Morgunblaðið - 17.05.2022, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 17.05.2022, Qupperneq 14
14 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. MAÍ 2022 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Reykjavík og höfuðborg- arsvæðið hafði löngum þann kost umfram höfuðborgir ann- arra landa að auð- velt var og fljót- legt að komast leiðar sinnar. Langt er síðan fór að síga á ógæfuhliðina í þeim efnum og hefur ástandið versnað ár frá ári. Í Morgunblaðinu í gær var greint frá nýrri rannsókn þar sem kostnaður af töfum í um- ferðinni er reiknaður út. Þar kemur fram að á bilinu 11 til 18 milljónir klukkustunda fari í súginn árlega hjá íbúum höfuðborgarsvæðisins og þess- ar tafir kosti almenning um 60 milljarða og þjóðina 120 millj- arða króna á ári. Þetta eru geigvænlegar töl- ur og liggur mikið við að ráða bót á ástandinu. Aðstandendur rannsóknarinnar benda á að þessi kostnaður sé svipaður og útsvarstekjur Reykjavíkur- borgar og því sé verið að leggja á borgarbúa viðbótar- skatt sem jafngildi því að tvö- falda útsvarið. Það mætti líka benda á að þessi upphæð er svipuð þeirri, sem oft hefur verið sett á verðmiðann fyrir borgarlínuna. Það kann að virðast mátt- laust að fitja upp á þessu máli daginn eftir kosningar, en ekki er síður mikilvægt að umferð- artafirnar taki sitt pláss á rat- sjánni þegar samið verður um myndun nýs meirihluta, hvort sem hann verður reistur á rústum þess gamla eða ekki. Sveitarfélögin á höfuðborg- arsvæðinu gera lítið til þess að rannsaka tafir í umferðinni og ætti þeim þó að renna blóðið til skyldunnar. Rannsóknina, sem hér er vitnað til, gerðu Hag- rannsóknir sf. að beiðni Sam- gangna fyrir alla með stuðn- ingi Rannsóknarmiðstöðvar um samfélags- og efnahags- mál. Ragnar Árnason, prófess- or emeritus, er einn af höfund- um rannsóknarinnar. Hann sagði í viðtali um rannsóknina í Morgunblaðinu í gær að greið- ar samgöngur væru ein af lykilforsendum hagsældar og tafir þýddu kostnað fyrir bæði einstaklinga og fyrirtæki. Ragnar segir að áætla megi að ferðatími á höfuðborgar- svæðinu hafi lengst um 50% á árunum 2007 til 2018. Í viðtal- inu fer hann yfir það hvernig kostnaðurinn af töfunum sé reiknaður út og bætir við að þar eigi eftir að bæta við elds- neytisnotkun bíla, sem sitji fastir í umferðinni, og þeirri óþörfu aukningu útblásturs gróðurhúsalofttegunda, sem því fylgi. Þá sé slysahætta meiri flæði umferðin ekki vel. Það er ljóst að fólksfjölgun á höfuðborgarsvæð- inu hlýtur að valda því að umferð þyngist. Það er hins vegar hlut- verk yfirvalda að kappkosta að um- ferðin haldist greið. Meirihluti undanfarinna þriggja kjörtímabila hefur beinlínis verið andsnúinn því að greiða fyrir umferðinni og frekar lagt áherslu á að þrengja enn frekar að bílunum á götunum. Þetta hefur verið gert þótt aðrir raunhæfir kost- ir til að komast leiðar sinnar hafi ekki verið í boði, sér- staklega ekki fyrir barna- fjölskyldur, sem mikið þurfa að snúast. Ragnar Árnason segir að greiðar samgöngur séu ein lykilforsenda hagsældar. Þær eru líka snar þáttur í lífs- gæðum. Undanfarið hefur mikil áhersla verið lögð á að stytta vinnutíma til að bæta lífskjör almennings. Það er gert með þeim rökum að meiri frítími auki velferð. Það hlýtur sömuleiðis að vera mikið kappsmál að stytta ferðatíma í hinu daglega amstri. Það eru mikil lífsgæði að þurfa ekki að vera klukkutíma á leiðinni í vinnuna, hvort sem það er með einkabíl eða með almennings- samgöngum. Það er ekki verið að stytta vinnutímann vegna þess að nú geta allir setið fast- ir í umferðinni í staðinn. Áhersla á að greiða fyrir umferð og draga úr töfum kemur umræðunni um borgar- línu ekki við. Jafnvel þótt ósk- hyggjuspár helstu hvata- manna borgarlínunnar gengju eftir í einu og öllu þyrfti samt að grípa til aðgerða til að draga úr töfum af þeirri ein- földu ástæðu að íbúum mun halda áfram að fjölga á höfuð- borgarsvæðinu. Ef ráðist verð- ur í borgarlínuna og spárnar ganga ekki eftir er enn meiri ástæða til að trassa ekki aðrar samgöngubætur á meðan. Flöskuhálsarnir á höfuð- borgarsvæðinu eru þekktir. Á ákveðnum tímum forðast fólk að fara af stað af þeirri ein- földu ástæðu að það veit að það mun sitja fast í umferðinni. Það er ekki ráðlegt að halda vestur í bæ á morgnana og síð- degis teppist allt í austurátt. Sumt kostar að laga. Annað er ódýrara. Oft hefur verið bent á að með nýjustu tækni í ljósa- stýringu mætti gera umferðina mun skilvirkari en nú er. Kostnaðurinn við þær umbæt- ur yrði fljótur að skila sér, en samt gerist ekkert árum sam- an. Nú er lag til að setja um- bætur gegn töfum í umferðinni í forgang með það að markmiði að auðvelda borgarbúum lífið, ekki torvelda það. Nú er lag fyrir umbætur sem hafa verið trassaðar undanfarin kjörtímabil} Rándýrar umferðartafir Y firlýst markmið er að heilbrigð- iskerfið okkar virki þannig að 80% einstaklinga komist í að- gerðir innan 90 daga frá grein- ingu. Þetta er samkvæmt viðmið- unarmörkum embættis landlæknis um hvað getur talist ásættanleg bið eftir heilbrigðis- þjónustu. Ég er hrædd um að þetta hljómi eins og lélegt grín í eyrum þeirra fjölmörgu sem hafa setið föst á biðlistum mánuðum og jafnvel árum saman eftir tilteknum úrræðum. Ég hef skrifað hér áður um þá sturluðu stöðu að í okkar ríka samfélagi bíði hátt í tvö þúsund börn á biðlistum eftir þjónustu í heil- brigðiskerfinu og hjá félagsmálastofnunum. Meðalbiðtíminn er frá einu og upp í tvö ár eft- ir þeirri þjónustu sem um ræðir. Það er líka dapurleg staðreynd að fullorðið fólk bíður svo mánuðum og jafnvel árum skiptir eftir bót meina sinna. Ég hef spurt hvernig ríkisstjórnin vilji leysa þessi mál. Hvort leggja eigi áherslu á að ná samn- ingum við sérfræðilækna? Við sjúkraþjálfara, talmeina- fræðinga og sálfræðinga? Hvort eigi að tryggja að þús- undir barna eyði ekki stórum hluta æskunnar á biðlistum? Við bíðum enn eftir svörum. Fólk bíður enn eftir aðgerðum. Ein sérkennilegasta birtingarmynd þessarar stöðu er sá heilbrigðistúrismi sem stundaður er í nafni stjórn- valda þar sem fjöldi fólks er fluttur í aðgerðir utan land- steinanna þegar biðin er orðin of löng hér heima. Þessi útflutningur á sér stað í vaxandi mæli í lið- skiptaaðgerðum, efnaskiptaaðgerðum og að- gerðum vegna endómetríósu þó að hér á landi séu sérfræðingar sem geta sinnt þessari þjónustu. Mótstaða ríkisstjórnarinnar er ekki til komin vegna þess að það skorti á þekk- ingu, færni eða aðstöðu sem þessir aðilar geta boðið. Mótstaðan er heldur ekki til komin vegna þess að það sé ódýrara að flytja fólk í aðgerðir til útlanda. Nei, útflutningur á fólki í aðgerðir erlendis, sem í þokkabót eru mun dýrari lausnir, er vaxandi atvinnugrein vegna þess að ríkisstjórnin vill ekki semja við ís- lenska einkaaðila. Einhverra hluta vegna er sama mótstaða ekki fyrir hendi þegar kemur að því að borga erlendum einkaaðilum fyrir þessar sömu aðgerðir. Hvernig stendur á þessari vitleysu? Í svari heilbrigðisráðherra við fyrirspurn um þessi mál fyrr á árinu kom fram að það væri mikilvægt að allar ákvarð- anir um það hver sinnti hvaða hluta heilbrigðisþjónust- unnar væru teknar með tilliti til heilbrigðiskerfisins í heild. Ég get alveg tekið undir þau orð. En það sér hvert mannsbarn að ríkisstjórnin er komin út í horn ef hún getur ekki uppfyllt þetta skilyrði og um leið svarað að- kallandi þörf fólks fyrir mikilvæga heilbrigðisþjónustu. Eitthvað þarf að breytast, því þetta gengur einfaldlega ekki svona lengur! hannakatrin@althingi.is Hanna Katrín Friðriksson Pistill Heilbrigðistúrismi í boði stjórnvalda Höfundur er þingflokksformaður Viðreisnar. STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen BRENNIDEPILL Andrés Magnússon andres@mbl.is M eirihlutaþreifingar í Reykjavíkurborg eru hafnar milli flokka í borgarstjórn og þar er enginn flokkur undanskilinn, þótt fyrir liggi að ekki vilji þeir allir vinna með hverjum sem er. Þar á greini- lega að kanna alla möguleika við meirihlutamyndun, enda blasir við að hún verður flókin og erfið sama hvaða flokkar eiga í hlut. Flestir benda á að Einar Þor- steinsson, oddviti Framsóknar og sigurvegari kosninganna að flestra mati, standi með pálmann í hönd- unum og sé í draumastöðu Fram- sóknarflokksins, að geta samið bæði til hægri og vinstri eftir því hver býð- ur best. Það er þó ekki alveg svo einfalt og sannast þar hið fornkveðna að sá á kvölina sem á völina. Einar getur vissulega samið bæði til hægri eða vinstri, en hvort tveggja hefur í för með sér pólitískan kostnað sem ávinning. Enginn skyldi heldur gera lítið úr því að ná að semja um starfhæfan og tryggan meirihluta margra ólíkra flokka, sér í lagi þar sem ræðir um fólk sem hefur mismikla reynslu af samstarfi og traust milli einstaklinga er mismikið líka. Þá er ónefnt nákvæmlega hvernig semst um samstarfið, hver skuli fara með hvaða málaflokk, sitja í hvaða nefnd og þar fram eftir göt- um. Þar kunna flokkarnir, sem fyrir eru, að hafa nokkurt forskot í krafti reynslunnar í myrkviðum Ráðhúss- ins. Borgarfulltrúar Framsóknar eru allir nýgræðingar. Vinstri vængurinn Í sjálfu sér virðist einfaldari lausn fyrir Einar að semja til vinstri, ræða við blokkina, sem Dagur B. Eggertsson borgarstjóri tilkynnti í gærmorgun að hann færi fyrir. Þar er vant fólk á ferð, sem hefur átt auð- velt með að koma sér saman um hlut- ina til þessa. Á málefnasviðinu þarf vafalaust að þrefa um eitthvað, en þó eru þar tæplega einhver óyfirstíg- anleg vandamál. Á hinn bóginn getur það reynst Einari erfitt gagnvart kjósendum sínum, sem margir kusu hann einmitt til þess að gera breytingar í borginni, ekki þá síst hvað forystuna áhrærir. Ef samkomulagið snerist um það að leiða Dag B. Eggertsson til valda eft- ir enn einn kosningaósigur hans, gæti það reynst Einari dýrkeypt. Hægri vængurinn Á hinn bóginn er vel mögulegt að Dagur sé tilbúinn til þess að gefa borgarstjórastólinn eftir. Hann gerði það í samstarfi við Besta flokk Jóns Gnarrs á sínum tíma en réð þó því sem hann vildi. Náist samkomulag um valdaskipti undir þeim formerkj- um er allt hægt. Á hinn bóginn gæti hann vafa- laust samið til hægri líka. Sjálfstæð- ismenn vilja nánast allt til vinna til þess að komast í meirihlutasamstarf eftir langa eyðimerkurgöngu. Hildur Björnsdóttir er vissulega þeirrar skoðunar að best fari á að oddviti stærsta flokksins, hún sjálf, verði borgarstjóri, en það er þó tæpast frá- gangssök ef Einar gerir borg- arstjóraembættið að úrslitaatriði. Fyrir Sjálfstæðisflokkinn skiptir ein- faldlega meira máli að komast í meirihluta en að hreppa borg- arstjórastólinn, þótt auðvitað væri það betra. En allt mun það kosta. Þá er ónefndur kostnaðurinn vegna samstarfsflokka, en nokkuð ljóst er að bæði Viðreisn og Flokkur fólksins myndu selja sig dýrt gegn dýrari eiðum um að samstarfið haldi hvað sem tautaði og raulaði. Kvölin og völin við valdastóla Ráðhússins Morgunblaðið/Hari Borgarstjórn Dagur B. Eggertsson borgarstjóri í ræðustól borgarstjórnar í Ráðhúsinu. Á næstu dögum ræðst pólitísk framtíð hans í borgarmálum. Í borgarstjórn sitja 23 borg- arfulltrúar og því þarf a.m.k. 12 þeirra til að mynda meirihluta. Það er flókið þegar 8 flokkar eiga í hlut, flestir fámennir, en verður enn flóknara þegar sum- ir þeirra útiloka samstarf við suma eða alla flokka. Í ljósi dræms árangurs ætla Vinstri græn að sitja alveg hjá, Píratar útiloka samstarf við Sjálfstæðisflokk og Sósíalistar við alla „auðvaldsflokka“. Ekki einfalt að berja saman MEIRIHLUTAR Borgarfulltrúar 12 þarf í meirihluta D S B P J C F V Taka ekki þátt í meirihluta. Ekki með D eða C. Ekki með D.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.