér að byggingarmagn er aukið um 3.250 fermetra og íbúðum fjölgað úr 86 í 100. Með auknu byggingarmagni á að skapa hagstæðara svigrúm „fyrir betri og fleiri íbúðir á reitnum“ og ná markmiði um fjölbreytta samsetn- ingu íbúða. Reiturinn hefur verið kenndur við fyrirtækið Guðmund Jónasson en hann er sunnan við Hótel Cabin. Dótturfélag Langasjávar keypti fasteignina við Borgartún af félagi í eigu niðja Guðmundar Jónassonar fyrir um tveimur árum. Fram kom í ViðskiptaMogganum í fyrrasumar að hefja ætti uppbygg- inguna í ár og sölu íbúða 2024. Með uppbyggingunni er haldið áfram að þétta byggð við Borgartún- ið. Á síðustu árum hafa nokkur fjöl- býlishús komið í sölu og eru íbúðir þar uppseldar. Alls voru 94 íbúðir í tveimur turnum á Höfðatorgi og 77 íbúðir í Stuðlaborg og 52 íbúðir í Sól- borg á Kirkjusandi. Þá var 21 íbúð í Borgartúni 28a og í Borgartúni 24 rís nú fjölbýlishús með 65 íbúðum við hringtorg á horni Borgartúns og Nóatúns. Samhliða þessari upp- byggingu hefur framboð á ýmissi þjónustu verið aukið í Borgartúni og má þar nefna mathöll í Borgartúni 29. baldura@mbl.is - Langisjór fær rýmri heimildir Fleiri íbúðir í Borgartúni Teikning/Andakt arkitektar Borgartún 34-36 Á reitnum voru höfuðstöðvar Guðmundar Jónassonar. BAKSVIÐ Gísli Freyr Valdórsson gislifreyr@mbl.is „Við viljum hætta að útskrifa fólk sem stígur sín fyrstu skref út á vinnumarkaðinn en fær engin störf við hæfi. Í staðinn ætlum við að fá fleiri nemendur inn í þær greinar sem eru vaxandi og bjóða upp á spennandi tækifæri.“ Þetta sagði Áslaug Arna Sigur- björnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, þegar hún kynnti starfsemi og áherslur nýs ráðuneytis á nýsköpunarviku í Grósku í gær. Þar rifjaði hún upp hvernig síldaævintýrið rann sitt skeið á enda eftir að hafa skapað um helming útflutningstekna þjóðarinn- ar um tíma, hvernig náttúruhamfarir hafa valdið skaða á landbúnaði og nýjasta dæmi um það hvernig heilar atvinnugreinar verða fyrir áföllum þegar ferðaþjónustan, sem um tíma skapaði yfir 40% af útflutnings- tekjum þjóðarinnar, þurfti að lúta í lægra haldi fyrir heimsfaraldri. „Ég rifja þetta upp núna því ég lít á það sem mitt mikilvægasta hlut- verk sem ráðherra að gera allt sem í mínu valdi stendur til að við sem þjóð hættum að leggja öll eggin í sömu körfuna,“ sagði Áslaug Arna. „Eitt mikilvægasta verkefni okkar nú er að fjölga stoðum samfélagsins til að tryggja að við getum áfram búið við ein bestu lífskjör í heimi. Það gerist ekki að sjálfu sér en aðal- atriðið er að við hættum að byggja nánast alfarið á takmörkuðum auð- lindum sem háðar eru utanaðkom- andi aðstæðum og sveiflum.“ Hugvitið fari hvergi Áslaug Arna sagði að Íslendingar þyrftu að treysta á sína mikilvæg- ustu auðlind, hugvitið. Þá auðlind gæti enginn tekið frá þjóðinni og notkun á hugviti myndi stækka og styrkja okkar helstu atvinnugreinar. Nefndi hún sem dæmi hvernig hug- vitið hefur gerð sjávarútveginn arð- bærari og skilvirkari. Þá tiltók hún nokkur dæmi um fyrirtæki sem hefðu margfaldað veltu sína og um- svif hér á landi, með tilheyrandi fjölgun starfa og auknum skatt- greiðslum, eftir að ákveðið var að framlengja skattafrádrátt vegna rannsóknar og þróunar, til dæmis leikjafyrirtækið 1939 Games og Nox Medical sem sérhæfir sig í svefn- rannsóknum á heimsvísu. Störf muni breytast Í fyrirlestri sínum vitnaði Áslaug Arna í úttekt Samtaka iðnaðarins þar sem fram kemur að þörf væri á allt að níu þúsund sérfræðingum í störf í hugverkaiðnaði á næstu fimm árum ef vöxtur greinarinnar á að ganga eftir. Hún sagði því mikilvægt að skapa nýsköpunarfyrirtækjum þau skilyrði að þau gætu stækkað og byggt upp starfsemi sína, sem að stærstu leyti grundvallaðist á mann- auði en mikil samkeppni væri á milli landa um færustu sérfræðinga á hverju sviði og Íslandi væri ekki undanskilið þeirri öflugu samkeppni. Því þyrftu stjórnvöld og atvinnulífið að stilla saman strengi sína hvað málefn erlendra aðila og atvinnu- leyfa fyrir þá varðar. „Heimurinn breytist hratt og í ná- inni framtíð er áætlað að allt að helmingur núverandi starfa muni breytast umtalsvert eða hverfa. 65% af þeim börnum sem eru í grunn- skóla í dag munu sinna störfum sem við eigum ekki nöfn yfir, því þau [störf] eru ekki til. Því er líka spáð að 35% af þeirri færni sem eftirspurn er eftir á vinnumarkaði í dag verði ekki þörf fyrir eftir þrjú ár.“ Vill ævintýri sem lýkur ekki - „Lykillinn að bættum lífsgæðum og fleiri tækifærum er að hugvitið verði stærsta útflutningsgrein þjóðarinnar,“ segir ráðherra háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunar Ljósmynd/Cat Gundry-Beck Nýsköpun Um 300 manns sóttu fyrirlestur í Grósku í gær þar sem Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, kynnti áherslur og starfsemi nýs ráðuneytis, þar sem hugvitið verður í fyrirrúmi. 17. maí 2022 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 134.91 Sterlingspund 164.6 Kanadadalur 103.74 Dönsk króna 18.828 Norsk króna 13.73 Sænsk króna 13.355 Svissn. franki 134.91 Japanskt jen 1.0462 SDR 179.57 Evra 140.1 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 170.4489 Í fyrirlestri sínum í gær gagnrýndi Áslaug Arna að heilbrigðisstofnanir hér á landi, sem að mestu leyti væru reknar fyrir opinbert fé, væru ekki að nýta sér lausnir íslenska fyrirtækisins Kerecis – sem hefði þróað lækningavörur og sáraumbúðir úr fiskroði og væri nú að velta milljörðum vegna viðskipta við erlendar heilbrigðisstofnanir, heri og fleiri aðila. „Þrátt fyrir að sáraroð Kerecis græði sár hraðar en eldri lausnir þá eru fáir hvatar hér á landi til að nýta betri vöru og um leið íslenskt hugvit. Þetta skýtur skökku við þegar við sem samfélag ákveðum að fjárfesta í nýsköpun fyrir um 30 milljarða á ári, en nýtum svo ekki þær lausnir sem verða til fyrir okkar eigin kerfi,“ sagði Áslaug Arna og nefndi fleiri íslensk fyrirtæki í sambærilegri stöðu, til dæmis Köru Connect, Leviosa og fleiri. Í framhaldi af þessu greindi hún frá þeirri ákvörðun sinni að styrkja sérstaklega innleiðingu nýsköpunar í heilbrigðisþjónustu. Fyrsta skrefið væri að úthluta 60 milljónum króna sem einungis væru ætlaðar til inn- leiðingar á nýjum lausnum sem auka gæði og hagkvæmni heilbrigðis- þjónustu. Styrkveitingin verður háð því skilyrði að nýsköpunarfyrirtækin eigi í samstarfi við stofnanir eða fyrirtæki í heilbrigðisþjónustu sem skuldbinda sig við að innleiða þá nýsköpun sem styrkur er sóttur um í. ,,Þrátt fyrir að erfiðlega hafi gengið fyrir nýsköpunarfyrirtæki að koma á samstarfi við heilbrigðiskerfið er ég sannfærð um að áhugi fólks innan heilbrigðiskerfisins sé samt sem áður til staðar, en með þessu vonast ég til þess að geta opnað dyrnar og hleypt inn súrefni til nýsköpunar. Þetta er bara fyrsta skrefið því ef vel gengur munum við fara í mun fleiri sam- bærileg verkefni,“ sagði Áslaug Arna. Ríkið nýti íslenska nýsköpun STYRKIR NÝSKÖPUN Í HEILBRIGÐISKERFINU

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.