Morgunblaðið - 23.05.2022, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 23.05.2022, Qupperneq 32
STILLANLEG HJÓNARÚM MEÐ BODYPRINT DÝNU WWW.SVEFNOGHEILSA.IS Svefn heilsa& PANDORA STILLANLEGUR HÆGINDASTÓLL VANDAÐAR SÆNGUROG KODDAR Í ÚRVALI EITT MESTA ÚRVAL AF HEILSUDÝNUM Á LANDINU ÚRVALAF VÖNDUÐUM HEILSURÚMUM GERIÐ GÆÐA- OG VERÐSAMANBURÐ Skáldin Hannes Pétursson og Steinunn Sigurðardóttir verða sæmd heiðursdoktorsnafnbót frá Íslensku- og menningardeild Háskóla Íslands í Hátíðasal skólans í dag, mánudag, kl. 14. Við athöfnina, sem stendur til kl. 15.30, verður fjallað um höfundana og lesið úr verkum þeirra. Enn fremur munu þær Bryndís Halla Gylfadóttir, sellóleikari, og Jóna G. Kolbrúnardóttir, sópransöng- kona,flytja tónlist við athöfnina. Allir eru velkomnir á athöfnina en auk þess verður hægt að fylgjast með henni í streymi á vefnum hi.is. Sæmd heiðursdoktorsnafnbót MÁNUDAGUR 23. MAÍ 143. DAGUR ÁRSINS 2022 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 776 kr. Áskrift 8.383 kr. Helgaráskrift 5.230 kr. PDF á mbl.is 7.430 kr. iPad-áskrift 7.430 kr. Breiðablik er komið með fimm stiga forystu í Bestu deild karla í fótbolta eftir nauman sigur á nýliðum Fram, 4;3, á Kópavogsvelli í gærkvöld þar sem Omar Sowe skoraði sigurmarkið rétt fyrir leikslok en Blikar hafa unnið alla sjö leiki sína. Víkingar lögðu Valsmenn á Hlíðarenda, 3:1, og komust upp fyrir þá, og þá sigruðu Keflvíkingar FH-inga, 2:1. »26 Blikarnir með fimm stiga forystu ÍÞRÓTTIR MENNING Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Erlendir leikmenn hafa sett sinn svip á íslenskt íþróttalíf um árabil. Milan Stefán Jankovic er einn þeirra. Hann var kjörinn besti knattspyrnumaður Jógóslavíu 1989 og kom til Grindavíkur í ársbyrjun 1992, þá 32 ára, fyrst og fremst til þess að kanna aðstæður. Hann er hér enn, rúmlega 30 árum síðar, og kann hvergi betur við sig. „Fjöl- skyldunni hefur alla tíð liðið mjög vel á Íslandi, sumarið er hvergi betra en hérna og hér hef ég aldrei upplifað mig sem útlending,“ segir hann. Jankó, eins og hann er kallaður, á ættir að rekja til Serbíu, fæddist í Króatíu og ólst upp í Bosníu, eins og ríkjaskipanin hefur verið eftir að Balkanstríðinu lauk um miðjan tí- unda áratug liðinnar aldar. Áður en hann kom til Íslands lék varnarmað- urinn með júgóslavneska liðinu NK Ozijek, sem nú er í Króatíu, í sjö ár og þar af í fjögur ár með landsliðs- miðherjanum Davor Šuker í fremstu röð. „Šuker var markahæstur en ég kom næstur,“ segir íslenski ríkis- borgarinn hreykinn. Áhrif í Grindavík Jankó var í landsliðshópi Júgó- slavíu fyrir HM á Ítalíu 1990 en sleit krossband í síðasta leiknum með Ozijek 1989 og var þar með úr leik. „Allir eiga sér þann draum að spila á HM og það voru auðvitað mikil von- brigði að meiðast en svona er fót- boltinn,“ segir hann æðrulaus. Þegar Svavar Sigurðsson var for- maður knattspyrnudeildar Grinda- víkur var Gunnar, bróðir hans, alls- ráðandi hjá Skagamönnum. Svavar vildi styrkja lið sitt og leitaði ráða hjá bróður sínum. Luka Kostic var þá nýgenginn til liðs við ÍA og hafði milligöngu um að Grindvíkingar kræktu í fyrrverandi liðsfélaga sinn hjá Ozijek. „Hann hringdi í mig nokkrum sinnum og lengi vel sagðist ég ekki hafa áhuga en hann gafst ekki upp og að lokum sagðist ég vera til í að koma í stuttan tíma,“ rifjar Jankó upp. „Hann vildi ekki fá mig sem mótherja og lagði áherslu á að ég færi til Grindavíkur, sem var þá í 2. deild!“ Eftir að hafa leikið með Grindvík- ingum næstu árin, verið valinn besti leikmaður þeirra í þrjú ár og einu sinni útnefndur íþróttamaður Grindavíkur, sneri Jankó sér að þjálfun eftir tímabilið 1998 og hefur sinnt því starfi síðan. Lengst af í Grindavík en líka í Keflavík, auk þess sem hann er stuðningsfulltrúi í Hópskóla Grindavíkur. Dijana Una, kona hans, starfaði líka fyrir knatt- spyrnudeildina en hefur unnið hjá bænum undanfarin ár. Marko Valdi- mar, sonur þeirra, spilaði fótbolta og var m.a. í U-19 landsliðinu en er nú aðstoðarþjálfari hjá Hønefoss í Nor- egi og kvæntur Berglindi Ýri Hrafnsdóttur úr Grindavík. Jovana Lilja, dóttir Jankós og Dijönu, var landsliðskona í körfubolta. Hún býr líka erlendis en maður hennar er Arnór Gunnarsson, atvinnumaður í handbolta. Knattspyrnudeild Grindavíkur heiðraði fjölskylduna sérstaklega fyrir skömmu vegna þessara tíma- móta og fyrir það sem hún hefur lagt af mörkum til bæjarfélagsins. Grindavík varð í 3. sæti í 2. deild á fyrsta tímabili Jankós og var það besti árangur liðsins frá upphafi. Sem þjálfari kom hann liðinu í Evrópukeppni í fyrsta sinn og unn- ust fyrstu tveir leikirnir 2001. „Það er margs að minnast en upp úr stendur hve gott er að búa í Grinda- vík, að lifa lífinu á Íslandi. Móðir mín er 84 ára og býr í Bosníu, við höfum heimsótt hana árlega eða oftar frá 1996 og það er gott að eiga góða að á báðum stöðum.“ Íslenskur Júgóslavi - Milan Stefán Jankovic kann best við sig á Íslandi Ljósmynd/Víkurfréttir Heiður Fyrir heimaleik á dögunum færði Gunnar Már Gunnarsson, formað- ur knattspyrnudeildar Grindavíkur, Jankó og Dijönu blóm og viðurkenn- ingarskjal fyrir framlag fjölskyldunnar til UMFG í 30 ár. Í Grindavík Davor Šuker, Dijana og Milan Stefán Jankovic.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.