Morgunblaðið - 23.05.2022, Side 28
28 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. MAÍ 2022
Brot úr inngangi Guðrúnar
Valgerðar Stefánsdóttur:
Áhrif margþættrar mismununar
Á síðari árum hefur í auknum
mæli verið bent á að fatlað fólk upp-
lifi ekki einungis mismunun vegna
fötlunar sinnar heldur getur mis-
mununin verið samtvinnuð, þ.e.
tengst auk fötlunar þáttum eins og
kyni, kynhneigð, útliti og stétt. Þeg-
ar um slíkt er að ræða geta vanda-
málin sem fatlað fólk stendur
frammi fyrir margfaldast. Í sjálfs-
ævisögu Bíbíar má sjá fjölmörg
dæmi um þá margþættu mismunun
sem hún varð fyrir. Hún var stimpl-
uð „fáviti“ af nærsamfélagi sínu og
fjölskyldu frá unga aldri og falin
fyrir gestum og gangandi. Foreldrar
hennar voru fátækir kotbændur sem
höfðu ekki sterka samfélagsstöðu og
Steini bróðir hennar var tekinn fram
yfir hana, bæði vegna þess að hann
var strákur og hún „fötluð stúlka“
eins og sögukona orðar það. Bíbí
varð auk þess fyrir miklu aðkasti
vegna útlits síns og líkamsgerðar og
tók það afar nærri sér.
Ekki er ólíklegt að sú margþætta
mismunun og stimplun (e. stigma)
sem Bíbí varð fyrir hafi haft tölu-
verð áhrif á sjálfsmynd hennar á
ólíkum lífsskeiðum. Áhrifum stimpl-
unar hefur verið líkt við ferli sem
manneskja fer í gegnum þegar hún
er vanmetin, útilokuð og jaðarsett af
samfélaginu vegna þess að hún fell-
ur ekki að ríkjandi gildismati eða því
sem talið er „eðlilegt“ á hverjum
tíma. Áhrif stimplunar geta síðan
komið fram í því að sú manneskja
sem fær á sig stimpilinn innbyrði
vanmat annarra, sjái sig í sama ljósi
og yfirfæri það á sjálfa sig. Slík inn-
byrðing getur síðan haft djúpstæð
áhrif á tilfinningalíf hennar og
sjálfsmynd og valdið henni vanlíðan
og vonleysi. „Það er svo annað, þó að
ég brenndi mig aldrei á vatni og
feingi þar af leiðandi ekki nein ör af
því, þá hef ég feingið ósínileg ör og
þaug eru af völdum ílsku mann-
anna,“ segir Bíbí. Ef til vill má líkja
ósýnilegu örunum við afleiðingar
stimplunar á sjálfsmynd Bíbíar.
Þetta dæmi er þó tvíbent vegna þess
að Bíbí kenndi illsku mannanna um
en ekki sjálfri sér eða skerðingu
sinni og því má líka ætla að hún hafi
ekki alltaf innbyrt kúgunina sem
hún varð fyrir. Lengst gengur hún í
lýsingum sínum á afleiðingum fötl-
unarfordóma og margþættrar mis-
mununar þegar hún segir: „Þannig
var með mig, það hefði verið betra
að ég hefði hrokkið uppaf þá, heldur
en að vera vogrek þessarar ver-
aldar, ef maður á að orða [það]
þannig?“ Hún setur þó varnagla við
þessa hugsun með því að hafa
spurningarmerki á eftir setning-
unni. […]
Eins og margar fatlaðar kynsyst-
ur hennar eignaðist Bíbí ekki sína
eigin fjölskyldu eða afkomendur.
Bíbí lætur sig oft dreyma um hvern-
ig lífið hefði verið ef hún hefði verið
„eðlileg“, eins og hún kemst að orði.
Draumar Bíbíar lituðust ekki síst af
samfélagslegum hugmyndum um
það sem þótti eðlilegt á æsku- og
fullorðinsárum Bíbíar. Móðurhlut-
verkið var miðlægt í sjálfsmynd
kvenna á þeim árum þegar Bíbí var
að alast upp og svo er enn að mörgu
leyti. Þá er litið svo á að hlutverk
kvenna sé fyrst og fremst að fæða
og ala upp börn og bera ábyrgð á
heimili og fjölskyldu. Staðalímyndir
um hina fullkomnu konu hafa því
oftast verið tengdar móðurhlutverk-
inu. Viðhorf samfélagsins í garð fatl-
aðra kvenna hafa gert það að verk-
um að þær falla yfirleitt illa að
slíkum ímyndum og eiga oftar en
ekki takmarkaðan kost á að takast á
við viðurkennd hlutverk kvenna, til
dæmis móðurhlutverkið. Í frásögn
Bíbíar kemur fram að hún var sér
fyllilega meðvituð um þessar ímynd-
ir, ekki síst þegar kom að barn-
eignum og fjölskyldulífi. Félagsleg
viðhorf á þessum tíma gerðu ráð
fyrir að Bíbí yrði að vera „eðlileg“ til
þess að eignast börn og að vissu
marki virðist Bíbí hafa tileinkað sér
þau viðhorf í eigin garð. Hún féll
ekki að staðalímyndum um móður-
hlutverkið og ímynd hinnar full-
komnu konu. Bent hefur verið á nei-
kvæð áhrif þess á sjálfsmynd
fatlaðra kvenna að vera ekki taldar
hæfar til að eignast börn eða annast
þau. Að einhverju leyti má því leiða
að því líkur að Bíbí hafi innbyrt
ríkjandi fordóma um fötlun og sett
lífi sínu takmörk í samræmi við
væntingar samfélagsins.
Enn eitt dæmi um samtvinnun
sem leiðir til margþættrar mismun-
unar er að fatlaðar konur og stúlkur
hafa í gegnum tíðina mætt kynferð-
islegu ofbeldi og þeim er margfalt
hættara en ófötluðum kynsystrum
sínum við að verða fyrir slíku of-
beldi. Bíbí fór ekki varhluta af kyn-
ferðislegri áreitni og ofbeldi af hálfu
óprúttinna karla en hnitmiðaðasta
lýsingin er þó af einu tilviki. Um var
að ræða eldri mann sem áreitti Bíbí
og reyndi að fá hana til samræðis við
sig oftar en einu sinni. Bíbí gekk
hreint til verks eins og hennar var
von og vísa í lýsingu sinni á þessum
atburðum og dregur þar ekkert
undan. Hún náði að komast undan
karlinum og er frásögn hennar afar
trúverðug og í samræmi við reynslu
margra fatlaðra og ófatlaðra kvenna
af kynferðislegu ofbeldi. Það sem er
ekki síst dæmigert er sú þöggun
sem ríkti um kynferðislegt ofbeldi
og sannfæring Bíbar um að henni
yrði ekki trúað. Eins og fram kemur
í frásögn hennar hvarflaði ekki að
henni að segja frá þessum atvikum
en Bíbí ítrekar að þessar tilraunir
karlsins hafi átt sér stað og að hún
sé að segja satt.
Í lok sjálfsævisögunnar lætur Bíbí
sig dreyma um það líf sem hún hefði
viljað ef hún hefði verið „eðlileg“
eins og hún kemst að orði. Það sem
hún taldi eftirsóknarverðast var að
fá að lifa „eðlilegu“ fjölskyldulífi en
það var að hennar mati að ganga í
hjónaband og eignast börn:
Ég hefði nú saumað firir aðra þó að
þetta hefði nú orðið og stundað garð-
rækt, ef ég hefði verið eðlileg og náð í
mann sem [hefði] orðið ríkur, enn ég
hefði ekkert tekið firir saumana hefði
það orðið, enn mér hefði ekki dottið í
hug að hafa ekki eitthvað að gera,
utann þess að gera heimilisstörfinn.
Ég hefði nú ekki haft á móti því að
eignast með honumm 8 börn, ég hefði
vanið þaug á að hlíða mér skilirðis-
laust.
Bíbí lét sig líka dreyma um að
giftast Sigursteini, lækninum sínum
á Héraðshælinu á Blönduósi. Engu
að síður hafði hún sterka siðferðis-
kennd og það hvarflaði ekki að henni
að gera neitt sem ekki þætti viðeig-
andi eða myndi særa aðra: „Það var
ekki þannig meint að ég ætlaði að
taka manninn frá Birgitt [Brigitte],
heldur að ég hefði náð í Sigurstein á
undan Brigitt [Brigitte], hefði ég
verið eðlileg.“ Bíbí talar líka um að
ef hún hefði verið „eðlileg“ hefði hún
viljað mennta sig og segir: „Þá hefði
ég unnið mér inn peninga, nóg til
þess að ég hefði getað lært firir þá
það sem ég hefði haft áhuga á, þá
hefði ég lært kanski garðyrkju og
saumaskap.“
Draumar Bíbíar snerust með öðr-
um orðum ekki eingöngu um að
eignast eiginmann og börn heldur
dreymdi hana líka um að geta
menntað sig og að hjálpa öðrum. Þó
að þessir draumar næðu ekki að
rætast fann hún öðrum draumum
farveg. Hún fékk ekki tækifæri til
að mennta sig í hefðbundnum
menntastofnunum samfélagsins en
hún var svo sannarlega sjálf-
menntuð. Hún var vel lesin, aflaði
sér víðtækrar þekkingar á garð-
yrkju og var vel að sér um ýmis mál-
efni. Hún náði líka góðum árangri í
hannyrðum, ekki síst með því að
sauma og prjóna á brúðurnar sínar
og þar fékk listfengi hennar að njóta
sín. Þá var henni mjög í mun að láta
gott af sér leiða og þess nutu vinir
hennar og fjölskylda. Hún var gjaf-
mild og vildi launa fyrir sig, saumaði
út í dúka og gaf vinum sínum, sendi
þeim kvæði sem hún orti og ræktaði
blómplöntur og grænmeti í garð-
inum sínum sem hún færði þeim.
Ljóst er af því sem hér hefur ver-
ið rakið að fötlun, stéttarstaða, kyn
og líkamsgerð leiddu til marg-
þættrar mismununar í lífi Bíbíar og
höfðu áhrif á sjálfsmynd hennar.
Þrátt fyrir það hafði hinn einstaki
persónuleiki Bíbíar, seigla hennar
og andóf gegn aðkasti og fötlunar-
fordómum ekki síður áhrif á það
hvernig hún skilgreindi sig. Í sjálfs-
ævisögu hennar kemur fram sterk
lífslöngun og hún fann lífi sínu far-
veg. Bíbí vann líka marga sigra á
lífsleiðinni sem blésu henni kjark í
brjóst. Þegar hún lítur yfir farinn
veg í lokakafla sögu sinnar gleðst
hún yfir því sem henni tókst að
áorka í lífinu, ekki síst því að hafa
með ýmsum hætti sannað hæfni sína
og getu og um leið ögrað því van-
mati sem hún mætti svo oft frá sam-
ferðafólki sínu.
Sjálfsævisaga Bíbíar veitir næsta
sjaldgæfa innsýn í hugarheim og
reynslu fatlaðrar manneskju sem
var hornreka í íslensku samfélagi á
20. öld, hugarheim sem flestum er
hulinn. Við þurfum sögur eins og
Bíbíar til að öðlast skilning og
breyta viðhorfum í garð þeirra sem
á jaðrinum standa. Bandarísku
fræðimennirnir Robert Bogdan og
Stephen J. Taylor hafa bent á hve
lífssögur fatlaðs fólks séu áhrifarík
leið til að breyta viðhorfum okkar í
því tilliti, enda kemst sá sem heyrir
eða les söguna ekki hjá því að horfa
fyrst og fremst á persónuleika og
mennsku þeirrar manneskju sem
segir sögu sína. Fötlunarstimplun
og fordómar verða því lítilvægir í
samanburði við áhrifamátt sjálfrar
frásögunnar eins og sjálfsævisaga
Bíbíar er einstakt dæmi um.
Ósýnileg ör af völdum illsku mannanna
Bókarkafli | Í bókinni Bíbí í Berlín er birt sjálfsævisaga Bjargeyjar Kristjánsdóttur (1927-1999). Hún veiktist sem barn
og var stimpluð „fáviti“ af fjölskyldu sinni og sveitungum. Þegar móðir hennar féll frá var Bjargey þrítug og var flutt á
elliheimilið á Blönduósi þar sem hún dvaldist næstu tvo áratugina. Um síðir flutti hún í þorpið og lifði í skjóli vina.
Ljósmynd/Lilja og Sesselja Hauk
Bíbí í Berlín Bíbí safnaði brúðum og gaf að lokum Þjóðminjasafni Íslands brúðusafnið sem taldi þá yfir hundrað brúður. Á myndinni má sjá hana ásamt
hluta af brúðusafninu. Brúðurnar veittu henni ómælda gleði en framan af var henni strítt og hún skömmuð fyrir að leika sér að brúðum á fullorðinsaldri.
Matur