Morgunblaðið - 15.06.2022, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 15.06.2022, Qupperneq 4
4 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. JÚNÍ 2022 Helgi Bjarnason helgi@mbl.is „Það er mikið framfaraskref að rammaáætlun sé komin þetta langt í þinginu eftir margra ára kyrrstöðu í orkuöflun í landinu. Það er mikil- vægt að tillagan nái fram að ganga og í raun grunnforsenda þess að við náum loftslagsmarkmiðum Íslands og stefnu um að Ísland verði óháð jarðefnaeldsneyti árið 2040,“ segir Sigríður Mogensen, sviðsstjóri iðn- aðar- og hugverkasviðs hjá Samtök- um iðnaðarins, þegar leitað er álits hennar á tillögum um breytingar á rammaáætlun 3. Meirihluti umhverfis- og sam- göngunefndar hefur lagt til að nokkrir orkukostir verði færðir úr verndar- og orkunýtingarflokkum í biðflokk og jafn- framt að einn vindorkukostur verði færður í orkunýtingar- flokk. Tillögurnar eru á dagskrá þingfunda en hafa ekki hlotið af- greiðslu. Sigríður tjáir sig ekki um einstaka virkjanakosti en telur að vel hafi tekist til í tillögum meirihluta nefndarinnar. Hefur tafið framfarir „Mikilvægast af öllu er að auka framboð á innlendri, endurnýjan- legri orku til að leysa af hólmi inn- flutta orkugjafa eins og olíu. Það er staðreynd sem margir virðast líta framhjá, hvort sem það er viljandi gert eða ekki. Ljóst er að þetta er eina leiðin fyrir Ísland til að ná markmiðum um full orkuskipti. Það hefur tafið framfarir hversu lengi rammaáætlun hefur staðið föst í þinginu og verður mikið framfara- spor þegar hún fær afgreiðslu,“ seg- ir Sigríður. Tillögur verkefnisstjórnar þriðja áfanga áætlunar um orkunýtingu og vernd landsvæða voru lagðar fyrir ráðherra þáverandi ríkisstjórnar í byrjun árs 2016. Á þeim rúmu sex árum sem liðin eru hafa tillögurnar verið lagðar fyrir þingið fjórum sinn- um en í þrjú fyrri skiptin sofnaði áætlunin í nefnd. Þarf að hefjast handa Sigríður vekur athygli á því að lífs- kjör á Íslandi grundvallast meðal annars á nýtingu grænnar orku. „Síðan erum við með tvær aðrar stórar útflutningsstoðir, ferðaþjón- ustu og sjávarútveg, sem þurfa að fara í orkuskipti á næstu árum og áratugum. Til þess þarf aukið fram- boð á endurnýjanlegri orku. Það er ekki seinna vænna að hefjast handa því það tekur tíma að virkja orkuna og það vekur manni bjartsýni að sjá rammaáætlun komna á þennan stað,“ segir Sigríður. Hún segir að treysta verði því lýð- ræðislega ferli sem rammaáætlun er í og er nú loksins að ljúka. Hún vek- ur athygli á þeim tækifærum sem í því felast fyrir ímynd Íslands ef markmið um að vera óháð jarðefna- eldsneyti nást. Bætir hún því við að umhverfisvernd felist ekki aðeins í náttúruvernd heldur einnig í því að vernda loftslagið og það gerist ekki nema með orkuskiptum. Orkuöflun er forsenda orkuskipta - Sviðsstjóri hjá Samtökum iðnaðarins segir mikilvægt að tillaga um rammaáætlun nái fram að ganga - Markmið í loftslagsmálum og um að vera óháð jarðefnaeldsneyti náist ekki án aukinnar orkuöflunar Morgunblaðið/RAX Jökulsá austari Héraðsvötn og vatnasvið þeirra fara í biðflokk. Sigríður Mogensen Falleg, björt og vönduð 3ja-4ra herbergja íbúð á 6. hæð í klæddu lyftuhúsi auk stæðis í bílageymslu. Þvottahús innan íbúðar. Sérsmíðaðar innréttingar eru í eldhúsi, svefnherbergjum, baðherbergi og þvottahúsi. Svalir lokaðar að hluta. Gott útsýni. Í dag er íbúðin sett upp sem þriggja herbergja íbúð með afar rúmgóðu stofurými en hæglega má setja upp eitt svefnherbergi á kostnað stofu. Gert er ráð fyrir hleðslustöð við stæði í bílageymslu.Árið 2015 veitti umhverfis- og samgöngunefnd Kópavogs Húsfélaginu Lækjasmára 8 viðurkenningu fyrir um- hirðu húss og lóðar. Verð kr. 86.500.000.- Allar nánari upplýsingar veitir Björgvin Guðjónsson löggiltur fasteignasali í síma 510-3500 / 615-1020 eða bjorgvin@eignatorg.is Skipholt 50b | 105 Reykjavík | s 510 3500 | www.eignatorg.is Björgvin Guðjónsson lg.fs. s 615-1020 / bjorgvin@eignatorg.is s 510-3500 OPIÐ HÚS miðvikudaginn 15. júní, kl. 19:00-19:30 Lækjasmári 8, íbúð 602 Hann tekur fram að með þessu sé ekki gert lítið úr þeim hörmungum sem eiga sér stað í Úkraínu og á öðr- um stríðssvæðum í heiminum, nú, í fortíð og framtíð. Verði rannsakað betur „Þegar frumvarp ráðherra er bor- ið saman við reglur ESB um niður- fellingu tolla á vörum frá Úkraínu, er ljóst, að frumvarpið gengur lengra. Þannig eru felldir niður toll- ar á vörum frá Úkraínu eins og þær eru skilgreindar í sérstöku sam- komulagi milli ESB og Úkraínu. Ís- lenska frumvarpið fellir niður alla tolla á vörur frá Úkraínu og gengur því mun lengra en sambærilegar reglur ESB. Þetta getur haft mikil áhrif á bændur og framleiðslu þeirra á landbúnaðarvörum. Vörur frá Úkraínu þurfa að upp- fylla kröfur um heilbrigði sem settar eru fyrir Evrópska efnahagssvæðið. Samt felast í þessu hættur sem geta verið dýrkeyptar fyrir íslenskan landbúnað. Til að nefna dæmi er nánast allt kjúklinga- og svínakjöt sem flutt er til landsins frosið og því felst ekki í því nein fjarlægðarvernd, ekki frekar en útflutningur á mjólk- ur- og undanrennudufti frá Úkra- ínu,“ segir Sigurjón og leggur til að frumvarpið verði dregið til baka og rannasakað hvaða áhrif það hefði á íslenskt atvinnulíf, einkum fram- leiðslu íslenskra búvara. dæmi að í Noregi hafi vandanum verið mætt með auknum stuðn- ingi við bændur sem nemur tæp- um 10% af fram- leiðsluverðmæti búvara. Til að ná sama marki hér þyrfti að bæta við 4,5 milljörðum í beinan stuðning við bændur. „Á Íslandi er vandinn ekki ein- ungis bráðavandi. Fyrir árás Rúss- lands í Úkraínu voru rekstrar- forsendur sumra landbúnaðargreina nánast brostnar. Við stöndum frammi fyrir fækkun á sauðfé í land- inu og það er raunveruleg hætta á því að innanlandsframleiðsla á næsta ári fari niður fyrir eftirspurn innanlands, líklega í fyrsta skipti eft- ir seinni heimsstyrjöldina. Aukinn stuðning þarf líka við nautakjöts- framleiðsluna ef þar á ekki að verða hrun en í langan tíma hefur hún eng- an veginn annað innanlandsþörf. Ástæðan er fyrst og fremst sú að stuðningur við landbúnað á Íslandi og umgjörð hans hefur versnað gríð- arlega á undanförnum tveimur ára- tugum, í samanburði við önnur ríki Evrópu. Nú hallar verulega á bænd- ur hér og fyrirtæki í landbúnaði í þessum samanburði,“ segir Sig- urjón. Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Frumvarp um niðurfellingu tolla á vörum frá Úkraínu mun hafa nei- kvæð áhrif á framleiðslu bænda á landbúnaðarvörum, að mati for- manns Samtaka fyrirtækja í land- búnaði, SAFL. „Frumvarpið gengur lengra en sambærilegar reglur ESB um niður- fellingu tolla á vörur frá Úkraínu. Hjá ESB eru ákvæði sem auðvelda þeim að draga ákvörðunina til baka en engin í okkar frumvarpsdrögum. Enn eina ferðina er landbúnaðurinn ekki spurður,“ segir Sigurjón R. Rafnsson, formaður SAFL. Bjarni Benediktsson fjármála- ráðherra mælti fyrr í vikunni fyrir frumvarpi til breytinga á tollalögum, þess efnis að tollar á vörum sem eru að öllu leyti upprunnar í Úkraínu, verði tímabundið felldir niður. Er þetta gert að beiðni stjórnvalda í Úkraínu vegna innrásar Rússa. Nið- urfellingin nær fyrst og fremst til búvara. Engar búvörur voru fluttar inn frá Úkraínu á síðasta ári, að því er fram kemur í greinargerð, en ekki er talið útlokað að það breytist, verði frumvarpið að lögum. Bráðavandi vegna aðfanga Sigurjón ræðir bráðavandann í landbúnaði á Íslandi vegna mikilla hækkana á aðföngum. Nefnir sem Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Pökkun Fjöldi fólks vinnur við úrvinnslu búvöru. Innflutningur landbúnaðarvöru hefur áhrif á framleiðsluna. Gengið lengra en hjá Evrópusambandinu - Samtök fyrirtækja í landbúnaði gagnrýna niðurfellingu tolla á vörum frá Úkraínu - Neikvæð áhrif á bændur líkleg Sigurjón R. Rafnsson Þóra Birna Ingvarsdóttir thorab@mbl.is Dónalegt væri að vera ósáttur við aðgerðirnar sem spretthópur mat- vælaráðuneytisins kynnti og lúta að stuðningi við bændur, að mati Trausta Hjálmarssonar, formanns Landssamtaka sauðfjárbænda. „Þetta gerir klárlega sitt og sauðfjárbændur geta vel við unað að í þessari skýrslu spretthópsins kemur greinilega fram viðurkenn- ing á þeirra vanda.“ Spretthópurinn hefur lagt til að ríkið styðji við þá bændur sem hafa orðið fyrir mestri kostnaðarhækk- un að undanförnu með beinum styrkjum og umbótum, sem samtals nema tæpum 2,5 milljörðum. Trausti bendir þó á að styrkirnir séu aðeins veittir einu sinni og komi því aðeins til móts við stöðuna um þessar mundir, en feli ekki í sér langtímalausn. Aftur á móti felist tækifæri í hagræðingarmögu- leikum sem kynntir eru, með því að losa um hömlur á afurðastöðvum. Því verði bændur að leggja traust sitt á að þau áform verði að veru- leika. Mikilvægt skref Trausti kveðst vona að þetta gefi bændum byr undir báða vængi svo þeir endurskoði ákvarðanir sínar um að bregða búi. Þetta eitt og sér mun þó ekki koma í veg fyrir brott- fall úr greininni, að hans mati. „Ef við ætlum að koma í veg fyrir það, þá þurfum við verulega viðbót við þetta með verðhækkunum á afurð- um.“ Aðgerðirnar stoppi þannig ekki upp í það gat sem myndast hefur í rekstrarumhverfi sauðfjárbænda. Í skýrslunni er lagt til að heimila afurðastöðvum að grípa til verka- skiptingar og samvinnu sín á milli, þó tímabundið. Þetta er mikilvægt skref til lengri tíma litið að mati Trausta. „Það þarf að fækka af- urðastöðvunum. Þær eru of margar og of smáar svo þær ráða ekki við það rekstrarumhverfi sem þeim er gert að starfa í.“ Viðurkenning á vanda bænda - Styrkirnir ekki langtímalausn Morgunblaðið/Atli Vigfússon Vongóður Trausti vonar að þetta gefi bændum byr undir báða vængi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.