Morgunblaðið - 23.05.2022, Qupperneq 6
6 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. MAÍ 2022
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
„Þegar ég flutti fyrst hingað spurði
ég mig strax hvar miðbærinn væri.
Ég væri mikið til í að fá einhvern
huggulegan miðbæ og þó það taki
smá tíma þá er þetta fyrsta skrefið,“
segir Sara Elísabet Svansdóttir,
sveitarstjóri á Vopnafirði.
Áform um uppbyggingu á miðbæ
á Vopnafirði hafa verið í vinnslu að
undanförnu. Nýlega var lögð fram í
sveitarstjórn vinnslutillaga að deili-
skipulagi fyrir miðbæinn. Tillagan
verður auglýst á næstunni og gefst
íbúum þá kostur á að koma með at-
hugasemdir.
Þessi fyrirhugaða uppbygging á
sér nokkurn aðdraganda. Í greinar-
gerð með deiliskipulagstillögunni er
rakið að í kjölfar gildistöku laga um
verndarsvæði í byggð sumarið 2015
hafi Vopnafjarðarhreppur ákveðið
að vinna að tillögu að verndun elsta
hluta þéttbýlisins sem er í mið-
bænum. „Vinna við tillögu að vernd-
arsvæði í byggð hófst í lok árs 2018
og var lagt upp með það markmið að
viðhalda og styrkja byggð á svæðinu
í anda gamla byggðarmynstursins. Í
upphafi vinnunnar var ákveðið að
vinna deiliskipulag fyrir miðbæinn
samhliða. Verndarsvæðið yrði þá
hluti af nýju deiliskipulagi,“ segir í
greinargerðinni. Síðar var ákveðið
að skilið yrði á milli athafnasvæðis
hafnarinnar í bænum og miðsvæðis
þéttbýlisins og að unnar væru tvær
nýjar skipulagsáætlanir fyrir hvort
svæði.
Síðasta haust voru haldnir íbúa-
fundir á Vopnafirði þar sem íbúum
gafst kostur á að taka þátt í undir-
búningsvinnu fyrir deiliskipulag
miðbæjarsvæðisins. Sara sveitar-
stjóri segir að góð þátttaka hafi ver-
ið á fundunum og þeir hafi verið
gagnlegir. „Við settum upp sýningu í
Miklagarði í tengslum við íbúafund-
ina og þar voru plaköt sem sýndu
verndarsvæðið og hvernig mögu-
legur miðbær gæti litið út.“
Miðbæjarsvæðið nýja er um fjórir
hektarar að stærð. Mörk þess liggja
frá Vopnafjarðarkirkju, sem er
syðst á svæðinu, að gatnamótum nið-
ur Kaupfélagshalla í norðri. Aðal-
uppbygging er ráðgerð í kringum
torgsvæði sem verður að finna fyrir
framan hús gamla Kaupfélagsins
þar sem í dag er verslunin Kauptún
og Vínbúðin. Þar á að vera vistgata
þar sem gangandi vegfarendur njóta
forgangs og hámarkshraði allra
ferðamáta verði 15 kílómetrar á
klukkustund. Gert er ráð fyrir líf-
legu götulífi og útivist.
Húsakönnun var gerð fyrir nokkr-
um árum og í greinargerðinni kemur
fram að æskilegt væri að færa ýms-
ar byggingar í upprunalegt horf.
Heimild er til að rífa einstaka bygg-
ingar á svæðinu og reisa nýjar í
þeirra stað. Þá er einnig gert ráð
fyrir nýbyggingum, bæði versl-
unarhúsnæði við torgið og íbúðar-
húsnæði þar sem nú eru olíutankar.
Allar nýbyggingar og viðbyggingar
á svæðinu eiga þó að falla vel að
heildaryfirbragði svæðisins og taka
tillit til annarra bygginga á svæðinu
hvað varðar hæð, umfang, bygging-
arefni og útlit, að því er fram kemur
í greinargerðinni.
Á torginu eru fyrir húsin Fram-
tíðin og Kaupvangur sem gerð voru
upp í kringum aldamótin síðustu.
Þar hefur til að mynda verið veit-
ingasala. Húsin tvö setja fallegan
svip á svæðið og ágætis grunnur er
því til staðar til byggja á. Sem kunn-
ugt er má finna tvö falleg hús frá
Vopnafirði á Árbæjarsafni. Þau
nefndust Kornhúsið og Ullarhúsið
og voru flutt á safnið árið 1975.
Kornhúsið og Ullarhúsið eru af al-
gengri gerð verslunarhúsa frá 19.
öld, Kornhúsið var til að mynda reist
1820. Slík hús voru víða um land en
eru nú flest horfin. Ekki þótti unnt
að varðveita húsin á upprunalegum
stað vegna nýframkvæmda og því
keypti Þjóðminjasafnið húsin. Þau
voru fyrst um sinn nýtt sem
geymslur en hafa á seinni árum ver-
ið nýtt til sýninga á Árbæjarsafni.
Kristján Jónsson Fjallaskáld bjó
síðasta æviárið í litlu kvistherbergi í
Kornhúsinu.
Sara sveitarstjóri segir að óskandi
sé að í framtíðinni verði til fallegur
miðbæjarkjarni með torgsvæði og
verslunarhúsnæði sem nýtist bæði
heimamönnum og laði að ferðamenn.
Nýbyggingar á svæðinu eiga að taka
mið af þeim byggingum sem fyrir
standa og í greinargerð má sjá að
ætlast er til að þær verði í gömlum
stíl. „Það væri auðvitað gaman að fá
Árbæjarhúsin aftur hingað en það er
ekki að fara að gerast. Þess í stað á
nýi kjarninn að vísa í gamla tímann.“
Nýr miðbær vísi í gamla tíma
- Uppbygging fyrirhuguð á Vopnafirði - Vistgata og torgsvæði þar sem komi hús í gömlum stíl
Morgunblaðið/Jón Sigurðarson
Kaupvangur Glæsilegt hús sem var endurgert um aldamótin. Það verður í öndvegi í nýjum miðbæ á Vopnafirði. Áform um uppbyggingu verða brátt kynnt.
Morgunblaðið/Ómar
Árbæjarsafn Vopnafjarðarhúsin svokölluðu voru flutt á safnið árið 1975. Byggt verður í svipuðum stíl.
Verið velkomin
í sjónmælingu
Hamraborg 10, Kópavogi, sími 554 3200
Opið: Virka daga 9.30–18, laugardaga 11-14
Karlotta Líf Sumarliðadóttir
karlottalif@mbl.is
Mosfellsbær hefur óskað eftir til-
boðum frá áhugasömum og hæfum
aðilum í byggingu steypts útisviðs
við Álafossveg, í Álafosskvos, vest-
anvert við setpalla sem myndaðir
hafa verið í grasbrekku á svæðinu.
„Útisviðið verður sett upp í Ála-
fosskvosinni og þetta er gert í áföng-
um. Núna verður í rauninni bara
steyptur botninn á því en ekki vegg-
irnir og þakið í þessum áfanga,“ seg-
ir Ásgeir Sveinsson, formaður
bæjarráðs Mosfellsbæjar, í viðtali
við Morgunblaðið. Heildarverkið
felst í byggingu sviðs með skyggni
og veggi á þrjá vegu. Hefja á jarð-
vinnu og uppsteypu sjálfs sviðsins
en á síðari stigum verður timbur-
virkið ofan á sviðinu sett upp.
Lögð var fyrir bæjarráð ósk um
heimild til þess að bjóða út jarðvegs-
og uppsteypuframkvæmdir á úti-
sviðinu sem samþykkt var með níu
atkvæðum á fundi bæjarráðs mið-
vikudaginn 18. maí. „Það var sam-
þykkt í bæjarráði að heimila útboð á
þessum verkþætti verkefnisins og
svo er það nýrrar bæjarstjórnar að
fylgja því eftir og afgreiða þau tilboð
og setja verkið í gang,“ segir Ásgeir.
„Við erum með viðburði eins og Í
túninu heima og þetta gefur okkur
tækifæri til að vera með fleiri við-
burði í Mosfellsbæ.“ Útboðsgögn
eru aðgengileg frá og með 18. maí en
tilboðum skal skila rafrænt eigi síðar
en miðvikudaginn 8. júní. Áætlað er
að verkinu verði lokið 15. ágúst.
Hefja útboð í byggingu steypts
útisviðs í miðri Álafosskvosinni
- Gefur tækifæri til að halda fleiri viðburði í Mosfellsbæ
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Álafosskvos Mosfellsbær óskar eft-
ir tilboðum í byggingu nýs útisviðs.