Morgunblaðið - 17.05.2022, Side 28
28 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. MAÍ 2022
» Ein virtasta kvikmyndahátíð heims,
sú sem haldin er ár hvert í Cannes,
hefst í dag og er sú 75. í röðinni. Hátíðin
stendur yfir til 28. maí og verða nýjustu
kvikmyndir margra heimskunnra leik-
stjóra frumsýndar. Opnunarmyndin er
frönsk uppvakningagrínmynd, Coupez!,
eftir leikstjórann Michel Hazanavicius
og af öðrum myndum hátíðarinnar má
nefna Crimes of the Future eftir David
Cronenberg, The Stars at Noon eftir
Claire Denis og Triangle of Sadness eft-
ir Ruben Östlund. Eins og sjá má af
myndunum voru stjörnurnar ekki
mættar í bæinn í gær en búast má við
miklu stjörnuskini þar í dag.
Kvikmyndahátíðin í Cannes verður sett í dag með pomp og prakt
AFP/Valery Hache
H́átíð Veggspjald hátíðarinnar á risaborða framan á Palais des Festivals.
AFP/Patricia de Melo Moreira
Á vakt Lögreglumenn marseruðu við hátíðarhöllina í gær.
AFP/Patricia de Melo Moreira
Slökun Sóldýrkandi hvílir lúin bein við ströndina í Cannes, strandbænum góðkunna.
Hljómsveitin Kalush Orchestra,
sem um helgina bar sigur úr býtum
í Eurovision 2022 með flutningi
lagsins „Stefania“, hefur ákveðið
að selja verðlaunagripinn á upp-
boði. Frá þessu er greint í Ukrain-
form. „Við ætlum að selja verð-
launagripinn á uppboði og gefa allt
féð til góðgerðarsamtaka sem
hjálpa Úkraínumönnum og vopn-
uðum sveitum landsins“ segir Oleh
Psiuk, sem er í forsvari fyrir Ka-
lush Orchestra. Tekur hann fram
að hann vonist til þess að framtakið
verði öðrum hvatning til að styrkja
Úkraínu fjárhagslega í baráttunni
við innrásarher Rússa. Samkvæmt
fréttinni er ekki enn búið að ákveða
hvar og hvenær gripurinn verður
boðinn upp. Í samtali við Ukrain-
form þakkaði Psiuk þann mikla
stuðning sem sveitin hefði hlotið,
sem og þann mikla meðbyr sem íbú-
ar Úkraínu fyndu á heimsvísu. „Ég
gleðst yfir því að geta fært Úkraínu
svona góðar fréttir, því slíkar frétt-
ir eru því miður af skornum
skammti í augnablikinu. Ég finn
hvernig sigurinn hér hefur blásið
landsmönnum mínum baráttuhug í
brjóst. Þá hefur þátttaka okkar hér
ekki verið til einskis,“ segir Psiuk.
AFP
Glerstytta Kalush Orchestra með gripinn.
Vilja bjóða verð-
launagripinn upp
Helgi Snær Sigurðsson
helgisnaer@mbl.is
Svarthol nefnist ný sex laga skífa
hljómsveitarinnar Mosi frændi sem
aðgengileg varð á streymisveitum
á föstudaginn var, 13. maí. Margir
tengja þá föstudaga sem ber upp á
þrettánda dag mánaðar við ógæfu.
Ógæfu sem gæti til dæmis verið
fólgin í því að
sogast inn í
svarthol, hver
veit?
Mosi frændi
varð til í
Menntaskólanum
í Hamrahlíð árið
1985, í seinni bylgju pönksins, síð-
pönkinu, og lagðist í dvala um fjór-
um árum síðar, árið 1989. Úr dval-
anum, sem stóð yfir í um 20 ár,
reis sveitin svo, fór að halda tón-
leika og gaf út sína fyrstu breið-
skífu 32 árum eftir stofnun hljóm-
sveitarinnar, árið 2017. Sú ber
nafnið Óbreytt ástand og önnur
eins bið eftir breiðskífu vandfundin
í íslenskri tónlistarsögu.
Óttarr í ábreiðu af „Plágunni“
Mosa frænda skipa þeir Sig-
urður H. Pálsson, Aðalbjörn Þór-
ólfsson, Ármann Halldórsson,
Björn Gunnlaugsson, Gunnar Ólaf-
ur Hansson og Magnús J. Guð-
mundsson. Blaðamaður sló á þráð-
inn til trymbilsins og kennarans
Ármanns til að fræðast um plötuna
nýju sem er bara til í streymi, enn
sem komið er. Hann er spurður að
því hvort titill plötunnar segi mikið
til um innihaldið. „Já, það er frek-
ar þungt, verið að taka fyrir erfiða
tíma sem við og þjóðin höfum
gengið í gegnum. Faraldurinn er
þarna og við erum líka með
ábreiðu af „Plágunni“ með Bubba
Morthens, sem var spá um það
sem koma skyldi frá meistaranum.
Við fórum í samstarf við Óttar
Proppé. Hann syngur með okkur í
því,“ svarar Ármann.
Mikið samtímalistaverk
Ármann segir alvöru vandamál
tekin fyrir í textunum og í texta
við lagið „Svarthol“ sé verið að
taka fyrir þunglyndi. Myndin sem
fylgir plötunni vísar í verk eftir
Andy Warhol, bendir Ármann á,
og segir víða komið við á plötunni.
„Vonandi verður þetta úrelt en við
erum til dæmis með lag sem heitir
„Þú ert á mute“, sem er um þetta
ástand þegar maður var innilok-
aður í faraldrinum,“ segir Ármann.
Á fésbókarsíðu sveitarinnar seg-
ir að um sé að ræða mikið sam-
tímalistaverk. Þar fjalli Mosi
frændi um firringu og hversdags-
doða Covid-tímans á þunglyndis-
legan, jafnvel þunglamalegan hátt
en þó þannig að hressleikinn sé í
fyrirrúmi.
Hlustunin mest á netinu
– Það er engin tilviljun að platan
er gefin út föstudaginn þrettánda.
„Nei, það er engin tilviljun,“ segir
Ármann sposkur en viðtalið fór
fram degi fyrir útgáfu. En hvers
vegna þetta eina útgáfuform, hið
rafræna? „Það getur vel verið að
við setjum hana niður á eitthvert
plast og svo framvegis en okkar
reynsla er að hlustunin sé bara í
streyminu,“ svarar Ármann en síð-
asta plata sveitarinnar, Aðalfund-
urinn, kom út fyrir tveimur árum.
Ármann er spurður hvernig
þeim félögum hafi gengið að hitt-
ast og æfa í faraldrinum. Hann
segir æfingar hafa legið niðri um
tíma en allt hafi þetta gengið
þokkalega á heildina litið. „Reynd-
ar voru tvö af lögunum á plötunni,
„Dr. Covid“ og „Þú ert á mute“,
unnin í fjarvinnu. Hluti af þessu er
unninn þannig, hver baukar í sínu
horni og sendir inn,“ útskýrir Ár-
mann. Keimurinn af þessum lögum
sé nokkuð ólíkur þar sem þau séu
elektrónískari en hin lögin.
Útgáfutónleikar vegna Svarthols
verða haldnir á Lemmy í Austur-
stræti 2. júní nk. og auk Mosa
frænda koma fram hljómsveitirnar
Ekkert og Hemúllinn.
Erfiðir tímar
- Mosi frændi gefur út plötuna Svarthol á streymisveitum
- Faraldur, plága, innilokun og þunglyndi koma við sögu
Mosi Frá vinstri Aðalbjörn, Sigurður, Magnús, Ármann, Gunnar og Björn.
L
iza Marklund hefur
margsannað sig á vett-
vangi spennusagna og
Heimskautsbaugur, sem
gerist í Norður-Svíþjóð og er
fyrsta bókin í þríleik, lofar góðu
um framhaldið.
Oft er sagt að
allir viti allt um
alla á Íslandi og
hvað þá í fá-
mennum bæ eins
og Stenträsk
nyrst í Svíþjóð.
Heimskauts-
baugur gerist
þar og eftir að
stúlka hverfur
sporlaust líða 40 ár þar til púslin
raðast rétt saman. Vinir og ná-
grannar þekkjast ekki betur en það
þegar á reynir.
Sagan segir frá stúlkum í fram-
haldsskóla fyrir fjórum áratugum
og lífi þeirra nú. Þegar lík einnar
þeirra finnst rifjast bernskubrekin
upp, hvernig þær hegðuðu sér,
hvað fór úrskeiðis og við hverju
mátti búast. Ekki er allt fallegt
sem borið er á borð og óhjákvæmi-
lega dragast aðrir þorpsbúar inn í
líf þeirra með einum eða öðrum
hætti.
Lífið er sjaldan sem beinn og
breiður vegur og víst er að margir
vildu hafa hagað því öðruvísi
mættu þeir einhverju um það ráða.
Sagt er að gott sé að vera vitur eft-
ir á en er það svo? Í Heimskauts-
baugi beinast spjótin að nokkrum
persónum og sagan er þeim ekki
hliðholl og fortíðinni verður ekki
breytt. Mannanna verk eru geymd
en ekki gleymd.
Líkfundurinn verður ekki aðeins
til þess að málið er tekið upp held-
ur kemur ýmislegt upp á yfirborðið
við rannsóknina. Sagan er snilld-
arlega vel skrifuð og er þess eðlis
að ekki er hægt að leggja hana frá
sér í miðju kafi, því þráðurinn
krefst óskertrar athygli. Ýmislegt
virðist við fyrstu sýn ekki skipta
neinu máli en það eru einmitt smá-
atriðin sem loka dæminu að þessu
sinni. Liza Marklund fetar hér í
fótspor Agöthu Christie og ekki er
leiðum að líkjast.
Spennan er mikil og gaman verð-
ur að sjá framhaldið.
Ljósmynd/Annika Marklund
Spenna Hún er mikil í bók Lizu
Marklund, Heimskautsbaugi.
Geymt en
ekki gleymt
Reyfari
Heimskautsbaugur bbbbm
Eftir Lizu Marklund.
Íslensk þýðing: Friðrika Benónýsdóttir.
Kilja. 333 bls. Ugla 2021.
STEINÞÓR
GUÐBJARTSSON
BÆKUR